Tíminn - 13.10.1962, Qupperneq 8

Tíminn - 13.10.1962, Qupperneq 8
Sjötíu og fimm ára Arni Tómasson, hreppstjdri SEXTUGUR Gunnar Vigfússon skrifstofustjóri, Selfossi Sextugur er í dag Gunnar Vig- fússon, skrifstofustjóri Kaupfélags Árnesinga á Selfossi, einn af elztu og þrautreyndustu starfsmönnum samvinnusamtakanna á Suður- landi, en hann átti fyrir nokkrum dögum 40 ára starfsafmæli hjá kaupfélögunum hér á Suðurlands undirlendinu. Hann réðst til Kaupfélags Hall- geirseyjar hínn 22. sept. 1922, þá r.ýútskrifaður úr Samvinnuskól- anum. Hjá því félagi starfaði hann þar til í nóvember 1936, er hann réðst til Kaupfélags Árnesinga, en þar hefur hann starfað síðan, lengst af sem skrifstofustjóri. Það er vist, að margir Sunn- lendingar munu senda honum hlýj ar kveðjur í dag, svo margvísleg, náin og góð kynni sem hann hefur átt við meginþorra þeirra manna er þar búa, og tekið hafa bæði beinan og óbeinan þátt í þeirri miklu uppbyggingu og framþró- un er orðið hefur síðustu áratug- ina. Óhætt er að fullyrða, að eigi sízt fyrir samtakamátt kaupfélag- anna og annarra samvinnusam- taka á Suðurlandi, sem og annars staðar, hafa þessar miklu fram- farir orðið mögulegar og almenn- ings eign. En samvinnustarfið hefur fyrst og fremst þróazt fyrir tilverknað og trúnað dugandi starfsmanna. Er á engan hallað þó sagt sé um Gunnar Vigfússon, að hann sé og hafi verið einn af þeim, sem þar ber hæst. Koma þar til fjölþættar gáfur, líkamlegt atgervi, þekking og trú á samvinnuhugsjóninni, | sem og traust skaphöfn, svo sem hann á kyn til. Gunnar er fæddur að Flögu í Skaftártungu 13. okt. 1902, sonur hjónanna Sigríðar Sveinsdóttur og Vigfúsar Gunnarssonar, bónda þar I og fyrrv. oddvita. Eru ættir þeirra svo kunnar að óþarft er að rekja þær hér. Gunnar ólst upp í for- eldrahúsum, varð snemma bráð- gjör, kynntist fljótt mönnum og málefnum í Vestur-Skaftafells- sýslu, því heimili hans stóð í þjóð- braut, þar sem fjölmenni bar að garð'i og jafnan ríkti greiðasemi og gestrisni í bezta lagi, sem og einnig er ríkur þáttur í fari Gunn- ars og hans systkina. 18 ára gamall settist Gunnar í Samvinnuskólann og lauk þaðan námi vorið 1922. Þá um haustið gekk hann í þjónustu kaupfélag-; anna, svo sem áður er greint. Gunn ar kvæntist árið 1928 Maríu Brynj ólfsdóttur frá Krosshjáleigu í Landeyjum. Þau eignuðust tvo syni, Karl Jóhann, nú í Vík í Mýrdal og Svein Pál, nú bónda á Flögu. Maríu konu sína missti Gunnar 1931. Síðar kvæntist hann Oddbjörgu Sæmundsdóttur frá Garðsauka, mestu myndar- og dugnaðar konu. Eiga þau nú fallegt heimili að Ár- veg 6 á Selfossi. Hægt er að' hugsa sér, að vinir og venzlamenn Gunnars Vigfús- sonar hefðu í dag heimsótt hann á höfuðból í víðfeðmri sveit. þar sem mót sjónum risu re;' ' ->ar byggingar, með miklum is- um og heygeymslu, en ,„.our lagðprúðra sauðfjárhjaiða dreifðu sér um kjarnmikið haglendi og fagurfextir gæðingar rynnu um völl. Hér mundi Gunnar una vel lífinu. Á fornra höfðingja vísu mundi hann leiða gesti að glæstu veizluborði, þar sem veitt væri af stórbrotinni rausn, svo vel mat- ur sem mjöð og ei við neglur skorið. Víst hefði þetta verið skap ferli hans næst, en hér er um draumsýn að ræða, sem vel hefði mátt vera veruleiki. Gunnar Vigfússon er mikið prúð menni, Ijúfur í allri umgengni og dáður af öllum er hann á samskipti við, en þeir eru margir. Hjálpfús og drenglundaður, en óhlutdeil- inn um annarra hátterni. Gunnar er afburða verkmaður, nákvæmur í öllum sínum störfum með ótvíræða fræðimannshæfi- leika. Glaður í góðra vina hópi og lyftir gjarnan glasi. Kippir honum Það fólk i landi voru, sem í heiminn var borið á síðustu áratug um nítjándu aldar og enn er á foldu hefur lifað tímana tvenna. Uppvaxtar- og þroskaár þess fólks voru mótuð þrotlausu starfi langra vinnudaga, þar sem lítið var um hjálpartæki til að létta manns- hendinni erfiðið. Frumstæðir at- vinnuhættir