Tíminn - 05.10.1962, Blaðsíða 15

Tíminn - 05.10.1962, Blaðsíða 15
Vexfir Framhald af 16. síðu. starfsemi til sjós og lands, svo að aðeins alveg óvenjulegt góðæri hefur getað hindrað algera stöðv- un í mörgum tilfellum. Þetta væri viðurkennt af öllum, sem með sanngirni litu á málin, sagði Ein- ar. Framleiðslan til sjávar berst í bökkum fyrst og fremst vegna vaxtaokursins, því að hún er að miklu leyti rekin fyrir lánsfé. Landbúnaðurinn ætti einnig í miklum örðugleikum og byggi við verri lánakjör en áður. Iðnaður og verzlun hefðu líka sína sögu að segja af erfiðleikum, og sameigin- legt öllum þessum greinum væri lánsfjárskortur. Þó hefði tilgang- urinn með vaxtahækkuninni vafa laust verið sá, að draga úr eftir- spurn lánsfjár. Það Væri hins veg- ar fjarri því, að það hefði tekizt, eins og allir vissu. Þá hefðu húsbyggjendur sann- arlega orðið fyrir barðinu á við- reisninni, jafnvel þó að þeir Lyggðu með aðstoð ríkis og bæj- arfélaga, og vaxtabyrði þeirra væri slík, að full þörf væri að reyna að létta hana. Það skipti miklu, hvort greiddir væru 4 eða 8% vextir af því fé, sem fengið væri að láni hjá ríki og bæ. Þess vegna væri rétt að beina þessum tilmælum til þingmanna borgar- innar, sem í tillögunni felst. Húr stæði nú til að úthluta 32 foúðum á vegum borgarinnar, sagði Einar og öðrum 32 síðar fyrir hagstæðara verð og betri láns kjör en almennt gerist. Þess vegna riði á, að engir aðrif en þeir, sem nú búa í heilsuspillandi húsnæði fái þessar íbúðir. Þetta yrði að tryggja, því að öðrum kosti yrði um stórfellt óréttlæti í garð borg- aranna að ræða. Hér yrði að sjálfsögðu að kanna hagi umsækjenda hlutlaust og láta þá sitja fyrir, sem mesta þörf hefðu. Verð íbúðanna hefði verið ákveðið af borgarráði og kvaðst Einar ekki hafa aðstöðu til þess að meta, hvort það væri hátt eða lágt, cn væru íbúðirnar vel úr garði gerðar, yrði að telja verð þeirra miðað við stærð viðunandi. En lánskjörin skiptu líka miklu máli. Engin sanngirni væri að neita því, ag þau teldust allgóð og talsvert betri en almennt ger- ist nú, þar sem hér væri gert ráð fyrir C-lánum frá húsnæðismála- stjórn að upphæð kr. 150 þús. og jafnhátt lánsframlag frá Reykja- víkurborg méð sömu kjörum, en auk þess fengju kaupendur A- og B-lán Húsnæðismálastjórnar. íbúð unum fylgdu því lán allt ag 320 þús. kr. og væri það allmiklu .meira lánsfé en almenningur ætti kost á í dag. En þess bæri að gæta, að þessu væri svona hagað til þess eins að útrýma heilsu- spillandi húsnæði, útrýma brögg- um og öðrum kofum, og til þess ag losna við þann smánarblett af borginni mætti ekkert spara. Það væri vitað, að fólkið, sem hefði orðið að sætta sig við þann húsa- kost, hefi aðeins gert það af neyð og fjárhagslegu getuleysi, og þess vegna yi’ði að veita því allt önn- ur skilyrði til íbúðakaupa. Þegar um slíkar aðgerðir væri að xæða, yrði það að teljast skylda borgarinnar að sjá um, að lánin væru með þeim hætti, að þetta fólk geti risig undir þeim og flutt úr bröggunum. Braggarnir og kof arnir eru svo hryllilegur blettur á ölíum borgarbrag, að ekki tjó- ar að horfa í nokkrar krónur af al- mannafé til þess að uppræta hann. Það finnst mér, að við, sem hérna sitjum, verðum að gera okkur alveg ljóst og breyta samkvæmt því, sagði Einar. Þag er stefna okkar Framsókn- armanna í byggingarmálum, sagði Einar að