Tíminn - 06.10.1962, Blaðsíða 8

Tíminn - 06.10.1962, Blaðsíða 8
Halldór Kristjánsson, Kirkjubóli: Ognanir við kjésendur Sjálfstæðisflokkurinn og bindindishreyfingin Sveitarstjórnarkosningar vekja yfirleitt ekki mikla athygli utan þess sveitarfélags, sem kosið er fyrir. Þó hafa borgarstjórnarkosn- ingar í Reykjavík sérstöðu þar. Dagblöðin f Reykjavík eru svo mjög mótuð af þeirri baráttu, aö þjóðin öll fylgist með, því að þetta eru þjóðblöð. Ekki er það ætlunin með þess- ari grern, að blanda sér í sveitar- málefni Reykjavíkurborgar. En stundum koma fram i hita bar- dagans þau einkenni, sem vert er að hugleiða rólega og rækilega, þegar vígamóðurinn er runninn af görpunum og jafnvægi komið á geðsmunina. Það var nýstárlegast við þessar borgarstjórnarkosningar, að auk ■Stjórnmálaflokka landsins kom fram listi óháðra bindindismanna. í fullum rétti Það mátti vera ljóst fyrirfram, að slfkt framboð kæmi ýmsum í nokkurn vanda. Þó að menn séu góðir og áhugasamir bindindis- menn, eru þeir með ýmiss konar sundurleitar skoðanir um önnur mannfélagsmál. Því er ekki hægt að gera ráð fyrir því, að fundinn verði sá maður, sem bindindis- menn almennt og yfirleitt treysti til að stjórna málum borgarinnar í heild eftir sínu höfði. Margir bindindismenn eru flokksmenn — jafnvel áhugasamir flokksmenn — sem ógjarnan vilja vera settir í þann.vanda að verða að gera upp á milli flokksins síns og bind indismálsins. Hitt er svo skiljanlegt, að bind- indismönnum finnist illa á málum haldið í Reykjavík og brýn ástæða til að leita nýrra úrræða. Það er því ekki ástæða til að láta sér bregða við það, að bindindismenn reyni sérstakt framboð. Til þess hafa þeir vitanlega fulian rétt, enda ekkert einsdæmi að slfkir áhugahópar bjóði fram til sveitar- stjóma, þó að fátítt sé hér á landi. Hófanir Sjálfstæðis- flokksins Hitt er merkilegra, að einn af stjórnmálaflokkum landsins, Sjálf stæðisflokkurinn, hafði í hótunum við bindindishreyfinguna vegna þessa framboðs. Mbl. birti viðtal við sjálfan forsætisráðherrann, þar sem hann vakti sérstaklega at- hygli á því, að þetta framboð væri hættulegt fyrir bindindismenn, því að Sjálfstæðismenn myndu láta reiði sína bitna á bindindis- hreyfingunni, ef þeir töpuðu í kosningunum. Þessar heitingar voru svo árétt aðar í blaðinu. Þær virtust ekki vera neitt einkamál Ólafs Thors, heldur úrræði Sjálfstæðisflokks- ins í kosningabaráttunni. Og það er einmitt þess vegna, sem rétt er og skylt að hugleiða, hvað hér er að gerast. HeiSraSu skálkinn . . . Gamalt máltæki segir, að heiðra skálkinn, svo hann skaði ekki. Það er þetta, sem hér var verið að segja. Umbúðalaust er boðskap ur Ólafs Thors til bindindismanna þessi: Ef þið kjósið ykkar lista og Sjálf'stæðisflokkurinn missir meirihluta sinn í Reykjavík, þá skuluð þið finna, að Sjálfstæðis- flokkurinn er sá skálkur, sem getur skaðað og skal skaða ís- lenzka bindindishreyfingu svo að um muni. í Noregi eru þess dæmi, að birtdindismenn hafi sérstakt fram boð við bæjarstjórnarkosningar og verður ekki séð af norskum blöðum, að það þyki neitt furðp- legt. Hitt myndi þykja meiri furða, ef einhver stjórnmálaflokk- ur léti svo dólgslega, að hafa í heitingum út af því. Það eru mörg áhugamál og hug- sjónamál önnur en