Tíminn - 06.10.1962, Blaðsíða 7

Tíminn - 06.10.1962, Blaðsíða 7
ERLING BJÖL ®sœææs«KaEa j Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastióri: Tómas Árnason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Auglýs- ingastjóri: Sigurjón Davíðsson. Ritstjórnarskrifstoíur í Eddu- húsinu. Afgreiðsla, auglýsingar og aðrar skrifstofur i Banka- stræti 7. Símar: 18300—18305, — Auglýsingasími: 19523. Af- greiðslusími 12323. — Askriftargjald kr. 65.00 á mánuði innan- lands. í lausasölu kr. 4.00 eint. — Prentsmiðjan Edda h.f. — Flokkur gengislækkana og gerðardóma ÞaS er næsta broslegt ,að lesa AlþýSublaðið og hlusta á forkólfa Alþýðuflokksins um þessar mundir. Alþýðu- blaðið keppist við að lýsa andúð sinni á gerðardómum. Það fordæmir gerðardómslögin, sem voru sett í síldveiði- deilunni í sumar, og sver og sárt við leggur að slíkt skuli aldrei gert aftur. Gylfa Þ. Gíslasyni er teflt fram sem hinum mikla staðfestumanni og hann látinn lýsá yfir því að gengið skuli ekki lækkað. Og sennilega verður Guð- mundur í. Guðmundsson látinn lýsa yfir því áður en langt um líður, að nú skuli haldið fast á rétti íslands út á við. Allar verða þessar yfirlýsingar broslegar, þegar þær eru bornar saman við feril foringja Alþýðuflokksins á undaförnum misserum. Stefnan, sem foringjar Alþýðu- fiokksins hafa fylgt, hefur fyrst og fremst verið stefna gengisfellinga og gerðardóma. Og foringjar Alþýðuflokks- ins hafa sízt verið neinir aftaníossar í þeim efnum. Þeir hafa verið forustumennirnir. Það var for- maður flokksins, IJmil Jónsson sjávarútvegsmálaráðherra, er hafði forustu um setningu hinna illræmdu gerðardóms- laga í síldveiðideilunni á s.l. vori, eindregið studdur af öilum þingmönnum Alþýðuflokksins. Það var ritari Alþýðuflokksins, Gylfi Þ. Gíslason efnahágsmálaráðherra, er hafði forustu um gengisfellingar með rúmlega árs millibili. Það er hann, sem hefur stjórnað því verki, að íslenzka krónan er nú helmingi verðminni en fyrir tæp- um þremur árum síðan. Áður barðist Alþýðuflokkurinn gegn gengislækkun- um og gerðardómum. Nú hefur hann forustu um hvort tveggja. Slíkur umskiptingur er hann orðinn. Þegar kosningar nálgast, er þó reynt að breyta um tóntegund. Þess vegna eru foringjar Alþýðuflokksins nú farnir að sverja fyrir verk sín og stefnu og lofa öllu fögru. En þeir kjósendur, sem hafa fylgt honum, eru nú reynslunni ríkari. Þeir veittu honum nokkra ráðningu í bæjarstjórnarkosningunum í vor. Þeir munu veita hon- um rækilegri ráðningu í þingkosningunum að sumri. Það eitt mun helzt duga til að koma í veg fyrir að hann haldi áfram að vera flokkur gengislækkana og gerðardóma. Þrengslavegurinn Það eru ánægjuleg tíðindi, að hinn svokallaði Þrengsla vegur skuli nú kominn svo langt, að hann verði opnaður til umferðar á þessu hausti. Það er mikil samgöngubót fyr- ir héruðin austan fjalls. Það hefur lengi verið áhugamál Sunnlendinga að fá þessa samgöngubót og börðust þingmenn þeirra með Jörund Bi’ynjólfsson í fararbroddi fyrir henni árum saman. Fullur stúðningur komst þó ekki á málið fyrr en þeir Eysteinn Jónsson og Kristinn Guðmundsson beittu sér fyrir því á þingi 1956, að hluti af benzínskattinum yrði látinn renna í sérstakan sjóð, sem notaður væri til svonefndra millibyggðavega. Þrengslavegurinn hefur al- veg verið byggður fyrir þetta fé, ásamt mörgum vegum öðrum. En þótt hér sé náð góðum áfanga. má ekki láta hend- ur falla í skaut, heldur halda áfram baráttunni fyrir meiri og betri vegum. Samvinna umbótasinnaðra afla hefur gefið góða raun á ftalíu Ýmsir stóriðjuhöldar og kommúnistar vinna þó gegn því. UGO LA MALFA ÞAÐ VAR aukið frelsi, sem efldi ítalskan iffnag fyrir 10 árum. Skilyrði fyrir auknum framförum nú er aukin skipu- lagning, sagði Ugo La Malfa, efna'hagsmálaráðherra í viðtali við blaðig Politiken. — Áhall- inn í þjóðfélaginu er mesta vandamál okkar í dag, vöntun á jafnvægi milli norður- og suður-héraðanna og milii stétt- anna í þjóðfélaginu. Jafnvægi verður ekki komið á með öðru en skipulagningu . . . Ugo La Malfa hefur át mik- inn þátt í því kraftaverki, sem gerzt hefur í ítölsku efnahags- lífi. Þegar hann var ráðherra og fór með utanríkisviðskiptin kom hann á því frelsi, sem neyddi iðnaðinn til þess að framkvæma breytingar, sem gerðu hann færan til alþjóðlegr ar samkeppni. Nú er La Maifa formaður þeirrar skipulags- nefndar, sem á að undirbúa á- ætlunarbúskap ítala. Af þessu tilefni segist hann einkum hafa