Tíminn - 05.10.1962, Blaðsíða 7

Tíminn - 05.10.1962, Blaðsíða 7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURiNN Framkvæmdastjóri: Tómas Árnason. Ritstjórar: Þórarinn Þó-rarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Auglýs- ingastjóri: Sigurjón Davíðsson. Ritstjórnarskrifstofur í Eddu- húsinu. Afgreiðsla, augl'ýsingar og aðrar skrifstofur í Banka- stræti 7. Símar: 18300—18305. — Auglýsingasími: 19523. Af- greiðslusími 12323. — Áskriftargjald kr. 65.00 á mánuði innan- lands. í lausasölu kr. 4.00 eint. — Prentsmiðjan Edda h.f. — Onógar kjarabætur hínna lægst launuðu Á nýloknu þingi Álþýðusambands Vestfjarða var vakin athygli á þeirri staðreynd, að eftir að verkamenn og verkakonur sömdu um nokkrar kauphækkanir á s.l. vori, hafi aðrar stéttir samið um talsvert meiri kauphækk- anir. Þing Alþýðusambands .Vestfjarða beindi því þeim tilmælum til Alþýðusambands íslands, að það tæki þeg- ar upp viðræður við atvinnurekendur um kauphækkun fyrir láglaunastéttirnar a.m.k. til samræmis við það, sem aðrir hafa fengið. Æskilegast taldi þó þingið, að þessar hækkanir yrðu enn meiri og vitnaði í því sambandi til þess álits ríkisstjórnarinnar á síðastliðnu vori, að lág- launastéttirnar ættu að fá hlutfallslega meiri hækkun en aðrir. Síðan þing Alþýðusambands Vestfjarða samþykkti þessa ályktun, hefur það gerzt, að Gylfi Þ. Gíslason. efnahagsmálaráðherra, hefur lýst yfir því í Alþýðublað- inu, að umræddar stéttir ættu að geta fengið nokkra kauphækkun, án þess að því fylgi nokkur hætta fyrir at- vinnuvegina og efnahagskerfið. Þessi yfMýsing Gylfa er mjög ánægjuleg og sting- ur í stúf við það, sem Alþýðuflokksmenn héldu fram á síðastl. vori, þegar þeir réðust á samvinnufélögin fyrir að hafa samið um nokkra kauphækkun til hinna lægst- launuðu. Bersýnilegt er því, að það hefur haft sín áhrif, að Alþýðuflokkurinn fékk ráðningu í bæjarstjórnarkosn- ingunum í vor, en þó myndi það hafa enn betri áhrif, ef sú ráðning yrði enn rækilegri í næstu þingkosningum. Það gæti ef til vill orðið til þess. að Alþýðuflokkurinn fyl£i oftar réttri stefnu en rétt fyrir kosningar. Eftir þessa yfirlýsingu Gylfa virðist það enn frekar en áður rétt vinnubrögð, sem þing Alþýðusambands Vest- fjarða bendir á, að Alþýðusamband tslands beiti sér þeg- ar fyrir viðræðum um þetta mál við atvinnurekendur og reyni að leysa það í heild. Það er miklu betri leið en að hvert einstakt félag fari að taka upp samninga. Ef samn- ingar nást ekki, er líka betra að viðkomandi félög leggi til baráttu sem ein heild en hvert sér i lagi. Ósennilegt er annað en að slíkir samningar milli Al- þýðusambandsins og atvinnurekenda ættu að geta náðst, þar sem það er almennt viðurkennt, að lapgstlaunuðu sféttirnar hafi fengið hlutfallslega minnsta hækkun og fyrir liggur sú yfirlýsing efnahagsmálaráðherrans, að kauphækkun til handa þessum stéttum muni hvorki íþyngja atvinnuvegunum um of né auka verðbólguna. Hvað tefur Ingólf? Sláturtíðin er nú hálfnuð, en samt hafa bændur enn ekki fengið neina vitneskju um hvort hækkun fæst á af- urðalánum eða ekki, en á því veltur hvernig útborgunum fil þeirra verður háttað. Fundir bænda hafa eindregið krafizt hækkana á af- urðalánunum, þar sem þau hafa verið stórlækkuð