Tíminn - 06.10.1962, Blaðsíða 15

Tíminn - 06.10.1962, Blaðsíða 15
90 VISTMENN A REYKJALUNDI KH—Reykjavík, 4. ökt. * Hinn árlegi berklavarnar- dagur er á sunnudaginn, 7. okt. Verða nú, eins og fyrr seld merki dagsins og Reykja lundur, rit SÍBS víðs vegar um landið. Merkin, sem kosta 10 kr. hvert, eru tölusett, og verða dregnir úr þefm þegar á mánudag 15 vinningar, sem allir eru ferðatæki. í tilefni af þessum 24. berkla- varnardegi SÍBS, bauð stjóm sam bandsins fréttamönnum ag skoða öryrkjayinnustofurnar að Múla- lundi og vinnuheimilið að Reykja lundi, í dag. í Múlalundi vinna nú um 40— 50 öryrkjar á tveimur vöktum á dag, og eru alltaf margir á bið- lista að fá vinnu þar. Aðallega eru þar saumuð skjólföt og ann- ar fatnaður, en einnig eru þar unnar ýmiss konar plastvörur. — Tvær hæðir hafa verið teknar í notkun, en 3. hæð bíður véla- kosts, sem enn hefur ekki feng- izt vegna fjárskorts. Fram- kvæmdastjóri Múlalundar er Jón Tómasson. Stýrimanna- skóli settur Á Reykjalundi eru nú um 90 vistmenn, en um 50 þeirra hafa einhvern tíma haft berkla. Hitt er mestmegnis tauga- og geðsjúk- lingar. Allir vistmenn hafa fóta- ferð og eru vinnufærir. Stytzti vinnutími er 3 tímar á dag, en lengsti 6—8 tímar. Þar er unnið að saumaskap, járnsmíði og tré- smíði, en þó langmest að margs konar plastiðnaði. Nýjast í bygg- ingarmálum Reykjalundar er, að verið er að reisa lagerpláss, sem lengi hefur skort. I júlí s.l. hóf starf á Reykja- lundi Haukur Þórðarson, læknir, sem er sérfræðingur í orkulækn- ingum og hefur starfað við endur- þjálfunarstöð fyrir öryrkja f Bandaríkjunum. Nokkuð er síðan ákveðið var að koma upp slíkri stöð að Reykjalundi, og var Hauk- ur ráðinn til að stjórna henni.Mun hún að öllum líkindum taka til starfa seinast á þessu ári. j——■—r^i ■»» Gamanleikurinn „Hún frænka mín" er sýndur um þessar mund ir í Þjóðleikhúsinu við ágæta að- sókn. 10. sýning leiksins er ann- að kvöld (sunnudag). Sérstaka at. hygli vekur skemmtilegur leik- ur Guðbjargar Þorbjarnardóttur í hlutverki frænkunnar og er myndin af henni í einum af hin. um mörgu og skrautlegu búning. um, sem hún skrýðist í leiknum. BÓ-Reykjavik, 6. okt. Laust fyrir miðnætti í gær varð miðaldra maður, Sigur- geir Kristjánsson að nafni, fyrir leigubifreið á Sundlauga- vegi, skammt fyrir vestan Sundlaugarnar. Bifreiðin var á leið austur Sundlaugaveg, og að sögn stjórn- anda sá hann ekki manninn fyrr en hann var kominn út á miðja götu á leið norður yfir. Maðurinn tók viðbragð, er hann heyrði í bíln um og hentist áfram, en bílstjór- inn hemlaði. Var maðurinn næst- um kominn yfir götuna, þegar hann skall á bílnum og kastaðist upp á vélarhúsið, en slöngvaðist út af því og skall á höfuðið utan vig malbikaða akbrautina. Mann- inum blæddi talsvert. Hann var fluttur á slysavarðstofuna. Blað- inu var tjáð, að meiðsli hans væru ekki hættuleg: Örfáum metrum austar en maðurinn varð fyrir bílnum er merkt gangbraut yfir Sundlaugaveginn. v Berklavörn Hafnarfirði Stýrimannaskólinn var settur 3. okt. í 