og tæknivöntun um aldir sköpuðu þjóð okkar fábreytt lífskjör í húsakosti, mataræði og lífsaðstöðu allri. Um ára og aldaraðir varð manns höndin hjálpartækjalaus að vinna og afla þess lifibrauðs, er með ; þurfti til framfærslu alþýðuheim- j ilanna í sveitum þessa lands. Og j sagan geymir í hugum og minn- j ingum elztu kynslóðarinnar, sem ! nú er á foldu, margar myndir af ! afreksverkum þrautseigju og dugn aðar, sem unnin voru í hinu hvers ! dagslega starfi við skepnuhirðingu í vetrarhríðum, sjóróðrum í fár- viðrum, göngum á hretviðrisdög- um íslenzkra haustdaga o. s. frv. Oft var þar teflt á tæpasta vaðið og stundum mjótt á milli sigra og ósigra lífs og dauða. Þegar þetta fólk ber svo í dag aðstöðu nútímans til að lifa í landi voru saman við það sem áð- ur var verður breytingin og mun- urinn stórkostlegur. Rafljósin hafa íitrýmt vetrarmyrkrinu, vegir og brýr yfir íslenzku fallvötnin hafa rutt hættum og torfærum burt. Hraðskreið farartæki nútímans fært landshlutana saman. Margs konar vélar við búskap og skepnu- hirðingu hafa gert verkin, sem áður þurfti til langan vinnudag ótal handa að inna af hendi að þá í kyn feðra og frænda í Skaft- ártungu, kann þá vel að meta vísur og kveðskap og lætur þá eigi hlut sinn að óreyndu við hvern sem er að etja. Á þessum merku tímamótum í viðráðanlegu starfi fárra manna á stórum búum. Þannig er hið nýja ísland, sem við í dag búum við gjörólíkt þvi sem var fyrir sjötíu og fimm árum síðan. Einn úr hópi aldamótamann- anna, sem lifað hefur og tekið þátt í hinni stórkostlegu byltingu og framförum í atvinnuháttum þjóðar okkar síðustu áratugina er Árni Tómasson, hreppstjóri, og ævi þinni Gunnar vil ég fyrir hönd alls starfsfólksins hjá Kaupfélagi Árnesinga, færa þér hugheilar árn- aðaróskir, svo og konu þinni og þá um leið þakka þér frábært og ánægjulegt samstarf, sem við öll vonum að vari enn um mörg ár. Óskar Jónsson bóndi í Bræðratungu á Stokkseyri, sem í dag fyllir 75 ára aldur. Árni hefur verið virkur þátttakandi um meira en hálfrar aldar skeið í hinni þjóð'félagslegu byltingu. Ver i? forustumaður um að taka upp nýjungar í atvinnuháttum og bú- skap, enda gjörkunnugur öllu, sem að atvinnuháttum landsmanna lýt- ur Árni heíur allt frá unglingsár- um verið sístarfandi maður og er enn þá þrátt fyrir sín 75 ár. Hann þekkir af eigin raun kjör og að- búnað vinnustétta þjcV'ðfélagsins fyrr og síðar Verið sjómaður og sveitamaður og deilt lífskjörum með því fólki, er með vinnu sinni ■! og starfi byggir upp þjóðfélag okkar og færir auðinn í okkar þjóð arbú. Árni er röskleikamaður að hveiju, sem hann gengur. Gildir þar einu um hvort hann vinnur að öflun heyja á sumardögum eða vinnur að áhugamálum sínum á öðrum sviðum. Alls staðar fylgir Árna hressandi blær og ferskur lífskraftur. Árni er fæddur að Reyðarvatni j hinn 13. okt. 1887 og ólst þar upp. 1 Sonur sæmdarhjótianna Tómas- ar Böðvarssonar og Guðrúnar Arnadóttur, er þar bjuggu um ára- tugi. Árni fluttist til Stokkseyrar árið 1920 og hefur búið hér síðan. Hreppstjóri Stokkseyrarhrepps varð hann árið 1933 og gegnir enn því starfi. Ámi er ern vel og geng- ur að hverju starfi sem ungur væri. Hreppstjórastarfi í fámennu sveit arfélagi fylgja ýmiss konar van- þakklát verkefni, sem oft er vand- kvæðum bundið að leysa. Árni hefur í embættisstaifi sínu verið milt og sanngjarnt yfirvald, þó hann hafi hins vegar sýnt ein- beittni og festu þegar í hlut hafa átt aðilar sem undirmálum eða öðrum brögðum klækja og refs- háttar hafa viljað beita í samskipt- um við náungann. Árni hefur í öll- um tilfellum sem lögreglumaður reynt að sætta og jafna mál á þann hátt, sem báðum mátti til ávinnings verða án þess þó að kostnað réttlætisins væri. Hefur Árni þar sýnt eiginleika sem bezt- ir verða að teljast og nauðsyn- legastir í fari þeirra, sem settir eru til að gæta laga og réttar. Tvímælalaust hefur Árni