Tíminn - 13.10.1962, Blaðsíða 5

Tíminn - 13.10.1962, Blaðsíða 5
Skotinn, sem hdf að þjálfa Isiendinga fyrir 25 árum Það má telja fullvíst, að flestir íslenzkir knattspyrnu- menn kannist við hann — Mus'do McDougal heitir hann, og er skozkur að þjóðerni. Murdo er knattspyrnumönn- um okkar að góðu kunnur — h?nn hefur aðallega þjálfað hjá Val, þau ár sem hann hef- ur dvalizt hérlendis. — Og það var einmitt hann, sem átti stærstan þáttinn í því, að gera Albert Guðmundsson, að því stórveldi er hann varð í knatt- spyrnuheiminum. Um þessar mundir eru liðin 25 ár s'íffan Murdo kom hingaff til lands í fyrsta sinn og í tilefni þess hittum við Murdo á æfingu hjá jngri flokkum Vals, umkringdan stórum hóp rtrengja, sem tóku þátt í æfingunni af lífi og sál, og rædd- um lítillegá við hann um dvöl bans á íslandi. — Hver var ástæðan fyrir því, rð þú komst til íslands? — Árið 1937 var ég staifandi fyrir Glasgow Education Author- it.y, sem er nokkurs konar fræðslu- ráð, er sér um að útvega íþrótta- ’.kennara til ýmissa félaga og sam- ISLANDSMEISTARAR VALS 1962 í 5. flolcki. Talið frá vinítrí. Aftari röð: Þórarinn Eyþórsson þjálfari, Jóhannes Mixon, Knútur Sigmarsson, Guðjón Magnússon, Arthur Boilason, Sigurður Karl Páls son Mordo McDougall, þjálf arí. — Fremri röð: Sveinn Úlfarsson, Guðmundur Helga son, Sigurjón Tryggvason, Helgi Hreiðarsson, Sverrir Murdo McDougal hefur kennt íslenzkum strák- um knattspyrnu meira og mínna í 25 ár og hefur nú ráðið sig til Knattspyrnufélags Reykjavíkur taka á Skotlandi. Eg kenndi þá I aðallega knattspyrnu, en það var þó ýmislegt annaff sem ég kenndi, m.a. kom oft fyrir, að ég var lát- inn kenna hnefaleika og leikfimi í skólum. Faðir séra Róberts Jaeks var þá nýkominn frá íslandi, þar sem hann fylgdist vel með knatt- spyrnumálunum. — Hann sagði mér, að íslenzk knattspyrnufélög hefðu mikinn áhuga á að fá erlend an þjálfara til sín, og hann hvatti mig eindregið til að skreppa í sum arleyfi mínu til íslands, og þjálfa þar í smátima. — Og það varff úr, að ég fór norður til íslands fyrir milligöngu hans, og var ráðinn þjálfari hjá Val í 2 mánuði. Þessir tveir mánuðir urðu þó að tveim árum, því ég fór ekki út aftur fyrr en í stríðsbyrjun. — Þú hefur kynnzt Albert Guð- mundssyni á þessum tíma? — Já ég kynntist Alberti þá fyrst, hann var þá aðeins drengur, drengur sem ég sá, að vildi læra, j og hann var óvenju viljasterkur. Á næstum hverjum morgni, bank aði Albert á dyrnar hjá mér, og_ við fórum saman út á völl, til að æfa. Aðeins með slíkum vilja- krafti verða menn góðir og ná j langt í íþrótt sinni — Albert er: sönn fyrirrnynd allra ungra: drengja sem æfa knattspyrnu í dag. Síðar meir kom Albert til mín, þegar hann fór til náms á Eng- lfndi. Eg þ.ekkti getu hans, og tal- aði viff framkvæmdastjóra Glasgow Rangers — það fór svo, að Albert lék sem áhugamaður með liðinu, en betta var f.vrsta at- vinnumannaliðið sem hann lék með. — Þú hefur líklega sjálfur leik- ið meff skozkum liðum? — Já, ég lék sem atvinnumaður með juniorliði Glasgow Rangers, og reyndar mörgum fleirum — en ég