Tíminn - 17.10.1962, Blaðsíða 2

Tíminn - 17.10.1962, Blaðsíða 2
UR ÖÐRUM LÖNDUM DANSKA ÞJÚDMINJASAFN- ID OPNAR GAMLA 6RÖF Af mikilli leynd er í und- irbúningi aS opna gamla gröf í Vestervig-kirkjugarði í Danmörku. Eru þaS þó ekki neinir grafarræningjar sem hafa þetta á prjónunum heldur sjálft hiS virSulega ÞjóSminjasafn Dana. í leg- staS þessum eru grafin hjónaleysi ein sem uppi voru á 16. öld, Liden Kirsten og Buris prins. Li- den Kirsten var systir Valdi- mars I. konungs Dana að því er sagnfræSingar herma, en þó er ekki fullvíst um upp- runa hennar. Sama máli gegnir um Buris prins og er þó allt meir á huldu um hvernig hann er til kominn. Þau unnu hvort öðru hugást- um en máttu ekki njótast fyrir ofríki grimmlyndra ættingja og er af því mikil harmsaga. Ljómi er þó enn yfir minningu þeirra og hefur það til skamms tfma verið hefð, að hjón, sem hafa ALÞÝÐUBLAÐIÐ hefur vakiS sér- staka athygli á þvi, að hungur sverfur að fólki i Alsir, og leikur börn harðast. Erlend blöð hafa að undanförnu vakið athygli á þessu með myndum og greinum og hvatt til skjótrar hjálpar. Barnahjálp ýmissa landa og Rauði krossinn hafa hafið fjársöfnun til þess að bjarga alsírskum börnum frá hung urdauða. 'Hví skyldu íslendingar ekki taka þátt f því? Áskorun Al- þýðublaðsins var áhrifarík og tíma- bær. — Væri sjálfsagt, að Rauði krossinn, sem er einu alþjóðlegu hjálparsamtökin, sem hér starfa, tæki eð sér forystu um málið. Fleiri mættu og gætu þar að unnið — verið gefin saman í Vestervig- kirkju hafa að vígslu lokinni gengið út í garðinn þar sem leg- staður elskendanna er og lagt þar á blómsveig. Dauðadans Valdimar konungur refsaði systur sinni gri'mmilega fyrir það að leggja hug á prinsinn og eru af því sagnir, að hann hafi knúið hana til að dansa unz hún að lokum hné niður ör- magna og andaðist af áreynslu. Endalok prins Buris voru á sama hátt hörmuleg, hann lét líf sitt í hlekkjum, og hermir sagan, að hann hafi áður verið handhöggvinn. Bróðir og systir Grafir hinna ólánsömu elsk- enda snúa göflum saman og eru á þeim legsteinar fornir, róm- anskir að gerð, höggnir kross- marki. Slík tilhögun á tvöfaldri gröf er ekki annars staðar þekkt og vita menn ekki gjörla hvað þvi veldur. Latnesk á- letrun er á steininum, máð af vindum og vatni og sorfin af tímanna tönn og hafa menn ekki getað ráðið letrið nema að litlu en forystan og framkvæmdastjórn ætti að vera í höndum Rauða krossins. ÍSLENDINGAR geta áreiðanlega sér að meinalausu lagt fram góðan skerf til að seðja hungur alsírska barna. Þessi börn eiga að erfa frjálst land og fullvalda ríkl. Hér er gömul og gróin menningarþjóð að stíga fram til frelsis í samfélag þjóða, og eldar frelsistökunnar eru ekki enn slokknaðir. Glæpir heims ins eru margir, en barnahungur er einn hinn versti og svívirðileg asti. Ábyrgð á þeim glæp bera ekkl þelr einir, sem eru þjóðbræð ur sveltandi barna. Slíka ábyrgð ber allur heimurinn og fyrst og leyti. Þar hyggja menn þó, að skráð hafi verið orðin „hróðir“ og „systir" en ekki er óyggjandi að svo sé. í blóma lífsins Gröfin hefur verið opnuð áð- ur. Þar var Þjóðminjasafnið einnig að verki undir forystu J. B. Löffler. Löffler rannsak- aði grafirnar sem reyndust hlaðnar granítsteinum og var sérstaklega búið um höfðalag. Interpol er ekki alþjóðleg lögreglusveit eins og al- menningur heldur. Interpol hefur enga spæjara á sínum snærum sem þjóta heims- hornanna á milli og elta uppi bófa og glæpamenn. Þetta