sein- u.stu árin og hlutur landbúnaðarins verið gerður mun verri en hlutur sjávarútvegsins. Á nýloknum aðalfundi Stéttasambands bænda lýsti Ingólfur Jónsson yfir því sem skoðun sinni að rétta bæri hlut bænda í þessum efnum og lofaði að vinna að leiðréttingum samkvæmt því. Ekki bólar hins vegar enn neitt á þessum endurbótum og fara bændur því eðlilega að verða óþolinmóðir. Hvað er það, sem tefur Ingólf? VíiStal við Sígurð Jóhannsson skipstjóra á Goðafossi: Reykjavíkurhöfn er enn aö verulegu leyti ónumin Með bættu skipulagi má nýta hana iniklu betur Ég átti þess nýlega kost að ferðast með Goð'afossi á þriðju viku. Ég hef margar ánægjuleg- ar endurminningar frá því ferðia lagi. Alveg sérstaklega finnst mér ánægjulcgt að minnast þess, hve mér fannst ríkja góður andi meðal áhafnarinnar. Það var líkast því að vena á Goðafossi og að vera kominn á eitt hinna gömlu, fjölmennu sveitaheimila, þar sem ríkti traust stjórn, en þvinigunarlaus oig allir gerðu því sitt til þess að setja seni beztan svip á héimi'iisbraginn. Ótvírætt var iíka, að það var skipstjór- inn, Sigurður Jóhannsson, er átti ríkastan þátt í því að þessi heimilisbragur ríkti á Goðafossi. Sigurður sameiiwr það óvenju lega vei að vera mikið prúð- menni og öruggur stjórnandi. Undir forustu slíkra manna er gott að vinna. Sigurður Jóha'nnsson er fædd- ur Reykvíkingur og hefur stund- i að sjóinn síðan 1930, er hann var 16 ára gamall. Fyrstu tvö árin var hann á fisktókipum, en næstu tvö árin hjá Ríkisskip. Síðan 1934 hefur hann verið samfleytt hjá Eimskipafélaginu, að frádregnum þeim tíma, er hann stundaði nám við Sjómanna skólann. Hann var á gamla Brú- arfossi öll stríðsárin, en Brúar- foss var fyrstu tvö stríðsárin í Ameríkusiglingum, en síðan í siglingum til Bretlands. Sigurð ur varð skipstjóri á Goðafossi 1959 og hefur verið það síðan, en áður hafði hann leyst af sem skipstjóri á ýmsum skipum Eim skipafélagsins. Árin 1957 og 1958 var Sigurður í landi sem yfirverkstjóri hjá Eimskipafélag inu við höfnina. Sigurður hefur að sjálfsögðu lent í ýmsum sögulegum mann- raunum og ævintýrum á sjón- um á þeim rúmiega 30 árum, sem hann hefur stundað sjóinn. Hann gerir hins vegar lítið úr slíku og mér hefði gengið illa að fá efni í viðtal við hann, ef ég hefði haldið áfram að inna eftir slíku. Ég hafði hjns vegar orðið þess áskynja í samtölum okkar, að hann var mikill áhuga maður um endurbætur á höfn- inni í Reykjavík, en á þeim mál um hefur hann góðan kunnug- leika síðan hann var yfirverk- stjóri hjá Eimskipafélaginu. Niðurstaðan varð' því sú, að blaðaviðtalið, sem ég bað hann um, snerist mest um hafnar- málin. Reykjavíkurhöfn má nýta miklu betur — Raunar má segja, sagði Sigurður, að í þeim miklu fram- förum, sem hafa orðið á íslandi seinustu áratugina, hafi hafnar- málin orðið útundan og minna gert á því sviði en mörgum öðr um. Þetta gildir nokkurn veg- inn um landið allt, þótt benda megi á myndarlegar framkvæmd ir á ýmsum stöðum, t. d. hina nýju hafskipabryggju í Hafnar- , firði. Einna tilfinnanlegust hef- ur þó þessi stöðnun orðið í Reykjavík, végna þess, að flutn ingarnir þangað og þaðan eru SIGURÐUR JÓHANNSSON langmestir, og þar hefðu því um- bæturnar þurft að sama skapi að verða miklar. Að mínum dómi