Tíminn - 14.10.1962, Blaðsíða 15

Tíminn - 14.10.1962, Blaðsíða 15
0 Neytendasamtökin eru nú að hefja sókn tii eflingar starf semi sinni bæði með öflun nýrra meðlima og meiri út- gáfustarfsemi. Samtökin eru öllum opin, hvar á landinu #em er, og verður starfsemi samtakanna og tilgangur kynnt á fundum í ýmsum kaupstöðum utan Reykjavíkur næstu vikurnar. fslenzku neytendasamtökin eru þriðju elztu í heimi og hlútfalls- lega fjölmennust og virkust. Tala meðlima er nú rúmlega 5000, og á síðastliðnu ári voru bókuð mál, sem samtökin höfð'ir milligöngu um lausn á fyrir einstaklinga, um 800 talsins. Sókn til öflunar nýrra guðmundar Bergþórugötu 3. Simar 19032, 200TO. Hefur ávaftt tii sölu allar teg undir bifreiða rökum biíreiðir i umboðssölu Öruggasta biónustan GUÐMUNDAR BergþóniBÖtu 3. Sfmar 19032, 20070 Frá Jfeklu Austurstræti 14 Sími 11687 Sendum hvert á land sem er Góðir greiðsluskilmálar meðlima er þegar hafin, og verður tekið á móti nýjum meðlimum í símum 19722, 15659 og 36042. Ár- gjald er kr. 40.00, og er Neytenda- blaðið innifalið í því, ásamt rétti til lögfræðilegra upplýsingá og aðstoðar vegna kaupa á vörum og þjónustu. í stað leiðbeiningabæklinga og félagsrits sem samtökin hafa til þessa gefið út, verður nú hafin útgáfa blaðs í stærra broti og fjölbreyttara að efni, sem ber nafnið Neytendablaðið. Fer ein- takafjöldi eftir mætti, en vonazt er til, að hægt verði að gefa það út mánaðarlega. Neytendasamtökin eru aðili að aðþjóðastofnun neytendasamtaka og hafa þannig rétt til að birta niðurstöður rannsókna allra þeirra samtaka, sem aðild eiga að Al- þj óðastof nuninni. Meðal mála, sem samtökin hafa haft afskipti af nýlega, má nefna kartöflumálið, sem allra athygli hefur vakið að undanförnu og er nú senn til lykta leitt. Ejjnnig er ástæða til að fagna því, að loks h.efur verið sett ný reglugerð um fiokkun og mat á smjöri og ostum og voru tillögur samtakanna í sam bandi við samningu þeirrar reglu- gerðar allar teknar til greina. T ollgæzlu- menn til landamæra Monakos NTB-Monte Carlo, 13. okt. Franskir tollgæzlumenn héldu í morgun til landamæra Frakklands og Monakos í fylgd með vopnuðum lögreglu mönnum. Nú á að taka upp tollskoðun og vegabréfaeftir- lit á landamærunum, þar eð ekki hefur náðst samkomulag um að endurnýja samning þann, sem verið hefur milli landanna fram til þessa um þetta efni. Samningaviðræðurnar fóru út um þúfur í gær, og var ástæð- an sú, að íjöldi franskra fyrir- tækja hefur flutt aðalbækistöðvar sínar til Monako til þess að kom- ast hjá því að borga skatta af starfseminni. Menn höfðu ekki búizt við því, að Frakkar myndu strax fram- kvæma ákvörðun sína um landa- mæragæzlu, og var yfirleitt talið, að hér væri aðeins um grín að ræða, en svo virðist ekki vera. í Monte Carlo gengur allt sinn vanagang, og rullettan snýst stöð rgt. Þó verður stjórn hins litla furstaríkis ið reyna að komast að einhverri niðurstöðu um það, hvað gera skuli við hin frönsku fyrir- tæki, því viðræður verða að öllum líkindum teknar upp að nýju milli landanna. Vilja beita Bretum NTB-New York, 13. okt. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt til- lögu þar sem þeim tilmælum er beint til brezku stjórnar- innar, að hún beiti áhrifum sínum til þess að afnumdar verði þær hömlur, sem stjórn Suður-Rhodesíu hefur lagt á Joshua Nkomo og flokk hans. Nýr sendikennari Prófessor Herman M. Ward frá Trenton State College í New Jers ey í Bandaríkjunum, mun starfa í vetur sem sendikennari við Há- skóla íslands á vegum Fulbright- stofnunarinnar og flytur hér fyrir lestra og kennir amerískar og enskar bókmenntir. — Prófessor Ward heldur námskeið fyrir al- menning, þar sem hann flytur fyr irlestra um Modern American and British Poetry. Verður námskeið- ið 'haldi á miðvikudagskvöldum kl. 8,15—9. Fyrsti fyrirlesturinn verð ur fluttur n.k. miðvikudag 17. okt. kl. 8,15 e.