Tíminn - 09.10.1962, Blaðsíða 6

Tíminn - 09.10.1962, Blaðsíða 6
ERLENDUR EINARSSON NOKK AR UGLEIÐ JÖTVERDID Hinn nýi verðlagsgrundvöll- ur, sem ákveðinn var á land- búnaðarafurðir nú í haust og samkomulag ná'ðist um í sex manna nefndinni, gerir ráð fyr- ir nokkrum hækkunum á sölu- verði landbúnaðarafurða. Bænd um var brýn nauðsyn á að fá lagfæringu á afurðaver'ðinu og með hinum nýja verðlagsgrund velli hafa bændur fengið nokkra leiðréttingu mála sinna. Margur bóndinn mun þó álíta, að verðlagsgrundvöllurinn heíði þó þurft að hækka meira, en raun varð á, til þess að bændur sitji við sama borð og ýmsar aðrar stéttir þjóðfélags- Ins. Sjónarmið neytenda miðast við það, að greiða sem lægst verð fyrir vörur og þjónustu. Þannig hafta heyrzt raddir frá neytendum um Það, að verð landbúnaðarafurða sé nú of hátt. Þriðji aðilinn, sem hér hef- ur hagsmuna að gæta, er smá- söluverzlunin, en hún kvartar sáran yfir því, að sölulaun fyr- ir að dreifa landbúnaðarafurð- um séu of lág og hrökkvi ekki fyrir verzlunarkostnaði. f þessu sambandi bendir smásöl'uverzl- unin á, að kröfur eru nú gerðar meiri en áður, hvað viðvíkur frágangi og innréttingu verzl- ana. Nú þykir sjálfsagt, að kjöt, ostur og smjör sé geymt í kælikistum í verzlununum, en tæki þessi eru mjög dýr, m. a. vegna þess að þau eru í toll- flokki með lúxusvörum. Sam- kvæmt áreiðanlegum skýrslum eru söl'ulaun smásöluverzlunar- innar fyrir að selja landbúnað- arafurðir fyrir neðan kostnað arverð. Þegar neytendur kvarta yfir háu verði landbúnaðarafurða er ekki óeðlilegt, að þeir íhugi, hvað þeir þyrftu að greiða fyr ir sams konar vörur innfluttar. Samanbuiður um þetta liggur ekki á lausu. Hér skal þó tekið eitt dæmi: FRYST DILKA KJÖT. Verð á íslenzku fyrsta flokks dilkakjöti er nú í heildsölu kr. 25,48, þegar frá hef'ur verið dregin niðurgreiðsla ríkissjóðs, sem er kr. 9,98 pr. kg. Smásöl- um erit skömmtuð sölulaun fyr ir að selja 14V2 kg lambakropp, miðað við að kroppurinn skipt ist niður í súpulcjöt, hrygg, lærj og slög eftir meðaltals- hlutföllum, kr. 101,02, sem er 27,34% álagning á heildsölu- verðið, en smásalinn verður þó að bera rýrnun og raunveru- leig söluiaun eða álagningar- prósenta er því nokkuð lægri. Samkvæmt þessu verður nið urgreitt smásöluverð kr. 32,44 pr. kg. og óniðurgreitt smásölu verð kr. 42,42 pr. kg. Hér ber að hafa í huga ,að útsöluverð á hryggjum og lærum er miklu hærra. En hvað þyrftu neytendur að borga fyrir innflutt dilka- kjöt? Samkvæmt verðskrán- ingu á kjötmarkaðinum í Lond on hinn 5. okt. s.l. var verð í heilum skrokkum á fyrsta flokks dilkakjöti frá Nýja Sjá landi um 2 sh. pr. Ibs. eða kr. 26,57 pr. kg. Útsöluverð Þessa kjöts komið í verzlanir í Rvík myndi kosta kr. 75,47 pr. kg. á móti óniðurgreiddu íslenzku kjöti á kr. 42,42 pr. kg. Ýmsum kann nú að finnast mikill nvunur á heildsöluverði dilkakjöts í London og útsölu- VERÐÚTREIKNINGUR Á INNFL. FRYSTU DILKAKJÖTI samkvæmt verði á kjötmarkaðinum í London hitin 5. okt. 1962: Verð: 2/-d pr. lb. Innkaupsverð