Tíminn - 14.10.1962, Blaðsíða 2

Tíminn - 14.10.1962, Blaðsíða 2
a // V&Q>1 yhuwi G 90 Fyrir rúmu ári gengu út boð frá Alþingi og ríkisstjórn um end ursko'ðun skattalaganna, og lögðu þar hönd að verki margir snili- ingar stjórnarflokkanna. Ein cnd urbótin var sú, að útsvar skyldi hér eftir lagt á fyrirtæki, félög og stofnanir á þeim stað, þar scm gjaldandinn hefur aðalstarfsemi sína. Og auðvitað má ekki leggja á neimn útsvar nema á einum stað. Og svo komu hin nýju lög til framkvæmda, og Þá hefur oi'ðið uppi á teningnum nokkuð óvænt ur flötur. Samvinnumenn hafa starfsemi sína um allt land, cins og margir aðilar aðrir. Aðalsam tök þeirra hafa starfsstöðvar í bygg'ðum og bæjum víða um land, þó aðalstöðvamar, SÍS, séu í höfuðborginni. Á Akureyri er mikill iðnaðúr samvinnumanna og stórar verksmiðjur. Akureyrar- Þáttur kirkjunnar HLJOMSTEINAR Sagt er að á íslandi finnist steintegund sem nefnist fono- lit á vísindamáli. Það mætti þýða það hljómsteinn, og sé slegið á flís úr slíkum steini heyrast tónar, lágir, mildir tón ar. Það er söngur steinsins. Þessi steintegund gefur sem sagt hljóð frá sér, en samt eru steinar allra hluta þöglastir, og oft er talað um að þegja eins og steinn. En einmitt frá orðum Krists í biblíunni, kem- ur hugmyndin um að steinar tali eða hrópi, eins og hann orðar það í ræðu sinni til faríseanna, sem biðja hann að þagga niður söng og fagnaðar- læti barnanna og lærisveina sinna á strætum Jerúsalem hinn fyrsta pálmasunnudag, þegar honum er fagnað sem konungi í sigurför. Honum varð þá að orði: „Ef þessir þegðu, mundu steinarnir hrópa.“ En það er raunar á annan hátt sem steinar tala en með því að gefa frá sér hljóð ef á þá er slegið. Allir könnuðust við söng huldufólksins í hömr um og klettum, þótt nú sé orðið hljótt um slíkar frá- sagnir. Og ég minnist steins á bernskustöðvum mínum ,sem nefndur var „Söngklettur/ Og auðvitað gerðum við ráð fyr- ir, að það væri álfakirkja, þar sem söngkór álfanna kæmi til æfinga og söngsamkoma. En fyrst og fremst var það berg- málið, sem einkenndi þennan klett, og endurvarpaði hann hverju orði, sem «agt var í á- kveðinni fjarlægð frá honum- En það eru fleiri steinar, sem tala. Hugsið ykkur alla steinana í gömlum byggingum, eyðibýlum og rústum, og nú grafa jaröfræðingar og forn- fræðingar upp býsn af grjóti, sem allt á sínar frásagnir og flytur sínar ræður á sérstak- an og sérstæðan hátt Og margir eru veggirnir, sem mæla máli minninganna. Það eru ekki sízt heimilisvegg- ir. Hver mundi sá, sem kæmi í gamla torfbæinn, sem einu sinni ómaði af söng mömmu og orðum pabba, geta komizt hjá því að hcyra óminn af röddum þeirra frá steinum i moldarlagi við gamlan höfða- gafl þótt þetta heilaga hús minninganna væri ekki annað en hesthús nú á dögum? Á slíkum stöðum hvíslar grjótið okkar gamla faðir vor, sem enginn gat sagt eins og mamma, og minnir á húslest- ur frá löngu liðnum kvöldum í hlýrri baðstofu, þegar rokk- arnir voru þagnaðir og allt svo kyrrt og hljótt. Hið sama mætti segja um gamlar kirkjur, þótt hér séu þær fáar til. Hver hefur ver- ið svo steindauður og samt dregið andann, af þeim, sem komið hefur inn í Hóladóm- kirkju eða Bessastaðakirkju, einkum áður