Tíminn - 05.10.1962, Blaðsíða 8

Tíminn - 05.10.1962, Blaðsíða 8
Getur stjörnu- fræði verið þjóðleg? etnu málverkinu á sýningunni í Listamannaskálanum. FYRIR allmörgum árum bjó Þorvaldur Skúlason listmálari í braggahverfi, er nefnist Kamp-Knox, vestur við Kaplaskjól. í fyrsta sinn sem ég kom I þetta hverfi til að heimsækja Þorvald, leitaði ég lengi dyrum og dyngjum, spurði mig áfram í mörgum brðggum, sem hver var öðrum líkur. Sumir er ég spurði til vegar, voru nýfluttir í hverfið og vissu ógerla, hvar listmálar- inn væri til húsa, en loks stanz- aði ég drenghnokka á gangstíg og spurði hann um dvalarstað Þorvaldar, og hann svaraði: „Þegar þú kemur að braggan- um með nafninu Picasso á, þá finnurðu hann þar. Hann er víst alveg eins og Picasso. Einn af okkur strákunum málaði það á braggahurðina úr því að það stóð ekkert á henni“. Mér gekk greiðlega að finna bústað Þorvaldar, því að það sást vel tilsýndar, hvar braggi var merktur Picasso, og enda þótt Þorvaldur væri enginn leiguliði hins spænska kollega síns og kærði sig ekki um að vera merktur honum, vildi hann alls ekki gera hinum ungu vinum sínum í Kamp-Knox það á móti skapi að þurrka nafnið af hurðinni. En það eru raunar fleiri en strákarnir í Kamp-Knox, sem líta á Þorvald sem eins konar íslenzkan Picasso, hann sé upp- hafsmaður og æðsti páfi abstr- akt-stefnunnar á íslandi, því var Þorvaldur (og er jafnvel enn) hataður af þeim, sem þyk- ir hann hafa haft ljótt fyrir unglingunum og eigi höfuðsök- ina á allri „spillingunni“ í ís- lenzkri málaralist seinni ára. En svo eru aðrir, sem telja hin ar „ómyndrænu" myndir Þor- valdar síðustu tvo áratugina vera meðal beztu mynda ís- lenzkra frá þeim tíma, þaul- hugsuð, sterk og persónuleg verk. Nú gefst hverjum tæki- færj að sjá þetta með eigin augum, því að Þorvaldur held- ur einmitt sýningu þessa dag- ana í Listamannaskálanum. Og þótt málarar þykist segja allt, sem þeir hafi ajj segja í mynd- um sínum, varð Þorvaldur ljúf- mannlega við því að svara nokkrum spumingum mínum um þetta eilífa deilumál. Kúbísk afrek — Hvað segirðu um sámlik- ingu á þér og Picasso? Finnur þú til mikils skyldleika? — Ég tel hann ótvírætt einn af mestu snillingum myndlist- arinnar, eins og raunar fleiri af kúbisku málurunum. Trúlega hafa kúbistarnir skapað sumt af því bezta, sem til hefur orðið í heimi myndlistarinnar. En það er svo einkennilegt, að þeir skildu eiginlega aldrei, hve langt þeir voru komnir, ég held þeir hafi orðið hrædd- ir, þegar þeir fóru að taka sól- arhæðina, töldu einhver vand- kvæði á að halda áfram. Raun- • ar greip heimurinn fram í fyr- ir þeim. Það var þegar heims- styrjöldin fyrri braust út og þessir félagar frá París urðu að fara í stríðið. Þeir voru að- skildir í nokkur ár og hlé varð á því starfi, sem vissulega spratt upp af því, að þeir voru nágrannar, skiptust á skoðun- um, brutu sameiginlega mál- in til mergjar. En það féll ekki í þeirra hlut að móta abstrakt- stefnuna, sem svo er kölluð. Það voru aðrir menn. sem komu fram á sjónarsviðif? eftir stríðið. Það var þá, sem abstr- aktstefnan hrökk upp af stand- inum. Picasso hefur i rauninni aldrej verið abstrakt, oftast set ur hann t. d. augu eða einhvern slíkan þekkjanlegan hlut í myndir sínar, og annar mesti kúbistinn, Braque, er líka i rauninni fígúratívur í eðli sínu. Fékk ofnæmi fyrir trjám — Var abstraktstefnunni tek ig tveirn höndum' í París? — Það væri synd að segja. Og margir hafa orðið að heyja þar lífsbaráttuna áratugum sam an án þess að bera nokkuð ann- að úr býtum en ánægjuna af starfinu einu. Þetta á ekki sízt við um marga útlendinga. Svo að ég nefni einhvern, það þykir víst ótrúlegt, en satt er þáð samt, að hollenzki málarinn Piet Mondrian hafði verið í París í 25 ár áður en þeir lét ust vita, að hann væri til. List- fræðingurinn Seuphor hefir harizt fyrir því í mörg ár að Nútímalistasafnið í París kaupi myndir eftir Mondrian, en það liefir ekki náð fram að ganga. Fæstir, sem sjá verk Mondri- ans frá síðari æviárum kans, mundu geta sér til, að hann hafi málað landslagsmyndir til 40 ára aldurs, einkum og sér í lagi málaði hann myndir af trjám. En hann fékk sig sadd an af því. Hann fluttist til Ameríku eftir Parísarárin, og þar átti hann eftir að lifa sitt stærsta ævintýri í listinni. Og hann'-varð mest hrifinn af New York vegna þess, að þar sá hann engin tré á götunum. Þar endurfæddist hann í listinni. Sáu ekkert nema sjálfa sig — Var París svona sein til að viðurkenna hið nýjasta í listinni? — Þeir voru nokkuð slæmir að þessu leytj hér áður, eink- um að því er snerti útlend- inga eða öllu heldur það, sem var ag gerast í öðrum löndum. Það mundu ekki allir trúa því nú, að Paul Klee var svo að segja óþekktur í París á fyrstu árunum, sem ég var þar. Ég man varla eftir sýningu hans þar. Aftur á móti sá ég sýn- ingu um þetta leyti í Kaup- mannahöfn á verkum eftir Klee, Kandinsky og Miro. En ekkj eyddu blöðin þar miklu púðri á þá. En nú kvegur við annan tón. Allt hefir breytzt, meira ag segja vita Frakkar af því nú orðið, að það er víðar málað en í París. Ameríku- menn hafa mikið breytt þessu viðhorfj Parisar, því að ekki þýðir að ganga fram hjá því, að t. d. í New York hafa verið að gerast mjög. merkilegir hlut ir í þessum efnum hin síðari ár. París er slagæð mynd- listarinnar — Finnst þér samt nauðsyn- legt að sækja París heim ann- að veifið? — Það er mér óhætt að segja að sé allt að því nauðsynlegt. Púlsinn er í Paris, það þýðir ekki að neita því. að slagæð myndlistarinnar er þar. Með því að fara þangað og staldra mm Málverkið „Siávarþorp", sem um getur f viðtalinu, málað rétt fyrlr 1950. Sjá ummæli málarans: ,,*Hún er í vlssu samræml við það, sem ég er að gera nú". Gunnar Bergmann ræðir við ÞorvaM Skáhson T í MI N N . föstadzmma 5. okíí&er >36?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.