Tíminn - 05.10.1962, Blaðsíða 9

Tíminn - 05.10.1962, Blaðsíða 9
Málverk á sýningunni í Skálanum. við, áttar maður sig betur á sjálfum sér, kemst í snertingu við hreyfingu samtíðarinnar, þar mætast menn af öllum landshornum og heimshornum. Þetta er máske orðið svipað í New York, ég þekkj það ekki af eigin raun. Fyrst vel tekið — síðan svo og svo — Hvernig finnst þér annars ag bera saman móttökurnar hér heima fyrstu árin og í seinni tíð? — Mér var tekið býsna vel á fyrstu sýningunni, sem ég hélt 1931, hún var í Gúttó, þá var ekki um annan sýningar- stað að ræða í bænum. Ég var þá að koma heim frá Noregi, þar sem ég lærði hjá þeim á- gæta manni Axel Revold. Það var eiginlega furða, að ég skyldi selja nokkra mynd. Það var nefnilega komin kreppa og ég varð hennar strax miklu meira var hér en úti. Já, mér var tekið reglulega vel, líklega verið talinn bara nokkug efni- legur unglingur. En svo hélt ég til Parísar og næsta sýning mín hér varð ekki fyrr en 1938. Þá var ekki eins mikil hrifn- ing. Og síðan eru mjög skipt- ar skoðanir. Satt ag segja mála ég aldrei með það fyrir augum, að nokkur lifandi mað- ur vilji kaupa myndir mínar. — Hvernig stóð á því, að þið, sem stóðuð að Septembersýn- ingunni, lögðuð hana niður? — Því get ég ekki svarað. Ætli nokkurt okkar hafi gert sér grein fyrir því, af hverju það var, nema það hafi gerzt af sjálfu s£r af því að hún hafði lokið sínu hlutverki. Hún hafði reyndar kostag okkur mik ið fé, þ.e.a.s. sýningarskrárnar. Þær voru svo skrambi dýrar í útgáfu, að það er ekki langt síðan við losnuðum úr þeirri skuld, þó að tíu ár séu síðan sú síðasta kom út. Við fórum nokkug flott af stað notuðum fínan myndapappír. Eiginlega voru þetta fyrstu sýningarskrár hér, sem voru ekki svo ómerki legar, að nokkur í útlöndum vildi líta við þeim, þótt ég segi sjálfur frá. Þær voru á- gæt auglýsing erlendis, svo langt sem þær náðu. KveSja frá Sikiley til H.K.L. — Þú fórst líka til Ítalíu á fyrstu Parísarárunum, eða var það ekki? — Jú, ég var þar í eitt ár. En það var svo skrambi leið; inlegt inni á meginlandinu. 1 þessu fasistaríki var eins og flestir þeir væri hálf hjákátleg ir, sem ekkj voru í úniformi. Þarna inni á meginlandinu var ekkcrt annað að gera en skoða list frá liðnum öldum. Þar gerðist ekkert f myndlist, með- an fasistarnir voru við völd. En þegar þeir voru fyrir bí, leystist myndlistin svo ræki lega úr læðingi, að varla urðu slíks dæmi í nokkru landi'öðru eftir seinna heimsstríðið. Já, þegar ég var þarna 1937—1938, var ég fyrst nokkra mánuði inni á meginlandinu, aðallega í Flórens, síðan fór ég út á Sikiley, var þar í hálft ár. Þar býr hreint allt annað fólk en inni á sjálfri Ítalíu. Enda eru þeir alveg áreiðanlega mikið blandaðir bæði Aröbum og sjálfsagt Norðurlandabúum líka, síðan þeir gengu þar á land forðum daga. Þeir eru sagðir miklir áflogahundar og glæpamenn, Sikileyingar, en ekiki varð ég fyrir óþægindum af því, og mér fannst þeir eig- inlega miklu heiðarlegri en sjálfir ítalirnir. Fólkið á Sik- iley var einstaklega geðfellt, og þeim var ekkert um fasism- ann gefið. Svo mikið var víst að þegar Hitler kom að heimsækja Mussolini og stóð til, að hann kæmi líka til Sikileyjar, var hætt við ferðina þangað, enda þótt búig væri að koma fyrir einhverju móttökutildri. Ég var þarna í þorpinu Taormina, þar sem Haldór Kiljan Laxness skrifaði Vefarann