Tíminn - 13.10.1962, Blaðsíða 6

Tíminn - 13.10.1962, Blaðsíða 6
ÞiNGFRÉTTiR ÞINGFRETTIR Sparif járf rystingunni veröi hætt og vextir lækkaðir tii fyrra horfs í gær lögftu allir þing- menn Framsóknarflokks- ins í ne<$ri deild, 11 a<$ tölu, fram frumvarp til laga um breytingu á lög- um nr. 4 frá 20. feb. 1960 um efnahagsmál. Þing- mennirnir eru Eysteinn Jónsson, Jón Skaftason, Halldór Ásgrímsson, Hall- dór E. Sigurftsson, Björn Fr. Björnsson, Ágúst Þor- valdsson, Ingvar Gísla- son, Gísli Gu<$mundsson, Skúli Gu<$mundsson, Björn Pálsson og Þórar- inn Þórarinsson. Fjallar írumvarpiÖ um þaS, a<$ hætt verí$i at$ draga spari fé Iandsmanna úr umfer<$ til frystingar í SeÖIabank anum úr sparisjóSum, inn lánsdeildum kaupfélaga og vítSskiptabönkum og enn fremur aft vextir veríi færíir í þa'8 horf, sem þeir voru í áíSur en „vi<S- reisnin“ svokaIla<$a hófst. 1 greinargerð, sem frumvarpinu fylgir, segir svo: „Einn þáttur stjórnarstefnunn- ar síðan 1960 er innilokunsparifjár í Seðlabankanum og gífurleg hækkun vaxta. Jafnframt hafa lán úr Seðlabankanum út á af- urðir verið minnkuð mikið. Frysta spariféð í Seðlabankan- um, sem haldið hefur verið frá umferð, nam 428 milljónum króna 1. ágúst og nálgast því 500 millj- ónir. En auk þess eru afurðalánin stórkostlega dregin saman. Allt þetta fjármagn er dregið úr þeirri umferð, sem það ella væri í, jafnhliða því sem dýrtíðin hefur verið mögnuð með endur- teknum gengislækkunum og nýj- um stórfelldum tollaálögum. Fer þó fjarri, að öll áhrif síðari geng- islækkunarinnar (1961) á vöxt dýrtíðarinnar séu komin fram. Dýrtíð samfara sparifjár- frystingu Sú stefna ríkisstjórnarinnar, að magna dýrtíðina og draga jafn- framt inn sparifé til frystingar, jafnhliða því sem afurðalán eru minnkuð, veldur almenningi ó- fyrixsynju stórfelldum erfiðleik- um við nauðsynlega uppbyggingu og atvinnurekstur. Hafa þessar ráðstafanir alveg tvímælalaust haft áhrif í þá átt að draga úr framleiðslu frá því, sem ella hefði orðið, og ráðstöfunum til uppbygg ingar og aukinnar framleiðni. Stórfelldar nýjar ráðstafanir til uppbyggingar og aukinnar fram- leiðslu og framleiðni eru nú helzta leiðin til lausnar á þeim erfiðleikum, sem dýrtíðar- og kjaraskerðingarstefna rikisstjórn- arinnar hefur bakað öllum almenn j ingi. I eðlilegri umferð Verður þá að hverfa frá þeirri stefnu að leggja spariféð dautt í bankakerfið og taka það úr um- ferð, en snúa aftur inn á þá braut sem bezt hefur gefizt: að hafa það fjármagn í eðlilegri umferð, sem í landinu myndast. Mun það þá sýna sig sem fyrr, hverju at- orkumikið ráðdeildarfólk fær á- orkað, ef því er trúað fyrir pen- ingum. Enn fremur ber brýna nauðsyn til að hverfa frá vaxtaokrinu á rekstrarlánum og taka upp aftur lægri vexti á stofnlánum til upp- byggingar á vegum almennings. Gera verður ráðstafanir til að styðja einstaklingsframtak og fé- lagsframtak hinna mörgu, sem vilja bjarga sér og vera efnalega sjálfstæðir, — nota í því skyni hiklaust það fjármagn, sem mynd ast í landinu. Það verður að snúa við og taka á ný að styðja upp- byggingu einstaklinga, almanna- félaga og byggðarlaga með fram- kvæmd eðlilegrar og heilbrigðrar lána- og vaxtastefnu, 1 stað þess Frumvarp þingmanna Framsóknarflokksins um af- nám sparifjárfrysíingar og lækkun vaxta lagt fram á alþingi í gær að leggja stein í götu þessara aðila, eins og nú er gert, m.a. með innilokun sparifjár og vaxtaokri, og jafnvel skattheimtu frá at- vinnuvegunum í lán handa þeim sjálfum. Þyrft'i að gera ráðstafanir til að beina eðlilegum hluta af spari fj'áraukningunni í liandinu til stuðuings þeim framkvæmdum og þe'irri uppbygigingu, sem mestu máli skáptir, — og ættu þær að koma í staðinn fyrir inni'lokun og frystingu sparifjáríns, sem nú er framkvæmd. Yrði þetta frumvarp samþykkt, myndi það knýja fram stefnubreyt ingu í lána- og vaxtamálum. Efni þess er: 1. Að færa vextina í það horf, sem þeir voru, áður en efna- hagsráðstafanir ríkisstjórnar- irnar voru gerðar. 