Tíminn - 11.10.1962, Blaðsíða 8

Tíminn - 11.10.1962, Blaðsíða 8
r Lárus Jónsson: Uppsaiabréf [ KOSNiNGAR I Nokkuð er nú um liðið síðan síðasta bréf hljóp af stokkun- um og mikig vatn hefur runn- ið til sjávar í Svíþjóð. Sumarið hefur verið með fádæmum kalt og rakt. Til vandræða hefur horft með uppskeru. Kornig er niðurbarið og þegar tekið að spíra í axinu. Hafrarnir standa fagurgrænir og hálfþroskaðir, þótt september og venjulegur uppskerutími sé úti. Óhemju magn af heyi hefur eyðilagzt vegna óþurrka. Bændur eiga órólega og áhyggjufulla daga. En þag eru fleiri, sem hafa orðið fyrir búsifjum vegna ó- þurrka. Á nokkuð takmörkuðu svæði rétt sunnan við Stokk- hólm rigndi ca. 104 mm á ein- um sólarhring. Afleiðingin varg sú, að langur kafli úr Erópu- vegi nr. 4 hvarf, og hver sem til náði greip sér bát og árar og réri lífróður um göturnar að bjarga nágrönnunum og því lausafé, sem hættast var við skemmdum, því fjöldi húsa varð umflotinn og kjallarar fylltust og menn óðu í hné á stofugólfinu. Scania Vabis verk smiðjurnar urðu að fá kafara til þess að fara í lagerinn, því öðrum var ekki fært. KOSNINGAR Það er sitthvað fleira frétt- næmt sem hefur gerzt og má þar helzt nefna kosningar til sveitastjórna og sýslunefnda (landstrng). Niðurstaðan er nú alkunn. Socialdemókratar unnu mikinn sigur. Hægri menn töp uðu, frjálslyndir stöðvuðu það hrun, sem hótaði við síðustu kosningar og Miðflokkurinn hélt í stórum dráttum velli. Kommúnistar töpuðu nokkru. Sigur sósíalista (og ósigur hægrimanna) varð í fulltrúa- tölu reiknaður nokkuð minni, þegar öll kurl komu til grafar en fyrstu niðurstöður gáfu til kynna. Þetta kom til af því, að utankjörstaðakosning fór hér að mestu fram á kjördag á póst húsum, sem síðan senda at- kvæðin á áfangastað. Það tekur því hálfan mánuð að fá lokaniðurstöður. Sú regla er nokkuð undantekningalaus að hægri menn fá mest af póst- atkvæðunum, því hafa þau oft orðið til þess að bjarga sætum, sem virtust töpuð eftir bráða- birgðatalningu. Þetta er Þó til tölulega þýðingarlítið og breyt- ir engu um að sósíalistar juku fylgi sitt til mikilla muna og hafa nú fullan helming kjós- enda á bak vig sig, og að hægri menn töpuðu um 25% af sínu fylgi miðað við síðustu sveita- stjórnarkosningar. Miklu af því tapaði flokkurinn vig síðustu kosningar til neðri deildar þingsins fyrir tveimur árum en hrunið hélt áfram. Það var ekki betur séð, en að kosningaúrslitin kæmu mönn- um á óvart. Skoðanakönnunin í upphafi kosningabaráttunnar sýndi mikinn sigur fyrir hægri flokkinn og sósíalistar virtust tæpast þora að vona að halda sínum góða hlut frá þingkosn ingunum árið 1960. Eg verð þó hér að skjóta inn í nokkru sjálfshóli. Því meira sem leið að kosningum því ákveðnara spáði ég sigri sósíalista, ein- faldlega af því að mér fannst stjórnarandstæðingar lítið sann færandi í áróðri sínum og í mörgum atvikum var áróður þeirra falskur og tvísaga. Eg varð sannspár, hvort sem ástæð urnar eru þær sem ég nefndi eða aðrar. Annars eru að sjálfsögðu all margar kenningar á lofti um á- stæðurnar. Ein býsna athyglis verð athugun gerðist á Per- Albins-árunum fyrir 1940. Ég hygg að það hafi verið árið 1936, sem sósíalistar unnu sinn stóra sigur, en í næstu kosn- ingum 1938 juku þeir enn fylgi sitt, menn vildu meina að hér væri um ölduhreyfingu að ræða og eftir hagstæðar kosningar fylgi enn þá hagstæðari. Athyglisvert er, að sósíalistar fá alla jafna hlutfallslega meira af ungum kjósendum en eldri. Þetta er athyglisvert með hliðsjón af þeirri staðreynd, að sósíalistar hafa stjórnað Sví þjóð samfleytt í 30 ár og unnið mikið starf í að skapa félags- legt öryggi og að þeir sem nú kjósa í fyrsta sinn hafa ekki hugmynd um hvað atvinnuleysi