Tíminn - 11.10.1962, Blaðsíða 4

Tíminn - 11.10.1962, Blaðsíða 4
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ: FRUM- SÝNING í GÆR- KVÖLD! Nína Sveinsdóttir, Herdís Þorvaldsdottir, Guðbjorg Þorbiarnardottir, Róbert Arnfinnsson og Jon Sigurbjörnsson i hlutverkum sínum. Sautjánda brúðan Dau I auilar I ailr eru bæði í Ástralíu og annars stað enir itay Lawier. ueiK ar skilyrði menningariífs. stjóri Baidvin Halldórsson Skáldskapur hinnar nýju heims álfu, Ástralíu, hlýtur að vekja nokkra forvitni manna. Ástæða er tií a<5 ætla, að rætur ástralskr- ar menningar hafi staðið fremur grxrnnt í ófrjórri og harðbýlli jörS. Það hlýtur að vera erfitt að vera skáld*í landi, sem getur ekki ausið af lindum fornra menningarerfða, ekki sótt neinn efnivið í forna sögu, goðsagnir og yóðsögur, í landi þar sem ekki er einu sinni hægt að yrkja um vorið eða haustið eða um öll hin margvíslegu hambrigði nátt- úrunnar, sem skáld hins gamla heims hafa ort um f árþúsundir. Og naumast geta skáldin ástr- ölsku hafa fengið nokkra teljandi uppörvun frá þjóðfélagi sínu. Engin þjóð á sér óskáldlegra upphaf. Eftir baráttu frumbýlis- áranna við náttúruöílin, þegar svo til enginn sinnti skáldskap, hófst „gulltímabilið" meg lífsvið- horfum nýríkrar kynslóðar. Þeir greindustu óttu vísan frama á fjórmála- og stjórnmálasviðinu, en skáld voru fyrirfram dauða- dæmd. Með menningarþjóðum hefur alltaf verig allstór hópur menntaðra manna, sem gert hefur skáldum og listamönnum fært að vera til. í Ástralíu hefur fram á síðustu ár ekki verið um neina | slíka stétt að ræða. — Ekkert! sem með öðrum þjóðum hefurj skapað skilyrði fyrir verulegan! skáldskap hefur þar verið fyrir! hendi. Og þegar þetta er athugað, j þarf ekki að koma á óvart, að j Ástralía hefur fram til þessa j ekki fóstrað nein stórskáld. Þaði eignast engin þjóð betri skáld en j hún á skilið. En þótt skáldskapur almennt hafi aldrei risið hátt í Ástraliu, hefur ördeyðan þó hvergi verið slík sem í leikbókmenntum. Það er ekki hægt að tala um neinar ástralskar leikbókmenntir nema síðasta áratuginn. Heimsókn Bretadrottningar 1953 varð til þess, að nokkrir efnamenn beittu sér fyrir stofnun þjóðleikhúss og í kjölfar þess myndaðist stétt manna sem hér eru kallaðir „list- snobbarar". Þetta er heimskulegt orð, því að einmitt þessir menn Ray Lawler höfundur Sautjándu brúðunnar er að ég held fyrsta skáld Ástralíu, sem vinnur sér heimsfrægð. Nú á dögum þurfa menn að vísu ekki að vera mikil skáld til að hljóta frægð, ef réttir menn standa á bak við þá. Frægð- in er nú orðin afrek auglýsinga- mannsins fremur en listarinnar. Ray Lawler hefur verið jöfnum höndum leikritaskáld, leikari og leikhússtjóri. Yrkisefni hans í þessu leikriti er líf lausamanna, sem vinna á búgörðunum og halda síðan með feng sinn til borgarinnar. í sautján ár hafa lausamennirnir Roo og Barney stundað uppskerustörf „fyrir norðan“ sjö mánuði í senn. Hin- um fimm er eytt í sambýli við vinkonur þeirra í Melboume. Höfundur velur persónur sínar á allt að því stærðfræðilegan hátt. Tveir karlmenn, sem eru andstæður en þó sömu tegundar, og tveir kvenmenn sem eru and- stæðar á svipaðan hátt. Roo, leik- inn af Jóni Sigurbjörnssyni er þrár og stoltur „foringi", eins konar Napóleon vinnuflokksins. Sú viðurkenning er honum fyrir öllu og bindur hunn flokknum. Og þegar yngri maður loks vinn- ur af honum foringjatignina er hann fús að hætta lausamennsk- unni. Jón gerir hlutverkinu prýðileg skil. Karlmennska hans og barnaleg