Tíminn - 06.10.1962, Blaðsíða 3

Tíminn - 06.10.1962, Blaðsíða 3
Sendiráðsmanni vísað úr landi NTB—Moskva, 5. okt. Sovétstjórnin hefur krafizt þess, að aðstoðarflotamálafulltrúi banda xíska sendiráðsins í Moskvu hverfi úr landi. Ástæðan er sú, að full- trúinn, Raymond Smith, er sagður Verkfðlli frestaS NTB-New York, 5. okt. — Hafnarverkamenn meðfram allri austurströnd Banda- ríkjanna og allt suður í Mexikóflóa hverfa að lík- indum til vinnu sinnar á morgun, eftir að sambands- dómstóli hefur farið' þess á leit við þá, að þeir fresti verkfalli sínu fram til 14. okt. Verkfallið hcfur lamað allar skipaferðir í heila viku, en á miðvikudaginn mun dómstóllinn ákveða, hvort gripið verður til Taft- Hartley lagan'na, sem heim- ila, að verkamönnunum vérði skipað að vinna í 80 daga, en á meðan verði reynt að komast að sam- komulagi varðandi kröfur þeirra. Aðalástæðan fyrir verk- fallinu er krafa 145 skipa- félaga um að mönnum í vinnuflokkum verkamamna verði fækkað, cn þeir eru nú 20. Þessu hefur verið neitað, og hafa fulltrúar verkamanna einnig tilkynnt, að ekki verði heldur reynt að leysa önnur vandamál, á meðan þetta sé óleyst. Uflendingar í vinnu í Vestur-Þýzkalandi NTB—Niimberg, 5. okt. Um 700 þúsund útlend- ingar vinna nú við ýmis störf í Vestur-Þýzkalandi, og í síðasta mánuði komu rúm lega 11 þúsund útlendingar til land'Sins í atvinnuleit. Grikkir voru þar í meiri- hluta,_ eða 3900; alls komu 3800 ítalir, 2200 Spánverjar og 1250 Tyrkir. Um mánaða- mótin voru hvorki meira né minna en 38 þúsund lausar stöður fyrir útlendinga í Vestur-Þýzkalandi, Tala at- vinnulausra var á sama tíma 91.383 og höfðu þá 39 bætzt við í september. Þingi lýkur NTB-Brighton, 5. okt. Þingi brezka verkamanna flokksins lauk í Brighton í dag. Formaður flokksins, Harold Wilson, sem nú læt ur af störfum, sagði í lok- in, að ekki hefði verið jafn mikil eining innan flokks- ins og nú er sfðustu 10 árin. — Vel getur verið, að þetta verði síðasta lands- þing flokksins áður en kosn ingar fara fram að nýju, og það væri óviturlegt, ef við byggjum okkur ekki undir þær, sagði hann. Þingið staðfesti einróma ályktun, sem borin var fram í fyrra, en þar segir, að það sé á móti öllum tilraunum með kjarnorkuvopn, hver svo sem framkvæmi þær. hafa verið að framkvæma njósnir, er hann var gripinn í Leningrad 2. okt. síðast liðinn. Bandaríska sendiráðið neitar því, að Smith haf-i verið að njósna er hann var handtekinn, en í til- kynningu Sovétstjórnarinnar seg- ir, að hann hafi verið að rann- saka herstöð j Leningrad útbúinn kortum, minnisblöðum, og öðrum þeim tækjum, sem nauðsynleg eru til njósna. Að sögn sendiráðsins mun Smith fara úr landi innan skamms, að öllum líkindum n.k. mánudag. Smith er fyrsti sendiráðsfulltrú- inn, sem Sovétstjórnin hefur vísað úr landi frá því árið 1960, en þá krafðist hún þess, að tveir sendi- ráðsstarfsmenn færu heim, þar eð þeir hefðu misnotað aðstöðu sína sem stjórnarerindrekar í landinu. Smith kom með konu síha og þrjú börn til Moskvu í júní s.l. Tveimur sovézkum erindrekum var vísað úr landi í Bandaríkjun- um fyrir nokkru, og yfirgáfu þeir New York. á þriðjudaginn. Þeim var gefið að sök, að þeir hefðu keypt hernaðarleyndarmál af liðs- foringja { landgöngu'Sveitum bandaríska sjóhersins. Kóngur- inn í Kasai floginn NTB-Leopoldville, 5. okt. Konungur demantaríkisins Suð- ur-Kasai, Albert Kalonji, er horf- inn, og er sagt, að honum hafi tekizt að flýja úr stofufangelsi, en hann var handtekinn af mönnum Kongóstjórnar fyrir nokkrum dögum. Heimenn Kongóstjórnar fóru inn í Suður Kasai í síðustu viku, og hafa nú lagt þetta auðuga hér- að undir sig, en konunginum hafði tekizt að halda því stjórnmálalega og efnahagslega sjálfstæðu allt frá 1960, þegar Kongó hlaut sjálfstæði. Kalonji hafði einnig kjörið sig sjálfan til konungs. Albert Kalonji hafði verið hand tekinn, en síðan settur í stofufang- elsi. Nú segja menn, sem komu til Leopoldville frá Kasai, að kon- ungurinn , sé horfinn sporlaust. Hermenn Kongóstjórnar hafa allt i Suður-Kasai á sínu valdi eftir því, j sem fregnir herma. Um sjö leytið í gærkveldi kvikna'ði í miðstöðvarherbergi undir smurverkstæði Egils Viihjálmssonar h.f. Kviknað hafði f út frá rafmagni, og var cldurinn lítill og auðslökktur. Myndin