átti við slæm meiðsli í ökla að stríða, og varð að draga mig út úr allri keppni. — Þú hefur fariff til íslands fljótlega aftur? — Já, árin 1947—49 þjálfaði ég hér, annað árið með Fram, og hitt með Val. Síðan fór ég aftur út, og kom ekki til íslands aftur fyrr en 1958 — þá fyrir milligöngu Alberts, er bað mig að aðstoða við þjálfun i Hafnarfirði. Aftur til Vals fór ég svo 1960, og hef verið þar síðan. — Hvaða munur finnst þér vera á íslenzkri knattspyrnu eins og hún er leikin í dag, og þeirri er þú manst eftir fyrst? — Leikmennirnir í dag eru miklu leiknari — en það er ekki allt, allan hraða vantar, og að geta leikið knettinum strax. Það er ef- fil^vtTf'skrýtið, en knatt- spyrnan eins og ég man eftir henni fyrst, var betur leikin. Þú manst eftir Þórólfi Beck, áður en hann fór út til Skotlands. Hann var leikinn, en vantaffi kraftinn og hraðann. — Hann hefur lagazt mikið síðan, það sáum við bezt í leíknum á móti írum í sumar. — Þið ættuð að senda íslenzka knat,t- spyrnumenn til Englands og láta þá læra góða knattspyrnu. — Gerirðu þér vonir um að finna annan Albert hér á íslandi? —. Eg. veit ekki.-hvaa Ségja s-kal — kannski og kannski ekki. Ag- inn meðal unglinga er ekki eins mikill og áður var. — Efnin eru vissulega mörg, en of mikillar þreytu gætir vegna skemmtana og svefnleysis, að ég held — ungl- ingunum ber að temja sér meiri siálfsaga. — Er það nokkuð eitt, öðru fremur, sem dregið hefur þig að íslandi? — Ekki vil ég segja það — mér hefur líkað vel við ísland, hér hef eg eignazt marga góða vini og mér finnst gaman að starfa með drengj unum. Svona hefur mest allt líf mitt verið, ég vil ekki binda mig, heldur geta ferðast á milli, til að geta komið aftur. — Og verkefnin framundan? — Eg er nýbúinn að ráða mig sem þjálfara hjá KR, og mun verða hjá þeim a.m.k. næsta ár — hitt er óráðið. Flokkar þeir sem Murdo hefur þjálfað hjá Val í sumar, hafa verið n;jög sigursælir, og a.m.k. 7—8 oót unnizt. — Það er því ástæða til að ætla, að KR-ingar séu heppn ír að fá Murdo til að starfa hjá sér, en þjálfaraskorturinn hefur verið t’lfinnanlegur hjá KR-ingum í yngri flokkunum að undanförnu. — alf. T í M I N N, laugardagurinn 13. októbcr 1962 KR — Ákur- eyri í dag í dag fer fram á Melavellinum í Reykjavík, knattspyrnuleikur, sem margir bíða eftir með mikilli eftirvæntingu. Þá leika KR og Ak- ureyri í undanúrslitum bikar- keppninnar — þessi tvö lið, sem af flestum eru í dag talin beztu knatt spyrnulið okkar, þótt þau hafi ekki hlotið hinn eftirsóknarverffa j íslandsmeistaratitil f sumar. ! Leikurinn hefst klukkan fjögur og hafa bæð lið á að skipa sínum | beztu mönnum, eftir því, sem blaðið frétti í gær. Akureyri verð ur meff sama lið og sigraði Skaga menn svo eftirminnilega á dögun um — og hjá KR eru allir beztu leikmennirnir heilir, en liðsskip- an kann eitthvað að breytast frá því sem venjulegt er. Búast má jvið mjög skemmtilegum leik og lef að líkum lætur jöfnum. 5 í" X Íf ííV:::5:.. .' sf" ■ wmsmm | ÍÞRDTTIR IQ ; . , MTSTJORI HALLUR SIMONARSON

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.