2. Að hætt verði að draga sparifé landsmanna til frystingar inn í Seðlahiankann út úr sparisjóðun um, innl'ánsdeildum kaupfélag- anr.a og viðskiptabönku.nuin. Þessi aðferð er nú notuð til að þrengja að einstaklingum og at- vinnufyrirtækjum með tilbúnum lánsfjárskorti sem byggist á því að frysta hluta af sparifjáraukn- ingu landsmanna. Jafnframt því lætur ríkisstjórnin Seðlabankann lána miklu minna en áður út á verðmæti landbúnaðar og sjávar- afurða. Hefur þetta gengið svo langt, að Seðlabankinn er látinn lána sömu krónutölu út á sjávar- og landbúnaðarafurðir og áður, þrátt fyrir verðhækkanirnar, og þar að auki er bannað að lána hærri heildarfjárhæð út á land- búnaðarafurðir en áður, þótt framleiðslan aukist. Til þess að koma í veg fyrir að viðskiptabankar, sparisjóðir og kaupfélög geti greitt úr fyrir mönnum, er þess krafizt, að þess ar stofnanir skili til frystingar í Seðlabankanum verulegum hluta af öllum nýjum spariinnlögum og innlögum í innlánsdeildir. Þann- ig er sparifé landsmanna tekið úr Framh á 15. síðu HITA VEITA ÍBORGARNES Þissgsályklunartilisga pingmamia Vesturlandskiördæmis Þeir Halldór E. SigurSsson og Asgeir Bjarnason hafa bor- ið fram tillögu til þingsálykt- unar ásamt þeim Sigurði Ágústssyni, Jóni Árnasyni og Benedikt Gröndal um jarðhita rannsóknir og jarðhitaleit í Borgarf jarðarhéraði og athug- un á hitaveitu fyrir Borgar- nes. Tillagan er svohljóðandi: „Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að hlutast til um, að á vegum jarðhitasjóðs verði gerð rannsókn á jarðhitasvæðum Borg- arfjarðarhéraðs og víðtæk jarð- hitaleit gerð i héraðinu. l.eitin verði m.a. við það miðuð að at- huga möguleika á hitaveitu fyrir Borgarnes.“ f greinargerð með tillögunni segja flutningsmenn: Á síðasta þingi fluttum við þing- menn Vesturlandskjördæmis til- lögu þá til þingsályktunar, sem hér er nú endurflutt. Mjög var á starfstíma Alþingis liðið, er til- lagan kom á s.l. vetri, og mun það sennilega hafa verið ástæð'an til þes's, að hún hlaut þá ekki af- greiðslu, par sem hliðstæð mál hafa hlotið skilning hv. alþingis- manna. Svohljóðandi greinargerð fylgdi tillögu'nni, er hún var flutt á s.l. vetri: „í Borgarfjarðarhéraði er mik- ii; jarðhiti, svo sem kunnugt er. Notkun hans hefur farið vaxandi hin síðari ár. Nokkur hluti af skól- um héraðsins ei hitaður með jarð- hita, og miki] gróðurhúsafram- leiðsla á sér stað í héraðinu vegna jarðhitans. Mikill áhugi er fyrir því í Borgarfirði að auka notkun jarðhitans ig fá vitneskju um það. hversu víðtæk iarðhitasvæðin í héraðinu eru. Borgarnes er vaxandi kauptún, og áhugi er fyrir því þar að fá ÁSGEIR HALLDÓR rannsakað, hvorf jarðhiti er ekki svo nærri kauptúninu, að hag- kvæmt reynist að hagnýta hgnn til hitaveitu fynr Borgarnes. Nokkur ástæða er til að ætla, að svo sé, þar sem jarðhiti er vestur á Snæ- íellsnesi. að því er virðist í svip- aðii línu og jarðhiti í Borgarfjarð- arhéraði. Möguleikar og þekking til skipu lagðra jarðhitarannsókna og leit- ar eru nú mun meiri en fyrr og cðlilegt. að þetta verði eitt af fyrstu verkefnum jarðhitasjóðs." Þingstörf í gær í GÆR fór fram kosning í fastanefndir Alþingis. í fjárveitinganefnd voru þessir kjörnir: Af A-Iista: Guð- laugur Gíslason, Jón Árnason, Gunnar Gíslason, Birgir Finns- son og Kjartan J. Jóhannsson. Af B-Iista: Halldór E. Sigurðs- son, Halldór