72. sinn síðan skólinn tók til starfa. Skólasetningarræðu flutti Jónas Sigurðsson. í upphafi minntist hann Friðriks V. Ólafs- sonar, skólastjóra, er lézt 19. sept. s.l. Viðstaddir vottuðu hinum látna skólastjóra virðingu sína með því að rísa úr sætum. Nemendur í skólanum eru fleiri nú en nokkru sinni fyrr eða 193. Þar af eru fiskimenn 141 í 7 bekkj ardeildum og farmenn 52 í 3 deild um. Farmenn brautskráðir 1951 færðu skólanum að gjöf málverk af Þorsteini Kr. Þórðarsyni, stýri- mannaskólakennara, er lézt fyrir tveim árum. Orð fyrir þeim hafði Pétur Sigurðsson, alþingismaður. Jónas Sigurðsson þakkaði gjöf- ina fyrir skólans hönd. Vélskólinn í Reykjavík var sett- ur um leið. Nemendur í honum verða í vetur 67. í fyrsta bekk eru 22, í öðrum bekk 30 og í þriðja 15 nemendur. 590 nemendur í MA ED-Akureyri, 3. okt. Nú eru hafin störf í skólum bæjarins af fullum krafti. Menntaskó'linn var settur kl. 13,30 í gær í 83. sinn, en Tím- inn skýrði frá nemendafjölda og breytingum á kennaraliSi skólans, svo og niðurlagningu miðskóladeildarinar, í frétt sl. laugardag. Gagnfræðaskólinn var settur í Akureyrarkirkju kl. 5 í gær af skólastjóranum, Jóhanni Frímann Minnzt var tveggja manna, Kon- ráðs Vilhjálmssonar, fyrrverandi kennara við skólann, sem lézt sl. 99 nemendur á Laugarvatni Menntaskólinn á Laugar- vatni var settur í tíunda sinn þann 1. þ.m. í skólanum verða í vetur 99 nemendur, en skól- inn gat ekki tekið við fleiri nemendum vegna húsnæðis- skorts. Að lokinni ræðu skolameistara, Jóhanns Hannessonar, kvaddi sér hljóðs Teitur Benediktsson mennta skólakennari á Laugarvatni, og til kynnti fyrir hönd stúdenta, sem luku námi í héraðsskólanum á Laugarvatni en tóku stúdentspróf frá Reykjavík, árið y>52, að þeir færðu menntaskólanum a^ gjöf málverk af Bjarna Bjarnasyni fyrr verandi skólastjóra. Málverk þetta er gert af Ásgeiri Bjarnþórssyni listmálara, og á skildi er þessi áletrun: Bjarni Bjarnason skóla- stjóri; frumkvöðull að stofnun menntaskóla á Laugarvatni. Mynd [ Eiríkur Sigurðsson sumar, og Erlings Friðjónssonar, sem einnig lézt s.l. sumar, en hann var einn af aðalhvatamönnum þess, að skólinn var stofnaður. í skólanum verða' í vetur 590 nem- endur í 22 bekkj^deildum. Kenn- arar verða 33. Barnaskólar á Akureyii eru nú 3 að tölu. Barnaskóli Akureyrar var settur kl. 2 í gær í Akureyr- arkirkju. 775 börn verða í skólan- um í vetur í 29 deildum. Einar Helgason, Ásdís Karlsdóttir og ,/ensína Jensdóttir hætta öll störf um við skólann í haust, en nýir fastir kennarar eru Baldvin Bjama son og Guðný Matthíasdóttir. — Skólastjórinn, Hannes J. Magnús- son minntist þess i ræðu sinni, að í septembermánuði s.l. starfaði við skólann Ingibjörg Stephensen, talkennari, og sóttu til hennar um 40 börn með málgalla. Taldi skóla stjórinn mikið gagn af starfi hennar. Oddeyrarskólinn var settur kl. 2 í gær. 180 börn verða i skólanum i 13 deildum. Stefán Aðalsteinsson Guðleifur Guðmundsson og Hulda Árnadóttir láta af störfum við skólann, en við taka Arnfríður