Tíminn - 09.10.1962, Blaðsíða 1

Tíminn - 09.10.1962, Blaðsíða 1
Auglýslng í Tímanunt kemur daglega fyrír augu vandláfra blaða- lesenda um allt land. Tekið er á móti auglýsingum frá kl. 9—5 í Banka- stræti 7, sími 19523 225. tbl. — ÞriSjudagur 9. október 1962 — 46. árg. % r TK-Reykjavík, 8. okt. Eins og mönnum er enn í fersku minni gaf biskupinn yf ir íslandi, herra Sigurbjörn Einarsson, út bækling á veg- um Þjóðkirkjunnar í fyrra og fjalfaði bæklingur þessi um trúarboðskap og starfsaðferð- ir trúflokksins „Votta Je- hóva". Þessi bæklingur vakti mikla athygli og umtal ásamt með blaðaskrifum oa umræð- um í útvami og sýndist sitf hverjum. Ýmsum fannst hér vegið að trúfrelsi landsmanna og að höft löqð á frelsi manna boða öðrum skoðanir sínar, en biskupinn, herra Sigurbjörn Einarsson ráðlagði mönnum, að vísa áróðurs- mönnum Votta Jehóva kurteis léga en einarðlega á dyr. Nú hefur danska þjóðkirkjan farið að dæmi herra Sigurbjamar Einarssonar og sagt Vottum Jehóva í Danmörku algert stríð á hendur. Danska þjóðkirkjan hefur nú ákveðið að láta gera fræðslu- mynd um starfsemi Votta Jehóva, er á að vara fólk við útsendurum þessa trúflokks. Forystu um þessa kvikmyndagerð hefur séra Har- ald P. Madsen við Kaupmanna- hafnardómkirkju 'Og séra Paul Vedel, prestur í Vendel, Agerup, og mun hann semja kvikmynda- handritið. Að þessari kvikmynda- gerð. stendur einnig danska presta félagið . og landssambönd leik- manna í Danmörku. Þfetta er í fyrsta skipti, sem danska þjóðkirkjan segir svo op- inskált trúflokki „stríð á hendur". Danska þjóðkirkjan færir þau rök fyrir því, ag ekki sé unnt lengur að láta starfsemi þessa trúflokks með öllu afskiptalausa, að Vottar Jehóva séu hjónabandssþillar, hafi spillt fjölda hjónabanda og sundrað heimilum með því að veiða ístöðulitla og sálarreikula í Framh. á 15. síðu GUR ETI HVARF BÓ-Reykjavík, 8. okt. Rannsóknarlögreglunni hefur verið tilkynnt hvarf 20 ára gam- als Breta, George Drake a'ð nafni, en hann fór frá heimili sínu, Álf- heimum 21, um hádegi, mánudag inn 1. Þ.m., án þess að gera ráð fyrir óvenjulegri fjarveru. Síðan hefur ekkert til hans spurzt. — George Drake er lítill vexti. Hann var klæddur gráum jakka fötum og hvítri skyrtu, er hann fór að heiman. Drake talar sæmi Iega íslenzku. Þeir sem kynnu að hafa orði'ð hans varir eftir fyrr- greindan tíma, eru beðnir að hafa samband við rannsóknarlög regluna. Blaðið hefur fengig þær upp- lýsingár, a'ð George Drake sé af íslenzkri móður, en fæddur og uppalinn erlendis. Hann er gift- ur íslenzkri konu og á með henni I tvö börn. Hvarf hans var til- kynnt rannsóknarlögreglunni fyrst í dag, en aðstandendur mannsins höfðu áður talað við "ötulögregluna. KH—Reykjavík, 8. október. Samkvæmt upplýsingum Magnúsar Gíslasonar, náms- stjóra, hefur verið ákveSið að starfrækja í vetur í tilrauna- skyni sérstaka skóladeild, sem kalla má millideild, því að hún er ætluS sem millistig milli H bekkjar unglingastigs- ins og III bekkjar eSa lands- prófsdeildar. VerSa í henni unglingar, sem ekki hafa náS tilskildri einkunn til fram- haldsnáms upþ úr II bekk, en hafa þó hug á aS halda áfram námi. Sagði Magnús, að lengi hefði verið áhugi fyrir hendi á stofnun slíkrar deildar, og á hverju ári bærust fyrirspurnir unglinga um möguleika á öðru tækifæri. Um námsfyrirkomulag í milli- deild er það að segja, að aðal- áherzla verður lögð á íslenzku, ensku, dönsku og reikning, og verða þau fög bæði kennd sem upprifjun II bekkjar námsefnis Framh. á 15 síðu Þessi mynd er tekin af Walter Schirra, geimkappa, er hann var að stíga út úr geimhylki sínu, eftir velheppnaðar hring ferðir umhverfis jörð. Alls ur'ðu þær sex talsins. Lending in gekk með ágætum. Hér er hann kominn um borð í beiti- skipið, sem var fyrst á vett- vang, til að taka hylkið um borð. Á þriðju sí'ðu erum við með mynd af jörðinni, sem tek in er úr geimfari. YEIKJAST TIL AÐ MÓTMÆLA ? IGÞ-Reykjavík, 8. okt. ÁætlaS flug Flugfélags ís- lands til Akureyrar og Vest- mannaeyja féll niSur í gær sökum veikinda fjögurrá flug- manna og tveggja varamanna Reykjavík, 8. okt. — Þessi litla telpa varð vegavillt á hjólinu sínu í dag. Hún leitaði á náðir lögreglunnar um tvö leytið og var hjá þeim á stöðinni fram til klukkan hálf átta, en bá kom pabbi hennar að sækja hana. Lögreglan lét vita í útvarpinu, ag hún væri hjá þeim. Ljósmyndari Tímans, GE, kom og tók þessa mynd, um það bil er hún var a'ð fara. Hún var hin kátasta litla tátan, og fór á bak á lijólið sitt svo hægt væri að taka mynd af því lfka. Hún er ekki há í loftinu enn, og varla meira en þriggja ára. þeirra. BlaSiS spurSist fyrir um þaS í dag hjá blaSafulltrúa félagsins, hverju þessi veik- indi sættu, en skýringin var ekki á reiSum höndum, enda mun frúnaSarlæknir félagsins ekki hafa skoðað þá veiku til aS greina sjúkclóminn. Tíminn reyndi eftir öðrum leiðum að afla sér upplýsinga um orsakir þess, að sex flugmenn skyldu allt í einu fara í rúmið meg Þeim afleiðingum, að áætlun arferðir féllu niður. Hefur blaðið það eftir heimildum, sem það tel ur ekki ástæðu til að véfengja, að „veikindin" séu mótmælaað- gerðir flugmanna gegn þeirri á- kvörðun félagsins að víkja Sverri Jónssyni, flugstjóra úr starfi, en honum var sagt upp nú fyrir skömmu. Yfir tuttugu flugmenn eru starfándi hjá flugfélaginu og munu þeir velflestir samþykkir mótmælaaðgerðum, eins og þeim sem urðu í gær, unz félagið hef- ur gefið upp ástæðu fyrir brott- vikningu Sverris flugstjóra. Ekki mun um þaS að ræða, að þeir séu með mótmælum sínum, það er veikindum, að krefjast þess að félagið taki aftur uppsögn sína og ráði Sverri á ný í starfið heldur finnst þeim á skorta. að Framh. á 15. síðu •

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.