Tíminn - 14.10.1962, Blaðsíða 5

Tíminn - 14.10.1962, Blaðsíða 5
Sinfóníuhljómleikar Að afloknu sumarfríi hóf Sin- fóníuhljómsveit íslands vetrar- starfsemi sina með tónleikum í samkomusal Háskólans þ. 11. okt. s.l. Gera má ráð fyrir að hlust- endum hafi verið innanbljósts líkt og við skólasetningu, þar sem viss spenna og eftirvænting ríkir, þegar starfið hefst og verkefnin eru öll framundan. Kom þar tvennt til, að nýr hljómsveitar- stjóri Wilíiam Strickland tók nú við stjórn og einleikarinn Rögn- valdur Sigurjónsson, lét nú til sín heyra eftir að hafa dvalið erlend- is s.l. ár. Má með sanni segja, að hvorugur hafi þarna brugðizt von- um manna. Tónleikarnir hófust á „Eury- anthe“, forleik eftir Weber, léttu og indælu hljómsveitarverki, sem á alltaf sínar skemmtilegu hliðar. Þetta verkefni varð á köflum helzt til lausara í reipunum í sam- spili en verið skyldi hafa. Píanó- konsert í G-moll op. 33 eftir A. Dvorak er algerlega nýtt verk í uppfærslu hér sem víða annars staðar, og kemur því fyrir eyru hlustenda i fyrsta sinni. Við al- fyrstu'kynni, virðist það ekki hafa mikið til brunns að bera, en eftir að hafa rýnt betur í það, kemur •svo margt fallegt í Ijós, að ástæða er til að ætla að menn fái mætur á þessu verki. Fyrsti kaflinn virð- ist yfirgripsmestur, og er t.d. fyrsta aðalstefið mjög fallegt, og skemmtilega úr unnið. í hæga mið kaflanum virðist sem líflína v'erks- ins slakni, en lifni svo aftur við, og færist í aukana í lokaþætti þess. Túlkun og flutningur Rögn- valds var slíkur, að þarna var auðheyrt hversu stór í sniðum hann er sem píanóleikari. Verkið, sem er mjög „píanistiskt“, og margflókið á köflum, lék hann svo létt og eðlilega, að sönn á- nægja var að. Samleik hans og hljómsveitarinnar hefði mátt nostra enn þá meira við. Lokaverkið á tónleikunum var sinfónia No. 7 í A-dúr eftir Beet- hoven. Þetta stórbrotna verk var yfirleitt vel flutt, enda stendur það á gömlum merg hjá hljóm- sveitinni. Þó hefði mátt fága og slípa enn betur hæga kaflann í verkinu, sem er og verður óhemju hcCtU&nÍAkc HERBÁd ei l d t vandícamur í útfæ’-si'i <;‘inrnand-' . inn. WilLam Stnekla' J ,em nú kynnir sig í íy.sta sinn, er vissu- lega sá maður, sem vænta má mik- ils af, vinnubrögð hans virðast með þeim hætti, að góður árangur sé og líklegur. En hljómsveitar- meðlimir, sem nú koma úr fríi að loknu sumri, eru enn, sumir hverjir, sem dreifðir í huga, og ekki fyllilega sameinaðir enn þá, en með góðri samvinnu við hljóm- Framh. á 15. síðu Til söiu íbúð til sölu milliliðalaust. 3ja herb. kjallaraaíbúfc, við Rauðarárstíg. Björt og ný- standsett. Laus strax. Upplýsingar í síma 15986. líennsia Rússneskukennslan hefst 15. október. Kennari Árni Bergmann. Innritun á skrifstofu M.Í.R. Þingholtsstræti 27. RJÚPNASKYTTUR Vertíðin er að hefjast. Við höfum skotin og byssurnar: Winchester haglabýssur og rifla. Simson tvíhleypur Haglaskot frá Winchester, Eley, Hubertus. Riffilskot frá Winchester, I.C.I., Seller &4 Belliot. Riffilsjónauka. Plastkassa fyrir skot. mu>isn9iai HLUTA VEL TA SKÁTAFÉLAG REYKJAVÍKUR heldur hlutaveltu í Skátaheimilinu við Snorrabraut í dag, og hefst hún klukkan 2.00» Fjöldi goðra muna. Engin núll. Gott happdrætti. S.F.R. Stýrishús Yfirhyggingar á fiskiskip aí öllum stæroum Aluminium stýrishús eru mun léttari en önnur stýrishús og yfirvigtin á bátnum þvr mun minni og hann verður því stöðugri or hraðskreiðari. auk þess er viðhalc. sáralíti? því sjóvarið aluminium nvorki tærist né ryðgar. ★ VerkfræSiþjónusta til staðar. Vélsmiðja Björns IVIagttpssonar Keflavík — Simar 1175 ,g 1737 T í M I N N, sunnudagurinn 14. okt. 1962. — 5

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.