Tíminn - 14.10.1962, Blaðsíða 3

Tíminn - 14.10.1962, Blaðsíða 3
Ben Bella hvetur til vináttu NTB-New York, 13. okt. Ben Bella forsætisráðh. Alsír hefur nú þegig heim- boð til Sovétríkjanna og Bretlands, en ekki er enn ákveðið, hvenær af þeim heimsóknum getur orðið. Það var Gromýko litan- ríkisráðherra Sovétríkj- anna, sem bar fram heim- boðið fyrir hönd stjórnar sinnar, en hann er nú á fundum Allsiherjarþrngsins í New York. f skeyti Ben Bella til Krustjoffs forsætisráð'herra þar sem hann þakkar heilla óskir Sovétstjórnarinnar til handa hinu nýja lýðveldi, segist forsætisráðherra Al- sír þess fullviss, að vinátta eigi eftir að takast milli iandanna. Sauðfjárrækt að aukast Kaupmannahöfn, 13. okt. — BINKASKEYTI. — Sauð- fjárrækt á Grænlandl eykst nú hröðum skrefum, og hin árlega haustslátrun í Suður- Grænlandi er hafin. Þegar hafa verið fluttir út 6000 Lambaskrokkar til Danmerk- ur. Ætlunin er, að slátrað verði 17 þúsund kindum í ár, og er það meira en nokkru sinni' hefur verið slátrað áður á Grænlandi, en sauðfjárrækt eykst stöð- ugt á Suður-Grænlandi. Er þetta rnikið að þakka verk- smiðjunni í Narssaq, en á síðasta ári var nettóhagnað- ur hennar hálf milljón danskar krónur. Á síðustu 10 árum hefur einnig mikið verið gert til þess að rækta skóga f Grænlandi, og árang urinn sá, að þeir eru nú orðnir líkir smáskógunum á íslandi. Talið er að tré geti orðið um 10 snetra há á Suður-Grænlandi. — Aðils. Fer heim á miðvikudaginn NTB—Moskva, 13. okt. Ákveðið hefur verið, að fyrsti sendiráðsritari Banda ríkjanna í Moskvu, Kermit Midthun fari heim á mið- vikudaginn. Hann er grun- aður um njósnir, og hefur Sovétstjórnin farið þess á f_ leit, að hann verði ekki leng ur í landinu. Bandaríska sendiráðið hef ur lagt áherzlu á það, að grunurinn sé ekki á rökum reistur, en Midthun á að hafa reynt að múta sovézk- um stjórnarstarfsmanni til þess að selja sér ríkisleynd- armál. Bandaríski sendiherrann í Moskvu, John McSweenly, segir, að Smirnósskij, for- maður deildar þeirrar, sem fjallar um bandarísk -mál í utanríkisráðuneyti Sovétríkj anna-, hafi skýrt frá því, að Midthun hafi misnotað hlunnindi, sem hann hafi haft í landinu vegna þess, að hann er starfsmaður er lends ríkis. Kjarnorkusprengja í Nevada NTB—Washington, 13. okt. Kjarnorkumálastofnun Bandaríkjanna hefur til- kynnt, að sprengd hafi verið kjarnorkusprengja á- Nev- ada-eyðimörkinni. Spreng- ingin var gerð neðanjarðar, og var styrkleiki hennar jafn 20 þúsund lestum af TNT-sprengiefni. Sýna málverk moður sinnar í dag verður opnuð í Bogasaln- um sýning á 20 málverkum eftir hina þjóðkunnu listakonu Krist- ínu Jónsdóttur, sem lézt fyrir ári. Síðustu sérsýningu hélt Kristín fyrir réttum tíu árum, og eru allar myndirnar á sýningunni nú frá síðustu árum listakonunnar, allar sýndar nú í fyrsta sinn, að tveim undanskildum. Búast má við því, að þessi sýning veki tals- verða athygli, því að myndirnar eru með nokkuð öðrum blæ en fyrri myndir Kristínar, meira ber á fól-ki og dýrum í þessum mynd- um. Það eru dætur listakonunnar, þær Helga og Hulda Valtýsdætur, Sem stofna til sýningarinnar, og verður hún opin í tvær vikur. Tóku ekkert mark á mótmælunum! MB-Reykjavík, 13. okt. Tíminn sagði frá því í gær, og hafði eftir Degi á Akureyri, að bæjarstjórinn á Akureyri hefði lagt blessun sína yfir út- svarslögin, áður en þau voru afgreidd frá Alþingi, en eins og kunnugt er, er nú risin upp deila vegna eins ákvæðis þeirra milli Akureyrar og Reykjavíkur. Það er nú komið í Ijós, að frétt þessi var á al- gerum misskilningi byggð og DAGSBRUN 06 HLÍF EINNIG Reykjavík, 13. október Eins og skýrt var frá í blaðinu s.l. fimmtudag hafa tvö stærstu verkalýðsfélögin á Akureyri, Verkamannafélag Akureyrarkaup- staðar og Iðja, félag verksmiðj-u- fólks, samþykkt að segja upp kaup