er. Maður skyldi ætla, að á- róður stjórnarandstæðinga um meira athafnafrelsi og betra líf félli í góðan jarðveg hér. Svo er ekki og ef svo heldur áfram mega sósíalistar vera bjartsýnir um næstu framtíð, barnahópar stríðsáranna öðlast kosningarétt. Kosningabaráttan fór nú fram með nokkuð öðram hætti en áður. Minna var um fundahöld, en þeim mun meira um sjón- varps- og útvarpsumræður. — Þessar dagskrár voru með ýms um hætti. í útvarpi mættust flokkarnir tveir og tveir, einn frá hvorum, unz allir höfðu mætt öllum. Þessar ræ?Sur voru sjaldan skemmtilegar, enda ekki stórhöfðingjar, sem þar komu fram. í sjónvarpi fékk hver flokk- ur heilt kvöld, sem hófst með því að sýnd var kvikmynd, sem áróðursdeild flokksins hafði látið gera og sýndi hvað flokk- urinn vildi láta gera. Því næst var flokksformaðurinn spurður spjörunum úr af fjórum and- stæðingum, sínum frá hverjum flokki. Þessi kvöld voru hin at- hyglisverðustu, enda engir við- vaningar á sviðinu Langat- hyglisverðasta kvikmyndin var frá sósíalistum. Þeir tóku þrjú tímabil, eitt fyrir þeirra daga og svo daginn í dag og lögðu þá megináherzlu á' vankantana og gallana. Með þessu sögðu þeir ag svona var það. Þetta höfum við gert, en þetta eig- um við þó eftir að gera, og svo lauk myndinni með því að sýna hvernig þeir vildu halda á- fram að bæta þjóðfélagið. Síð- an þeir grein fyrir hvað þetta kostaði, og hvers vegna skatt- arnir væru svo háir. Þetta hafði óefað miklu já- kvæðari áhrif en hróp frjáls- lyndra „burt meg biðraðirnar, fleiri skóla. fleiri sjúkrahús, fleiri bústaði og lægri skatta.“ Fólk trúði því ekki að hægt mmmmmmmmm Eitt af kosningaspjöldum jafnaðarmanna, þar sem lögð var áherzla á að friður og öryggi skipti mestu, en hsegt er að tryggja það með óbreyttri utanríkisstefnu Svíþjóðar, sem ekki samrýmist aðild að EBE. — Myndin, esm fylgir, er af Tage Erlander, forsætisráðh. væri að gera meira fyrir minni kostnað og að steypa sér í skuld ir var sýnilega ekki vinsælt, en þá sagði Ohlin ef skattarnir lækka þá sparar fólkig meira en skattalækkuninni nemur!! Erlander svaraði því til að þetta væri auljós blekking, en þó þetta væri svo, þyrfti ríkið að taka lán og hingað til hefði það verið aðaláróðursefni stjórnar- andstæðinga að ríkið tæki lán. Þá svaraði Ohlin að munurinn á skattatillögum sósíalista og frjálslyndra væri hverfandi, og beit þar með í skottið á sjálf- um sér. — Þetta er auðvitað býsna einföld mynd af löngum og margþvældum umræðum en hún er sönn svo langt sem hún nær. Hvað veldur því að frjáls- lyndir eiga svo erfitt með að móta gagnboð gegn pólitík sósíalista? Ein ástæða er aug- ljóslega sú, ag stefna sósíalista í dag minnir meira á þann sósíallíberalisma, sem Bertil Ohlin átti svo mikinn þátt í að byggja upp árin fyrir stríðið en á hinn gamla dagmatíska sósíalisma. Samtímis hafa frjáls lyndir komizt meira og meira til hægri í samstarfsleit og kannski í leit að mótvægi móti þeim liberalsósíalisma sem sósíalistar bjóða nú upp á. Kosningabará.ttan hófst með nánu samstarfi milli áróðurs hægri og frjálslyndra. Miðflokk urinn fékk ekki að vera með, heldur fékk hann sinn hlut af skömmunum. ásamt sósíalist- um, var jafnvel kallaður hækja stjórnarinnar. Þessu svaraði Hedlund með því að tala um Sameinuðu hægriflokkana. — Augljóst er að eftir Því sem leið á kosningabaráttuna sáu frjálslyndir fram á að hið nána samband við hægri menn væri óholt lýðhylli þeirra og í loka- útvarpsumræðunum lögðu þeir mikla áherzlu á að sýna fram á skoðanamun milli sín og hægri manna. Hægri menn aftur á móti komu fram í nýjum búningi, með nýjan formann. Hann virt- ist reyna að móta frjálslyndari stefnu en fyrirrennari hans féll á 1960. En eftir því sem leið á kosningabaráttuna