Tíminn - 06.10.1962, Blaðsíða 5

Tíminn - 06.10.1962, Blaðsíða 5
RITSTJORI HALLUR SIMONARSON Forsíðufréttln í xpress hlægileg Eins og sagt var frá hér á síðunni í gær komu Skotlands- farar ÞróHar heim með Gull- fossi á fimmtudaginn eftir að mörgu leyti ánægjulega ferð til Skotlands — hina fyrstu, sem íslenzkt iið fer til þess lands. í fyrrasumar kom Dundee hingað í boSi Þrótfar og voru skozku meistararnir að endurgjalda heimboðið nú. Fimm knattspyrnumenn frá Akureyri léku meS Þrótti ytra sem lánsmenn, og náði blaðið tali af einum þeirra, Jakobi Jakobssyni, í gær til þess að fá fréttir af förinni — en einn- ig til þess, að fá einnig fréttir af Jakobi og liði hans. — Eg verð að segja eins og er, að þótt ýmislegt mætti kannski betur fara, þá varð þetta að mörgu leyti ánægjuleg fei'ð, sagði Jakob. Reyndar lékum við aðeins tvo leiki og töpuðum báðum, og hinum síðari með miklum mun eða 10:1, en þá mættum við alltof sterku liði. segir Jakob Jakobsson frá Akureyri, sem iék sem lánsmaður með Þrótti í Skotlandsförinni Framhjá! Eins og sagt hefur verið frá hér á síðunni komust Keflvíkingar áfram I bikar- keppni KSÍ, þegar þeir sigruðu Tý, Vestmannaeyj- um, með 2:0 á sunnuðaginn var. Leikurinn fór fram i Hafnarfirði — og á mynd- inni sést knötturinn stefna i átt að mannlausu marki Keflvíkinga, en fór hárfínt fram hjá eins og stundum er sagt. — Ljósmynd Tím- inn — HE, Vestmannaeyj- vorum ekki með okkar bezta lið t. d. lék Jón Stefánsson ekki og Skúli og Steingrímur aðeins í síð- ari hálfleik. Skotarnir skoruðu tvö fyrstu mörkin í Ieiknum, en Axel Axelson minnkaði muninn fyrir okkur, þegar hann spyrnti knettinum í mark frá miðju eft- ir útspyrnu frá markverði. Og var það ekki einmitt þá um kvöldið, sem tveir Þróttarar unnu það afrek að þeir urðu forsíðuefni i Daily Express? Jú, reyndar, en mér finnst bein- linis hlægilegt, að þetta atvik skyldi gert að blaðamáli — því raunverulega skeði ekki neitt. Að einhver bílstjóri hafi verið sleg- inn niður er hrein fjarstæða — enda öll greinin skrifuð í þeim stíl, sem einkennir Express. Þess má geta, að jafn mikið veður var gert út af þessu atviki í blaðinu og morði á „pop“ söngvara i járn- brautarlest þetta sama kvöld. Það er því skrýtið mat Skotanna á frétt Og síðaii mættuð þið Celtic? 500. fundurinn f fyrrakvöld hélt stjórn Frjálsíþróttasambandsins fund, og var Það fimm hundraðasti fundur stjórnar FRÍ frá því sambandið var stofnað fyrir rúmum 15 árum. Það athyglisverða ný- mæli var samþykkt á fundinum að velja unga liienn til sam- æfinga í vetur og ætti það að geta orðið lyftistöng fyrir frjáls- ar íÞróttir hér á Iandi. 25 drengir voru valdir, og þeir, sem eiga heima úti á landi, munu fá bréflega kennslu. Á föstudagskvöldið lékum við gegn því liði á Parkhead og í ein- hverju blaðinu var sagt, að fimm af aðalmönnum Celtic hefðu leik- ið gegn okkur. Áhorfendur voru um tíu þúsund og kom það okkur mjög á óvart. Stemning var mikil meðal þeirra og þegar einn Skot- anna skoraði mark — sem reyndar er eitt hið fallegasta, sem ég hef séð — þustu marg^r inn á völlinn. Celtic vann með 10:1 — en við skoruðum þrjú sjálfsmörk í leikn- um. Liðið var og sterkt fyrir okk- ur — en við eigum þó nokkra af- sökun. Leikið var við fljóðljós, sem við erum allir algerlega óvan- ir — og völlurinn var fljúgandi háll eftir mikla rigningu. Bætti það ekki úr skák — einkum fyrir leikmenn Þróttar, sem lítið hafa leikið á grasi. Þrátt fyrir mörkin tíu átti Þórður Ásgeirsson góð til- þrif í marki á milli. Steingrímur Björnsson skoraði mark okkar í leiknúm og sjálfur fékk ég allgott tækifæri til að gera