lokum, að styðja sem allra flestá einstaklinga til þess að' eignast eigig húsnæði, og að hið opinbera veiti til þess alla þá aðstoð, sem frekast er unnt. En þeim, sem ékki geta neitt af eigin rammleik, verðum vig að hjálpa á annan hátt meg því að byggja íbúðir og leigja fyrir við- ráðanlegt verð. Hér er verið að .gera átak til þess að hjálpa þeim getuminnstu á leið til efnalegs sjálfstæðis og til þess að færa sig um set úr óhæfu húsnæði og fá- tækt til bjargálna. Slíkt er mikið verkefni og verðugt fyrir borgar- stjórnina og mikið tilvinnandi, ekki sízt frá þjóðfélagslegu sjón- armiði að slíkt takist í ríkum mæli. En gæta verður þess vel, þegar slíkt átak er gert, ag það verði ekki misnotað af mönnum, sem sjá sér leik á borði við þessar að- gerðir, án þess að þeir hafi þá knýjandi þörf fyrir hjálpina, sem hlýtur ag vera försenda þessara ráðstafana, sagði Einar að lokum. Borgarstjóri taldi tillögu þessa fram borna aðeins til sýndar og lagði til ag henni yrði vísað frá. Það samþykkti Sjálfstæðismeiri' hlutinn. Verzlanir í ný hverfi Frmahald af 16. síðu vöntun verzlana í Háaleitishverfi og vandræði íbúanna þar, en um það hefur nokkuð verið rætt í blöðum undanfarið. Lýsti borgar- stjóri því, að lóðum undir verzlun arhús hefði verið úthlutað en dregizt úr hömlu að hefja bygg- ingu. Einar Ágústsson kvaðst vilja í sambandi við þessar umræður koma á framfæri þeirri hugmynd, sem tillagan fjallar um en vilja taka það fram, að hann hefði ekk- ert við afgreiðslu bygginganefnd- ar að athuga á því erindi, sem þarna væri fjallað um. Það væri staðreynd, sagði Einar, að þetta hverfi vantaði tilfinnanlega verzl- anir og því ekki fráleitt að leyfa bráðabirgðabyggingu úr timbri, úr því að svona væri komið. En það vantaði víðar verzlanir en í Háaleitishverfi, því að segja mætti, að það væri sameiginlegt einkenni nýrra hverfa, að verzl- anir væru þar engar, og fólkið, sem flytur í húsin á undan verzl- unum er £ stöðugum vandræðum, en kaupmenn, sem byggingaleyfi fengju £ þessum hverfum hefðu margir ekki bolmagn til að byggja verzlanir nema á löngum tíma, eða hefðu ekki áhuga á þvi að opna búð þarna fyrr en orðið væri sæmi lega mannmargt i hverfinu. Hvern ig sem þessu væri varið, væru vandræði fólksins söm, en sæl- gætisbúðir risu fljótt upp, en mjólkin og aðrar nauðsynjar stund um seldar af bílpöllum, eða þá að fólk yrði að sækja vörurnar lang- ar leiðir. Einar sagði, að tillagan fæli í sér hugmynd til lausnar í vand- ræðum, hvort ekki væri unnt að borgin ætti húsnæði, hreyfanlegt — fljótreist og fljóttekið saman — og þetta húsnæði siðan notað eins og tillagan gerir ráð fyrir. Mundi þá rétt að skylda viðkom- andi kaupmann til þess að hefja byggingu varanlegs húsnæðis, jafn skjótt og fólk ’ flyttist að nokkru ráði í hverfið. Með þessu mætti koma tvennu til leiðar: 1. Fólk ætti kost á verzlun í hverfinu miklu fyrr en ella. 2. Kaupmönnum væri auðveldað að rækja skyldur s£nar við fólkið og jafnframt að koma fótum undir rekstur sinn ; nýja hverfinu. Tillögu Einars var visað til borg arráðs. f?