Tíminn - 14.10.1962, Blaðsíða 8

Tíminn - 14.10.1962, Blaðsíða 8
Fyrir nokkrum árum sagði blaðamaður við mig: „Hvers vegna beita kvennasamtökin sér ekki fyrir því, að koma upp fanga húsum, svo að hægt sé í raun og yeru að loka glæpamenn og lög- brjóta inni?“ Ég svaraði þvi, að konur hefðu lítinn áhuga á því, að loka eigin- menn sína, bræður, syni og feður inni í fangaklefum. „Hvað viljið þið þá gera til úrbóta?1 spurði hann. „Ef ég mætti ráða, ‘ svaraði ég, „myndi ég byrja á því að loka fyrir áfengisflóðið í landinu með einhverjum hætti. Þá mun hverfa sjálfkrafa svona 90—95% allra lögbrota úr þjóðlífinu og mikill fjöldi slysa þar að auki. Þessum fáu prósentum, sem eftir yrðu, væri víst hægt að ráðstafa á sómasamlegan hátt. ‘ Nokkru eftir að þetta samtal fór fram ,sá ég á töflu um lögbrot og áfengisnotkun, sem Áfengis- varnaráð lét gera og sýnd var á bindindissýningu, sem Áfengis- varnaráð hafði á ýmsum stöðum á landinu, að áætlun mín hafði farið mjög nærri lagi um hlut- fallið á milli lögbrjóta og áfengis neyzlu hér á landi. Auðséð er hversu geysilegt vandamál er hér á ferðinni, því að vitanlega er það hægara sagt en gert að útiloka áfengið úr þjóðfélaginu, enda ákaflega skiptar skoðanir um aðferðirn- ar. Sumir sjá það ráð bezt, að unglinga á kvoidin að vera úr sögunni. Enn meira gagn væri þc sjálfsagt að þvi, að fara eins aö hér í Reykjavík og gert hefur verið á Akureyri, að ákveða lok un sjoppanna á sama tíma og annarra verzlana; sýnist það vera þarfi að gefa sælgætis- og gosdrykkj abúðum hlunnindi fram yfir aðrar. En það eru mörg önnur á- kvæði barnaverndar, sem illa eru haldin og mundi margt breytast, ef þeim væri vel fram- fylgt. T.d. er ekki leyfilegt að selja áfengi eða afhenda það ungmennum innan 21 árs, hvorki á hótelum og skemmtistöðum né í áfengisverzlununum. Ekki er heldur unglingum innan 16 ára leyfilegt að sækja opinbera skemmtistaði á kvöldln, að minnsta kosti er það svo í kaup- stöðunum. Væri þessum ákvæð- um framfylgt og sökin látin bitna á áfengisverzluninni og skemmtistöðum, en ekki ungling unum, með þungum viðurlögum, þá yrði þessu fljótkippt í lag. Auðvitað þyrftu sömu lögin að gilda um allt land, svo að ungl- ingarnir gætu ekki bara brugðið sér á skemmtistaði úti um land- ið, þegar það er meinað í kaup- stöðunum. í sambandi við drykkjuskap og alls konar slys, sem af hon- um leiðir, er ekki hægt að kom- ast hjá að minnast á skemmt- analíf okkar íslendinga almennt. AÐALBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR: ÞJÓÐARBÖL- IÐ MIKLA kippa burt öllum hömlum, fá áfengan bjór og fá áfengisútsöl- ur sem allra víðast, aðrir vilja aðflutningsbann á áfengi, sem þó sjálfsagt er illframkvæman- legt eins og sakir standa. Um á- fenga ölið og útsölustaðina skal það aðeins sagt, að reynslan hef- ur sannað það hvað eftir annað, að áfengisnautn eykst að sama skapi, sem auðveldara er að ná í það, og kemur það mest niður á unglingunum, sem sízt kunna fótum sínum forráð. Hvað við- víkur aðflutningsbanni á áfengi, þá hlyti það að taka langan tíma að koma því á, og hér er svo mikil hætta á ferðum, að ekki er hægt að bíða, eitthvað verður að gera strax í dag, og það verður að vera sameiginlegt átak þjóðarinnar, veg'.na æsk- unnar og framtíðarmenningar þjóðarinnar ætti enginn að sker- ast úr leik. Við búum við mjög víðtæka áfengislöggjöf, sem ekki er göm- ul orðin, en þó búin að sýna sig í framkvæmd. Ég er ein af þeim mörgu, sem á sínum tíma var löggjöf þessari mjög andvíg og taldi hana á margan hátt ófull- nægjandi, enda hafa frá upp- hafi verið uppi háværar raddir um, að ýmissa róttækra breyt- inga væri þörf. Um það ætla ég ekki að tala hér, því að einnig það mun taka tíma, of langan tíma. Hér ætla ég aðeins að ræða um, hvað hægt er að gera strax í dag, og það ar mikið, því að þrátt fyrir gallaða áfengislög- gjöf mundi ástandið verða stór- um þolanlegra, að því er ungl- ingana áhrærir, væri henni stranglega framfylgt af öllum, sem hlut eiga að máli. Barnaverndarnefnd Reykjavík- ur auglýsti fyrir -nokkrum dög- um, að framvegis yrði gengið ríkt eftir að framfylgt yrði á- kvæðum um útivist barna á kvöldin. Þetta er gleðilegt og vomndi. að það takist, þar með ættu t.d. sjoppusetur barna og Eg held, að það sé meira og minna útbreidd skoðun