Tíminn - 06.10.1962, Blaðsíða 14

Tíminn - 06.10.1962, Blaðsíða 14
Eftir DOROTHY QUINTIN hann. Mér fannst við hafa nálg- azt hvort annað mikið síðasta klukkutímann og það væri gagn- kvæmt traust milli okkar. Við heyrðum Hönnu hlæja úti í gang- inum. Oliver leit beint í augu mér og bætti lágróma við: — Ef umsögn hennar verður sem ég býst við, vona ég, að þér lá'tið allar áhyggjur lönd og leið, Amanda. Þér eruð alltof ungar til að taka allar heimsins byrðar á axlir yðar. — Og ef....ef umsögnin verð- ur ekki... . ? hvíslaði ég með önd- ina í hálsinum. — Ef hún verður í einhverju frábrugðin fréttum Deidre, kem ég með yður til London j fyrra- málið til að sjá með eigin augum, hvernig Carolyn líður, sagði hann jafn lágróma. Eg fékk ekkert rárúm til að þakka honum, en andlitið á mér hlýtur að hafa sýnt honum, hversu þakKlát ég var, því að hann brosti hlýlega til mín, áður en hann sneri sér að unga manninum, 'sem Hanna vísaði inn. Eg var svo hrif- in af sigri mínum, að ég veitti Tony Marldon enga sérstaka eftir- tekt, þegar Oliver kynnti hann fyrir mér. Meðan við sátum og drukkum kaffi fyrir framan arin- inn gerði ég mér óljóst grein fyr- ir því, að hann var hár og ljós- hærður með vinalegt andlit. Það var bersýnilegt, að hann langaði til að vita, hvað ég væri að gera á Mullions. Hugur minn var full- ur af öllu því, sem gerzt hafði þennan da|. Það virtust vikur síð an ég hafði setzt inn í lestina um morguninn og ég þráði að vita hvað morgundagurinn bæri í skauti sér — og vonandi myndi hann binda endi á eríiðleika Caro- lyns. 9. KAFLI. Þegar lestin nálgaðist London daginn eftir- í rigningu og þoku, var skapið mitt ekki upp á það allra bezta. Oliver hafði í sann- leika sagt varla yrt á mig síðustu fimm klukkustundirnar, ef undan er 'skiliö, að hann fylgdi ,mér inn til hádegisverðar og spurði, hvort ég vildi hafa lestargluggann op- inn eða lokaðan. Eg skildi, að hann var niðursokkinn í eigin hugsanir og það sló út á mér köld- um svita, þegar ég hugleiddi, hverju ég hafði af stað komið. En það var líka annað og meira, ferð- inni var brátt lokið, Oliver myndi húrra mér upp í leigubíl og kveðja og síðan hverfa út úr lifi mínu að fullu og öllu. Oliver Trevallion, sem ég hafði hitt í fyrsta sinn í gær og litla ,föla telpan, Carolyn, höfðu bæði haft einhver áhrif á hjartað í mér. Mér fannst sem ég hefði þekkt þau alla ævi. Eg horfði út og var óskaplega örvæntingarfull. Mér til skelfing- ar fann ég tárin vera að brjótast fram. Já, það myndi aldeilis sóma sér vel, ef Greystone-barnfóstra stigi rauðeygð af lestinni! Og það í einkennisbúningi! Eg sagði við sjálfa mig, að ég væri erkiflón! Eg hafði gert það sem í mínu valdi stóð fyrir Carolyn og Oliver myndi ljúka verkinu. Eg var ekki lengur í vafa um að hann var full- fær um að kippa þessu í lag, núna þegar sannleíkurinn var ljós orð- inn. E-n ég var voðalega forvitin að vita, hvað myndi nú gerast og mig langaði ákaft til að vera sú, sem fengi að hughreysia og hjálpa Carolyn. Eg helá, að ég hafi fest ást á litlu telpunni frá fyrsta degi að ég sá litla, föla andlitið bak við rimlana á glugganum, þar sem hún stóð alltaf og horfði á okkur löngunaraugum. Og ég vissi, að ég vantreysti Deidre í öilu, líka áður en hún fór að ljúga að mér. Það var