Tíminn - 09.10.1962, Blaðsíða 16

Tíminn - 09.10.1962, Blaðsíða 16
 mm Þriðjudagur 9. október 1962 225. tbl. 46. árg. 58 sjómenn hafa farizt á 32 mán. ANNO SYROS VERDUR NÚ BLAfELL J5Ó-Reykjavík, 8. okt. í dag lagðist nýja olíuflutn- ingaskipið Anno Syros við bryggju í Reykjavík, en því er ætlað það hlutverk, sem olíu- flutningaskipið L. W. Haskell gegndi áður en það fórst í Hvalfirði s.l. sumar. Skipið er eign Olíufélagsins h.f. Það er byggt árið 1961 í skipa- smíðastöð Neorion & Michanourg- hia S.A. á eynni Syros undan Grikklandsströndum og keypti það an ónotað hingað til lands. Það hefur verið skirt að kaþólskum sið með blessan préláta, en verð ur nú skírt upp og nefnt Bláfell. Skipið er byggt samkvæmt kröf- um American Bureau of Shipp- ing; lestar um 200 smálestir af brennsluolíu, en sjálft er það 225 smálestir að þyngd. Lengdin er 35,2 m., breidd 6 m. og djúp- rista 2,3 m. full-lestað. Vélin er 280 ha. Alpha-diesel frá Bur- meister & Wain, sett niður af starfsmönnum framleiðenda. — Ganghraði skipsins er 10—11 sjó mílur á klukkustund. Kaupverð skipsins var rúmar 5 millj. kr. Sama áhöfn verður á Bláfelli og var á L.W. Haskell. Skipstjóri Gunnar Magnússon, en hann Framh. á 15. síðu Gunnar Magnússon, skipstjóri á nýja olíuskipinu og Vilhjálmur Jónsson, forstjóri Olíufélagsins Úrslit í Dagsbrún og hjá sjómönnum 79 FRUMSÝND FFTIR 3 DAGA BÓ-Reykjavík, 8. okt. Kvikmyndin Sjötíu og níu af stöðinni verður frum- sýnd í Háskólabíói og Aust- urbæjarbíói klukkan níu á föstudagskvöldið. Guðlaugur Rósinkranz þjóð- leikhússtjóri, formaður Edda- film, skýrði blaðinu frá þessu í gær. Filman er enn ekki kom in til lan^sins, en hún kemur annað kvöld, loftleiðis frá Kaupmannahöfn Filman verð- ur svo skoðuð áður en hún verður frumsýnd, en þar fá engir nærri að komast aðrir en stjórn Edda-film og kvik- myndaeftírlit ríkisins. , Guðlaugur Rósinkranz 'sagði að sýningartíminn væri ein klukkustund og fjörptíu og fimni mínútur, en það er venju leg lengd. 637:422 í Sjómannasambandinu, - 1251 :649 í Dagsbrún IGÞ—Reykjavík, 8. október. Lokið er talningu hjá verka- mannafélaginu Dagsbrún og Sjómannasambandinu, en í báðurn þessum félögum var kosið nú um helgina um full- trúa á þing Alþýðusambands íslands. Kosningin í Sjómannasamband- inu fór fram i Reykjavík, á Suö-1 urnesjum og Akra'nesi. Úrslit urðu þau að A-listi. oonnn fram af j Jstjórn Sjómannasambandsins og i fieirum fékk 637 atkvæði og alla fultliúana kjörna, tuttugu og fjóra að tölu. B-listi, borinn fram af Jóni Tímótheusarsyni, Sigurði Breiðfjörö Þorsteinssyni, og fleir- um, fékk 422 atkvæði. Fjórir seðl- 6i voru ógildir fimmtán auðir Ekki eru til tölur til samanburð- er, þar sem kosning á þessu svæði hefur ekki verið sameiginleg fyrr. Kosningaúrslitin i Dagsbrún urðu þau, að A-listi. borinn fram af stjórn og trúnaðarmannaráði fékk 1251 itkræði og alla fultjrú- ana kjörna, 34 að tölu, og B-list- inn. borinn fram af Birni Jónssyni eg Torfa Ingólfssym fékk 649 at- kvæði. Tuttugu og einn seðill var auður og tveir ógildir. KH—Reykjavík, 8. október. Eins og menn muna, urðu mikil sjóslys hér við land á öndverðu þessu ári, og var mest þeirra slysa, er Sfuðla- berg fórsf með 11 manna áhöfn, en það slys varð frem- ur öðrum til þess að hrinda af stað víðtækri fjáröflun til handa þeim, er misst hafa fyrirvinnu sína vegna sjóslysa að undanförnu. Söfnun þeirri, sem nefnd er Sjóslysasöfnun- in, er nú að heita lokið, og hafa safnast alls 2.825.008,13. krónur. Undirbúningur að úthlutun úr þessum sjóði var hafinn í júnílok s.l. og er hann nú það vel á veg kominn, að úthlutun getur væntan lega farið fram í lok þessa árs. Alls voru það 14 manns, sem bund- ust samtökum og gengust fyrir fjársöfnuninni, og skipa þrír þeirra úthlutunarráð, biskupinn yfir íslandi, herra Sigurbjörn Ein- arsson, séra Garðar Þorsteinsson, Hafnarfirði og séra Björn Jónsson, Keflavík. Dr. Gunnlaugi Þórðar- syni hefur verið falin yfirumsjón með úthlutuninni og verður hann til viðtals i félagsmálaráðuneyt- inu næstu daga. Síðast þegar allsherjar fjársöfn- un fór fram vegna sjóslysa, átti Framh. á 15. síðu SKRIDA TEPPTI NOROUR- LEID í 4 STUNDIR BÓ—Reykjavík, 8. okt. Um klukkan 11 fyrir hádegi á sunnudaginn hljóp skriða úr Múla- fjalli sunnan Hvalfjarð- arbotns og færði veginn í kaf á 20 metra kafla. Mikil vatnskoma var : Hvalfirði á sunnudagsnótt- ina. Skriðan hljóp undan stuðlabergi sem er efst í fjallinu, en það er mjög bratt í sjó fram. Aurdyngjan á veginum var nær tveggja metra þykk, en engin björg fyígdu henni. Vegagerðin sendi jarðýtu og tvo veg- hefla á vettvang um hádeg- ið, en vegurinn var tepptur i nær fjóra klukkutíma og 15—20 bilar töfðust beggja vegna skriðunnar. Fyrír nokkru hrundi spilda af stuðlabergi úr Múlafjalli og skemmdi girð- mgu, en kom ekki á veginn. Skriðuföll eru þó sjaldgæf á þessum slóðurn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.