hjá okk- ur, að ekki sé hægt að skemmta sér vínlaust, og að veizlur og hátíðahöld njóti sín engan veg- inn, ef Bakkus er ekki boðinn með. Mætti segja mér, að þessi afstaða fjöldans yki meira á al- mennan drykkjuskap en nokk- urn grunar. Þetta er þó auðvit- að fjarri öllu lagi, mætti í því sambandi minna á Alþingishá- tíðina 1930, þar sem vínið var gert útlægt; en sú hátíð tókst með afbrigðum vel, og er af þeirri ástæðu ekki hvað sízt minnisstæð öllum, sem tóku þátt í henni. Þá má og geta þess til verðugs- heiðurs þeim, sem að því stóðu, að á afmæli Akureyr- arbæjar í sumar, sem stóð eina viku, var áfengisútsölunni þar lokað, og opinberar veizlur voru vínlausar. Varla hefðu þessir há- tíðisdagar verið eins skuggalaus- ir og raun bar vitni, hefði ekki þetta ráð verið tekið, og ekki heyrði ég annað en að ráðstöf- unin vekti almenna ánægju, þeg ar til kom. Það væri fljót aðgerð, sem eng- an undirbúning þarf, að opinberir aðilar og svo þjóðin öll tæki upp þann sið að stofna til hátíða og gleðifunda án víns. Afleiðingarn- ar mundu fljótt koma í ljós, og meira en flest annað hafa áhrif á almenningsálitið, að því er vín- drykkju snertir. Ég vil svo að lokum minnast með nokkrum orðum á skemmt- analíf unglinganna, sem af eðli- legum ástæðum er talið eitt hið ömurlegasta fyrirbrigði í þjóð- lífi okkar nú á dögum. Er það furða, þó að unglingarnir haldi, að það þurfi vín til að skemmta sér og að það fari út í öfgar hjá þeim, þegar þeir alast upp við þann hugsunarhátt eldra fólks- ins, sem lýst hefur verið hér að framan. Æskan þráir gleði og samlíf með félögum, og hún verður að læra að finna þetta Framh. á 15. síðu Um síðustu helgi flutti Arnheiður Sigurðardóttir fyrirlestue fyrir almenning í 1. kennslustofu Háskóla íslands, um Benedikt Grön- dal Sveinbjarnarson og sér í lagi störf hans í íslenzk- um fræðum. Að loknum fyr irlestrinum, sem fluttur var fyrir fullum sal áheyr- enda tilkynnti dr. Guðni Jónsson prófessor, að hálfu heimspekideildar, að Arn- heiður hefði lokið prófi og væri brautskráð meistari f íslenzkum fræðum. Þrjár konur íslenzkufræð- ingar Það er til siðs, að sá, er geng ur undir meistarapróf í íslenzk um fræðum, fái úthlutað til- tekið efni eftir síðasta próf og flytji um það opinberan fyrir- lestur með einnar viku undir- búningi, og var Arnheiði valið efnið, sem að ofan greinir. En meistaraprófritgerð hennar fjallaði um sjálfvalið efni, hí- býlahætti íslendinga á miðöld- um. Ekki væri óeðlilegt, að fleiri íslenzkar konur hefðu lagt fyr- ir sig íslenzk fræði en raun er á. Þær eru aðeins þrjár, sem lokið hafa prófi í þeim fræð- um við Háskóla íslands. Fyrsrt varð Karolína Einarsdóttir, er lauk kandidatsprófi fyrir nokkr um árum. Nokkru síðar varð Nanna Ólafsdóttir fyrst ís- lenzk kona meistari í fslenzk- um fræðum, og nú á dögunum Arnheiður Sigurðardóttir önn- ur með því prófi. Við hittum hana að máli fyrir helgina til að forvitnast um námsferil hennar. Hún er dóttir Sigurðar bónda, kennara og skálds á Arnarvatni Jónssonar og konu hans Hólmfríðar Pétursdóttur. Áhuginn á efninu vaknaöi í Höfn — Hvers vegna völduð þér elztu híbýlahætti á íslandi sem rannsóknar og ritgerðarefni til meistaraprófs? — Eiginlega vaknaði fyrst á- huginn fyrir efninu nokkru áð- ur en ég fór að lesa til stúdents- prófs — var þá við tungumála- og bókmenntanám í Kaup- mannahöfn. Eg tók kennarapróf hér heima og stundaði kennslu í nokkur ár. Fór svo til Kaup- mannahafnar á kennaraháskól- ann og var þar einn vetur. Þar kynntíst ég finnskri stúlku, sem lagði stund á híbýlafræði, hafði húsgagnastíla sem sér- grein. Eg fór oft með þessari stúlku að skoða þjóðminjasafn- ið í Höfn og af því spratt löng- un hjá mér til að kynnast forn um íslenzkum húsum og hvern- ig fólk hefði búið um sig fyrr á öldum, en annars hafði á huginn áður verið á bók- menntasviðinu. Þegar ég kom seinna til Noregs og skoðaði þar gamla húsmuni og byggða- söfn, jókst áhugi minn enn meir. Svo þegar heim kom, fór ég að lesa undir stú- dentspróf, — tók það I áföngum og lauk því 1954, settist svo í íslenzkudeild háskólans um haustið. Lítt plægður akur — Hafa margir íslenzkir fræðimenn gefið sig að þessu efni? 8 T í M I N N, sunnudagurinn 14. okt. 1961..

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.