líka sem hreppstjóri og ráðamaður í mál- efnum Stokkseyrar á mörgum sviðum reynzt farsæll og giftu- ríkur leiðtogi, og sem trúnaðar- maður og ráðgjafi fjölmargra ein- staklinga, eldri og yngri. reynzt hollráður og skilningsríkur vinur þeim, sem til hans hafa leitað í vanda og raunum. Árni er kvænt- ui Magneu Einarsdóttur, hinni á- gætustu konu. Eiga þau þrjú börn, einn son og tvær dætur, sem öll (Framhald á 12. síðu) ÁNARMINNING: BRYNJOLFUR JOHANNSSON í dag er norðlenzkur sómamað- ui, Brynjólfur Jóhannsson, kvadd- ur hinztu kveðju frá Keflavíkur- kirkju, en hann andaðist í sjúkra- húsi Keflavíkur 7i þ.m. eftir 2ja mánaða sjúkdómslegu. Hann var fæddur 16. okt. 1891 að Hofi í Möðruvallasókn í Hörg- árdal. Foreldrar hans voru hjón- in, Þorgerður Vigfúsdóttir og Jó- hann Sigurgeirsson, bóndi þar, en síðar á Nunnuhóli í sömu sókn. Kynni mín af Brynjólfi Jóhanns syni urðu fyrst eftir að hann flutt- ist til Siglufjarðar, en þangað fiutti hann árið 1923 þá nýkvænt- ur eftirlifandi konu sinni. Guð- rúnu Vilmundardóttur. Þau byggðu sér lítið, en snot urt hús utarlega á Siglufjarðar eyri, og einkenndist allur heimil- isbragur þar af einstakri snyrti- mennsku. Brynjólfur Jóhannsson vann lengst af sem verkstjóri í Siglu- íirði, fyrst á söltunarstöðvum og síðar eða um 20 ára skeið við skipaafgreiðslu Þormóðs Eyjólfs- sonar, ræðismanns, en hann hafði á hendi um 40 ára skeið afgreiðslu fyrir Eimskipafélag íslands og Skipaútgerð ríkisins í Siglufirði í því starfi sem öðrum sýndi hann trúmennsku og áverkni og tókst góð vinátta með Brynjólfi og fjöl- skyldu hans og Þormóði Eyjólfs- s-yni og hans fólki. Eftir að Brynjólfur Jóhannsson hætti störfum sem verkstjóri varð hann umsjónarmaður Gagnfræða- skóla Siglufjarðai, og rækti hann það starf með prýði, enda naut hann þar aðstoðar sinnar ágætu konu. Árið 1958 flutti Brynjólfur Jó- hannsson og frú Guðrún til Kefla- ' íkur, enda voru þá dætur þeirra allar búsettar hér syðra. en milli þeirra og foieldranna var ætíð náið og innilegt samband. Síðustu árin áttu þau heimili að (oltsgötu 40 1 Ytri-Njarðvík og ^aðan verður lagt upp í síðasta áfangann. Vinir og kunningjar Prynjólfs Jóhannssonar senda hon- 'im nú að leiðarlokum kveðjur og þakkir og senda eiginkonu hans og dætrum þremur, Þorgerði, Bald- vinu og Sigríði og fjölskyldum þeirra sámúðarkveðjur Jón Kjartansson Marlboro- tríoið Mikið líf er nú að færast í alla tónlistarstarfsemi bæjarins, og nú nýverið hefur mönnum gefizt kost ur að hlusta á mjög góðan strok- kvartett, og nú síðast á „Marlboro" tríóið, skipað þrem ungum Banda- ríkjamönnum, þeim Anton Ruerti pianó, Michael Tree fiðla og Dav- id Soyer celló. Þarna eru á ferð- inni ágætis einleikarar og sem heild — örugg mjög vel þjálfuð og skapmikil þrenning. Er samleikur þeirra þremenninganna í flestu tilliti svo lifandi og vandaður að óvenjulegt má kaila. Á efnisskránni var margt ágætra verka, á fyrri tónleikunum voru þrjú tríó — Haydn. Schumann og Mendelsohn, en á þeim seinni, sem undirrituð hlýddi á voru 2 verk eftir Beethoven stóra tríóið op. 97 í B-dur, eitt voldugasta af tríó- um þessa nöfundar, sem er svo stórt og víðattumikið að það spenn ir bókstaflega yfir allt það mikil- fcnglegasta hjá Beethoven, verkið var í flutning’ þeirra félaga, sann færandi og kröftugt svo sem það gefur tilefni til. Tríó í a-moll eftir franska höf- undinn Maurice Ravel er gjörólíkt því sem þeir félágar léku á undan. Hér leggur höfundur píanóleikar anum mikið verkefni í hendur og hvílir mikill þungi á hans herð- um. Léku þeir þetta tríó af mik-1 um hita og skapþunga og mætti helzt líkja þvi við stórt og llt- uiðugt málverk Þessir tónleikar voru óvenju á- nægjulegir. og fyrir þá sem hafa mætur á góðri kammertónlist, var þetta sannkölluð andagt. — U.A. 8 T I M I N N, laugardagurinn 13. október 1962

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.