alvara, skaphiti og þunglyndi, eru ‘ ’ 'alíi'1' éígmléikar, sem gera foringjann raunsanna persónu. Félaga Roos, Barney, leikur Róbert Arnfiiunsson. Þótt þessir tveir menn virðist á yfirborðinu svipaðir, eru þeir raunar hreinar andstæður. Roo lætur alltaf stjórnast af lífsreglum og ákveðn um siðferðishugmyndum. Barney stjórnast hins vegar eingöngu af löngunum sínum. Hann er hinn fæddi lausamaður, sem hvergi eirir til lengdar og fer frá einni konu til annarrar. Roo hins vegar kemur alltaf aftur til sömu kon- unnar. Barney hefur hvorki löng- un né getu til að vera foringi, en hann leggur kapp á að vera talinn mesta kvennagullið í hópn um. Róbert Arnfinnsson nær strax í byrjun meistaralegum tök um á þessari persónu og heldur þeim til leiksloka. Samleikur Róberts og Jóns er skemmtileg- ur og þróttmikill. Kvenpersónurnar í aðalhlut- verkunum eru andstæður eins og Roo og Barney. — Olive, leikin af Guðbjörgu Þorbjarnardóttur, stjórnast af sterkum tilfinningum sínum og lætur sig borgaralegar venjur engu skipta. Hún elskar Roo vegna þess að hann er frjáls og ófjötraður, vegna þess að hann kemur og fer. Þegar Roo sér að sér muni ekki auðnast að verða lengur foringi fyrir norð- an, ákveður hann að kvænast Olive og fá sér vinnu í bænum. En bónorð hans bindur enda á ástir hans og Olive. Með því hef- ur hann misst allt, sem henni þótti eftirsóknarverðast. Þegar Guðbjörg fyrst birtist, minnir hún dálítið á „frænkuna", en leikur hennar fer vaxandi og verður skínandi góður í leikslok. Pearl er leikin af Herdísi Þor- valdsdóttur. Pearl er daufgerð og hversdagsleg og vill láta stjórn ast af öllum gildandi siðareglum, annars líður henni illa. Hún er í raun og veru ekki að leita að karlmanni, heldur öryggi hjóna- bandsins. Þegar hún sér fram á, að Barney getur ekki orðið eiginmaður, er sambandi þeirra 'Strax slitið. Herdís reynir að gera þessari persón trúverðug skil og leikur hlutverkið á látlausan og fágaðan hátt og tekst að gera Pearl að hinni fullkomnu hvers- dagskonu. Nína Sve'insdóttir lék Emmu af fjöri og kátinu og gerði eins mikið úr hlutverkinu og hægt var. Brynja Benediktsdóttir er glæsileg ung leikkona og létt í hreyfingum, en framsögn henn- ar er óskóluð, blæbrigðalítil og ■stundum tilgerðarleg. Gunnar Eyjólfsson leikur Dowd hinn nýja foringja, sem tekur við af Roo. Gunnar er hörkugóður leikari og gerði hlutverkinu góð skil. Öryggi og riddaramennska hins sterka blandast f þessari per- sónu hömlum erfiðismannsins, sem mótast af átökum við óblíða náttúru. Vitanlega hefur Gunnar samt útlitið á móti sér. Hann sannfærir engan um, að hann hafi verið afkastamesta kempan við erfiðisvinnu í brennandi hita- beltissól, og enginn trúir því að hann hafi borið sigurorð af öll- um hraustmennunum fyrir norð- an. Leikstjórinn Baldvin HaMórsson hefur lagt alúð við verk sitt og unnið það samvizkusamlega. Mik il áherzla er lögð á listræna túlk- un og hóflega og óýkta meðferð efnisins. Leiktjöld Gunnars Býarnasonar voru hin smekkleg- ustu og í góðu samræmi við eðli leiksins. „Sautjánda brúðan“ er ekki stórbrotið verk, en það er vel frambærilegt bókmenntaverk. Það er að mínu áliti lofsvert, að Þjóðleikhúsið skuli gefa íslenzk- um leikhúsgestum kost á að kynnast og fylgjast með þvf sem g'erist í menningu fjarlægra þjóða, ekki sízt þar sem ný menning er að vakna. Gunnar Dal. Herdís Þorvaldsdóttir og Róbert Arnfinnsson, 4 T í M I N N, fimmtudagur 11. október 1962

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.