Tíminn - 10.10.1962, Blaðsíða 4

Tíminn - 10.10.1962, Blaðsíða 4
Brezkir járnbrautarstarfsmenn hafa verið í verkfalli að undanförnu, og vilja þeir mótmæla ákvörðun samgöngumálanefndar um að felia niður 12 járnbrautarllnur. Verkfallið nær til allra meðlima Sambands brezkra járnbrautarstarfsmanna, en þeir eru 334 þúsund talsins. Verkfallið hefur orðlð tll þess, að fólk hefur þurft að grípa tll hvers konar farartækja. — Hérna sjálð þið samgöngumálaráðherrann Marples, sem er að setja á sig klemmur,'til þess að buxnaskálmarnar festist ekki i keðjunni á hjólinu. Hðfðingleg gjöf til skósræktar Fyrir tveim mánuðum barst mér bréf í hendur frá Jósafat Jónssyni, fyrrum bónda aS Brandsstöðum í Blöndudal, þar sem hann tilkynnti mér kr. 50.000,00 gjöf til skóg- ræktar. Jósafat óskaði iþess, að fyrir fé þetta yrði gróðursett í afmarkað an reit í Norðtunguskógi, og skyldi sá reitur tengdur nafni for- eldra hans, Jóns Helgasonar og Þórlaugar Jónsdóttur. En þau bjuggu í Borgarfirði fyrir alda- mótin. Skömmu eftir móttöku gjafar- innar var valinn reitur syðst og vestast í girðingunni um Norð- tunguskóg, og síðan voru settar þar 30 þúsund greniplöntur, en ráð er fyrir gert, að bæta um 20 þúsund plöntum við á næsta vori. Þá verður og komið fyrir merki við staðinn, sem skýri frá því, hversu skógurinn hafi orðig til. Jósafat Jónsson var árum sam an bóndi á Brandsstöðum, og var sómi stéttar sinnar. Hann hefur aldrei látið mikið yfir sér en unn ið hörðum höndum alla sína löngu ævi .Jósafat er nú 92 ára, og hefur verig heilsuhraustur fram að þessu, en er nú farinn að kcnna elli-lasleika. Eftir að Jósafat hætti búskap var hann um tíma við mæðiveikivörzlu, en um allmörg ár hefur hann dvalizt á Kvennaskólanum á Blönduósi og gegnt Þeim störfum, sem til féllu. Allir þeir, sem skógrækt unna, munu senda Jósafat Jónssyni hlýjar hugsanir fyrir gjöfina. Hákon Bjarnason. um Bretland komin út hjá AB Út er komin hjá Almenna bóka félaginu bók mánaðarins fyr'ir seiptembermánuð. Nefnist hún BRETLAND og er eftir banda- ríska rithöfundinn John Osborne, en þýðandi er Jón Eyþórsson veð urfræðingur. Er þetta fjórða bók- in, sem út kemur hjá bókaforlag- inu í flokknum Lönd og þjóðir, en áður eru komniar í þessum ílokki FRAKKLAND, RÚSSLAND og ÍTALÍA. Bretland er í sama sniði og fyrri bækur þessa bókaflokks, hátt á Æfingar hafnar á Dýrunum í Hálsaskógi Hafnar eru æfingar í ÞjóS- leikhúsinu á barnaleikritinu Dýrunum í Hálsaskógi, og verður frumsýning væntan- leg um miðjan nóvember. Leikrit þetta er eftir höfund Kardimommubæjarins, Thorbjörn Egner, og leikstjóri verður Klem- ens Jónsson, sem einnig setti hinn fræga og vinsæla Kardimommubæ á svið í Þjóðleikhúsinu. En leik- endur í Dýrunum í Hálsaskógi veiða Emelía Jónasdóttir, Nína Sveinsdóttir, Árni Tryggvason, Bessi Bjarnason, Baldvin Halldórs son og Ævar Kvaran. annað hundrað mynda, litmynda og svart-hvítra mynda, af landi og þjóð. Texti svipaður á lengd og áður, um 160 bls., ef reiknað er með venjulegu bókarbroti. Jón Eyþórsson segir m. a. í for- mála, er hann ritar fyrir bókinni: „Yfirleitt má líkja þessari bók við könnunarferð um völundarhús brezks þjóðlífs, skapgerðar og heimilisháttar — undir leiðsögn höfundarins Johns Osborne. Hann segir frómt frá og er sums staðar jafnvel berorður. Bókin er engan veginn til þess gerð að þóknast Bretum eða bera þá lofi. Að því leyti er hún algerlega óhlutdræg. íslendingar hafa haft mikil við- skipti við Breta um margar aldir, en kynni manna á milli hafa efa- laust aukizt mjög hina síðustu áratugi. Gefst þeim nú tækifæri til að bera sína reynslu og hug- myndir um brezka skapgerð sam- an við myndir þær, sem hér verð- ur brugðið upp“. BRETLAND er 176 bls. að stærð í stóru broti. Myndir eru prentaðar í Hollandi, en texti í prentsmiðjunni Odda í Reykja- vik, Sveinabókbandið hefur bund-. ið bókina. Bretland hefur verið send um- boðsmönnum Almenna bókafélags- ins út um land, en félagsmenn AB í Reykjavík geta vitjað bókar- Norrænnbú- sýsluháskóli Áætlanir um norrænan búsýslu- háskóla munu koma til fram- kvæmda áður en langt um líður. Stjórn skólans skipa tveir fulltrú- ar frá hverju Norðurlandanna fjögurra, Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð og einn frá ís- landi. Er það Vigdís Jónsdóttir, skólastjóri Húsmæðrakennara- skóla íslands. Menntamálaráðu- neyti landanna tilnefndi