Tíminn - 10.10.1962, Blaðsíða 15

Tíminn - 10.10.1962, Blaðsíða 15
Gestur Framhald af 1. síðu. hj'á Nyholm verkstjóra Náma- félagsins í Meistaravík cig er nú orðinn stór og stæltur, eins og meSfylgjöindi mynd sýnir. Hana tók Jóhannes fyrir skömmu og maffurinn, sem Virð ist þess albúinn að berjast við bungsa, er Arngrímur Jónsson, skólastjóri að Núpi. Myndin er tekin í Meistaravík. Jóhannes sagði blaðinu í gær, að bangsi yrð'i hér aðeins í nokkra daiga, á meðan verið væri að ráðstafa honum í dýra&arð, en að því vinna þeir Nyholm nú þessa dagana. VARMA PLAST EINANGRUN Þ. Þorgrlmsson & Co Borsartúni 7 Sími 22235 Trúlofunar- hringar afgreiddir samdægurs HALLDOR Skólavörðustig 2. Sendum um alJt land. Fasteignir TIL SÖLU Risíbúð 80 ferm., 4 herb. og eldhús við Kársnesbraut, skammt frá Hafnarfjarðar- vegi. Hagkvæmir samningar. Glæsilegt einbýlishús við Sunnubraut í Kópavogi. — Selst tib. undir tréverk, Vandað einbýlishús við Hóf- gerði. Lóð girt og ræktuð. Lítið einbýlishús við Borgar- holtsbraut. Mjög góður stað- ur. Má byggja nýtt hús á lóðinni. Einbýlishús við Kársnesbraut, Hraunbraut, Löngubrekku, Álfhólsveg og Lyngbrekku. íbúðarhæðir við Holtagerði, Kársnesbraut Birkihvamm og Melgerði. Húsgrunnar við Nýbýlaveg og Fögrubrekku. Einbýlishús í Silfurtúni og Hraunsholti. Góð íbúðarhæð í steinhúsi í Hraunsholti við Hafnarfjarð- arveg. 4ra herb. íbúðir í Hafnrfirði við Álfaskeið og Tjarnar- braut. Hermann G. Jónsson Lögfræðiskrifstofa — Fasteignasala Skjólbraut 1, Kópavogi Símar 10031 kl. 2—7 Heima 51245. Kartöflumálið Frr — halö u i síðu. eins mikið á haustin og nú. Ásgeir kvað misbrest á því, að bætur fengust fyrir skemmdar kartöflur í Græn metisverzluninni, og í haust hefði Grænmetisverzlunin algjörlega neitað skiptum fyrir eina vonda sendingu án skýringa á þeirri neitun. Ásgeir sagðist bæta við- skiptavinum skemmdar kart öflur að fullu. Þá sagði hann enga sérstaka ósk hafa kom- ið fram frá Grænmetisverzl- uninni um, hvernig brugð- izt skyldi við kvörtunum, en Grænmetisverzlunin bætti aðeins þær kartöflur, sem henni væri skilað, en ekki þær sem fleygt hefði verið. Þá sagði hann yfirmatsmann inn hafa komið umbeðinn í Melabúð'ina í haust til að lita á kartöflur, og hefði hann heyrt hann viður- kenna, að þær væru ekki mannamatur. Næst kom fyrir réttinn Sigurjón Þóroddsson hjá Silla og Valda. Hann sagði kartöflur geymdar úti við dyr við hliðina á búðinni og frekar kalt á þeim. Pantanir væru nú gerðar tvisvar i viku. Þá sagði hann, að lengra hefði liðið milli pant ana áður en farið var að' pakka kartöflum í 5 kílóa poka, en geymslan hefði þá verið söm. Sigurjón kvaðst hafa verið verzlunar'stjóri í 15 ár og aldrei haf« orðið var við eins miklar kvart- anir út af skemmdum kart- öflum og nú í haust. Þeim Sigurjóni og Ásgeiri bar saman um, að menn kvört- uðu yfirleitt ekki um of smáar kartöflur, heldur gallaðar eða skemmdar. Sig- urjón sagði verzlunina hafa reynt að vísá fólki með skemmdar kartöflur til Grænmetisverzlunarinnar, en hætt þvf, er í Ijós kom, að það fór erindisleysu. Verzlunin hefði þó ekki far- ið fram á við Grænmetis- verzlunina, að hún bætti við skiptavinunum upp skemmdu kartöflurnar. — Hins vegar hefði Grænmetis verzlunin boðizt til að taka við skemmdunum, sem kvartað væri yfir og láta annað i staðinn. Síðast kom fyrir Egill Ást björnsson í Síld og fisk, og kvað hann verzlunina ekki selja kartöflur í lausasölu, heldur nota þær í tilbúinn mat, sem hún selur. Inn- kaupin væru gerð viku til hálfs mánaðarlega og kart- öflurnar geymdar á óupphit- uðum stað. Egill kvaðst enga kvörtun hafa borið