kynnt sér áætlanagerð í Hol- landi og Frakklandi, en bætir svo við: — Frakkar standa okkur framar í tækni. Þeir hafa skipu lagsráð. En í ítjórnmálúm stöndum við framar. ÍTALIR standa frarnar Frökkum af því, ag þeir búa við vinstri-sinnaða stjórn, sem er reiðubúin að ganga lengra i ríkisafskiptum af skipulaginu en franska stjórnin mundi gera. Það er aftur skilyrði fyr- ir framgangi áætlunarbúskapar á Ítalíu að framhald verði á nú- verandi samvinnu kaþólskra og vinstrj jafnaðarmanna. La Malfa er sjálfur leiðtogi hins litla repúblikanaflokks, sem á dönsku væri látinn heita’ radikalir. Hann er sá maður- inn, sem mestan þátt hefur ált í að koma á samvinnu kaþólskra og vinstri jafnaðarmanna og hann segir að hún haldist. Að afstöðnum þingkosningum á komandi vori yrði þá hægt að mynda nýja stjórn á sama grunnj og þá, sem nú fer með völd, og ef til vill með beinni þátttöku vinstri jafnaðarmanna. Takist það, væri hægt að láta rætast draum La Malfa um 10 ára áætlun, sem skipt yrði í tvær fimm ára áætlanir, þ. e. tvö kjörtímabil. RÍKISSTJÓRN ftalíu styðst nú við meiri hluta, sem kristi- • legir demókratar, socialdemó- kratar og repúblikanar mynda, með stuðningj frá vinstri jafn- aðarmannaflokki Nennis. Þessi samvinna táknar tímamót í ít- ölskum stjórrimálum, og mætti helzt líkja því við myndun frönsku alþýðufylkingarstjórn- arinnar 1936. Bjartsýni La Malfa og margra annarra á varanleika þessarar samvinnu stafar ekki einungis af því. sem gerzt hefur í innsta hring stjórnmálaleiðtoganna, heldur einnig vmsu öðru.. sem gerzt hef ur „að baki víglínunni" Vati- kanið hefir til dæmis horfið frá andstöðu sinni gegn sam- vinnu káþólskra við.flokk Nenn is-óg áhrifamikill hluti peninga valdsins hefur einnig hætt and- stöðu sinni. Þetta á til dæmis við um Fiat-verksmiðjurnar og Montecatini, stóra efnaverk- smiðjuhringinn. Það er í sjálfu sér ekkert undarlegt, þó að forráðamenn Fiatverksmiðjanna séu fáanleg ir til ag samþykkja nýja tekju- skiptingu á Ítalíu. Eigi bíla- markaðurinn að halda áíram að aukast verða bæði verka- menn og suður-héruð Iandsins ag fá vænni sneið af þjóðar- tekjutertunni en áður. Og þetta er einmitt tilgangur vinstri- samvinnunnar í stjórnmálun- um. AFSTAÐA forráðamanna Montecatini er forvitnilegri. — Hún er afleiðing stórkostleg- ustu átaka, sem orðið hafa í ítölsku atvinnulífi hin síðari ár. Það var baráttan milli raf- magnshringsins Edison og efna verksmiðjanna Montecatini. — Þessi barátta hefur átt mikinn þátt í því kraftaverki, sem þeg- ar hefir gerzt í ítölsku atvinnu Iífi. Þetta byrjaði með þurrviðrun um 1949. Þau ollu verulega minnkaðri rafmagnsfrariileiðslu og þá fyrst í alvöru farið að ræða um að þjóðnýta þyrfti raforkuverin, svo að hægt væri að hafa betra skipulag á stað- setningu viðbótarvirkjana. — Þetta hefði komið harðast nið- ur á Edinson-hringnum, og for- ráðamenn hans skelfdust Þeir fóru því að leggja fé sitt í önn- ur fyrirtækí næstu ár Af þessu leiddi mikla aukningu efnaiðn aðarins, dn á því sviði hafði Montecatini verið að heita mátti einrátt. ILinn ítalski ný-kapí- talismi spratt upp af þessum átökum. Samkeppni leysti ein- okuniria af hólmi. „Sá, sem ætlaði að skrifa sögu ftalíu síðastliðin 10 ár, og vildi Iýsa gagnkvæmri afstöðu iðnaðar og ríkisstjórnar, yrði að helga rafmagnsmálunum veigamikinn kafla“, skrifar Eugenie Scalfari f sinni ágætu bók „Rapporte sul heocapital- ismo in Italia“. ALLT frá stríðslokum hefur rafmagnshringurinn verið uppi staðan í ítalska atvinnurekenda sambandinu Confindustria. Það olli því tímamótum í sögu ft- alíu eftir stríðið. er þjóðþingið samþykkti að þjóðnýta raf- magnsframleiðsluna. Ákvörðun um þetta hefur ver ið aðalskilyrðið fyrir stuðningi socialista við ríkisstiórn Fan- fani. O.g í Róm er því haldið fram, að þetta sé frumskiIyTði þess. að áætlunarverð La Malfa komi að notum Rafmagnshring urinn var svo öflugur að hann hefði hæglega geta* unnið skemmdarverk á efnahagsáæti un ríkisstiómarinnar Þetta hef ir komið fram í þróuninní á Suður-ftalíu Ein á.stæða bess að iðnvæðing vanþróuðu hérað anna fór út um þúfur. var gjald stefna rafmagnshringsins. Raf- magnið var miklum mun dýr ara á Suður-ftalíu en Norður ítalíu. GJALDSTEFNAN er levnd ardómurinn við efnahagslegt vald rafmagnshrinssins Sá stó’- iðnaður, sem naut hvili hrings (Framhald á 12. siðu) TÍMINN, laugardaginn 6. október 1962 7

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.