Tíminn - 11.10.1962, Blaðsíða 1

Tíminn - 11.10.1962, Blaðsíða 1
Auglýsing í Tímanum kemur daglega fyrír augu vandláfra fofaða- lesenda um allt land. Tekfö er á móti auglýsingum frá kl. 9—5 í Banka- stræti 7, sími 19523 ' y 227. tbl. — Fimmtudagur 11. október 1962 — 46. árg. FJÁRLAGAFRUMVARPIÐ FYRIR ÁRID 1963 LAGT FRAM A ALÞINGIIGÆR: ALÞINGI SETT I GÆR TK-Reykjavík, 10. okt. — Alþingi var sett í dag. Þingsetningarathöfn- In hófst meS guðsþjónustu f Dóm. klrkjunnl kl. 13,30. Séra Emil Björns son prédikaSi. A8 guSsþjónustunni lokinnt gengu þingmenn til Alþing'ts hússins og er myndin tekin viS þaS tækrfæri. Forseti íslands las upp forsetabréf um samkomudag Alþing is og síðan tók Gísli Jónsson, aldurs forsetl þingsins viS forsetastörfum. Minntist hann tveggia fyrrverandi alþíngismanna, sem látizt hafa frá síSustu þingslitum, þeirra Jóns Kjartanssonar sýslumanns og Er. lings FriSjónssonar, fyrrum kaup- félagsstjóra á Akureyri. Risu þing- menn úr sætum og vottuSu þannig hinum látnu virSingu sína. Þá var þingheimi skipt i kjördeildir og rannsökuS kjörbréf þriggia vara. þingmanna, er nú taka sæti á Al- þingi. Ragnar GuSleifsson tekur sæti Emrls Jónssonar, sem nú dvelst erlendis; Björn Þórarinsson, bóndi í Kýlakoti tekur sæti Jónasar G. Rafnar, og SlgurSur Bjarnason tek- ur sæti Alírc'ðs Gislasonar í Kefla- vik. Kjörbréf varamanna voru sam. þykkt samhljóSa og undirrituSu þeir Björn Þórarinsson og Ragnar GuSleifsson eiSstafinn, þvi þetta er I fyrsta sinni aS þeir taka sæti á Aiþíngi. AS þessu loknu var fundi slitiS og boSaS til næsta fundar kl. 13,30 á morgun, en þá fer fram kjör forseta þingsins og starfs- manna. (Liósm.: Timinn—RE). Verkamenn á Akur segja sammngum MB — Reykjavík, 10. okt. Tvö stærstu verkalýðs- félögin á Akureyri, Verka mannafélag Akureyrar- kaupstaðar og Iðja, félag verksmiðjufólks, hafa nú fyrir skömmu sagt upp kaupgjaldsákvæoum kjarasamninganna. Síðastliðinn föstudag og laug- ardag fór frarn allsherjaratkvæða greiðsla í Verkamannafélagi Ak- iiwvrarkaupstaðar um það, hvort segja ætti upp kaupgjaldsákvæð- um samninga. Var þar samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta at- kvæða, 68 atkvæðum gegn 6, að segja þeim upp. Á sunnudaginn hélt Iðja, félag verksmiðj'ufólks svo félagsfund um þetta sama mál og var þar einnig samþykkt að segja samn- ingunum upp. Blaðið átti í kvöld tal við Jón Ingimarsson, formann Iðju, og spurði hann, hverjar kaupkröfur væru. „Það er ekki enn búið að ganga frá þeim," sagði Jón, „en við munum leggja þær fram innan I hálfs mánaðar, og ég reikna nieð i því, að hið sama gildi um verka- mennina. Við teljum okkur nauð- synlegt að sporna eitthvað við áhrifum dýrtíðarinnar frá því að við sömdum í júní sl. Samkvæmt samningunum eru kaupgjalds- ákvæðin uppsegjanleg, ef vísital- an hækkar um fimm stig til 1. desember eða sjö stig til 1. júní. Hún hefur þegar hækkað um sex stig, og okkur hérna finnst þessi sex stig eins slæm og tólf stig voru, samkvæmt gömlu vísitöl- unni." Þá átti blaðið einnig tal við Eðvarg Sigurðsson, form. Verka- mannafélagsins Dagsbrúnar í Reykjavík í kvöld. Eðvarð kvað þessi mál hafa verið til umræðu innan félagsins að undanfömu, en engin ákvörðun hefði enn verið tekin um þetta mál, enda hefði það ekki verið rætt á félagsfundi. Ákvörðun um þetta mál yrði vænt anlega tekin nú allra næstu daga. Sannningar verkalýðsfélaganna eru uppsegjanlegir með eins mán aðar fresti. Sé þeim því sagt upp nú um miðjan mánuðinn, renna Þeir út um miðjan nóvember og eftir þann tíma getur verkfall skollið á fyrirvaralaust, ef nýir samningar verða ekki gerðir. Á setningarfundi Alþingis í gær var fjárlagafrumvarp fyrir árið 1963 lagt fram. Eru þetta hæstu fjárlög, sem lögð hafa verið fram og komin yf- ir 2 milljarða en samt eiga framlög nýrra framkvæmda sð minnka miðað við aukinn tilkostnað vegna dýrtíðarinn- ar og heildarhækkun fjár- laga. + Heildarútgjöld fjárlaga nema 2 milljörðum og 126 þús. krónum og hækka um 378 milljónir frá gildandi fjárlögum. ir Frumvarpið gerir ráð fyr- ir að öllum folla- og skatta- álögum verði haldið og þar á meðal innflutningssölu- skattinum nýja, sem heitið var að aðeins skvldi verða til bráðabirgða (259 millj.) ¦£ Fjárlögin hafa nú með þessu frumvaroi hækkað um 1 milliarð og 244 milljónir síðan 1958 og er þá reiknað með útgjöldun- um, það sem var notað í niðurgreiðslur utan fjár- laga 1958 og tölurnar með því gerðar sambærilegar. if Embættiskerfið þenst út. ir Verklegar framkvæmdir eiga enn að minnka sam- kvæmt frumvarpinu, mið- að við aukinn tilkostnað vegna dv.rtíðarinnar og heildarhækkun fjárlaga og eru margir framkvæmda- liðir óbreyttir að krónu- tölu í frumvarpinu, t.d. framlög til nýrra vega og brúa. -k Ekkert er áætlað í frum- varpinu til að mæta launa- hækkun opinberra starfs- manna, sem koma eiga til framkvæmda frá 1. júlí n.k. it Skattar og tollar til ríkis- sjóðs hafa skv. fjárlaga- frumvarpinu hækkað um 1 milljarð og 87 milljónir síðan 1958, þ. e. úr tæpum 700 milljónum í 1 milljarð og 785 milljónir og þá enn í því dæmi tekið með það, sem notað var í niður- qreiðslur utan fjárlaga 1958 og tölurnar þar með gerðar sambærilegar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.