Tíminn - 11.10.1962, Blaðsíða 9

Tíminn - 11.10.1962, Blaðsíða 9
—hcjww—wwtWfc mmm Hendist um hnöttinn og kennir Margir veittu athygli auglýs- ingu í Reykjavíkurblöðunum fyrir fáum árum, þar sem boð- ið var að kenna vélritun á 7 klukkustundum og spaensku á tíu. Nú eru þessar auglýsingar aftur farnar að birtast i blöð- unum hér í bæ. Okkur langar til að vita nánari deili á þessu og srkreppum á fund kennarans, sem hlýtur að vera frá Vestur- heimi, sem og reynist vera. Það er roskin kona, Ethel MacNair að nafni, magister frá Colum- bia-háskóla. Og það kemur upp úr kafinu, að hún hefur lengst af verið á ferð um heimaálfu sína og nnöttinn allan í 20 ár — og kennt á ritvél. Margir trúa þessu ekki — Hvernig stendur á því, að þér b.ióðizt til að kenna fólki á ritvél á 7 klukkustundum, er þgð hægt, hafið þér sjálf fund ið upp aðferðina? — Það er nú meinið, að þeir eru svo margir, sem ekki trúa því, að hægt sé að læra vél- ritun á 7 tímum. Ýmsir, sem langar til að læra vélritun með fljótum hætti, skella samt skollaeyrum við að koma í tíma til mín, af því að þeir halda, að þetta sé tóm vitleysa. skyldi finna upp auðveldari að- ferð til að læra vélritun, og það er einmitt hún, sem ég kenni eftir. Einnig held ég tiu stunda námskeið í spænsku. Enginn lærir tungumál að neinu ráði á þeim tíma, en eft- ir þessari aðferð ættu þó flest- ir að geta bjargað sér í al- gengu talmáli. ísland gerólíkt Norðurlöndum — Og yður fannst ómaksins vert að koma til íslands að kenna vélritun á 7 tímum? — Eg kom hingað aðallega af því að ég hef svo óstjórnlega gaman af að ferðast, fékk bakt- eríuna fyrir nálega 30 árum. Og síðustu 20 árin hef ég verið að flakka um hnöttinn fram og aftur. Fyrir fjórum árum, þeg- ar ég hafði ferðazt um fjölda mörg lönd kom ég til Skotlands í fyrsta sinn, enda þótt ég ætti ættir að rekja til Skota. Eg er nefnilega skozk-írsk-ensk að ætterni. Nú, þegar ég var stödd í Edinborg, frétti ég að ís- lenzka skipinu Gullfossi, sem þá var statt í höfninni í Leith. og var á heimleið. Eg bað þeg- ar um far til íslands, en var sagt, að allt farþegarými væri yfirfullt. Eg sagðist ekki gera Ethel Alvansdóttir. Ljósm.: TÍMNN—RE. á ritvél á sjö tímiim Á hinn bóginn á ég fjölda bréfa frá nemendum mínum, þar sem þeir þakka mér fyrir að hafa komið þeim svo fljótt nið- ur í vélritun, sem hafi hjálp- að þeim til að fá vinnu skömmu eftir námskeiðið. Gat varla lært vélritun — fann nýja aðferð — Er langt síðan þér hófuð þessa kennslu? — Síðan eru um tuttugu ár. Annar hefði enginn af mínu fólki gizkað á það, að ég ætti eftir að kenna vélritun. Á skóla árum mínum, meðan ég enn var kornung, fór ég að læra skrifstofustörf og þar á meðai vélritun. En mér reyndist svo ólýsanlega erfitt að læra þetta. einkum vélritunina, að ég gekk oft grátandi út og hélt þetta mundi aldrei takast. Fólkið mitt spurði, hvers vegna i ósköpunum ég léti þetta ekki eiga sig og sneri mér að öðru. En ég ákvað að læra þetta, svo að ég ætti hægara með að vinna fyrir mér, og hætti ekki fyrr en það loks tókst. Þeg- er þessi kvöl var á enda, strengdi ég þess heit, að ég harðar kröfur og þrábað þá um að fá að fljóta með. Þeir sögðu þá, að ég yrði að gera mér að góðu að vera á dekki. Ekki lét ég það aftra mér, og reyndar fékk ég þak yfir höf- uðið á leiðinni. Svo kom ég hingað í fyrsta sinn, var hér í Reykjavík mánaðartím’a, bjó á Stúdentagarðinum og kenndi vélritun og spænsku. Þá gaf ég mér ekki tíma til að ferð- ast neitt um landið, en ákvað að koma hingað aftur áður en langt um liði og kynnast land- inu betur. Og hingað kom ég svo aftur fyrir mánuði. Þá fór ég strax norður, austur á firði og til Vestmannaeyja. Eg get sagt með sanni, að ísland er gerólíkt Norðurlöndum. Það er einstakt í sinni röð. Einna helzt minnir það mig á Alaska. Sortnaði fyrir augum á Oddsskarði — Hvað er yður minnisstæð- ast úr ferðinni um landið? — Það er margt sem ég man lengi. ísland er stórkostlegt. Eg kom til Akureyrar og fékk að gista í Menntaskólanum. Ak- ureyri er stórfallegur bær Ee hélt áfram með áætlunarbíln- um austur á land, fannst við vera komin á aðra stjörnu, þeg ar við fórum um Námaskarð. Lengst stanzaði ég í Neskaup- stað, var þar í tíu daga, aug- lýsti þar námskeið, en þar vildi helzt enginn trúa því, að hægt væri að læra vélritun á 7 tím um. Á Norðfirði fannst mér svo nauðalíkt og í Alaska, bæði bærinn, landið og fólkið. Ann ars hef ég sjaldan orðið eins hrædd í bíl og þegar við fór um yfir Oddsskarð. Það er víst hæsti fjallvegur á íslandi, og