Tíminn - 17.10.1962, Blaðsíða 1

Tíminn - 17.10.1962, Blaðsíða 1
Auglýsing í Tímanum kemur daglega fyrir augu vandlátra blaða- lesenda um allt land. Tekfó er á móti auglýsingum frá kl. 9—5 í Banka- stræti 7, sími 19523 232. tbl. — Miðvikudagur 17. okt. 1962 — 46. árg BJORGU N AR UKKNAÐI ÁB-Þorlákshöfn, 16. okt. Ungur maður fórst, er vélskipið Helgi Hjálmars- son strandaði nokkru vest- an Þorlákshafnar seint í gærkvöldi. Maðurinn er Valgeir Geirsson, 27 ára gamall og lætur eftir sig unnustu og tveggja ára dóttur. Þrír menn voru á bátnum, er vélin bilaði og hann rak að landi. Mennirnir komust í gúmbjörgunarbát, sem síðan rak upp að klettabeltinu við ströndina. Tveir þeirra komust við illan leik á land, en Val- geir hvarf í brimið. Leita'ð hef- ur verig að Iíki hans í allan dag, en ekkert hefur fundizt. Vélskipig Helgi Hjálmarsson er rúmlega 20 tonna eikarskip, sem hefur í sumar verið gert út á dragnót frá Þorlákshöfn. Eigandi þéss var skipstjórinn, Hlöðver Helgason úr Hafnar- firði. Me'ð honum réru Valgeir Geirsson heitinn, Unnsteinn Jónsson og tveir menn aðrir. í gærmorgun lögðu þremenn ingarnir af stað á skipinu frá Þorlákshöfn áleiðis til Hafnar- fjarðar að lokinni vertíð. Eftir rúmlega k'ukkustundar siglingu frá Þorlákshöfn, bilaði vélin og FORFALLAÐIST -f«wíSH»Beykjavík, 16. okt. — Vélstjóri á Helga Hjátaarssyni, sem fórst í gærkvöldi, var í sumar Kristinn Sigurðsson, Jófríðarst'aðaveg 10 í Hafnarfirði. Hann skarst á hendi morguninn, sem m.b. Helgi lagði af stað frá Þorlákshöfn, og Því fór hann ekki með bátnum í hans síðustu ferð, heldur fór landleiðina til Hafnarfjarðar. skipið tók að reka í átt til lands. Ekki tókst að fá vélina í gang aftur. Skipig var þá statt um átta nu'lur frá landi og þrjár mílur austur af Sel- vogsvita. Gerðar voru ítrekaðar tilraun ir til þess að kalla á aðra báta gegn um talstöðina og einnig var reynt að ná í Vestmanna- eyja-radió og var'ðskip, en allt kom fyrir ekki. Ekkert heyrð- ist í talstöðinni. Skipið rak á legufærunum sifellt nær landi. Um klukkan hálf sex var Það komið undir Iand. Skipverjarnir óttuðust, að legufærin héldu ekki, og fóru því í gúmbát. Þeir voru í bátn- utn til klukkan sjö, en þá voru þeir komnir upp í kletta. Þá Ienti brotsjór á bátnum. Vi'ð það köstuðust þeir Hlöðver Helgason 'skipstjjOTii'-og Valgeir hcitinn úr bátnum. Eftir það sást ekki meira til Valgeirs. Hlöðver náði taki á steini, þegar hann hafði sogast út tvisvar eða þrisvar sinnum. Þar sem bátinn bar að eru klcttarn ir eitthvað á a'ðra mannhæð. Hlöðve tókst að festa sig á steininum og síðan að komast upp á klettinn. Unnsteinn Jónsson varð eftir bátnum, sem lamdist utan í klettana. Nokkru síðar féll hann úr bátnum og var talsvert lengi í sjódum. Soga'ðist hann fram og aftur í brimgarðinum. Hlöðver kom Unnsteini til hjálpar þarna og tókst með miklum erfiðismunum ao' n';i honum uipp. Gekk brotstjórinn yfir þá báða á meðan. Þegar þeir voru komntr heilu og höldnu upp á ströndina, var klukkan orðin hálf-átta. Þeir leituðu að Valgeir í myrkrinu, en án árangurs. Héldu þeir þá af stað til Þor- lákshiafnar. Fundu þeir sínia- línuna fra Selvogi til Þorláks- hafnar og fylgdu henni. Hálfri stundu fyrir miðnætti voru þeir komnir til Þorlákshafnar. Báturinn straindaði um kvöld ið á sama stað og gúmbátur- inn, Var hann þar óbrotinn Framh. á 15. síðu Þessi mynd var tekin á strandstað í gær, og sýnir hún hið illa leikna skip, sem hefur brotnað mikið og er nú ekki annað en brakið eitt. Ströndin er þarna lítt árennileg. (Ljósmynd: HB). VALGEIR GEIRSSON / FANGELSI FYRIR FJÓRA BlLÞJÓFNAÐI í DAG BIRTIR BLAÐIÐ VIÐTAL VIÐ MENNINA TVO, SEM KOMUST LÍFS AF ÚR STRANDíNU t3'y/\-:>; BÓ-Reykjavík, 16. okt. S.l. laugardag var 24 ára gamall Reykvíkingur dæmdur í sakadómi í þriggja mánaða varðhald óskilorðsbundið fyr ir þjófnað á fjórum bílum. Gunnlaugur Briem sakadómari kvað upp dóminn. Maður þessi stundaði vinnu á Keflavíkurflug- velli s.l. vetur. Að kvöldi 7. marz var hann staddur á vellinum og hafði þá drukkið meira brennivín en svo hann fengi staðizt löngun sína til að handfjalla bifreiðar. Varð honum fyrst gripið til bif- reiðar varnarliðsmanns og ók henni fram og aftur um völlinn, uns ferðinm lyktaði með sprungn um hjólbarða upp við staur. Mað- urinn vildi ekki gefast upp við svo búið og snaraðist inn í trukk frá varnarliðmu, sem hann ók um völlinn meðan benzín entist. Hann fór þá enn að leita sér farartæk- is og sá hilla undir Volkswagen varnarliðsmanns. Bíllinn var op- inn og lyklarnir í kveikjulásnum. Maðurinn settist við stýrið, ók út aí flugvellinum og lét gamminn geysa til Reykjavíkur, þar sem hann nam ekki staðar heldur keyrði sem leið liggur upp í Hval- Framh. á 15. síðu Hættulegí ordæmi NTB—London, 16. október. Fastanefnd Alþjóðlega sigl- ingaráðsins lét í dag í ljósi, að komið yrði um kring sameiginlegum refsiaðigerð- um, ef Bandaríkin láti verðia af banni á vöruflutningum til Kúbu. Bandaríkin hafa lagt ti'I, að öllum skipum, sem sigla undir sama fána, verði meinaður aðgangur að bandarískum höfnum, ef eitt skip er staðið að vopnaflutn- ingum til Kúbu. Fastanefnd in leggur á það áherzlu, að þetta muni skapa alvarlogt fordæmi fyrir öryiggi í al- þjóðlegum siglingum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.