ámi frestaS Framhald af 1. síðu. vart lengi að bíða. að endanlegur úrskurður fáist. Eins og fyrr segir, tók Félags dómur deiluna fyrir í dag, og var klukkan rúmlega fimm, þegar rétt ur var settur. í dóminum eiga sæti: Hákon Guðmundsson, hæstaréttarritari. Benedikt Sig- urjónsson, hæstaréttarlögmaður og Gunnlaugur Briem, ráðuneytis stjóri-, tilnefndir af félagsmála-’ i’áðuneytinu, Ragnar Ólafsson, hæstaréttarlögmaður, tilnefndur af ASÍ og Einar Baldvin Guð- mundsson, hæstaréttarlögmaður, tilnefndur af Vinnuveitendasam- bandi íslands. Lögfræðingur verzl- unarmanna var Áki Jakobsson, hrl. og lögfræðingur ASf Egill Sigurgeirsson, hrl. LÍV hafði afhent ASÍ félaga- skrá sínar og félagslög meðlima sinna. ASÍ fékk i haust þriggja vikna frest til þess að' skila áliti sínu og gagnrýni á þessum máls- atriðum og til þess að segja til um, að hvaða leyti þau stönguð- ust á við samþykktir ASÍ, og að hvaða leyti þau væru ósamhljóða samþykktum þeirra tveggja félaga, sem þegar eru aðilar bæði að ASÍ og LÍV, en þau eru Skrifstofu og verzlunarmannafélag Akureyrar og Verzlunarmannafélag Siglu- fjarðar. Fyrir Félagsdómi i dag fór Egill Sigurgeirsson, hrl, lögfræðingur ASÍ enn fram á frest, og var hann veittur £ rúma viku i viðbót, eða til 12. þ.m. Endanlegur úrskurður Félags- dóms í þessu máli getur haft mikla pólitiska þýðingu. Samkvæmt með limafjölda ætti LÍV að kjósa 33 íulltrúa á þing ASÍ og hefur þegar kosið þá, en á síðasta þingi ASÍ mun hafa munað tæplega 70 at- kvæðum. Útsvör í éefni Framhald at 1. síðu. staðir hafa skipt með sér útsvari félagsins eins og jafnan áður. En nú er þetta orðið ólöglegt, því að- eins öðrum staðnum ber útsvarið. En hvorum? Og svona mætti lengi telja. Útsvarsálagning á fyrirtæki hef ur alla þessa öld verið mikið deiluefni milli sveitarfélaga, og hafa stundum skapazt af því. hin harðvítugustu málaferli. Nú er sýnt, að í ár kastar fyrst tófun- um með tilkomu hinna nýju laga, og getur þetta orðið til þess, að jafna verði niður á nýjan leik á mörgum stöðum. Ef Akureyri tapar útsvarsmál- inu um verksmiðjur SÍS, verður, ag sögn Magnúsar Guðjónssonar, bæjarstjóra, að jafna niður aftur á Akureyri, og þá verður líka lagt á starfsemi akureyskra fyrirtækja utan bæjarins. Tíminn átti í dag tal af hinum nýskipaða ríkisskattstjóra, Sigur- bimi Þorbjörnssyni. Hann taldi sennilegt, að til kasta ríkisskatta- nefndar mundi koma í mjög mörg um tilfellum í haust. Akureyrar- málið kemur sennilega ekki fyrir fyrr en um eða eftir áramót, en síðan er hætt við að öll súpan fyígi á eftir. Akureyrarmálið verður að öll- um líkindum nokkurs .konar próf mál um, hvaða skilning eigi að leggja í hið sérkennilega ákvæði ’.xýju laganna. VÍDAVAN0UR Framhald af 2. síðu. er bezt að Alþýðublað’ið’ svaxi því, hver það sé scm falsi, þeg- ar ríkisstjórnLu lætur gefa út svona tilkynningar handa blöð- um sínu.m að leggja út af eins og biblíunni. ;)En heildsalarnir byggja og byggla“ Alþýðublaðið bendir rétt'i- lciga á þá bróplegu vanrækslu íhaldsins í Reykjavík að láta stór íbúðahverfi byggjast án þess að hugsa fyrir því, að þar komi eðlilegar þjónustustöðv- ar af hálfu verzlunarað'ila eða borgarinnar. Birt'ir blaðið myndir af slíkum hverfum verzlanalausum og jafnframt mynd af nýjum stórhýsum heildsala Við Laugaveg og Suð urlandsbraut. Undir myndina setur blaðið þessa fyrirsögn: /,En heildsalarn'ir byggja og hyggja.