þving aðist hann til þess að taka af- stöðu til hinnar eldri stefnu og lýsti því þá yfir að hægri flokk urinn og hægri stefnan væri ó- breytt. Að sinni yrði þó ekki hreyft við styrk með fyrsta barni, stefnuskráratriði sem var aðaluppistaðan í baráttunni 1960. Gunnari Heckscher tókst ekki að stöðva flóttann og kosn ingaúrslitin hljóta að skoðast sem persónulegur ósigur, mikið bitur og alvarlegur ósigur. LÓÐAMÁL. Skömmu fyrir kosningar birtu sósíalistar drög að stefnuskrá, drög, sem skulu vera til um- ræðna í flokksfélögum og hljóta afgreiðslu á flokksþingi árið 1964. í þessari stefnuskrá er kveðið svo á að sveitastjórnir þurfi að fá aukihn rétt til eignar- náms í þeim tilgangi að hindra okur og óeðlilegan gróða í lóða braski. Hér þóttust hinir þrír borgara legu flokkar hafa fundið annan punkt. sem allir vildu þrýsta á. Þeir hófu upp raustina og hrópuðu: Stjórnin ætlar að taka lóðablettina af villueigend um. Hér er hætta á ferðum! Þetta stóg að vísu hvergi í stefnuskráruppkastinu. Því svör 'iðu stjórnarandstæðingar. að það stæði hvergi ag Það væri ekki meiningin. Það dugði ekki að sósíalistar bentu á að fyrir nokkrum árum skiluðu Þeir séráliti í þingnefnd, þar sem þeir undanskildu einmitt villu eigendur, meðan hinir borgara legu vildu ekki gera slíka und anþágu. Stjórnarandstæðingar börðu hausnum við steininn. Aðspurðir hvort þeir teldu þörf á að hindra lóðabrask svöruðu frjálslyndir já, hinir fóru und an í flæmingi. En hvernig frjálslyndir vildu koma í veg fyrir braskið, vitum við ekki enn, en ef að líkum lætur munu þeir við síðari kosningar eigna sér heiðurinn af þeim laga- breytingum sem sósíalistar berja í gegn á þessu sviði. Það er þeirra ógæfa. Það er eins og manni finnist á stundum, að stjórnarskipti séu frjálslynd um takmark í sjálfu sér frem- ur en leið til bættra stjórnar- hátta. UTANRÍKISMÁL EBE og utanríkismálin voru mikið hitamál í kosningunum. Löngu áður en kosningabarátt an eiginlega hófst, tóku að sjást, einkum frá hægri mönn um, yfirlýsingar um að ef Sví- ar kæmu ekki með í EBE myndu raddir um endurskoðun utanríkisstefnu Svía vinna í styrkleik. Þetta kölluðu sósíal- istar og miðflokksmenn að vilja verzla með hlutleysið, Því var harðlega neitað. Hlutleysið skyldi varið til síðasta manns, en samt var sjálfstæði ein- stakra þjóða gamaldags og ó- eðlilegt (Den nationella suver anitatens tid ar förbi). Sannast sagna var ógerlegt að átta sig á raunverulegri stefnu frjáls- lyndra og hægri manna í utan- ríkismálum, en þeir reyndu að gefa í skyn' jákvæðari afstöðu til EBE en sósíalistar og þó einkum Miðflokksmenn, sem mega teljast neikvæðastir. Þó er þess ag gæta, að sósíalistar eru varla einhuga í málinu. Það er margt fleira hægt að segja um Þessar kosningar og þessa kosningabará.ttu, en ein- hvers staðar verður að láta staðar numið. Þeir sitja nú félagar og sleikja sárin. Til Þess hafa þeir fyllstu ástæðu, því kosningarn ar styrkja aðstöðu stjórnarinn- ar í ríkisþinginu, ekki bara sið- ferðislega, heldur og atkvæða- lega, því sýslunefndir (lands- ting) kjósa menn til setu í efri deild ríkisþingsins. Fyrir kosn ingar var aðstaðan sú að stjórn in var í minni hluta í neðri deild, það verður óbreytt. í efri deild hafði hún hreinan meiri- hluta og í sameinuðu þingi, sem fjallar um viss mál, a.m.k. sum hljóta mismunandi afgreiðslu í deildum; þar hafa kommún- istar haft úrslitaatkvæði. Nú eykst meirihlutinn í efri deild inni svo að á.rið 1964 þegar á- hrifa kosninganna fer að gæta, fá sósíalistar hreinan meirihluta i sameinuðu þingi og verða óháðir kommúnistum. Hinir sigruðu kenna hvor öðrum um. 8 T f M I N N, fimmtudagur 11. október 1962

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.