fram við Grænmetisverzl- unina. Hann taldi kartöfl- urnsfr í haust nokkuð léleg- ar en ekki áberandi verri en áður. Verzlunin kaupir kartöflurnar eingöngu í 50 kílóa strigapokum. Ekki kvaðst verzlunarstjórinn muna, að þeir sem eta mat- inn frá Síld og fisk hefðu kvartað yfir kartöflunum. Rannsókn kartöflumálsins var frestað. sagt var frá hér í blaðinu á sunnu dag. Þær tillögur verða lagðar fyr ir Samninganefnd ríkisins síðar í þessum mánuði, Þegar Kjararáð hefur lo'kið við að raða starfs- mönnum niður í launaflokka. í umræðum á þinglnu var lögð á það mikil áherzla, að launin í lægstu launaflokbunum yrðu gerð lífvænleg. Eins og sagt var frá í sunnudagsblaðinu, eru það mjög fáir menn, sem taka munu laun samkvæmt sjö efstu flokkunum. Þess ber einnig að gæta, að þeir sem fá greidd laun í neðstu flokk unum, eru einnig mjög fáir; Þar er eingöngu gert ráð fyrir byrjun arlaunum í stuttan reynslutíma. T.d. má geta þess að þeir, sem vinna verkamannavinnu (og verka kvenna) hjá því opinbera, eru ekki í lægstu launafíokkunum sam kvæmt tillögum Kjararáðs. Tillögur um breytingu á lögum sambandsins voru einnig sam- þykktar samhljóða, svo og fjár- hagsáætlun, en samkvæmt henni er gert ráð fyrir því, að allir sam bandsmeðlimir greiði 0,3% af launum sínum til samtakanna, til þess að standa straum af hinum aukna skrifstofukostnaði, sem nú er fyrirsjáanlegur vegna gagna- söfnunar. Pósturinn Frarnh'ilrl ai 1 síðu en í því efni hefur sigið mjög á ógæfuhliðina, enda ekki tekið til- lit til stækkunar borgarinnar. Það' er álit póstburðarmanna, að fjölga þyrfti svæðunum um þriðjung, til þess að viðunandi ástand fengist í þessum efnum. Eins og nú standa sakir eru horfur á því að fleiri fastráðnir starfsmenn hætti störf- um. Er því auðséð hvert stefnir, þegar nýir menn fást ekki í starf- ið, vegna þess hve hverfin eru stór og kaupið lágt. ískip <* Bþ ‘ÍHmahald- af 16. síðu gengið eftir þeirri gömlu reglu, að varan væri skráð á lokahöfn. í sambandi við þetta ætlar Eimskip að fara að beina vissum ferðum beint út á land án umskipunar í Reykjavík. Það er oft unnt að gera, þegar fyrirfram er vitað, til hvaða hafna varan á að fara. Spar- ar Eimskip sér þannig dýra um- skipun og geymslu í Reykjavík og getur einnig komið vörunni fyrr ti) viðtakanda, sagði Óttar. Goðafoss er nú í Reykjavík, en fer næst í Ameríkuferð. Þegar hann kemur til baka, verður þetta nýja fyrirkomulag reynt, og hann látinn sigla með vöruna beint á ströndina. Geislun Framhald af 16. síðu. ar, þrátt fyrir að Rússar hafa nú sprengt fleiri sprengjur en á sama tíma í fyrra, en þá sýndu mælitæk in greinilega aukningu. Prófessor Þorbjörn sagði, að engin vitneskja lægi fyrir um, hvort sprengingar Rússa hefðu e. t. v. farið fram ofar i gufuhvolf- inu en í fyrra, en það gæti vald- ið því, að geislavirks úrfalls gætti ekki strax. Einnig gæti komið til mála, að sprengjurnar væru sett ar saman úr öðrum efnum. FIMMTUGUR: Kristmundur Sigurðsson varðstjdri Kristmundur Sigurðsson, varð- Stjóri umferðardeildar rannsóknar lögreglunnar, varð fimmtugur í gær. Það er mikill siður að rekja ættir manna í dagblöðum, þegar minnzt er á afmæli þeirra, og stundum viðhafður af þvílíkri kostgæfni, að tilefnið verður að þoka fyrir nokkrum ættliðum í beina leggi karla og kvenna. Þess skal þó aðeins getið, að Krist- mundur hjá rannsóknarlögregl- unni, eins og við starfsmenn blaðs ins köllum hann, er Húnvetning- ur að ætt og ber einkenni sinna sýslunga í rikum mæli, því að mað urinn er glaðvær, hress og hisp- urslaus í viðmóti og drengilegur í hvívetna, Undirritaður er einn þeirra, sem leita