stjórnar- meðlimi. Formaður stjórnarinnar er prófessor Birgir Bergersen frá Noregi, og boðaði hann til fundar ins dagana 25. og 26. september. Stjórnin gekk þar frá reglugerð, sem lögð verður fyrir ráðuneyti landanna. f stórum dráttum hefur stjórnin byggt á nefndaráliti um samnor- rænan búsýsluháskóla, sem gefið var út 31. des. 1959 um tilhögun og uppbyggingu skólans. Á fund- inum var gerð grein fyrir undir- búningi að stofnun hinna þriggja deilda, sem áformað er að taki til starfa á næstunni — tekstil-deild við Chalmers tekniske högskula í Gautaborg árið 1963, heimilishag- íræðideild við Árósaháskóla 1964 og næringarefnafræðideild við Oslóarháskóla 1965. Einnig var skipuð nefnd til undirbúnings verk fræðideildar í búsýslu. Stjórnin samþykkti að skora á ráðuneyti landanna að vinna að framgangi þessara mála. Inntökuskilyrði í all- ar deildirnar er húsmæðrakenn- aramenntun auk stúdentsprófs. Stúdentar úr máladeildum þurfa r.uk þess sérstakan undirbúning í stærðfræði og eðlisfræði. Áform- að er, að nemendur ljúki kandi- datsprófi og eðlisfræði. Áformað er, að nemendur Ijúki kadidats- próf á tveimur og hálfu til þrem árum. Ekki er ákveið hvaða tillit þeir bera að prófi loknu. Finnar taka þátt í þessu sam- starfi þótt þeir hafi sérstöðu með því að þeir hafa þegar komið upp í landi sínu háskóladeild í búsýslu. Búizt er við, að eftirspurn verði mikil eftir nýju sérfræðingunum, þegar þeir hafa lokið námi, eink- um til kennslu í húsmæðraskólum, við rannsóknarstörf í þágu iðnað- ar og til ráðuneytisstarfa. Dilkar rýrari GPV-Bæ, Trékyllisvík, 9. okt. — Slátrun hófst hjá Kaupfélagi Strandamanna þann 27. septem- ber. Slátrað er um 240 fjár dag- lega. Gert er ráð fyrir að slátrun standi yfir í þrjár vikur. Dilkar reynast í rýrara lagi. Megnið af kjötinu er saltað, en sumt er fryst í hinu nýja frystihúsi kaupfélags- ins, sem nú er fullgert. ■Síðastliðinn hálfan mánuð hef- ur rignt daglega og oft mikið- Bráðapest hefur stungið sér niður og í gær drápust til dæmis 3 kind ur úr henni. innar í afgreiðslu Almenna bóka- félagsins, Austurstræti 18. Um næstu mánaðamót eiga svo að koma út hjá AB fimmta bind- ið af skáldverkum Gunnars Gunn- arssonar, en í því eru Fóstbræður og Jörð, og októberbókin, sem verður Framtíð manns og heims eftir franska vísindamanninn Pierre Rousseau, þýðandi dr. Broddi Jóhannesson, skólastjóri, bók, sem ekki er með öllu ókunn hér, því að dr. Broddi las nokkra kafla úr henni í útvarpið síðast liðinn vetur. Um mánaðamótin nóv.-des. eiga svo að koma út hjá AB — nóvem- berbókin, sem verður fyrsta bindi af fslenzkum bókmenntum í forn- öld eftir dr. Einar Ól. Sveinsson, prófessor — og desemberbókin, en hún verður Helztu trúarbrögð heims, glæsileg bók með hundruð um mynda og löngum texta, sem dr. Sigurbjörn Einarsson, biskup hefur séð um. ' REGLUGERÐ UM SMJÖRMAT Reglugerð um gæða- mat á smjöri og ostum öðlast gildi um leið og næsta bi,ndi Stjórnartíð- inda kemur út. Reglu- gerðin er gefin út af Landbúnaðarráðuneyt- inu 24. júlí þessa árs, en hefur verið nokkuð lengi á döfinni frá því hún var upphaflega samin. Neytendasamtökin hafa yfirfarið reglugerðina og gert á henni nokkrar orða- lagsbreytingar. Reglugerðin var upphaf- lega samin af þeim Sveini Tryggvasyni, Stefáni Björns syni og Þórhalli Halldórs- syni. Blaðið talaði í gær við Svein Tryggvason, framkv.- stjóra framleiðsluráðs land- búnaðarjns, og sagði hann matsreglunum í þessari reglugerð hafa verið fylgt frá því að Osta- og smjör- salan tók til starfa. Reglugerðin felur Þó í sér að smjörið skal vera auð- kennt með nafni eða ein- kennisstaf framleiðanda eða pökkunarstöðvar. Þá segir, að þess skuli getið á umbúð um, ef notað er litarefni, en heimilt er ag nota litar- efni, sem er viðurkennt af heilþrigðismálaráííuneytinu. Gæðamat á ostum er ný- mæli en að öðru leyti ér fátt í þessari reglugerð, sem ekki hefur verið tekið upp, sagði Sveinn Tryggvason. Sjöunda grein reglugerðar- innar mælir svo fyrir, að aðalmatsmaður skuli skip- aður af landbúnaðaráð- herra fyrir landið allt. — Hann skal vera sér- menntaður í mjólkur- fræðum og hafa yfirumsjón með starfi matsmanna. — Kostnaður við störf hans greiðist úr ríkissjóði. Aðalmatsmaður hefur til þessa verið starfsmaður Osta- og smjörsölunnar. 4 T f M I N N, miðvikudagurinn 10. okt. 1962

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.