eitthvað kalt og miskunn- arlaust yfir fögru andliti hcnnar, skortur á blíðu í .augunum, þegar hún leit á Marty og Dwight. Eg veit, að sumar konur eru ger- sneyddar móðurtilfinningu, kon- ur, sem ekki þola börn. En Deidre hafði af fúsum vilja tekið að sér að annast Carolyn, sem var einka- barn systur hennar og í gærkveldi hafði Oliver sagt, að hún væri einkar þoli'nmóð við hana .... Eg gat ekki ímyndað mér, að Deidre væri þolinmóð við barn. Hún hafði virzt köld og tilfinn- ingalaus, þegar hún t'alaði um Carolyn við mig. Við vorum ein orðin í klefan- um, þegar lestin stoppaði og Oli- ver tók niður litlu töskuna mína af hillunni. Eg starði enn út í regnið, svo að han* sæi ekki tárin. En þegar hann talaði til mín, depl aði ég burt tárum og leit á hann, frá mér numin af gleði. — Þér getið komið með mér, Amanda, ef þér viljið. Þetta verð- ur kannski leiðindamál Hann lei.t sem snöggvast á einkcnnis- búninginn minn og það kom glettnisglampi í augu hans. — Það getur verið að sérfræðingur á þessu sviði geti verið innan handaiv En þér getið ekki ásakað neinn annan en yður sjálfa, ef þér missið kannski af þessari ferð til Ameríku, barnið gott. — Hvern ..hvernig vitið þér um það ? hvíslaði ég furðu lostin en ofursæl. Við stóðum og horfðumst í augu eins og ekkert annað en við tvö skiptum máli. — Eg hringdi til frú Belling- ton í gærkveldi, sagði hann dá- lítið stríðnislega. — Til að fá stað festingu á, hvort þér væruð áreið- anlegar — eins og þér báðuð mig um að gera. Þegar öllu er á botn- inn hvolft var sagan yðar dálítið kyndug og við höfðum þá ekki talað við ritara sir Charles Eg kinkaði ákaft kolli. — Og hún hefur' vonandi sagt yður, að ég væri áreiðanleg? spurði ég. — Mjög áreiðanleg, sagði Oli- ver og bro-sti, en varð fljótlega alvarlegur aftur. — Svo áreiðan- leg, að hún hafði vonazt eftir að fá yður með til Ameríku. Frú Bell ington virtist hafa áhyggjur af því, ef hún missti yður., Eg sat bara og starði á hann, eða svo sagði hann mér síðar, biðjandi augum. Eins og Mark, þegar hann langar út og heldur, að það eigi að loka hann inni. — Þér eruð mjög ung, Amanda — og mjög hjálpfús, sagði hann stuttlega. — Eg veit að ég ætti ekki að biðja um hjáip yðar. Þetta er fjárans undarleg aðstaða og verður að sýna fyllsfu var- kárni — Vegna Carolyn, ég kinkaði kolli. — Þér heitið að segja ekki frá miðanum? — Auðvitað Hann hrukkaði ennið. — Og við verðum að hafa það hugfast, að Deidre hefur fórn að sér algerlega fyrir barnið í tæp tvö ár. Og þegar öllu er á botninn hvolft, varð barnið alltaf frávita að sjá mig, og þess vegna lét ég Deidre annast hana alveg. Það virtist vera eina lausnin hann andvarpaði. — Eg skil ekki, hvers vegna mér var ekkert sagt frá skýrslu sir Charles, en ég vona, að það sé einhver sennileg útskýr ing til þar. Að minnsta kosti get ég ekki rokið inn og tekið barnið frá þeim aftur nema einhver gild ástæða sé. Eg vil fyrst sjá, hvern- ig Carolyn bregzt við, þegar hún sér mig aftur.. Oliver reis á fætur og brosti glaðlega við mér. — Það er bezt að við ræðum málið frekar á leiðinni, annars för- um við aftur af stað með lestinrii, sagði hann og ég fylgdi honum auðmjúk út og hann veifaði í leigubíl. London var köld og blaut þenn- an regnvo'ta eftirmiðdag. Það var eins og