pr. 1000 kg. £ 220.8.0 á 120/57 Kr. 26.573,63 Fob. chgs. £ 0-15-0 á 120/57 — 90,43 Flutningsgjald — 1.998,21 Vátrygging (ICFFM 0/9%) — 297,00 Tollverð Kr. 28.959,27 Leyfisgjald — 132,87 Bankakostnaður — 531,47 Vörumagnstollur 0/308 — 308,00 Verðtollur 54% — 15.638,00 Tollstö'ðvagjald 2% — 319,00 Sölusk. í tolli 1614% — 7.409,00 Uppskipun — 104,25 Akstur — 104,25 Vörugjald — 18,00 Geymslugjald 114 mán. (0,15 pr. kg. á mán.) — 225,00 Vextir 1% — 537,49 Kostnaðarverð Kr. 54.286,60 Heildsöluálagning 6% — 3.257,20 Heildsöluverð: Kr. 57.543,80 Smásöluálagning og rýrnun 27,34% — 15.732,47 Smásöluverð: Kr. 73.276,27 Smásöluskattur 3%"‘ sa — 2.198,29 Smásöluverð pr. 1000 kg. Kr. 75.474,56 pr. 1 kg. Kr. 75.47 verði á þessu sama kjöti komið í verzlanir í Reykjavík. En eins og áður er sagt, hækkar verð- ið úr kr. 26,57 í 75,47 pr. kg. Til þess iað' sýna í hverju þessi mis- munu.r liggur verður hér birtur verðlagsreikningur á innfluttu dilkakjöti eins og hann Iiti út: Eins og verðlagsreikningur- inn ber með sér, eru tollar og söluskattur í tolli kr. 23,67 pr. kg. af innflutta kjötinu, en þetta er samkvæmt núgildandi tollskrá. Um Það má að sjálf- sögðu deila, hvort eðlilegt sé að tolla kjötið svona hátt, ef íslenzka þjóðin væri ekki sjálfri sér nóg um kjötfram- leiðsl'u og þyrfti að flytja inn kjöt. En í því sambandi ber þó að hafa í huga, að innlend framleiðsla hér á landi, að undanskildum sjávarafla, er mjög mikið tollvernduð og ekki sýnist ástæða til a'ð Iand búnaðarframleiðslan sitji við lakari kjör, hvað þetta snertir en ýmiss konar innlendur iðn- aður. f öðru lagi má svo benda á, að enda þótt tollar á innfluttu kindakjöti yrðu lækkaðir, frá því sem er í núgildandi toll- skrá, vrði það miklu dýrara en íslenzka kjötið, óniðurgreitt. Þessar staðreyndir- er hollt að hafa í huga, þegar talað er um hátt verð á íslenzkum land búnaðarafurðum. Þetta mætti einnig hafa betur í huga, þeg- ar metinn er þ'áttur landbúnað- arins í íslenzkum þjóðarbúskap. Hjálmtýr Pétursson: Menntaskóli á Það hefur mikið verið rætt um framtíðarstað fyrir nýjan mennta- skóla í Reykjavík. Mai'gar tillög- ur hafa komið fram meðal annars, víðbygging við gamla skólainn, eins konar kálfar í nágrenni hans, sem aðeins yi'ði til bráðabirgða. Menntaskólinn á merka sögu í menntamálum íslendinga. Þar var Alþingi til húsa, þar var þjóð- fundurinn haldinn. Innan veggja þessa gamla húss hafa flestir af okkar fræðimönnum og embættis- mönnum setið á skólabekk, svo það er ekki að furða, þó skólinn eigi sterk ítök í hugum gamalla nemenda og raunar hjá þjóðinni allri. En um skeið verður þetta sögufræga gamla hús notað fyrir skólann, en gömul timburhús hljóta að hverfa af sviðinu fyrr en vaiir. Á þessum stað rís inn- an tíðar fagur menntaskóli, sem j geymir minjar þess, sem horfinn ' er og sögu hans. (Það má líka! benda á það, að lóð gamla Mennta-; skólans telja margir ákjósanleg- an stað fyrir Þinghöll, sem yrði! skammt frá hinu væntanlega j Stjórnarráðshúsi við Lækjargötu. I