bindindismál- ið, sem sameina menn án tillits til flokksbanda. Sums staðar eru flokkar, sem kenna sig við kristn- ina. Svo gæti ráðizt, að kirkjunnar mönnum eða áhugamannahópi um trúmál einhvers konar þætti ástæða til að standa saman j kosn ingum. Og auðvitað hafa þeir full an lýðræðislegan rétt til að ráða því sjálfir, hvaða málefni þeir láta stjórna atkvæði sínu. Eignarréftur flokksins Tvennt er sérstaklega eftirtekt- arvert í sambandi við heitingarn- ar í garð bindindismanna. Annað er frekja þeirra, sem grípa til slíkra hótana. Það er því líkast sem þeim finnist, að flokkur sin'n eigi alla þá, sem einhvern tíma hafa greitt honum atkvæði. Þann- ig mega menn ekki hugsa. Við- horf breytast frá degi til dags, enda lífið annað og meira en fræði kerfi. Kjósandanum er ekki ein- asta rétt, heldur blátt áfram skylt, að endurskoða afstöðu sína og dæma hverju sinni eftir því, sem honum virðist að málin liggi þá fyrir, enda væri allur málflutn- ingur og röksemdaleiðsla stjórn- málakappanna ómerk og þýðing- arlaus, ef menn ættu alltaf að vera bundnir af liðinni tíð. Þetta er augljóst mál. Hótanir eru ekki rök og því eiga þær ekki heima i ko'Sningavinnu. Flokkur og málstaður Annað er þó e. t. v. enn athygl- isverðara í sambandi við þessar hótanir. FlO'kkur, sem boðar bind indishreyfingunni í heild og mál- stað hennar hefndarráðstafanir og hermdarverk á ekki neina mál efnalega samstöðu með bindindis- hreyfingunni. Geri hann sem flokkur eitthvað jákvætt í þeim efnum, er það fyrir annarleg áhrif, kaupskap einhvers konar eða kjós endahræðslu. Hugsum okkur til skýringar að upp rísi hópur manna, sem þættu núverandi stjórnarflokkar ekki nógu ákveðnir í því að vinna að inngöngu íslands í efnahagsbanda lag Evrópu eða í fylgi sínu við ameríska hersetu í landinu. Dett- ui' nokkrum í hug að þessir flokk- ar myndu svara framboði her- námssinna með þeim hótunum, að hér skyldi enginn amerískur her vera stundinni lengur? Eða myndu þeir svara innlimunarflokki EBE með þeim hótunum, að ef hann fengi nokkurn mann kosinn skyldi ísland snúa sér algjörlega frá efnahagsbandalaginu? Hafi menn einhverja skoðun og einhverja stefnu hlaupa þeir ekki frá henni enda þótt einhverjir vilji ganga lengra í sömu átt. flð hræða frá sann- færingu Hér verður ekkert fullyrt um það, hver áhrif þessar hótanir Sjálfstæðismanna hafa haft. Þær voru bornar fram á síðustu stundu og vel má vera að menn hafi al- mennt ekki áttað sig á eðli þeirra fyrir kosningar. En Þær eru ekki gleymdar og eiga ekkj að vera gleymdar. Þag er ljótur leikur að hræða menn til að greiða atkvæði gegn sannfæringu sinni. Sá leik- ur er ósamboðinn forsætisráðherra í frjálsu lýðræðisríki. Þessar hót- anir eru blettur á hverjum þeim stjórnmálamanni, sem beitir þeim. Er þetfa samboðið lýðræðismönnum? Hér skal ekkert rökrætt um þann málstað, sem bindindismenn berjast fyrir, eða trú þeirra, sem vitnuðu að það myndi reynast far sælast fyrir málstað bindindis- hreyfingarinnar að Sjálfstæðis- flokkurinn fengi sem mest at- kvæðamagn. Það eru mál út af fyr ir sig, merkileg mál, sem ástæða er til að rökræða og verða rök- rædd. En hótanirnar eru óháðar TÍMINN Bragi og Sirkussystkinin Bragi Ásgeirsson opnaSi sýningu um síðustu helgi á tveim stöðum f