veturinn væri að koma •aftur og hefði rekið vorið á flótta. En þennan sama morgun hafði verið sólskin og blíða í Cornwall. Eg hafði sofið vel í litla herberg- inu við hliðina á herbergi Hönnu á Mullions, þrátt fyrir viðburða- ríkan dag. En það fyrsta, sem ég uppgötvaði, þegar ég var komin upp í notalegt rúmið, var hita- flaskan, sem Hanna hafði lagt þar. Síðan svaf ég í einum dúr, þar til barið var hljóðlega að dyrum. Það var Polly Penworth, sem kom með morgunteið mitt. Polly var 170 11. nóvember. París. Klukkan 10 f. h. kom Juin hershöfðingi og sótti iriig. Við ókum til Sigurbog- ans, þar sem við biðum eftir for- sætisráðherranum og de Gaulle. Þegar þeir komu, lögðu þei^ blóm sveig á gröf óþekkta hermannsins. Um kvöldið snæddum við mið- degisverð með Juin hershöfðingja. 12. nóvember. París. Fór klukk an 11,30 f. h. til skrifstofu Juins hershöfðingja til viðræðna við hann. Hann skýrði mér frá því áformi sínu að draga saman átta franskar herdeildir eins fljótt og mögulega. Útbúnaður er eins og venjulega, erfiðasta atriðið. Hvað gætum við gert til aðstoðar? Hann var mjög sanngjarn í öllum sínum fyrirspurnum og hinn auð- veldasti að semja við. Snæddi seinna hádegisverð með Juin en famille. Því næst fórum við Barney í stjitta göngu, áður en við áttum að mæta á fundi með de Gaulle. Hann tók á móti okkur í sama herbergi og því, sem Clemericeau var vanur að vinna í á tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar. Hann talaði um myndun og vopnun nýrra herja á mjög svipaða leið og Juin hafði gert um morgun- inn. Við vorum hjá honum í næst- um eina klukkustund. Lauk deginum með því að borða miðdegisverð með Koenig, en þar voru líka tveir hershöfðingjar, sem höfðu verið virkir þátttakend ur í mótspyrnuhreyfingunni. Loks ók ég til Gare de Lyon, þár sem við stigum upp í forseta- lestina, er flutti okkur til Besau- cau. Mjög þægileg lest, þar sem ég hef ágætan klefa. En teinarn- ir eru mjög ójafnir, eins og skrift in í dagbókinni ber glöggt vitni. Eg hafði mikinn áhuga á því að hitta hershöfðingja mótspyrnu- hreyfingarinnar og heyra álit þeirra á de Gaulle. Þeir mátu BC ekki mikils þann þátt, sem hann hafði leikið til þessa. Annar þeirra sagði við mig: „De Gaulle! Hvað gerði ha'nn? Flutti fjöl- skyldu sína til London strax í byrjun og fór svo sjálfur á eftir henni. Þar lifði hann rólegu og þægilegu lífi öll stríðsárin, með- an við hættum daglega lífi okk- ar í baráttunni við Þjóðverja, j leyndumst í kjöllurum undir fót-j um þeirra og gátum daglega búiztj við þvf að verða handteknir af Gestapo. Samt var hann svo óskammfeilinn að segja: „Je suis la France!“ 13. nóvember. Besancou. Þegat ég vaknaði, sá ég, að allt landið, sem við vorum að fara yfir, var þakið snjó. Við komum til Besancou alveg samkvæmt áætlun klukkan 10 f. h. Fyrir utan stöðina var mikill mann fjöldi, heiðursvörður og hljóm- sveit. Við stóðum hátíðlegir í snjónum meðan leikinn var mest- ur hlutinn af „God Save the King“ og „Stars and Stripes“ og „La Marseillaise". Svo var ekið af stað með bif- reið forsætisráðherrans í farar- broddi, en í henni voru auk hans, de Gaulle, de Lattre og Mary. Næst á eftir komu Juin hershöfð- ingi, Barney og ég. Við ókum næstum sextíu mílur til staðar, er kallaður var Maidre, þar