Tíminn - 10.10.1962, Blaðsíða 9

Tíminn - 10.10.1962, Blaðsíða 9
Meðal þeirra fjölmörgu skóla, sem tóku til starfa 1. október, var einn alveg nýr af nálinni, tryggingaskólinn, sem fyrst og fremst er ætlaður starfsfólki tryggingafélaga. Skólinn er rekinn af Sambandi íslenzkra tryggingafélaga, og formaður þess, Stefán G. Björnsson, fram kvæmdastjóri Sjóvátrygginga- félags íslands, setti skólann að viðstöddum verðandi nemend- um og enn fleiri starfsmönnum hinna ýmsu tryggingafélaga í bænum . Þórir Bergsson, trygginga- fræðingur veitir forstöðu þess- um nýja skóla, og fór frétta- maður Tímans á fund hans til að forvitnast um aðdraganda að stofnun skólans og kennslu- fyrirkomulag. — Verða nemendur skólans margir í byrjun? — Þeir sem sóttu um inn- göngu, eru tvöfalt fleiri en bú- izt var við, 60 alls, og vegna takmarkaðs húsnæðis til kennslu verður að skipta hópn um í tvennt. Hefst kennsla nú fyrir annan hópinn og stendur fram í desember, en hinn kemst að eftir nýár og fær jafnlangan kennslutíma. — Hvernig verður kennsl- unni háttað? — Kennsla fer fram tvisvar í viku. Fyrst verða kennd aðeins undirstöðuatriði í ýms- um greinum vátrygginga og notazt við danska kennslubók, Skadeforsikring eftir Ernst Willumsen. Síðar verða svo sérnámskeið í hverri trygginga grein. Kennsluna annast reynd ir starfsmenn tryggingafélaga og verður kennsla bæði bókleg og verkefnum skipt milli nem enda, svo að kennslan verði enn meira lifandi. Samhliða undir- búningsnámskeiðinu verða svo haldnir fyrirlestrar um ýmis tryggingamál og efni, sem snerta tryggingar, og má Þetta heita nýjung, sem tíðkast ekki í sams konar skólum í ná- grannalöndunum. Ætlazt er til ag nemendur skólans fylgist með Þessum fyrirlestrum, en auk þess fá aðrir trygginga- ■menn aðgang meðan húsrúm leyfir. Meðal þeirra, sem halda fyrirlestra þessa, verða Þor- steinn Egilsson, sem fer yfir sögu trygginga; Benedikt Sig- urjónsson hæstaréttarlögmað- ur talar um skaðabótarétt; Páll Sigurðsson tryggingayfirlæknir ræðir um örorkumö', og Guðjón Hansen talar um al- mannatryggingar. Fleiri munu og flytja þar erindi. — Hvar starfar skólinn? — Iðnaðarmálastofnun ís- lands lánar okkur fyrirlestra- sal sinn til kennslunnar, en er- indin verða flutt í samkomusal Iðnskólans. — Er tryggingafræði kngt háskólanám, eða í hverju er það fólgið? — Ég held það sé eitthvcrt lengsta háskólanámið. Og það er líklega erfitt að lýsa því al- mennt, í hverju þau fræði eru fólgin. Að mestu leyti byggj- ast þau á tölvísindum, og þó eru þau samofin úr stærðfræði, hagfræði og lögfræði. — Eru margir íslendingar háskólamenntaðir í trygginga- fræði? — Nei, lengi vel voru þeir aðeins þrír: Brynjólfur Stef- ánsson, Guðmundur Guðmunds son og Árni Björnsson, sem all ir menntuðust í Kaupmanna- hafnarháskóla. Frá stríðslok- um höfum við þrír lært Þessi fræði í sama skóla, Guðjón Hansen, Jón Erlingur Þorláks- son og ég. Og Það sem ein- kennilegra er, við vorum á þessum árum nærri helmingur allra þeirra, sem lært hafa tryggingafræði í Danmörku. Auk þess hafa þeir Kristján Sturlaugsson og Erlendur Lár- usson lokið námi í þessum fræð um í Svíþjóð. — Hvag eru tryggingar ann ars gamlar í sögunni? — Ein elztu ákvæði, sem til eru um trj'ggingar, eru frá Róm verjum. Þeir höfðu útfarasjóð, sem nefndist „collegium tenni- orum“ og var merkilegur að því leyti, að í hann átti að borga fyrir fram en ekki jafn- að niður eftir á. — Það væri nógu gaman að heyra, hvernig þessi fyrir- mæli hljóða. — Þetta er svo sem ekki langt plagg, og í lauslegri þýð- ingu hljóðar það á þessa leið: „Þú, sem vilt gerast félagi í þessum samtökum, lestu fyrst samþykktirnar og sæktu siðan um inngöngu, svo að þú kvart ir ekki eftir á, eða látir erfingj um þínum eftir deilumál. Sá, sem vill gerast aðili að þess- um samtökum, skal borga 100 sestertíur og gefa könnu af góðu víni, síðan skal hann greiða IV4 sestertíur mánaðar- lega. Sá, sem lætur hjá líða að greiða, gjald sitt í sex mánuði í röð, og fellur svo fyrir hin- um mannlegu örlögum (Þ. e. deyr), vegna hans skal ekki greiddur útfararkostnaður. — Deyi einhver í félagi voru, sem fullnægt hefur skyldum sínum, greiðast úr sjóðnum 300 sester tíur.