gjaldsákvæðum kjarasamninganna. Nú hafa Verkamannafélagig Dags- brún í Reykjavík og Hlíf í Hafnar firði siglt í kjölfarið. HéLdu bæði þessi félög fundi í gærkvöldi þar sem samþykkt var að segja upp samningum frá 15. október að telja. í Lok Dagsbrúnarfundarins var svo samþykkt tillaga um mót mæli gegn innheimtu opinberra gjalda í desembermánuði. KVIKNAÐI í FÖTUM K0NU Laust fyrir kl. 13 í gær kvikn- aði í fötum konu, sem var ein og sofandi í kjallaraherbergi á Langholtsveg 168. SLökkviliðið var kvatt á staðinn og fór þangað með tvo bíla. Konan var borin út með- vitundarlaus, en ekki taldi slökkvi liðið, að hún hefði verið hættu- lega brennd. Konan var flutt á Landsspítalann, en ógerlegt reynd ist að fá upplýsingar um líðan hennar þar. íkviknunin var út frá vindlingi. því fer fjarri, að bæjarstjór- inn hafi verið samþykkur því atriði lagann'a, að leggja eigi á atvinnufyrirtæki á einum stað, þar sem aðalstarfsemin fer fram. Ritstjórj Dags hringdi til blaðs- ins í gærkvöldi og leiðrétti frétt- ina og í morgun töluðum við við' bæjarstjórann. Honum sagðist svo frá: Eg hafði engin afskipti af þessu frumvarpi fyrr en eftir að það hafði verið lagt fram á Al- þingi. Við vorum aldrei spurðir neinna ráða í samband við það, en eftir að það var Lagt fram sam- þykkti stjórn Samtaka kaupstaða á Vestur-, Norður- og Austurlandi mótmæli gegn atriðum þess, þar á meðal gegn því atriði, sem nú hefur valdið deilu milli Akureyr- ar og Reykjavíkur. Það var raunar alveg sérstaklega þetta atrið'i, sem við vorum mótfallnir, af ástæð- um, sem nú eru komnar í Ijós. Við gengum á fund heilbrigðis- og félagsmálanefndar neðri-deild- ar og skýrðum okkar sjónarmið, en til þeirra var ekkert tillit tek- ið. Nú fyrir skömmu, eða um miðj- an september, héldum við fund á Húsavík, þar sem meðal ann- ars var rætt um þetta atriði, og skoruðum við þar á Alþingi að breyta þessu atriði útsvarslaganna.! Nei, ég hef svo sannarlega aldrei | verið þessu atriði samþykkur. í REYKJANES- KJÖRDÆMI KJÖRDÆMISÞING Framsókn- armanna í Reykjaneskjördæmi gerður lialdið í Góðtemplaraliús- 'inu, Hafnarfirði í dag ag hefst kl. 1 e. h. EYSTEINN JÓN Formaður Framsóknarflokksins, Eysteinn Jónsson mætir á þing- inu og ræðir stjórnmálaviðhorfið. Enn fremur talar Jón Skaftason, alþingismaður um innanhéraðs- og skipulagsmál. Framsóknarfólk er vclkomið sem gestir á Þingið. HANDTEKINN / PRAG NTB—Prag, 13. okt. Ungur Bandaríkjamaður hefur verið handtekinn í Prag, sakaður um njósnir og að hafa haldið uppi áróðri gegn tékknesku stjórninni. Maðurinn heitir Robert Roy Budway og er 34 ára gamall frá Washington. Hann á að hafa safn- að upplýsingum um landvarnir Tékkóslóvakíu, og einnig hefur hann tekið' sýnishorn af úraníum- málmi í landinu. Auk þessa hef- ur Budway dreift flugritum með áróðri gegn stjórn Tékkóslóvakíu. Móðir Budway er tékknesk, en hún fluttist til Bandaríkjanna ár- ig 1932 og settist þar að. Hann tal ar afbragðs vel tékknesku, og einnig er hann sagður vita mjög mikið um landið sjálft, enda mun móðir hans hafa getað kennt hon- um hvort tveggja. Sýnir í Skálanum BJARNI JÓNSSON listmálan opn ar sýningu í Listamannaskálanum í dag og sýnir þar 73 olíu- og lakkmyndir, sem gerðar eru á síðustu fimm árum, eða siðan Bjarni hélt fyrstu sérsýningu sína í Sýningarsalnum við Hverf isgötu 1957. Þó eru flestar mynd- irnar unnar síðustu þrjú árin. Auk sýningarinnar 1957 hefur Bjarni sýnt myndir á flestum sam sýningum Félags islenzkra lista- manna og einnig ( París á sýn- ingunni Biennale de Paris. Hann stundaði myndlistarnám hér heima, og hefur síðan farið nokkr ar kynnisferðir til útlanda. Bjarm er teiknikcnnari við gagnfræða- skólann í Flensborg í Hafnarfirði. T ÍM I N N, sunmudagurinn 14. okt. 1962. 3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.