frétta hjá Kristmundi daglega, stundum oft á dag. Eg hef oft dáðst að því að þess verð- ur aldrei vart, að Kristmundur líti á þær stöðugu upphringingar sem ónæði. Rödd hans er jafn hress { símanum, hversu margar skýrslur, sem hafa hrúgazt á hann um daginn. Hann skýrir málin hratt og nákvæmlega og lætur jafnan einhver gamanyrði falla, þegar sneyðast tekur um fréttir, sem komast á prent. Eg minnist þess ekki, að Kristmundur hafi nokkurn tíma sagt — hringdu seinna, nema hann sé að yfirheyra fólk, og það eitt vitnar um gerð manns, sem er hins vegar svo störfum hlaðinn, _ að hann veit sjaldnast hvenær dagur vinnunn- ar byrjar eða endar. Kristmundur hefur mikinn skiln ing á þeirri þýðingu, sem sam- starf lögreglu og blaða getur haft og ég- hygg að samskipti hans og fréttamanna byggist á gagnkvæmu trausti. Hann á nú meira en tvo áratugi lögreglustarfs að baki og vonandi tvo aðra framundan. B. Ó. 100 bíða Ráðstefna dóms- málaráðherra Evrópu Dr. Bjarni Benediktsson ráð- herra og Baldur Möller ráðuneyt- isstjóri munu sækja 2. Ráðstefnu dómsmálaráðherra Evrópu, sem haldin verður í Rómaborg 5.—7. október. Ríkisstjórn Ítalíu býður til ráðstefnunnar, en hún er hald in að frumkvæði Evrópuráðsins. Á dagskrá eru einkum ýmis mál, sem varða afbrot og með- ferð brotamanna, t.d. afbrot ung- linga, skilyrtir refsidómar og frest un á framkvæmd hegninga og refsiákvæði í Rómarsamningnum. Rætt verður um samvinnu Evrópu ríkja um þessi efni svo og um annað lagasamstarf Þeirra í milli og um starfsemi Evrópuráðsins á sviði laga og réttar, en í undir- búningi er endurskipulagning hennar. Framsóknarfélag Kjósarsýslu Áríðandi fundur a'ð Klébergi fimmtudagskvöld kl. 9. — Á fund inum mæta þeir Jón Skaftason alþ.m. og Einar Ágústsson, borg- arfulltrúi. 30 seldar Sýning Braga Ásgeirssonar í Snorrasal lýkur í kvöld. Myndirn- ar á Mokka verða lengur til sýnis. 30 myndir eru nú seldar. B Bátasala fl Fasteignasala ■ Skipasala ■ Vátryggingar fl VerSbréfavíSskipti Jón Ó Hjörleifsson viðskiptafræðingur Tryggvagötu 8, III, hæð. Símar 17270—20610 Heimasími 32869 REYKJANES- KJÖRDÆMI Framsóknarmeun í Reykja- neskjördæmi halda kjör- dæmisþing sitt í Góðtempl- arahúsinu í Hafnarfirði sunnudaginn 14. okt. næst- komandi, og hefst það kl. 1 e.h. PÉTUR SIGFÚSSON frá Halldórsstöðum Endurkjörinn Framhald af 1. síðu. 6 vinstri menn. Varamenn i stjórn voru kjörnir: Þorsteinn Óskars- son, símamaður; Valdimar Ólafs- son, flugumf.stjóri; Ingvi R. Bald vinsson, sundhallarstj., sr. Jónas Gíslason og Kristján J. Gunnars- son, kennari. Á þinginu náðist full samstaða um öll höfuðstefnumál, en þar ber hæst tillögur um hinn nýja launastiga og launaflokka, sem Framhald ai l. síðu. hollt að bíða lengi eftir þvi að taka út dóm. Ástandið i fangelsismálunum er margrætt j blöðum og manna á meðal, enda þyrnir í flestra aug- um, ekki hvað sízt þeirra, sem eiga að sjá um að dómum sé full- nægt. Nú er svo ástatt að réttvísin getur aðeins hýst liðug 24% þeirra, sem hún dæmir. og þau hlutföll munu breytast á einn veg ineðan svo heldur fram sem horf- ir. andaðist í sjúkrahúsi í Boulder Colorado, Bandarikjunum 5. okt. — Bálför hefur farlð fram. — Jarðneskar lelfar hans verða slðar fluttar heim og jarðsettar i æskusvett hans í Suður.Þingeyjarsýslu. Birna Bjarnadóttlr, börn, tengdabörn og barnabörn. Alúðarfyllstu þakkir sendum vlð öllum þelm, sem auðsýndu okkur samúð og vlnarhug við andlát og útför INGIBJARGAR MAGNÚSDÓTTUR presfsekkju frá Laufásl. Börn, tengdadætur og barnaþörn. T f M I N N, miðvikudagurinn 10. okt. 1962 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.