Tíminn - 14.10.1962, Blaðsíða 1

Tíminn - 14.10.1962, Blaðsíða 1
Auglýsing í Tímanum kemur daglega fyrir augu vandlátra blaða- lesenda um allff land. Tekið er á móti auglýsingum frá kl. 9—5 í Banka- stræti 7, sími 19523 230. tbl. — Sunnudagur 14. okt. 1962 — 46. árg. ÆTLA AÐ HALDA ÁFRAM EF VEL GENGUR MEÐ JK—Reykjavík, 13. október. Edda Film ætlar ekki að láta við svo búið standa, ef ís- lenzka kvikmyndin „79 af stbð inni" verður vinsæl, heldur sækja fram á sömu braut og taka ný íslenzk verkefni til kvikmyndunar. Guðlaugur Rósinkranz skýrði frá þessu í Háskólabíói í gær- kvöldi, er hann flutti inngangsorff að frumsýningunni á „79 af stöð- inni", þar sem viðstaddir voru þeir, sem unnu við kvikmyndina, forsetahjónin, alþingismenn, am- bassadorar erlendra ríkja og aðrir gestir. Guðlaugur sagöi, að eina leiðin til kynningar íslenzkri leiklist meðal erlendra þjóða, sé með kvikmyndum, og það væri jafn- framt áhrifamesta leiðin til þess að kynna bókmenntir þjóðarinnar, menningu, og landið sjálft, vegna þess að vinsæl kvikmynd nær til fjöldans. Guðlaugur lauk ræðu sinni með þessum orðum: „ . . . fari svo, að vel gangí, mun Edda Fiim ekki láta hér staðar numið, heldur halda fram á leið og taka ný verk- efni til með'ferðar. Því má þó slá föstu, að með gerð þessarar kvik- myndar og sýningu hennar, er brotið blað í sögu íslenzkrar leik- listar, sem hér hefur haslað sér völl á nýjum og víðari vettvangi." Eitt fjölmennasta kirkjuþing kaþólsku kirkjunnar stendur nú yfir í Rónlaborg, og sækja það fulltrúar 85 landa. f gaer var kosið í nefndir þingsins, en síð an munu þingstörf hefjast. í fyrradag ávarpaði páfi þing- heim og bað menn að minnast þess, að eitt sinn skyldi hver ma'ður ganga fyrir hinn æðsta dómara, og því skyldu þeir ein beita sér að því að koma á friði í heiminum og halda hann. — Hér sést páfinn í Sankti Péturs kirkjunni í Róm við setningar- athöfn Þingsins. ALDREI BETRA UTLIT •• FYRIR SOLU A SILD Guðlaugur Róstnkranz a$ flytja ávarpsorö sín f Háskóla'bíói. JK-Reykjavík, 13. okt. Hraðfryst síld er að verða mikil framtíðarvara, sem nýir og stærri markaðir opnast stöðugt fyrir. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hefur nú gengið frá fyrirframsölu á um 220 þúsund tunnum síldar. sem er miklu meira en nokkru sinni áður. Fyrirframsamningar um Suður- Jandssíldina hafa gengið mjög vel í haust, og er skemmst að minn- ast þess, að tekizt hefur að selja i H0 þúsund saltsíldartunnur tilj Rúmeníu, Póllands, A- og V-Þýzka lands, sem er meira en þrisvar sinnum meira en í fyrra. Yfir 10 þús. h Einkaskeyti frá l 49 manns lézt úr hennj. Hefur l Kaupmannahöfn, 13. okt. því einn þriðji hlutj grænlenzku Mislingafaraldurinn, sem geng-1 þjóðarinnar fengið mislinga að: iS hefur í Grænlandi er nú afstað-1 þessu sinni. Mislingafaraldurjnn inn. AUs tóku 10,771 veikina og lagðist sérstaklega þungt á fólk í Umanak- og Angmagssalikhéruð- unum, en þar kom hann fyrst upp. Aðejns Thule, Upernavik og Scor- esbysund losnuðu við að fá vejk- ina. — Aðils. Síldveiðiflotinn er ekki enn farinn á veiðar. í gærkvöldi hélt sáttasemjari fyi'sta fund sinn með deiluaðilum. Lögðu þeir þar fram sjónarmið sín, en ekkert mun hafa þokazt í samkomulagsátt. Annar fundur hefur ekki verið boðaður. SH sendi í dag út fréttatilkynn- ingu um söhirnar á hraðfrystu síldinni. Guðmundur Garðarsson skrifstofustjóri sagði blaðdnu í dsg, að þessi fyrirframsala væri meiri heldur en öll salan í fyrra- vetur. Fyrirframsalan núna er um 20 þúsund tonn, en öll salan í fyrra var 19.317 tonn. Guðmundur s&gði, að enn væri eftir að ganga frá miklum samningum, m. a. á gamla markaði. Nú er verið að vinna að frekari sölum, og eru horf ur góðar á, að takast megi að selja enn meira magn, þegar líður fram é vetur. Samið hefur verið bæði um sölu á h'eilfrystri og flakaðri Suður- landssíld. Til Austur-Evrópu fara 8,700 tonn og til Vestur-Þýzka- lands 9,600 tonn, auk 1,900 tonna af hraðfrystum síldarflökum. Tal- ið er, að um 10 síldartunnur fari í tonnið af heilfrystri síld, en 20 tunnur í tonnið af frystum síldar- í samningiinum er gert ráð fyr- ir. að mikill hluti umsamins magns sé afgreiddur fyrir áramót, og telur SH afar áríðandi, ag unnt sé að fullnægja þessum ákvæðum, þar sem um aukna markaði er að ræða, sem verður að halda í. Horfurnar í síldarsölunni hafa sem sagt aldrei verið betri, — svo framarlega sem flotinn kemst einhvern tíma á veiðar. SUNNUDAGSBLAO TglVEANS FYLG9R

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.