sýnlr einu erfiðleikana við slökkvistarfið. Þurftu slökkviliðsmenn að komast niður um op á gólfinu, sem-stálhleri var fyrir. Var hierinn festur með boltum, og hausarnir að ofanverðu. Var þá grlpið tll þess ráðs að logskera hausana af bolíunum og er einn verkstæðismanna vlð þá iðju. (Ljósm.: TÍMINN—RE). P0MPID0U FELL NTB—París,,5. okt, Franska þingið felldi við at- kvæðagreiðslu stjórn Georges Pompidou, og reikna menn nú með því í París, að de Gaulle muni biðja stjórnina að sitja þar til þjóðaratkvæðagreiðsl- an hefur farið fram og nýjar kosningar. De Gaulle er ekki neyddur til þess að leysa upp þiugið og láta fara fram aðr'ar kosningar, en hann mun nú ræða við Pompidou forsætisráðherra, og þingforsetana og síðan taka ákvörðun í málinu. Við atkvæðagreiðslu í þinginu greiddu 109 fulltrúar íhaldsmanna vantrauststillögunni atkvæði sitt, 50 fulltrúar kaþólskra, allir 43 fulltrúar sósíalista, 33 radikalir og 45 af 49 flokkslausum. Allir fylg- ismenn de Gaulle greiddu hlns vegar atkvæði á móti tillögunni, Faðir krefst bóta NTB-Philadelphia, 5. okt. | Maður nokkur að nafni | Thomas Diamond hefur borið fram skaðabótakröfu á hend-1 ur thalidomid-framleiðendum vegna þess að kona hans ól fyrir nokkru vanskapað barn, en hún hafði notað lyfið á öðrum mánuði meðgöngu- tímans. Skaðabótakrafa Diamonds hljóð ar upp á 2,5 milljónir dollara, en Iiann heldur því fram, að fram- lei'ðendur lyfsins hafi ekki látið fara fram fullnægjandi vísinda- legar rannsóknir á því, áður en það var látið á markaðinn. í Philadelphiu var Iyfið selt undir nafninu kevadon. Barn Diamond-hjónanna, sem fæddist í apríl í fyrra er hand- Framh. á 15. síðu MÓTMÆLA ORÐUM CHEN Yl NTB-Belgrad-Moskvu, 5. okt. Júgóslavar hafa borið fram mótmæli við stjórn Kína vegna orða, sem Chen Yi ut- anríkisráðherra Kína lét falla um Júgóslavíu í ræðu, sem hann flutti á mánudaginn. Um leið oq mótmælin eru borin fram er tilkynnt, að Tito for- seti muni heimsækia Sovétrík in í desember, og virðist það tákna að sambandið milli Júgóslavíu og Sovétríkjanna hafi náð hápunkti sínum. Sendiherra Kína í Belgrad, Chou Min, var kallaður til utanríkisráðu neytisins, þar sem honum voru afhent mótmælin. í þeim segir, að Chen Yi hafi móðgað Tito forseta með ummælum sínum. og einnig hafi forsætisráðherrann deilt á utanríkisstefnu .Túgóslavíu og alia stjórn mála bar í landi Chen Yi sagði í ræðu. sem hann hélt á mánudaginn. 13 þjóðhátíð- ardegi Kína, að Tito og fylgifiskar hans þjónuðu hagsmunum banda- riskra heimsvaldasinna. Sendi- j herra Júgóslavíu var viðstaddur, j þegar ræðan var flutt, og fór | hann strax á burtu. Nú hefur hins vegar verið til- kynnt í Moskvu og Belgrad, að Tito forseta hafi verið boðið í heimsókn til Sovétríkjanna 1. des. r.k. Það er Krustjoff forsætisráð- herra sem býður forsetanum, og hefur boðinu verið tekið. Virðist nú, sem samvinna milli ríkjanna tveggja muni ná hápunkti sínum með þessari heimsókn Titos, en hann hefur ekki komið til Sovét- ríkjanna síðan árið 1956. en það nægði ekki og stjórnin var felld. Mikið er um það rætt meðal stjórnmálamanna f Frakklandi, hvernig þjóðaratkvæðið fari, 28. okt. n.k. Þá leggur forsetinn fyrir þjóðina sjálfa tillögu um að for- setinn verði framvegis kjörinn í al mennum kosningum, Hér er um breytingu á stjórnarskrá landsins að ræða, og í sjónvarpsræðu sinni til frönsku þjóðairinnar í gær, lét forsetinn þess getið, að á úr- slitunum sæi hann, hvort hann ætti að draga sig út úr frönskum stjórnmálum. Allir flokkar utan flokks de Gaulls eru á móti stjórnarskrár- breytfngunni, en auk þess er tal- ið fullvíst, að um 250 þúsund Frakkar, sem komnir eru til lands- ins frá Alsír muni ekki styðja breytinguna. Miðstjórnarfundur Fundur verður í miSstjórn Framsóknarflokksins n. k. mánudag, kl. 4,30 e.h. ( Fé- lagsheimili Framsóknarmanna Tjarnargötu 26. Hafnarfjörður Aðalfundur Framsóknarfélags Hafnarfjarðar verður haldinn í Góðtemplarahúsinu á morgun, sunnudaginn 7. októbcr kl. 4 s.d. í undarcfni: 1. Venjuleg aðalfund- arstörf. 2. Rætt um bæjarmál. — Mætið vel og stundvíslega. Framsóknarfélag Kiósarsýslu Áríðandi fundur að Klébergl, fimmtudagskvöld, klukkan 9. Stjórnin TÍMINN, laugardaginn 6. október 1962 3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.