en henni var breytt, að ekki bærist að vit- undinni þessir söngvar stein anna í gömlu veggjunum. Hér voru sungnir söngvar, sem fylltu hjörtun friði og gleði eða %áfu svölun í samhljómi sorgar og harma. Hér er hlið himins, hús Guðs. Og í kirkjugaröinum eru líka steinar, sem tala, minnis- merki um hina látnu. Þar les- um við nöfn þeirra og tölur, sem tilkynna fyrsta og síðasta dag þess lífs, þeirrar raddar, sem einu sinni var einhverjum eyrum yndislegast alls, sem að eyrum barst. Og sannarlega berst hún að eyrum frá nafn- inu á steininum eða frá stein- inum sjálfum. Við heyrum líkt og englahljóm í einverunnar helgidómi. Þótt þau, sem þarna hvíla þegi, þá talar steinninn í þögn sinni þeirra rödd, þeirra máli. Þannig mynda orð þessara steina líkt og lifandi brú milli himins og jarðar, hins sýni- lega og hins ósýnilega. Og aldrei finnum við betur en við þetta hljóða þagnarmál steins ins, að það er vakað og beðið bak við tjaldið mikla, tjald leyndardómanna, einnig þar muni elskað og starfað í anda orðanna: „Eg lifi og þér munuð lifa.“ Þannig verða orð og söngvar steinanna, þættir í lofgjörð og sinfóníu lífsins og eilífðar- innar. En svo eru til hjörtu, sem eru harðari en steinn og gefa aldrei samhljóm í unaði tilver- unnar, eiga ekkert orð til að gefa gleði og von, ekkert berg- mál, sem kveiki ljós samúðar og ástar, skilnings og vináttu. En líka þessi hjörtu getur tónsproti kærleikans snert svo að þau syndi og tali með í lof- söng lífsins, verði hljómstein- ar í helgidómi hins góða. fagra og fullkomna. Það er hin dýrðlega von um sigur lífsins, sem lætur jafnvel stein ana hrópa. Árelíus Nielsson. bær hefur lagt á þær verksmiðj- ur útsvör og fengi'ð greidd. Nú leggur Reykjavík útsvör á SÍS og líka starfsemi þess úti á landi, cinnig á Akureyri í krafti hinna nýju lagaákvæða. Nú þykist borg in allt í einu sjá, að svo mikið muni um útsvar SÍS, að það borgi sig að leggja það á og innlieimta. En Akureyri vill að sjálfsögðu halda um sitt, að er nú risin upp hörð deila, og fái Akureyri ekki sinn útsvarshluta, segist bæjar- stjórinn verða að Ieggja á aukaút- svar í bænum. Ekki er séð hvern ig deilu þessari lyktar. Svo hat- rammlega vill til, að bæjarfógcti Akureyrar hefur orðið a'ð úr- skurða Reykjavík útsvarið eftir Iögum. Þetta mál bregður nokkru ljósi yfir réttlæti þessara nýju útsvars laga og skarpskyggni lagasmið- anna. f þessu sambandi kemur í hugann fræg smásaga eftir norska skáldið Sigurð Hocl. Hún heitir Hakkeloven; eða Högg'löigin. Hún hefur oft verið tekin sam tákn- rænt dæmi um ákveðið keðjulög- mál eða keðjuverkanir óréttlætis ins í nútíma þjóðfélögum, fyrir- brigði, sem loðir þrálátlega við, þótt mikil ástundun góðra manna sé til að útrýma því. Þetta er gam alt og illvígt náttúrulögmál, sem ríkir víða óskert í dýraríkinu. , „.Va<.w"»wí-vW!,;,: 4gl > f 7 ÁttræðisafmæS á í dag einn af merkisbændum landsins. Það er Kristján Eldjárn Kristjánsson fyrrum bóndi á Hellu á Árskógsströnd. Kristján er búfræðingur frá Hólum, en stundaði síðan fram- haldsnám í búfræði í Danmörku og Noregi. Hann bjó um áratugi á Hellu góðu búi, var sýsluráðu- nautur í búnaði um skeið, lengi oddviti sveitar sinnar, hreppstjóri