Ásgrímsson og Ingvar Gíslason og af C-Iista: Karl Guðjónsson. í utanríkismálanefnd voru kjörnir af A-lista: Gísli Jóns- son, Jóhann Hafstein, Bl"gir Kjaran og Emil Jónsson, af B- lista: Hermann Jónasson og Þórarinn Þórarinsson og af C- lista: Finnbogi Rútur \hldc marsson. — Til vara voru kjörn ir af A-lista: Bjarni Benedikts- son, Ólafur Thors, Gunnar Thoroddsen og Gylfi Þ. Gísla- son, af B-Iista: Eysteinn Jóns- son og Gísli Gu'ðmundssnn og af C-lista: Einar Olgeirsson. f allsherjarnefnd voru kjörn- ir: Pétur Sigurðsson, Bene- dikt Gröndal, Gísll Jónsson og Jónas Rafnar, af B-lista: Gfsli Guðmundsson og Björn Páls- son og af C-lista: Geir Gunn- arsson. f þingfararkaupsnefnd voru kjörnir af A-lista: Kjartan J. Jóhannsson, Einar Ingimund- arson og Eggert G. Þorsteins- son, af B-Iista: Halldór Ás- grímsson og af C-lista: Gunnar Jóhannsson. f fjárhagsnefnd Nd. voru kjörnir af A-lista: Birgir Kjar- an, Jóhann Hafstein og Sigurð ur Ingimundarson, af B-lista- Skúli Guðmundsson og af C iista: Lúðvík .Tósepsson. f san”*öngumálanefnd Nd. voru kjörnir af A-lista: Sig- urður Ágústsson. Jónas Péturs- son og Benedikt Gröndal, af B-lista: Björn Pálsson og af C-lista: Hannibal Valdemars- son. f landbúnaðarmálanefnd Nd, voru kjömir af A-lista: Gunnar Gíslason, Jónas Péturssnn og Benedikt Gröndal, af B-lista: Ágúst Þorvaldsson og af C-lista: Karl Gwðjónsson. f sjávarútvegsnefnd Nd. voru kjörnir af A-lista: Matthías Á. Matthiesen, Pétur Sigurðsson og Birgir Finnsson, af B-Iista: Gísli Guðmundsson og af C- lista: Geir Gunnarsson. f ið’naðarnefnd Nd. af A- lista: Jónas G. Rafnar. Matthi- as Matthiesen ng Sigurður Ingi mundarson, af B-Iista: Þórar- 'on Þórarinsson og af C-Iista: Eðvarð Sigurðsson. f heilbrigðis- ng félagsmáia- vcfnd Nd. af 4-lista: Gfsh' Tónsson. Guðlau«ur Gíslason. Birgir Finnsson. af B-Iista: Jó-’ Skaftason og af C-Iista: Hanni- hal Valdemarsson. f menntamálanefnd Nd. af A-lista: Ragnhildur Helgadótt- ir, Alfreð Gíslason og Benedikt Grnndal. af P- Rstn: Binrn Fr Björnsson og af C-Iista: Einar Olveirsson. f allsherjarnefnd Nd. af A- Iista: Einar Ingimundarson, Al- freð Gíslason og Sigurðlir Ingi mundarson, af B-Iista: Björn Fr. Björnsson og af C-Iista: Gunnar Jóhannsson. EFRI DEILD: í iðnaðarnefnd Ed. af A-Hsta: Magnús Jónsson, Kjartan J. .Tóhannsson, og Eggert G. Þor- steir.sson, af B-lista: Hermann Jórasson og Ásgeir Bjarnason f heilbrigðis- og félagsmáia- nefnd Ed. af A-lista: Kjartan T. Jóhannsson, Auður Auðunc og Tón Þorsteinsson, af B- Msta: Karl Kristjánsson og af Clista: Alfreji Gfslason. lækn ir. f menntamálanefnd Ed. af. 4-Iista: Auður Auðúns, Ólafur Biörnsson og Friðjnn Skarp- héðinsson, af B-Iicta- PáH Þor steinsson og af C-Iista: Finn- bo»i Rútur Valdemarsson. T nIIdllÞPIo-BnfDfí F4. ílf A' lista: Magnús Jónsson, Ólafur Björnsson og Friðjón Skarp- béðinsson, af B-lista: Ólafur Jó hannesson og af C-lista: Alfreð Gíslason. f fiárhagsnefnd Ed. af A- lista: Ólafur Björnsson, Magnús Jónsson og Jón Þorsteinsson, af B-lista: Karl Kristjánsson og af C-lista: Björn Jónsson. f samgöngumálanefnd Ed. af A-Iista: Bjartmar Guðmunds son. Jón Árnason og Jón Þor- steinsson, af B lista: Ólafnr Jó hannesson og Slgurvin Einars- son. f landbúnaðarnefnd Ed. af A Rsta: Rjorimnr Guðhuindsson. Sígurður Óli Ólason og Jón Þor '■♦einsson, af B-!ista: Ásgeir P.jarnason og Páll Þorsteins son. f sjávarútvegsnefnd Ed. af Alista: Jón Árnason. Kjartan J. Jóhannsson og Eggert G. Þorsteinsson, af B-lista: Sigur- vin Einarsson og af C-lista: Rjörn Jónsson. T í M I N N, laugardagurinn 13. október 1962 6

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.