er það ekki megingalli á Reykjavíkurhöfn, að hún sé orðin of lítil, eins og talsvert er haldið fram. Hitt vildi ég miklu fremur segja, að hún sé enn að verulegu leyti ónumin ■ og hana megi nýta miklu betur en nú er gert. Ef réttar umbætur væru gerðar, á hún að geta verið fullnægjandi góða stund enn og mér finnst alveg eins geta komið til mála að fullnýta betur höfnina í Hafn arfirði og að fara að ráðast í nýja höfn á næstunni. Hafnar- fjörður er á Stór-Reykjavíkur- svæðinu og ber að líta á höfnina þar með tilliti til þess. Þetta er hins vegar mál, sem heyrir fram tíðinni til, en varðandi næstu árin ber að láta það sitja í fyr- irrúmi, að nema Reykjavíkur- höfn betur. Tillögur um endurbætur Ég innti Sigurð eftir því, hvaða umbætur hann teldi hægt að gera helztar á Reykjavíkur höfn. — Ég tel það mikilvægt, sagði Sigurður, að koma á betra skipu- lagi við höfnina. Bílaflutningar við höfnina eru óeðlilega miklir og valda óhæfilegum aksturs- kostnaði. Úr þessu tel ég að megi bæta með því að láta fiski- flotann og útflutninginn fá aust- urhöfnina til afnota en skapa inn flutningnum betri aðstöðu í vesturhöfninni. Það á að byggja upp austurhöfnina með þarfir fiskiflotans og' útflutningsins fyrir augum. Öll lmsin fyrir austan Hafnarhúsið eru orðin gömul og úrelt, nema hið nýja kola- og salthús Kol & Salt, sem ég tel, að ekki hefði átt að vera staðsett þar Eftir að þessum gömlu og úreltu húsum hefur verið rýmt burtu, á að gefa út- gerðarfyrirtækjum kost á því að hyggja þar upp starfsemi sína. Þar á að skapa betri aðstöðu til fisklöndunar og þar eiga að rísa upp stórar skemmur fyrir út- flutninginn, t. d. skreiðina. Þá væri t. d. hægt að flytja skreið- ina þangað beint af trönunum og spara með því mikla auka- flutninga. Míðhöfnin getur hald ið sér með líku sniði og nú. en í, vesturhöfninni á að koma upp stórbættri aðstöðu fyrir innflutn inginn. Það er hægt að gera, án þess að þrengja nokkuð að báta útgerðinni eða frystihúsunum þar. Fyrirtæki eins og Eimskip, sem flytur um 90% af allri stykkjavöru til landsins, þurfa að geta haft hentugar vöru- geymslur á einum stað við höfn- ina. Hitt er óhæft, að t. d. Eim- skip þurfi að hafa vörugeymsl- ur hér og þar út um bæ og eyða að óþörfu miklu fé í flutnings- kostnað. Umrædda aðstöðu verð- ur félagið að fá við höfnina, ella getur farið svo, að það verði að hrekjast að meira eða minna leyti frá Reykjavík, t. d. til Hafn arfjarðar. Slíkt væri þó allt ann að en æskilegt. Rétt finnst mér að látá koma fram, að mér finnst staðsetningin á húsi Slysa varnafélagsins mjög vafasöm, en það er fyrst og fremst skrif- stofuhús. Með því að skipuleggja höfn- ina og aðstöðu við hana á ann- an og betri veg en nú er gert, tel ég hiklaust, að hægt sé að nýta hana miklú meira og hún eigi þá að geta reynzt fúllnægj- andi j náinni framtíð. Umferðin Ég spurði Sigurð að þvi, hvort liann áliti ekki, að unnt væri að skipuleggja betur umferðina við höfnina. — Þær umbætur. sem ég hef bent á, sagði Sigurður. ættu bæði að geta dregið úr umferð- inni við höfnina og auðveldað skipulagningu hennar Til við bótar ætti svo að draga úr (Framhald á 12. síðu). T í MIN N, föstudaginn 5. október 1962

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.