eru tómar sögusagn- ir og heilaspuni sem á rót sína að rekja til þess að kvikmyndir hafa ruglað fólk í ríminu og ímyndunaraflið hlaupið með það í gönur. Interpol sendir aldrei út leyni- lögreglumenn. Fulltrúar á síðasta alþjóðaþingi Interpol náðu ekki upp í nefið á sér fyrir vonzku vegna þess hvað starfsemi þeirra er ranglega túlkuð í kvikmynd- um, skáldsögum, sjónvarpi, aug- lýsingum og öðru slíku, og þeir sendu sérstaka áskorun til allra ríkisstjórna þar sem farið var fram á það að hið opinbera beitti sér fyrir því að binda endi á þessa vitleysu. Alþjóðasamvinna Interpol er samvinna margra ríkja um lögreglumál og einn þáttur í starfseminni er að afla upplýsinga um glæpamenn sem fremst þær þjóöir, sem eiga gnægð matvæla. Þessari ábyrgð verður ekki dreift. Hún leggst með fullum þunga á hvern einstakling. En sam tök og bræðralag getur máð út svívirðinguna. Gerum okkur þessa ábyrgð Ijósa og leggjum fram skerf okkar. Sá, sem seður eitt barn, seður hundrað börn. Leggj- um hönd að samtaka verki og minnumst þess, að við erum ekki fyrst og fremst að gera góðverk á börnum suður í Alsír, heldur að gegna skyldu okkar og afmá eigin afbrot. Á slíkum hugsunarhætt' einum er unnt að grundvalla einr heim og eitt mannkyn. — Hárbarður. Grafirnar eru norðan við kirkj- una og fannst í vestari gröfinni beinagrind af karlmanni sem sýnilega hafði verið í blóma lífs ins og á léttasta skeiði er hann andaðist. í austari gröfinni var beinagrind af konu, sem sýni- lega var fullþroska en ung að árum. Höfuðlagið var tiltakan- lega fagurt, andlitið fremur mjótt og ennið hátt. Sýnilega hafði fyrr verið rót að f gröf þeirra. Handhöggvinn Að lokinni rannsókn voru beinagrindurnar lagðar í leg sitt á ný og gengið frá öllu svo sem það hafði verið. Dr. Möller Christiansen fór til Vestervig í fyrradag til þess að undirbúa opnun hinna sögu- frægu grafa og vonast vísinda- menn eftir því að nútímatækni geri þeim nú kleift að lyfta hulu leyndardómsins, sem hvílt hef- ur jafnan yfir örlögum hinna ungu elskenda. Meðal annars hyggja menn að hægt verði að ganga úr skugga um, hvort Bu- ris prins hafi verið handhöggv- inn eins og sagan hermir. starfa á alþjóðlegum vettvangi. Interpol fer alltaf að lögum hvers lands, sem það starfar í. Aðildarríkin eru 76 og er ekk- ert Sovétríkjanna með í spilinu. Ef leitað er að glæpamanni og lögreglan í einu ríki telur ástæðu til þess að halda að hann leynist í öðru landi, þá er það hlutverk Interpol að skerast í leikinn og æskja Þess að lögregla viðkom- andi ríkis hneppi mann í fjötur unz mál hans hefur verið rann- sakað. Ef eftirlýstur glæpamað- ur kemur ekki í leitirnar þá eru allir starfsmenn Interpol látnir vita og þeir beðnir að gera að því gangskör að hafa uppi á manninum. Þessa stundina er for seti Interpol brezkur maður, Richard Jackson, varamenn hans og nánustu samstarfsmenn eru frá Pakistan og Mexíkó. Aðrir æðstu menn eru frá Túnis, Grikk landi, Sviss, Þýzkalandi, Chile og Filipseyjum. Flest hinna nýju nýju ríkja í Afríku hafa óskað aðildar að samtökunum. Glæpamennska Ljósmyndir af hundruð þúsund glæpamönnum eru geymdar tryggilega bak við lás og slá í höfuðbækistöðvunum í París. Starfsmennirnir hafa gert sér eitt fullkomnasta kerfi sem þekk ist í veröldinni og það tekur þá ekki nema nokkrar mínútur að finna t.d. ljósmynd af manni sem ekki.er ann’að vitað um en að hann sé Þjóðverji eða Svisslend ingur, stingur við á hægra fæti og er sérfræðingur í