því get ég trúað. Þegar upp á fjallið kom, var hengiflug fyr ir neðan. Mér sortnaði fyrir augum. Það var lítil telpa í áætlunarbílnum. Mér varð lit- ið á hana. aumingja litla skinn ið varð svo hrædd að hún greip höndunum fyrir andlit- ið. Eg >-ar bara ekkert betri og gerði bað sama og hún. Það var mikil) léttir fyrir okkur báðar, þagar við komum aftur niður á láglendið. Langar á vertíð í Eyjum — Hver var svo næsti áfangi eftir dvölina í Npskaupstað’ BKSC IIIB II—llll — Þaðan fór ég með strand- ferðaskipinu til Vestmanna- eyja. Eg var þar í þrjár vikur og er ákveðin að fara þangað aftur. Bæði er nú það, að þar fékk ég mest að gera við kennslu, fékk marga nemend- ur, og ein stúlkan varð svo himinlifandi með árangurinn eftir vélntunarnámskeiðið, og svo má ég til að fara aftur til Eyja, þegar fiskvertíðin stend- ur yfir. Eg held ég láti það ekki bregðast að koma til ís- lands og fara þá á vertíð í Eyj- um, er vtss um að geta tekið til hendi í fiskinum. Satt að segja ætla ég að kaupa mér farmiða 'ram og aftur með Loft leiðum. þegar ég fer heim til Bandarík]anna i haust. Hann gildir í eitt ár, og þar af leið- andi kem ég hingað aftur inn- an árs. Nýtízku borg í Lapplandi. — Þér sögðuð áðan, að ís- land væri ólíkt Norðurlöndun- um. Hafið þér kynnzt þeim að ráði? — Eg kom þangað í sumar, kom hingað með flugvél frá Stokkhólmi En fyrr í sumar llaug ég með franskri þom fra Anchorage í Alaska til Ham- borgar. Ferðinni var heitið til nyrztu héraða á Norðurlönd- um, fyrst og fremst til að heim- sækja Lappa. Þangað fór ég og varð furðu lostin. þegar ég kom í borgina þeirra, Rovani- emie. Það var ákaflega ein- kennilegt að vera þarna meðai þessarar frumstæðu þjóðar í einhverri nýtízkulegustu borg, sem hugsazt getur. Hún stend- ur á líkri breiddargráðu og borgir Alaska. en ekki eru þær sambærilegar við Rovanieme. Borgin varð hart úti í.stríðinu, fjöldi húsanna var lagður í rústir, og síðan var borgin endurbyggð, og þar getur að líta einhver fallegustu nútima- hús á byggðu bóli, enda eru teikningar margra þeirra eftir hinn fræga finnska arkitekt Aalto. Mikið óskaplega var gaman að kynnast Löppunum. lifnaðarháttum þeirra, skoða búninga þeirra, horfa á þá og hreindýrin. Mig langaði sem sé til að bera saman þessa staði og þá á sömu breiddargráðu i Alaska, og ég varð ekki fyrir vonbrigðum. Þaðan fór ég yfir Nord Kap, síðan á báti til Berg- en og svo með lest til Osló. Þetta var sannarlega ógleyman- leg ferð. Svo hélt ég til Stokk- hólms, aðallega til að skoða gröf Dag Hammarskjölds. Es dái svo mikið þann mann fyrir starf hans í þágu friðarins í heiminum. hann lét líf sitt fvr _ ir friðinn. Hann var jarðsett- ur í ættargrafreit, og mikið varð ég hissa, þegar ég sá að gröf hans var alveg eins og grafir hinna ættingjanna. Það er ekki hægt að þekkja hana á öðgu en nafninu einu. Samt varð ég hrifin af þessu, af því að það iýsti svo mikilli hæ- versku aðstandenda, eins og maðurinn sjálfur var. Þetta er skammt frá Uppsölum, háskóla- bænum litla, þar er alveg ein- stakt andrúmsloft gamallar menningar. — Þér hafið minnzt nokkrum sinnum á Alaska. Er það heima ríki yðar? — Nei, og til skamms tíma var það heldur ekkert ríki, að- eins hjálenda Bandaríkjanna. En mikið var ég stolt, þegar Alaska komst í ríkjatölu Banda ríkjanna. Eg fæddist hins veg- ar á austurströndinni, í Pennsylvaníu. En ég hef tekið alveg sérstakri tryggð við Al- aska, held mér þyki engu minna vænt um Það en fæðing arríki mitt. Sú var tíð, að lönd um mínum fannst ekki mikið til Alaska koma. Á hinn bóginn eru Alaskabúar ekki með neina minnimáttarkennd. síður en svo, þeir vita óskön vel af því. að ríkið Þeirra er stærst allra Bandarlkjanna. Þar er algengt að komast svona að orði: Mr and Mrs. .Tohnson. are going down to the smaller states“ (Nú er Jón Jónsson að fara með konu sinni niður í minni ríkin). En blaðamenn í Alaska orða það dálítið öðru vísi. Þeir segja: „They are going to the lower 48“ (Þeir eru að fara í lægri 48). Það er alkunna, að Bandaríkin keyptu Alaska af Rússuni fyrir einar 7 milljónir dollara. og það þótti slík dæma laus óráðsía og vitleysa, áð þetta land gekk lengi undir uppnefninu Stewarts Folly (axarskaft Stewarts). En þær raddir þögnuðu áður en langt leið, að ég tali ekki um, að á binum síðustu timum kærði sig víst enginn um að Rússar sætu þar nú, svona rétt við hæjardyrnar hjá okkur. Landlð fFr^mhald á 12 siðuT ■MMBmnannMB X í M I N N, fimmtudagur 11. október 1962 9

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.