“ Svo mörg eru þau orð. — En eru tryggingar á ís- landi gamlar í hettunni? — Hið elzta tryggingafélag á íslandi verður 100 ára á Þessu ári, það er Bátaábyrgðar félag Vestmannaeyja. Annað er merkilegra, og það eru lagaá- kvæði Grágásar um þetta efni. Þau eru varðveitt í einu hand- riti lögbókarinnar, Staðarhóls- bók. Og þessi elztu lög á ís- landi um tryggingar eru vafa laust þau fullkomnustu og elztu í heiminum, sem varðveitzt hafa frá þessum tímum. Ólafur heitinn Lárusson prófessor hef ur manna bezt gert grein fyrir þessu, og í síðustu ræðunni, sem hann flutti á norræna lög- fræðingaþinginu í Reykjavík 1960, fjallaði hann um þetta efni. Þessi á.kvæði Grágásar eru kaflar Staðarhólsbókar um hreppana. Um þetta komst prófessor Ólafur heitinn svo að orði: „Hrepparnir voru sam ábyrgðarfélag fyrir bændurna í hreppnum. Ábyrgðin var tvenns konar, búfjárábyrgð og eldsvoðaábyrgð. Búfjárá.byrgð in tók þó aðeins til nautpen- ings, er nautpeningur féll úr sótt, ekki ef um slys eða meg- urð var að ræða. Skaðabætur Skyldi því aðeins greiða, að fjórðungur nautpenings manns féll eða meira. Brunatrygging tók til þrigája húsa í bænum. Ef kirkja var á bænum eða bænahús, var það fjórða húsið, er skaðabætur komu fyrir. — Lausafé, sem brann, var ekki bætt, nema hversdagsklæðnað- ur, hversdagsgripir bónda eða matvæli. Kirkjuskrúða og verð- mætustu klukkur kirkjmmar skyldi enn fremur bæta. Sá, er fyrir tjóni varð ,skyldi láta fimm ná.granna sína meta skað ann, og síðan skyldi hann bera fram skaðabótakröfur sínar á hreppssamkomum. Fékk hann Þá helming tjóns síns bætt. — Skaðabótunum var jafnað nið- ur á bændur eftir fjáreign þeirra. Þó var enginn skyldur til að greiða hærri upphæð en sem nam 1% af fjáreign hans.“ Enn fremur segir prófessor Ólafur Lárusson um þetta: „Mjög athyglisvert er, að hér á íslandi skuli svo snemma (á Þjóðveldistímanum) hafa verið til svo háþróaðar reglur um tryggingar, miðað við aðstæð- ur. Því er ekki úr vegi að spyrja, hvaðan íslendingar hafi fengið þær reglur. Hafa þeir sjálfir hugsað-þær upp, eða hafa þeir stuðzt við fyrirmynd ir frá öðrum löndum. Nokkuð svipaðar hliðstæður þekkjast frá miðöldum á Norðurlöndum, i ákvæðum um gildin. Þegar gildisbróðir varð fyrir bruna- tjóni, komu aðrir gildisbræður hónum til hjálpar og bættu tjón hans. Hjálp þeirra var oft ast fólgin í vinnu eða efni til endurbyggingar hins brennda húss. Þannig var þessi hjálp bundin við gildin og ekki sveit arfélögi.n í öðrum löndum er heldur ekki að ræða um niður- jöfnun skaðabóta, og engin dæmi finnast þar um búfjár- tryggingar. Tilgangurinn með þessum ákvæðum Grágásarlaga hefur vafalaust verig sá, að koma í veg fyrir, að stór óhöpp sem einhver bóndi hreppsins varð fyrir, yrðu til þess að hann yrði þurfamaður og þar með öðrum til byrði.“ — Það er Þá ekki alveg ó- tímabært að koma á fót skóla í þessum fræðum hjá þjóð, scm á má,ske elztu lög í heimi ufn 'tryggingar, enda Þótt ekki verði útskrifaðir hér trygginga fræðin.gar á næstunni. — Eftir áhuga væntanlegra nemenda að dæma er þörf á kennslu í þessari grein. Þeir, sem mesta hafa reynsluna miðla hinum yngri og á Sam- band íslenzkra tryggingafélaga þakkir skildar fyrir að hafa komið því í kring að hefja þessa kennslu. Starfsmenn hinna stóru tryggingafélaga er lendis eru meira sérhæfðir en hér heima. Hér verða starfs- menn félaganna að vera meira kunnu,gir fleiri greinum trygg inga en einni, og því verður kennslan sniðin eftir því, að nemendur taki að sér ýmiss kon ar störf hjá félögunum. — Hve mörg eru trygginga- félög orðin hér í Reykjavík? — Hin almennu íslenzku tryggingafélög hér í bæ eru tíu og það eru þau, sem stofn- uð hafa þennan skóla, og þeirra starfsmenn hefja nú hér nám. Félögin eru: Brunabótafélag íslands; Sjóvátryggingafélag íslands; Samtrygging íslenzkra botnvörpuskipa; Samvinnutrygg ingar; Almennar tryggingar; Trygging; Tryggingamiðstöðin; Vátryggingafélagið; Vátrygg- ingaskrifstofa Sigfúsar Sighvats sonar og Verzlainatryggingar. Auk þeirra eru sérfélög, útibú erlendra tryggingafélaga og tvær endurtryggingastofnanir: Samábyrgð fiskiskipa og ís- lenzk endurtrygging. — Hvað er endurtrygginga- stofnun? — Segja má, að það sé trygg ingafélag fyrir tryggingafélög, sem ekki hafa bolmagn til að bera alla ábyrgðina sjálf og setja Því hluta af henni til end urtryggingafélags. Þetta er svipað og banki gagnvart seðla banka. — Hefur tryggingafélögum fjölgað upp á síðkastið? (Framhald á 12 síðu) Gunnar Bergmann ræðir við Þóri Bergsson, tryggingafræðing ,..0GGEFA KÖNNU AF GÓDU VMI' T í M I N N, miðvikudagurinn 10. okt. 1962 ð

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.