þvi að falsa dollaraseðla. Interpol hefur getið sér bezt- an orðstír fyrir að koma upp um vítæka glæpahringi sem störfuðu á alþjóðlegum vettvangi og smygluðu gulli, seldu og smygluðu eiturlyfjum og fram- leiddu það, og enn fremur seðla- fölsun. Áður en nokkru ríki er veitt aðild að Interpol verður það að tryggja að það því gengur ekki annað til en vernda þegna sína gegn glæpamönnum. Því Interpol hefur engin af- ’kipti af stjórmálum, trúmálum | ’ða kynþáttamálum. | Það heldur sig algerlega við | glæpamennskuna. Bóndinn á Staksteinum Halldór Kristjánsson á Kirkjubóli sendir „bóndanum á Staksteinum“ bréfstúf, og er það svar við nafnlausu tilskrifi, dálítið heimalegu, sem þar kom fram ti'l Halldórs fyrir nokkru. Halldór segir: „Staksteinar Mbl. 6. október sl. eru sagðir vera úr bréfi, sem „norðlenzkur bóndi skrif- ar Maðinu“. Frá eigin brjósti segir ritstjóri blaðsins að lok- um; „Þetta sagði bóndinn fyrir norðan. Mun flestum finnast, að hann hafi vel mælt og vitur- lega.“ Ekki getur blaðið um nafn á „bóndanum fyrir norðan“ Lát um hann vera óskírðan. Nafn'ið skiptir minnstu. Það, sem „bóndanum fyrir norðian" liggur á hjarta, er að ger.a athugasemd við þau um- mæli mí,n í Tímanum 26. sept. að laigður sé á bændur eina manna sérstakur skattur ti'I að draga úr lánsfjárkreppu í land- inu. „Bóndinn fyrir norðan“ segir: — Útgerðarmenn hafa sinn Fiskim'álasjóð, sem er sams konar lánasjóður fyrir þá og stofnlánadeildina fyrir bændur. Þeir hafa um langt skeið greitt af sinnj fram- leiðslu til hans samkvæmt lög- um „sérstakan skatt“ 1,8% af brúttóverði vörunniar, eða yfir 30 millj. kr. á ári. „Norðlenzki bóndinn" slær því föstu, að útgerðarmenn greiði al'lt, sem útgerðin greið- ir. Um það getur e.t.v. átt við það, sem Stephan G. kvað: „Hálfsannle'ikur oftast er óhrekjandi lygi.“ En þegar ég Stundaði sjó var kallað, að sumt af útgerðar- kostnaðinum væri gre'itt af ó- skiptu, og þannig er það í naun og veru enn þann dag í dag. Svo virðist mér að sé um þetta gjald til Fiskimálasjóðs. Ekkí af óskiptu Það er h'ins vegar ákveðið í hinum nýju lögum um Stofn- lánadeild bænda, að búvöru- gjaldið — 1% af verði iand- búnaðarvara — skuli ekki telj- ast með rekstrarkostnaði bú- skaparins og þannig ganga inn í vcrðlagsgrundvöllinn oig valda hækkun á afurðiaverðinu. Þess vegna hlýtur þetta gjald að leggjast á BÆNDUR EINA MANNA, lækka tekjur þeirra frá því sem þær eru áður á- kveðnar sem líkastar tekjum annarra vinnandi alþýðumanna frá ári til árs. Gjiald'ið er ekki tekið af óskiptu. Þetta vænti ég, að bændur l'áti ekki „áróð- ur óvandaðra ma,nna og lýð- skrumara dylja fyrir sér til lengdar“, svo að ég noti orð- bragð „bóndans fyrir norðan“. Bcðið um vottorð Er þessi gjaldlieimta siam- bærileg við framleiðslugjaldið til Fisk'imálasjóðs? Útgerðar- menn haf,a margsinnis átt í samningum við ríkisstjórn um kjör sín. f sumar var gerðar- dómur látinn ákveða hluta- skipti á síldveiðiflotanum. Nú vi'l ég biðja „bóndann fyrir norðan“ að fá það opinberlega staðfest af einhverjum þeirra manna, sem einhvern tíma hafa fjallað um slíka samninga, að þetta framleiðslugjald hafi EKKI verið talið með óhjá- kvæðilegum rekstrarkostnaði útvegsins og dregið frá, áðttr en fundið var, hvað útgerðar- Framhald á bls. 13. Gröf Linden Kirsten og elskhuga hennar viS Vestervlgklrkju. Á FÖRNUM VEGI INTERPOL 2 T f M 1 N N, miðvikudagurinn 17. okt. 1962

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.