-h., og eru þeir sem taka vilja Þátt í námskeiðinu, beðnir að mæta í VI. kennslustofu Há- skólans. ( Frá Háskóla íslands). Ný prentvél MB—Reykjavík, 13. okt. Dagblaðið Þjóðviljinn kom út í morgun í nýjum búningi. Hefur brot blaðsins stækkag og eru nú sex dálkar á hverri síðu. — Blaðið er nú prentað í nýrri prent vél, hverfiprentvél og er prentun mun betri en áður var á Þjóðvilj- anum. Ekki er blaðið samt prent- að í litum. — Til hamingju! Bindindisdagur í Hafnarfirði Bindindisdagsins verður minnzt í Hafnarfirði með samkomu í Hafn arfjarðarkirkju kl. 8,30 í kvöld. Helgi Tryggvason, kennari, flytur erindi, séra Garðar Þorsteinsson, prófastur flytur ávarp, einsöng syngur Árni Jónsson, undirleik j annast Páll Kr. Pálsson, og kirkju I kórinn syngur. Tillagan var samþykkt með 84 atkvæðum gegn 2, en 11 lönd sátu hjá við atkvæðagreiðslua. Norður löndin greiddu tillögunni öll at- kvæði, en Suður-Afríka og Portú- gal voru einu löndin, sem voru á móti. Meðal þeirra, sem sátu hjá við atkvæðagreiðsluna voru Banda ríkin, Frakkland og Nýja Sjáland. Þess er óskað í tillögunni ,að Nkomo fái aftur frelsi sitt, en hann var settur í fangelsi fyrir nokkrum vikum, og starfsemi flokks hans, Þjóðernissinnaflokks ins, bönnuð. Sömuleiðis er farið fram á það, að allir þjóðarleiðtog ar í landinu, sem nú sitja í fang elsi, verði látnir lausir hið bráð- asta. í hljómleikasal Framhald af 5. síðu. sveitarstjórann stendur þetta allt til bóta. Strickland og Rögnvaldur hlutu góðar og hlýjar móttökur, og auðfundið, að einleikarinn á alltaf sinn sama verðskuldaða sess í hugum hlustenda. U.A. Þjóðarbölið Framhald af 8. síðu. annars staðar en á vínknæpum og skrallstöðum. Hér er það sem kalla verður á ábyrgð heimil- anna, fyrst og fremst. Jafnvel þó skólar og aðrir opinberir að- ilar geri allt það fyrir æskuna, sem hugsanlegt er, að þeir geti látið í té, þá verður unglingur- inn rótlaus og vegvilltur, ef heimilið gefur honum ekki þann grunn til að standa á, sem hann þarfnast. Ekki eingöngu öryggi að því er snertir lífsafkomu og athvarf í vandræðum og erfið- leikum, heldur líka skemmtana- líf með félögum. Það þurfa ekki að vera dýrar skemmtanir með miklum veitingum og sízt af öllu með víni, það þarf heldur ekki mikið húsrými, ef ylur hjartans er fyrir hendi, en það þarf skiln- ing foreldranna á lífi og kröfum barnsins og þörf þess á samlífi við félagana. Það getur kostað foreldrana tíma, sem þau vildu kannske nota til eigin skemmt- analífs, en það mundi þá sjálf- sagt gefa þeim í staðinn gleði, sem er heilbrigðari og varir leng ur en dægurskemmtanir. Getum við flutt skemmtanalíf unga fólksins yfir á heilbrigð- ara form en nú er, þá hefur mikið áunnizt. Aðalhjörg Sigurðardóttir. íslenzk fræSi Framhald af 9. síðu. ur upp úr kafinu, að þeir hafa skilið hana allt öðruvísi en ég. Þetta er einmitt mjög skemmti- legt. Enda hefir skáldkonan sagt, henni hafj ið'ulega fund- izt, sem hún hafi ekki endan- lega skilið við persónurnar í sögum sínum, heldur hljóti þær að halda áfram að lifa sínu lífi. Sumir eru þeirrar skoðunar, að Blixen sé rómantískt skáld. Það er ég ekki. Eg get ekki betur séð en hún sé oft og tíðum mjög raunsæ. Auðnuleysi hefur hún lýst betur en flestir höfund- ar að mínum dómi. En hún hef- ur gaman að setja sögur sínar á annarleg svið. Eg hef þegar þýtt tvær bækur, sem komu út í fyrra og hitteðfyrra, Vetrar- ævintýr og Síðustu sögur. Það hefir verið óskað eftir, að ég þýddi fyrstu bók hennar, Seven Gonic Tales, sem gerði hana heimsfræga samstundis. En ég veit ekki, hvort ég legg út í það erfiða verk. Annars er auð- veldara að þýða hana af ensku en dönsku, stíll hennar nýtur sín betur á enskunni. En mig langar eiginlega til að snara síðustu bók hennar á íslenzku, Skygger pa græsset. Það er yndisleg bók. — G.B. LEIKHÚS ÆSKUNNAR sýnir Herakles og Agías- fjósið Leikstjóri: GÍSLI ALFREÐSSON í kvöld kl. 8,30 í Tjarnarbæ. Sími 15171 Miðasala frá kl. 4 í dag. T í M I N N, sunnudagurinn 14. okt. 1962. — 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.