mikla frá Kasmír, og þeir mundu eftir honum þorpsbúar, báðu mig tveir að skila kveðju til Hall- dórs. Þeim líkaði vel við hann. Ég hafði virkilega gaman af að vera þarna. Ég hafði Etnu fyr- ir framan gluggann minn, og ekki var gróðursælt þar í grennd, fátt annað þess kyns en kaktusar. Áhuginn beinist að því, sem ógert er — Er það rétt, að abstrakt listmálarar kær; sig kollótta um fyrri verk og telji þau, lít- ils virði? — Það er náttúrlega orðum aukið. En hitt er sönnu nær, að aðaláhugi okkar beinist að því, sem ógert er. Það er dag- urinn á morgun, sem gildir, fyrst og fremst að sinna því dagsverki,' sem er framundan. það hafa þeir í huga, sem fást við listir. — En það hefir komið fyrir þig og fleiri að snúa aftur að því að gera hlutrænar myndir. er þag afturhvarf til náttúrunn ar, veitir abstraktlistin þá ekki nægilega möguleika? — Ég held það geti verið ýmsar ástæður fyrir þessu. T.d. það, að listamaður áttar sig á því, ag hann var ekki búinn að „tæma sig“ á fyrra sviði og hverfur aftur til þess. Einstaklingur skapar ekki liststefnu — Og hvað kemur fleira til? — Slíkt sem þetta getur líka orsakast af einhverri kreppu, sem listamaður er staddur í. Þegar ég kom heim frá Frakk- landi á stríðsárunum, hafði ég málað áður abstrakt alllengi. En eftir að heim kom, rofnaði samband við málara, sem ég ræddi oft við og voru að brjóta til mergjar svipuð vandamái og ég, (þetta er sams konar aðstaða og kúbistarnir komus* í, þegar þeir urðu viðskila í fyrra stríðinu). Þegar svona va> komið, fór ég að mála fígúra tívt, frá þeim tíma er t. d. þessi mynd, Sjávarþorp, og satt að segja er hún og fleiri myndir frá þessum tíma í vissu samræmi við það. sem ég er einmitt að gera nú upp á síðkastið, þegar ég nú fer að athuga það, þá sé ég það. Þá koma mér í hug þeir, sem voru að vinna í Kaupmannah. á þess um tíma, þeir sem sýndu sam- an á Höstjndstillingen, Svavar Guðnason var í þeim hópi. — Þeir ræddust við og báru sam an bækur sínar, og starf þeirra rofnaði ekki. Stefna skapast ekki af einum manni, heldur af samvinnu fleiri manna. T. d. hefðj enginn impressionismi orðið til af starfi eins manns, heldur hreinlega veslazt upp. En það var heill hópur, þar sem hver studdi annan, bæði kenningarlega og siðferðilega. Það er fátítt, að nokkur maður skapi nokkuð að gagni einung- is af sjálfum hér, heldur kvikn ar listin af gagnkvæmum kynn um o.g að einhverju leyti af sameiginlegri lausn vandamála. Það var einmitt svipað með kúbistana. Þeir komust svo langt í sinni stefnu, af því að þeir leituðu sameiginlega að kjarna hlutanna. Listir fyrir mannkynið — ekki einstakan þjóðfiokk — Abstrakt listamönnum er oft legið á hálsi fyrir það, að þeir forsómi þjóðleg einkenni. — Já, það er einkennilegt, hvað þag er lífseigt þetta stagl um þjóðlega list. Mér finnst þeir, sem vinna af einlægni og heiðarleika’sem listamenn, getj ekki starfað eftir þessu boði. Listin er fyrir mannkynið, ekki fyrir einstakan þjóðflokk. — Stundum er ég að hugsa mér, hvað hefði orðið, ef einhver hefi sett sig á háan hest og farig að boða þjóðlega stjörnu- fræði, hvort þá hefði verið til nokkur stjörnufræði. Hitt er jafn satt og rétt, að ég hef séð íslenzka list í útlöndum, bæði fígúratíva og abstrakt list, sem sker sig úr verkum annarra þjóða. Það er örugglega vegna þess, að höfundar þessara verka hafa lifað á íslandi, sem á svona