markatöluna hagstæðari, en spyrnti knettin- um fram hjá markinu. Þennan sama dag um hádegið vorum við í mjög ánægjulegri veizlu hjá Celtic. Þið lékuð ekki í Dundee, eins og fyrirhugað var? Nei, af einhverjum ástæðum féll sá leikur niður. Á laugardag sáum við hins vegar í boði félags- ins leik Dundee og Rangers í 1. deild. Leikið var á heimavelli Rangers, Ibrox i Glasgow, og var völlurinn troðfullur af áhorfend- um. Jafntefli varð 1:1, en Rangers var þó betra liðið og hefði átt að vinna. Það er merkilegt, að Dundee hefur ekki tapað fyrir Rangers í Glasgow í sex ár. Hittuð þið ekki Helga og Þórólf? Jú, við hittum þá, og Helgi var með okkur á laugardag og sunnu- dag, en Þórólfur kom ekki eins og fyrirhugað var, en hann meiddist í leik St. Mirren gegn Falkirk — og eru meiðslin það slæm, að hann verður frá leik í nokkrar vikur. Á þiiðjudag héldum við svo heim eftur með Gullfossi og komum á fimmtudagsmorgun. Hvernig er það, Jakob, ertu bú- inn í tannlæknanáminu? (Framhald á 12. síðu). JAKOB JAKOBSSON ’ (Ljósm.: Tíminn, GE) j Hvenær fóruð þið utan? . Við fórum með Gullfossi laugar- daginn 22. þ.m. og komum út á þriðjudag. í förinni voru 25 menn en í Glasgow hittum við séra Ro- fcert Jack og reyndist hann okkur hjálparhella. Á miðvikudag sáum við leik í boði Queens Park á stærsta leikvelli Evrópu, Hampd- en Park, en síðan æfðum við á leikvelli Celtic Parkhead og var sjónvarpsmynd tekin á æfingunni. Dagánn eftir lékum við okkar fyrsta leik gegn varaliði Queens Park og var leikið á Hampden. Við aiMUÆFINGAR ARMANNS Glímuæfingar Glímudeildar Ármanns eru nú hafnar í fþróttahúsi Jóns Þorsteins- sonar við Lindargötu. Æfing- ar verða í vetur á miðvikudög- um kl. 7—8 og á laugardög- um kl. 7—9. Þjálfari og kenn- ari glímudeildarinnar verður eins og undanfarin ár, Kjart- an Bergmann Guðjónsson, hinn gamalkunni glímusnill- ingur. Eins og fyrr segir, eru glímu- æfingar hafnar á vegum Glímu- deildar Ármanns. Æfingatímar eru lítillega breyttir frá því sem áður var, og eru nú á miðviku- dögum kl. 7—8 og laugardaga kl. 7—9. Eftir laugardagsæfingar geta þeir, sem vilja , farið í gufubað í kjallara íþróttahússins, en undan farin ár hafa margir af eldri glímu mönnum félagsins, sem litið hafa inn á æfingar og tekið léttar glím- um, notið gufubaðsins á eftir sér til ánægju og hressingar. Drengjum, sem hug hefðu á að læra glímu, skal bent á að koma til viðtals í fyrrgreindum æfinga- tímum í íþróttahúsi Jóns Þor- steinssonar, Lindargötu 7 (bak við; Þjóðleikhúsið). Þeir drengir, eri eiga einnig að mæta á sömu tím- um, miðvikudögum kl. 7—8 og laugardögum kl. 7—9. ' verið hafa á námskeiðum deildar- innar eða æft hjá henni áður og vilja auka við getn sína og færni Akureyri - Akranes á Melavelli A sunnudag leika Akurnesingar og Akureyringar á Melavelli, og hefst leikurinn kl. 4 Er þetta í fyrsta sinn síðan 1957 að þessi lið leika saman hér í Reykjavík. Skotar vilja kaupa Skozk knattspyrnufélög eru farin að sækjast eftir crlendum knattspyrnu- mönnum og svo virðist sem Þórólfur Beck og St. Mirr- cn hafi opnað flóðgáttirnar — en hann er fyrsti knatt- spyrnumaðurinn utan Bret- landseyja, sem gerist at- vinnumaður á Skotlandi. — Og Skotar leita ekki ein- göngu til íslands — nú eru þcir að þreifa fyrir sér á dönskum markaði. Eftir . leik Hiberian og úrvalsliðs Kaupmannahafnar í Edin borg i vikunni bauð frain kvæmdastjóri Hiberian markverði Dana, Törn Lar- sen, B 1903 að gerast at- vinnumaður hjá Hiberian. Larsen, sem er blaðamaður (Framhald á 12 síðu) «■1 TIM IN N, laugardaginn 6. október 1962

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.