Unnendur Menntaskólans þyrftu j1 ekki að kvarta undan þeirri ráð- j stöfun.). Þetta verður alltaf til- finningamál svipað og þegar Lækj- argata var breikkuð og sneiða þurfti af lóð skólans, þá ætlaði allt um koll að keyra af hálfu r.emenda og kennara skólans yfir þeim helgispjöllum, þá var talað um „hinar heilögu þúfur“. Eng- um dytti nú í hug að fylla upp hálfa Lækjargötuna. „Hinar heil- ögu þúfur“ eru gleymdar þó við þær væru tengdar rómantískar minningar eldri nemenda og.skóla manna. En áður en þessar framkvæmdir hefjast á lóð hins gamla mennta- skóla verður strax að hefjast handa að reisa nýjan menntaskóla og er sá dráttur, sem á því hefur orðið öllum til vansæmdar, sem þar áttu .að hafa forystu. Mennta- skóli er fyrsta stigið — undir- staðan, sem allt æðra vísinda- og sérfræðinám byggist á. En það þýð ir ekki að sakast um orðinn hlut, það hefur ekkert verið gert. pexað um staðsetningu, sprengt fyrir grunni, sem hætt var við, því staðsetningin var óhæf miðað við samgöngukerfi bæjarins. Sá stað- ur, sem virðist tilvalinn fyrir nýj- an menntaskóla er Klambratún, sem betur fer er ósnert enn þá. Stærð þess er ca. 125.000 fermetr- ar. Þetta stóra svæði getur gegnt tvenns konar hlutverki. Þó hinn nýi menntaskóli yrði staðsettur þar miðsvæðis, getur umhverfi hans verið skemmtigarður með miklum trjágróðri. Það er mjög tíðkað í borgum erlendis, að slík- ir skólar og vísindastofnanir séu staðsettir þannig, að umhverfið sé opinn almenningsgarður, sem sé prýddur með minnismerkjum þjóðskörunga, listamanna, skálda 0. s. frv. Beztu samgönguæðar hæjarins Iiggja að þessu svæði, Miklabraut að sunnan, Laugavegur og Hverfisgata að norðan. en það- an er stuttur spölur í skólann. Það ætti ekki að þurfa að gera ráð fyrir því, að 4—600 nemendur kæmu akandi á einkabil í skól- ann, þá yrði allt svæðið eitt bila- stæði. Nægjanlegt væri að gera ráð fyrir nokkrum bílastæðum fyr- ii kennaralið skólans. Við stað- setningu stórra menntastofnanna innan Laugadal, allt Hálogalands- hveifið, Kleppsholt og Vogar þurfa fljótlega sinn eigin skóla. Staðarval fyrir slíkan skóla þarf að ákveða strax með nægu land- rými. Þessari t.illögu um Klambra- tún er hér varpað fram, svo haf- (Framhaid á 12 síðu) ............................... ■ • verður að hafa það hugfast, að !|l nemendum sé gert sem hægast j • Í s: fyrir að sækja skóia. Að vetrinum •: ; 4^ i misjöfnum veðrum er ekki auð- ■ iA - velt fyrir unglinga að þurfa að :. ■ 4 ganga langan veg frá áætlunar- . | * vagni og vera mæt.tir kl. 8 'ið liji.j • ^ 3? morgni. ;■; IWj AHt þetta verður að hafa hug- tast. þegar um staðsetningu á stór, um menntastofnunum er að ræða. Það þurfa a m k. að vera 3 menntaskólar í Reykjavík. Hin ! mikla byggð, sem er risin fyrir I X S í '.**(.* .1 1 lf!l . . ít ■ $ ÉiliÉ'j& Á *Í t- A u fji-Íi t S :V; S 11111(1! x%.\x <w»< wMWSWM'W'"")"'' » w’ g-j AfstöSumynd af Klambratúni. 6 T í M I N N, þriðjudagurinn 9. okt. 1962. —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.