sérstæða náttúru. Með öðrum orðum, hið ómeðvitaða þjóðlega er raunveruleiki í list hjá öllum þjóum. Hvað eigum við að segja t. d. um íslenzka miðaldalist, sem er eitt hið stórkostlegasta, er gert var í Evrópu á þeim tíma, varð hún ekki til áður en farið var að tönnlast á þessu hugtaki um þjóðlegu listina?Mér dettur í hug meistarinn Bach. Ekki reyndi hann að vera þjóðlegur, svo ég viti, ég þykist hafa kynnzt honum dálítið, set mig aldrei úr færi til að hlusta á hann, met hann mest allra tón skálda. Ég segi það, ekki hon- um til lasts, að hann skrifaði upp ítalina, Vivaldi og aðra, en það gerði bara gæfumun- inn, ag hann var svo miklu stærri en þeir. Ég get ekki gleymt því, sem Einar Bene- diktsson sagðj einhvers staðar í ritgerð, þótt ég treysti mér ekki til að hafa það orðrétt eft ir, en meiningin var þessi: — Grímur Thomsen er einn þeirra fáu Íslendinga, sem kunna að yrkja og sem hefir skilið, að listir og skáldskapur eru vísindi. Dönsk miðlungs- skáld kunna að yrkja og því eru verk þeirra betri en sumra íslenzkra góðskálda. Einhvern veginn á þessa leið komst Ein- ar Ben að orði. Listamenn eru fólk — Er listin aðeins fyrir út- valda, á hún að þóknast fólk- inu, eða hvað segirðu annars um Sósíalrealismann? — Það er nú ljóta fyrirtæk- ið, og til allrar blessunar held ég, að varla nokkur góður lista maður hafi gengið í þjónustu hans og þar með eyðilagt sig. Ég hef aldrei almennilega skil- ið, hvers vegna þessi stefna var sett fram, af því að mér finnst felast í henni svo mikil mann- fyrirlitning, hvort sem forsvars mennirnir gera sér það ljóst. Þetta á við þessa undarlegu stefnu, en annars held ég að öll góð list sé sósíalrealisk, listin er fyrir fólkið og lista- menn eru fólk. En að vera að hamra á því, að listamenn eigi að koma til móts við fólkið, það er móðgun bæði við fólkið og listamanninn. Ef listamaður á að fara ag beygja sig í átt til áhorfandans, þá er varla hægt að skilja það öðruvísi, en svo, að hann sé hátt yfir það hafinn. List er bara einn þáttup í lífinu, ekkert annað. Eigum vig að hugsa okkur, að tónskáld væri skikkað til eða tækj sér fyrir hendur að skrifa músík fyrir ómúsíkalskt fólk, af því að það ætlaði ag halda áfram að véra ómúsíkalskt. — Hvers konar skáldskapur yrði það? — Getur músík komig fram í málverki? — Það er máske erfitt að segja, að hvaða marki það sé, nema um áhrifin ein sé að ræða. Ég þykist alltaf sjá það á málverki, hvort málarinn er músíkalskur. Samt getur ó- músíkalskur málari gefið alveg jafnmikið í mynd sinni og hinn, sem er músíkalskur. Það er oft eitthvert samband mjlli list greina og listamanna. Hvað snertir málara og myndhöggv- ara hér á landi, þá hafa þeir meira samband við bókmenntir en gerist í öðrum löndum, hér gera þeir meira af því að lesa bækur, og það er sjájfsagt af því, að allir hér eru svo mikið fyrir það gefnir_að lesa bækur. Margir rithöfundar hér hafa á- huga fyrir verkum okkar, t. d. hafði Steinn Steinarr mjög gam án af málverkum, þó varla eins mikig og við höfum af lýrikk- inni hans. Annars held ég sé nú mál að slá botninn í þetta, af því að þetta er allt ótæm- andi umræðuefni. Nú skulum við bara setja punkt. — G.B. Ein myndin á yfirstandandi sýningu Þorvaldar I Listamannaskálanum. Minnir hún á myndina Sjív« arþorp? J TÍMINN, föstudaginn 5. október 1963 — 9

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.