síðan 1939 og sýslunefndarmaður fram undir hálfa öld, formaður sóknarnefndar og skólanefndar um fjölda ára. Og enn fleiri trún- aðarstörfum hefur hann gegnt, og Sagan segir frá öndunum, sem Iifa á tjörninni. Þær útkljá deilu mál sín og niðurjöfnun sinna út- svara með eftirfarandi hætti: Stærsta og sterkasta öndin ræðst á næststærstu öndina, heggur hana og tekur af henni bitann, sem hún hafði fundið. Sú næst- stærsta snýst ekki til varnar, held ur ræðst á næstu önd I stærðar- stiganum fyrir neðan; hún á þá næstu ne'ðan við sig, og síðan koll af kolli. Þetta kallast högglögin, og Þau gilda víðar en hjá öndun- um á tjörninni. Hin nýju skatta- og útsvarsákvæði eru slík liögg- lög skjalfest. Þau verka þannig, að Reykjavík leggur útsvör á fyr irtæki, sem heima eiga í Reykja- vík, einnig á rekstur þeirra I öðr um byggðarlögum. Þannig ræðst Reykjavík á Akureyri, eins og kom ið hefur fram. Akureyri virðist eiga Iitlar varnir gegn Reykjavík, en samt mun hún eiga sitt tæki- færi samkvæmt hinum nýju högg- lögum. Tökum dæmi. Kaupfélag Eyfirðinga á Akureyri rekur útibú á Dalvík, Grímsey og Hrísey. Akur eyri má samkvæmt högglögunum leggja útsvar á alla starfsemi KEA og skerða þannig hlut Dalvíkur, Grímseyjar og Hríseyjar. Svo gæti Dalvík kannske höggvið til Svarfð ardalshrepps, þannig, að leggja á e'itthvert fyrirtæki á Dalvík veigna starfsenn' þess frammi í Svarfaðar dal. Þannig getur Ieikurinn gengið um allt Ia.nd, öllum mönnum til ánægju og samlyndis eftir hinum ágætu leikreglum hinna nýju og vísu högglaga. — Hárbarður. frá Jfeklu Austurstræti 14 Sími 11687 Sendum hvert á land sem er Góðir greiðsluskilmálar Deilt um salernið JK—Reykjavík, 12. október. Deila hefur risið upp um eignarrétt á salerni í kjallara hér í bænum, og hefur yfir- borgardómarinn stefnt til bæj arþings til þess að fá málið útkljáð. f.síðasta Lögbirtingablaði segir, að Jón Pétursson vélstjóri, Eiríks- götu 9, hafði höfðað mál gegn meðeiganda sínum að sömu hús- ejgn, frú Þóru Ólafsdóttur, til við- urkenningar á eignarrétti sínum á salerni í kjallara hússins. Stefnandi hefur búið þarna slð- an 1936, og á þrjá fimmtu hluta hússins á móti tveimur fimmtu hlutum hinnar stefndu. Hin stefnda telur salernið óskipta sam eign og hefur skrifað borgarfóget- anum í Reykjavík bréf með beiðni um, að sér yrðu heimiluð afnot salernisins með innsetningargerð. Allar tilraunir stefnanda til þess að fá viðurkenndan óskiptan eign- arrétt sinn á salerninu hafa reynzt árangurslausar, og því hefur stefna verið tilkynnt í málinu. alls staðar þótt ágætlega starf- hæfur og fylginn sér. Kristján er greindur vel og drengur góður. Hann var kvæntur Sigurbjörgu Jóhannesdóttur Jónssonar Reykja- líns frá Þönglabakka, og eiga þau 4 börn. Er Sigurbjörg látin fyrir nokkrum árum. Kristján var sæmdur riddara- krossi Fálkaorðunnar fyrir nokkr- um árum. f dag dvelst hann á heimili dóttur sinnar og tengdasonar á Háaleitisbraut 20 í Reykjavík. T.íminn árnar hinum merka bónda alls góðs á afmælinu. frá Jfeklu Austurstræti 14 Sími 11687 Sendum hvert á land sem er Góðir greiðsluskilmálar 2 T í M I N N, sunnudagurinn 14. okt. 1962. —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.