bænurn, Snorrasal, Laugaveg 18, og Mokka kaffi við Skólavörðustíg. Myndírnar eru frá tíu ára tímabili, og nefnlst sýnlngin ,,Brot úr grafik ( 10 ár". — Aðsóknin hefur verið ágæt, og 24 myndlr hafa selzt. Samtímis á Bragi sex myndlr á farandsýningu í Þýzka- landl. Þær myndir seldust allar í einu lagi f fyrstu borginni, sem sýningin var í, Kiel. Blöðin fóru lofsamleg- um orðum um myndir Braga og sagði eltt þeirra, Volkszeitung, m.a.: Bragl Ásgeirsson sýnlr 6 lltografíur, hann er undir miklum áhrifum frá Pleasso, en þó leynir sér ekkl i kompositioninn! sköpunarkraftur málarans. — Einukm er vert að nefna myndlna „Sirkussystkin", stellingu hinna þjálfuðu líkama", hina uppleystu spennu ( andlitinu". Annað elntak þessarar myndar er á sýningunn! í Mokka-kaffi þessa dagana, og hér_ birtist Ijós- mynd af henni og listamannlnum. UBl Halldór Kristjánsson. því öllu, og það eru þær, sem hér eru til umræðu. Vel má.tti Mbl. bera fram þau rök, sem það kunni fyrir því, að sínir frambjóðendur væru líklegri til a?j gera Reykja- vík bindindissaman bæ, en þeir Gísli Sigurbjörnsson og Benedikt Bjarklind. Vel mátti það líka deila á stefnu og störf bindindismannf. eftir því sem það gat. Þetta hvort tveggja var eðlilegt í kosningabar- áttu. En hér var ekki verið að nota rökin. Hér var hnefinn lagður á borðið. Bak við bessar hótanir Iiggur þa'ð, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi enga inálefnalega samúð með bindindishreyfingunni. — Hins vegar megi hún svo sem vera til meðan hún er þæg og hlýðin og snýst ekki beint gegn flokknum. Smávegis framlög af opinberu fé o. s. frv. kemur mjög til greina, meðan hreyfing- in hefur enga óÞægð í frammi. En þess skulu bindindismenn gæta og það skulu þeir vita fyr- irfram, að Sjálfstæðisflokkurinn greiðir ekki atkvæði með því að efla bindindissamtökin af al- mannafé, eftir að bindindismenn fara að kjósa sína eigin fulltrúa í hreppsnefnd og borgarstjórn í stað Sjálfstæðismanna. Þessum peningum er nefnilega ekki ráð- stafað af sannfæringu með þjóð- arhag og almenningsheill fyrir augum, heldur sem eins konar kosningamútum til að kaupa flokknum hylli og atkvæði þeirra kreddukarla — og kvenna — sem láta sér annt um bindindi. Þegar sá tilgangur næst ekkj og bindindismcnn fara að kjósa sína eigin fulltrúa mun Sjálfstæðis- flokkurinn að sjálfsögðu hætta a?( eiga hlut að slíkri sóun á almannafé. Svo getur hver og einn svarað fyrir sig hvort þetta séu lýðræðis- leg vinnubrögð eða hvers konar siðferði þetta sé. Vill Mbl. gefa nánari skýringu? Hér hef ég rifjag upp þessar hótanir frá kosningabaráttunni i vor og reynt að skýra fyrirbærið eftir því, sem ég hef vitið til. Þyki Mbl. eitthvað á sig hallað eða forsætisráðherra sinn með þessari úfleggingu minni vænti ég að það telji ekki eftir sér að end- urprenta hótanirnar og gera grein fyrir því hvaða hætta bindindis- hreyfingunni gat stafað af reiði Sjálfstæðismanna á annan há.tt en hér hefur verið gert ráð fyrir. Þeir sem trúa Því, að bindindis- hreyfingin ræki menningarhlut- verk og þeir, sem láta sér í raun og veru annt um lýðræðisleg vinnubrögg ættu að fylgjast með þeim viðbrögðum. Við sjáum hvað setur. Iaugardaginn 6, október 1963;

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.