sem de Lattre hafði deildarstöðvar sínar. Við komu okkar veitti de Lattre okkur nákvæmar upplýsingar um ástandið á þeim vígstöðvum, er fyrsti franski herinn réð yfir og árásaráformin. Að því athuguðu, að herdeildirnar, sem fram- kvæma eiga árásina, eru á þrjátíu kílómetra vígstöðvum hver og hafa barizt án hvíldar í tvo og hálfan mánuð, virtist mér öll árás- aráætlunin hin fráleitasta. Hú'ri er fyrst og fremst glöggt dæmi um þá kenningu Ameríkumanna að gera áhlaup á all'ri línunni. j Meðan snæddur var hádegisverð' ur, hélt Wi'nston ræðu á frönskuj og á eftir honum þeir de Gáulle i og de Lattre. Því næst skipaði for-j sætisráðherrann mér að halda líka ræðu á frönsku, sem ég varð að gera nauðugur viljugur. Eftir hádegisverð ókum við af stað til baka í snjónum og dvín- andi dagsbirtu. Komum klukkan 7 e. h. f myrkri og kalsaveðri til lestarinnar og höfðum þá verið níu ' klukkustundir á leiðinni. Fegnir að vera aftur komnir inn í hlýja og bjarta lestarklefana. De Gaulle var hinn alúðlegasti og ræðnasti allan daginn, en ég' efa það stórlega, að hann hafi1 persónuleika til að sameina Frakk land til samþykktra aðgerða á þessum hættulega tíma. Juin hers- höfðingi er mjög viðfelldinn mað- ur og reyndist hinn bezti hers-1 höfðingi á vígstöðvunum. ' De Lattre virðist gæddur mikilli festu og orku, en hve góður hers- höfðingi hann raunverulega er, er erfitt að dæma um, án þess að kynnast honum betur. Snæddi loks miðdegisverð með de Gaulle í borðvagni hans í lest- inni. Eg sat við vinstri hlið de Gaulles, en Mary við hægri hlið hans. Winston var hinn kátasti og jafnvel de Gaulle lét gaman- yrði fjúka. Miðnætti og ég er mjög syfjað- ur. Lestin hristist alltof mikið til þess að hægt sé að skrifa meira 14. nóvember. Rheims. Lestin hélt af stað frá Besancou skömmu eftir að við fórum irin í hana og hélt áfram álla nóttina áleiðis til Parísar, en þangað komum við klukkan 6 f. h. Þá voru vagnarn- ir með de Gaulle, Juin og ráðherr- unum losaðir frá og við héldum áfram tii Rheims. Komum þangað klukkan 11 f. h. og hittum Ike þar, sem ók okkur út til stöðva sinna. Hann gerði grein fyrir nið- urskipununum á vígstöðvunum og tist fremur óviss í því, hvað inverulega væri að gerast. Við borðuðum hádegisverð með honum og ókum því næst til flug- vallarins, en þaðan lögðum við af stað til Northolt klukkan 3 e. h. og komum þangað klukkan 4,45 e. h. eftir þægilegustu flugferð.... Winston hafði þann vana að senda öðru hverju einkaskeyti til hershöfðingja, án þess að minnast á það við mig. Þessi skeyti voru venjulega í sambandi við einhver atriði, sem ég hafði rætt um við hann og verið ósamþykkur hontlm um. Hann reyndi þá að fá hers- höfðingja til að styðja sitt mál og þar af leiðandi snúast gegn mér. Til allrar hamingju þjónuðu allir herráðsforingjarnir á stríðs- árunum mér með sérstakri holl- ustu. Eg krafðist þess af þeim, að ef þeir sendu forsætisráðherr- anum einhvern tíma skeyti, þá sendu þeir mér ailtaf afrit af þeim. 16. nóvember. Ræddi á herráðs- foringjafundinum við John And- erson um kjarnorkuSprengjur. Ilann var fuliur áhuga og ekýrði okkur nákværnlega frá þvi, sem hann vissi um, 'rtðvíkjsndi rann- 14 TÍMINN, laugardaginn -3. oktéber 1962

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.