Jónsdóttir Eiríkur Jónsson og Svanhildur Þorsteinsdóttir. Við- hyggingu skólans, sem hafin var ? sumar, verður ekki lokið í haust, en þrjár stofur ? neðstu hæð verða teknar í notkun Skólastjóri er en þær báðar hafa kennslu við skólann. stundað Wýr menntaskóli Framhald at l síðu. Þórir Kr. Þórðarson bar fram smá vægilegar orðalagsbreytingar. En augsýnilegt var, að fulltrúar Sjálf- stæðisflokksins voru í nokkium vandræðum, töldu sér ekki fært að standa gegn málinu en hins veg ai í nokkuð mikið ráðizt að sam- þykkja að reyna að knýja ríkis- stjórnina til aðgerða í málinu. — Báru ræður þeirra, ekki sízt Þórs Vilhjálmssonar, vott um það í hverri kreppu þeir töldu sig vera. Tillagan var þó samþykkt með 13 samhljóða atkvæðum, en einn var farinn af fundi, og Alfreð Gisla- son sat hjá, taldi sig ekki geta samþykkt orðalagsbreytinguna, sem gerð var. Er þess því aðwænta, að borgar stjóri og borgarráð fylgi mjög fast fram þessari ályktun borgarstjórn- ai Reykjavíkur og freisti þess að fá ríkisstjórnina til þess að taka málið þeim tökum að úr rætist. Næstkomandi surrnttdafLihinn 7. okt. er hinn árlegi fjáröflunar- dagur S.f.B.S. Verða páfield blöð og merki samtakanme. til Jgóða fyrir starfsemi þeirra. w | Eins og að ímdamförnxt -verður kaffisala í SjálfstæðiShúsin« Jþenn an dag á vegum Berklavamar, og hefst hún kl. 3, og stendur yfir til kl. 11,30. Um leið og við þökkuni Hafn- firðingum góðan stuðning á und- anförnum árum, væntum við þess, að þeir styrki enn þetta góða mál- efni, með því að koma og njóta hjá okkur góðra veitinga. Nefndin biður konur þær, er gefa vilja kökur og annað f þessu tilefni, vinsamlegast að koma þeim í Sjálfstæðishúsið kl. 10— 12 f.h. á sunnudag. (Frá Berklavörn, Hafnarfirði). FaSir krefst bóta (Framha’c af 3 siöu). leggjalaust, og cinnig vantar f það hrygginn. Það er a'ð nokkru leyti lamag í andliti, og auk þess er heilinn og taugakerfið skadd- að. Lögfræðingur hjónanna segir, að barnið eigi eftir að geta lifað í mörg ár, en muni þurfa á mik- illi læknisfræðilegri aðstoð að halda. inni fylgdi gjafabréf, þar sem það er áskilið, að hún verði geymd í væntanlegum hátíðasal Mennta skólans á stað, sem valinn verði í samráði við gefendur. Skólameistari þakkaði gjöfina og kvað þetta góða og vel til fallna gjöf á 10. setningu Menntaskól ans á Laugarvatni. Glerárskólinn vai einnig sett- ur í gær, skólast.jóri ,hans er Hjörtur L. Jónssan Nemendur verða 108 í 5 deildum. Margrét Ásgrimsdóttir mun kenna handa- vinnu í vetur í stag Huldu Árnadóttur. Minnzt var Þor- gerðar Jónsdóttúr og Svövu Slcafta dóttur, sem báðar létust á árinu,1 Eiginmaður minn, PÁLL GÍSLASON fyrrum bóndi andaðist á heimili stnu, Víðidalsá, Hólmavíkurhreppi þann 3. þ.m, Þorstetnsína Brynjólfsdóttir og börn. Innllegar þakkir flytjum við öllum þeim er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför EIRÍKS SÖRENSSONAR Fáskrúðsfirði Vilborg Eiríksdóttir og bö-n. TÍMINN, Iaugardaginn 6. október 1962 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.