“ Þessi sefrnimg er ekki að'eins táknræn um íhaldsó. stjórnina í Reykjavík heldur líka í sem fæstum orðum sagt, fyrsta boðorð þeirrar íh.alds- óstjórnar, sem fer með völdin í landinu. Þar er öll stjórmar- stefnan við það miðuð, að heild- salar og annar gróða lýður geti salar og annar gráðalýður geti arra orða: Á Alþýð’ublaðið eða Alþýðuflokkurinn nokkum hlut að þessari ríkisstjórin og þar með byggingum og gróða hei'ldsalianna? íjjróttir Framhald af 5. síðu — En því neitum við alger- lega, segir formaður Skov- bakken Olav Nielsen. Kostnað ur við leik Frajn og Skovbakk- en er milli 12—14 þús. krón- ur (danskar) og við þorum ekki að leika á laugardag eða nokkurn annan dag en hinn ákveðna sunnudag. Og ef við fáum ekki leyfi til að leika þá munum við hætta í Evrópu- keppninni. Við getum heldur ekki beð- ið til að fá að vita hvort við fáum nokkurn mann í lands- liðið eða ekki. Og póstferðir til íslands eru það erfiðar að við getum ekki breytt neinu um hinn ákveðna dag eða iáta allt eiga sig. Engir aðrir mögu- leikar eru í málinu”, segir formaðurinn að lokum. MiSstjórnar- fnndnr Fundur verður í miðstjórn Framsóknarflokksins n. k. mánudag, kl. 4,30 e.h. í Fé- lagsheimili Framsóknarmanna Tjarnargöfu 26. Rédst á 3 bíla Framhald ai 16. síðxx. hljólríðandi á fund leigubílstjóra og bað hann að keyra sig. Bílstjór- anum fannst eitthvað athugavert við manni’nn og benti lögreglunni að tala við hann. Lögreglan karfði hann þá sagna um reiðhjólið, en það hafði hann tekið í Hlíðunum, eftir því, sem næst verður komizt. Þar hafði hann brotið rúður tveggja bíla og farið inn í þá. Veski hans fannst f öðrum bílnum og lyklakippa í hinum. Skipamiðl- ari hins norska skips borgaði tjón- ið, sem maðurinn hafði valdið. Bruninn f,’rnmhaJd ai 1. siðu. Slökkviliðinu tókst fljótlega að ráða niðurlögum eldsins í kjallar- anum, en eins og oft vill verða í gömlum Iiúsum, hafði hann náð til tróðsins milli þilja, og um hálf- ellefuleytið briauzt hann út á mið- liæð hússins og rauk þá víða út um veggi þess eig þak, og var um tímia talin hætta á því að hann myndi ná þakinu. Um hálftólfleýtið var tálið, að tekizt hefði að komast fyrir eldinn og niðurlögum hans yrði brátt ráðið. Ekki var vitað um eldsupptök, en eldurinn brauzt út, meðan þeir, sem á verkstæ'ðinu voru, brugðu sér frá. Eigandi verkstæðisins er Ársæll Guðsteinsson. Líkur þóttu benda til, að samband hafi gleymzt á þurrkofni, sem notaður var til að þurrka lampaskermana, og hafi hann ofh'itnaff og kveikt í út frá sér. annað hvort í kvöld eða á morg- De Gaulle (Framhald af 3. síðu;)* un. 7'j% lýðræðislegra og frat)SRara,-en að þjóðin kysi sjálf forsetamm-Sagði hann, að svar þjóðarnmar anynúi segja sér hvort hanaeettisfð'lhalda áfram ag vinna íyrij? .FraKTí!and eða ekki. KYNNIÐ YKKUR KOSTABOÐ OKKAR SAMTÍÐIN heimilisblað flytur m. a. frumsamdar og þýddar greinar, kvennaþætti, skák- og bridgegreinar getraunir og stjörnuspár fyrir alla daga ársins SMÁSÖGUR — SKOPSÖGUR ■y.i&h»■ Æviágrip frægra kvikmyndaleikara. 10 blöb á ári — árgjald 75 kr. Nýir áskrifendur fá: -:S4 • 3 árganga fyrír 100 kr. Póstsendið eftirfarandi pöntun: Ég undirrit ... óska að gerast áskrifandi að SAMTÍÐINNI og sendi hér með 100 kr. fyrir ár- gangana 1960, 1961 og 1962. (Vinsamlegast sendið þetta í ábyrgðarbréfi eða póstávísun). i Heimili Nafn . Utanáskrift okkar er: SAMTÍHIN. '’ósthólf 472, Rvík. TIMANN vantar ungling til blaðburðar á Öldugötu. Afgreiðsla, Bankastræti 7 — Sími 12323 f í MI N N, föstudaginn 5. október 1962 — 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.