Tíminn - 07.10.1962, Síða 1

Tíminn - 07.10.1962, Síða 1
* Auglýsir.g í Tímanum kemur daglega fyrír augu vandlátra blaða- lesenda um allf land. Tekið er á móti ' auglýsingum frá kl. 9—5 í Banka- stræfi 7, sími 19523 224. tbl. — Sunnudagur 7. október 1962 — 46. árg. EINS og sagt var frá í blaðinu s. 1. þriðjudag hljóp niikil smáhvala- vaða á land, skammt fyrir utan bæinn Siglunes á Barðaströnd, laug- ardaginn 29. september, án þess a'ð þar lcæmi nokkur maður nærri. í vöðunni voru um 200 marsvín, mismunandi stór, þau minnstu um einn og hálfur metri á lengd, en þau stærstu upp í níu metra. — Steingrímur Gíslason á Patreksfirði tók þessa mynd fyrir TÍMANN, skömmu eftir ag hvalirnir hlupu á land. HAGSTÆÐ INNKAUP EN EKKI UNDIRBOÐ IGÞ-ÍReykjavik, 6. okt. Mikla athygli hefur vak Gíslasonar, viðskiptamála ráðherra, að nokkrar út- ið sú yfirlýsing Gylfa Þ. gerðarvörur hafi nýlega KAUPMENN FYRiR KARTðFLURtr verið teknar af frílista vegna þess, „að talið var sannað, að erlendar verk smiðjur byðu hér á landi nokkrar úfgerðarvörur fyrir verð, sem væri lægra en kostnaðarverð í því skyni að koma innlendri veiðarfæraframleiðslu á kné“. TÍMINN fékk þær upplýsingar i dag, að Samband islenzkra sam- vinnufélaga flytti inn sísallínu og kaðal frá verksmiðjum danska samvinnusambandsins, og mun sú vara vera sú ódýrasta, sem hér er innflutt. Verð þessarar vöru er ekki þannig tilkomið, að dönsku sam- vinnuverksmiðjurnar séu að reyna að koma innlendri veiðarfæra- framleiðslu á kné, eins og það heitir hjá viðskiptamálaráðherra, heldur er verðið lágt vegna þess, að SÍS hefur að sjálfsögðu áhuga fyrir að fá sem ódýra-sta vöru, og hefur í þessu tilfelli, eins og í étal mörgum öðrum tilfellum þrýst verðinu niður. Framh. á 15. síðu BÓ—Reykjavík, 6. október Kartöflumálinu verður hald iS áfram eftir helgina, og er menn muni þá koma fyrir rétt j inn. Úrvalsflokkur af kartöflum er nú fyrst kominn á markaðinri, en kartöflur, sem þykja hæfar í úr- valsflokk, sáust ekki í grænmetis- verzluninni fyrr en um miðja sið- Framh. á 15. síðu Dr. Benes, sem var forsætis ráðherra og síðar forseti Tékkóslóvakíu á fyrstu árum eftir heimsstyrjöldina síðari, sagði eitt sinn í ræðu um menningarmál: „Eg er ekki hræddur um framtíð kristin- dómsins, hann getur ekki dá- ið. En ég er ekki viss um kirkj- una." Og þeim fer fjölgandi, sem ekki eru vissir um kirkj- una, enda hefur mjög dregið ur kirkjusókn á síðari árum víðast hvar í heiminum, nema i Bandaríkjunum, en þar stendur kirkjulíf með milclum blóma. Tíminn sneri sér til nokkurra kirkjunnar þjóna og forvitnaðist um kirk.iusókn íslendinga í nútíð inni. Og svörin urðu á þá leið, sem búast mátti við. Séra Jón Auðuns, dómprófast- ur, staðfesti, að kirkjusókn í Reykjavík væri léleg. í Reykjavík eru níu kirkjur, og eru í flestum þcirra a. m. k. tvær messur á hverjum sunnudegi. Kirkjugestir í Dómkirkjunni, sem trúlega er einna bezt sótta kirkjan, eru að meðaltali um 200. Mest eru kirkj- ur sóttar á stórhátíðum, en ann- ars munu jarðarfarir vera fjöl- mennustu guðsþjónustur. Á síð ustu árum hefur farið í vöxt, að hjónavígslur og skírnir fari fram í kirkium. Þess ber einnig að geta, að börnin eru dugleg að sækja kirkjur, en sá áhugi endist að vísu sjaldan fram eftir aldri. Annars kvað séra Jón Auðuns það ekkert leyndarmál, að hútíma kynslóð fyndi okki þau tengsl við kirkjuna, sem fyrri kynslóðir fundu, og um framtíð kirkjunnar væri ekki gott að spá, en það væri staðreynd, að kirkjusókn nú væri mun lélegri en fyrir u. þ. b. 3(1 árum. Um kirkjusókn úti á landi reynd ist ekki auðvelt að fá nákvæmar upplýsingar, þar eð prestar gefa ekki skýrslu um það. En allir vita, að ástandið er ekki betra í þessum málum úti á landi en i höfuðstaðnum. Einn þeirra, sem Framh. á 15. síðu i —1 I BSaaifl lliÉÉlÍel. ' *' ',|'11 '' c|jfj|f|É li' f H 1 M fS-pl jjllnniimlulurimmililuu) jjHp, «m m j RÆÐAN, SEM ALDREI VAR HALDIb 1, BLS. 9 l

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.