Tíminn - 17.10.1962, Blaðsíða 15

Tíminn - 17.10.1962, Blaðsíða 15
„Ég var búinn að gera það upp við mig að þessu væri lokið“ KII-MB-Reykjavík, 16. okt. Fréttamenn frá Tímanum hittu HlöSve Helgason, skip- stjóra, og Unnstein Jónsson, matsvein, aS máli á heimili skipstjórans á UrSarstíg 10 í HafnarfirSi í kvöld, um klukkustund eftir aS þeir komu heim. Þeir voru hressir eftir volkiS, en höltruSu báS- ir, og bundiS var um höfuS Unnsteins. Hvorugur þeírra er alvarlega meiddur og má þaS teljast kraftaverk, eins og fram kemur í frásögn þeirra. Skipstjóranum sagðist svo frá: — Við höfðum verið í tvo og hálf- an mánuð á dragnótaveiðum og vorum á leið heim. Við höfðum verið fimm á, en tveir voru farnir af bátnum, svo við vorum aðeins þrír. Við lögðum upp frá Þorláks- höfn um ellefu leytið í gærmorg- un og vorum búnir að sigla í um það bil klukkutíma, þegar vclin bilaði. Við' lögðumst þá við akkeri og kölluðum á hjálp. Þau köll fcáru ckki árangur, og eftir klukku tíma vorum við orðnir rafmagns- lausir og gátum ekki gert vart við okkur eftir það. Svartaþoka var á allan tímann, svo engin von var til að skip rækjust á okkur svona grunnt. Við vorum ekki nema um þrjár mílur frá Selvogsvitanum, en sá- vm hann aldrei. Okkur rak í átt til lands. Þá þorðum við ekki ann- að en að yfirgefa bátinn og freisfa þess að ná landi í gúmbátnum. Við vorum rétt komnir út í hann, þegar það gerðist, sem við höfð- iim óttast, að festar Helga slitnuðu og hann rak upp í klettana. —Gúmbáturinn veltist í um það bil klukkustúnd fyrir utan brimgarðinn. þar sem útsogin ýttu lionum alltaf frá, en svo fór,’ að' við lentum í honum og fengum þá strax á okkur brot, og eftir það varð ekki við neitt ráðið. Mig tók út úr bátnum í fyrsta sjó, og ég held að Valgeir heitinn hafi þá tekið líka út. Brotsjór fleygði mér tvisvar upp að fjögurra til fímm metra háu berginu, en án þess að ég næði handfestu, en í þriðja sjónum tókst mér að ná taki. Það var mikil mildi, að ég skyldi ekki meiðast neitt í þessu, nema hvað ég flumbraðist á höndum og hné. HVAR STENDUR DANMÖRK? NTB-Kaupmannahöfn, 16. okt. Eitt aðalumræðuefni danska þingsins, nú eftir að það hefur tckið til starfa að nýju, er Dan- mörk og Efnahagsbandalagið. Það hefur heldur ekki dregið úr mik- ilvægi málsins, að síðustu vikurn- ar hefur sá orðrómur komizt á kreik, að Danmörk verði að láta sér nægja aukaaðild að bandalag- inu, en þessum orðrómi hefur ver ið afneitað af mörgum aðilum. Poul Möller, sem hafði orð fyr- ir íhaldsmönnum á þinginu, fór fram á það við forsætisráðherrann Jens Otto Krag, að hann gerði grein fyrir því, hver staða Dan- merkur væri nú, eftir þær sögur, sem gengiö hafa um aukaaðild- ina. . Frá vinstri: Unnsteinn Jónsson, matsveinn og Hlöðver Helgason, skip. stjóri. — Myndin var tekin á heimili Hlöðves í gærkvöldi. (Ljósm.: Tíminn,—RE) Þegar ég var kominn upp, fór ég strax að svipast um eftir félög- um mínum. Valgeir heitinn sá ég aldrei, en um það leyti tók sjór- inn Unnstein og sá ég hann lengi skolast í briminu. Eg fór niður í rnitt bergið, á stall, sem þar var, Kvöldvaka Stúdenta félags Reykjavíkur í Glaumbæ Vetrarstarf Stúdentafél. Reykja- víkur er nú að hefjast. Félagið gengst fyrir kvöldvöku í Glaumbæ á föstudaginn n.k. Á kvöldvökunni mun Kristinn Hallsson syngja negralög. Séra Sveinn Víkingur rifjar upp gaml- ar minningar frá náms- og starfs- árunum. Að lokum verður nýstárleg keppni milli lögfræðinga og lækna en lögfræðingar verða spurðir út úr læknisfræði og læknar út úr lögfræði, Þessum þætti stjórnar Friðfinnur Ólafsson, forstjóri, en dr. Björn Sigfússon, háskólabóka- vörður, verður prófdómari. Fulltrúar lækna í keppni þess- ari eru Björn L. Jónsson, Ólafur Tryggvason og Úlfar Þórðarson, en lögfræðingarnir eru Páll Lín- dal, Sigurður Baldursson og Sveinn Snorrason. Ekki er að efa, að keppni þessi verður mjög tvísýn og mikil vís- indi borin á borð fyrir viðstadda. Síðar í þessum mánuði gengst félagið svo fyrir almennum um- ræðufundi, sem verður nánar sagt frá, er þar að kemur. Deila um skattinn BÓ-Reykjavík, 16. okt. — Næstk. miðvikudag verður tekig fyrir í Hæstarétti mál, sem fjármálaráð herra höfðar f.h. ríkissjóðs á hend ur Eimskipafélagi fslands. Þar er um skattamál að ræða, en það er risið út af mati á hlutabréfum. Málflytjendur eru Einar Ásmunds son f.h. ríkissjóðs og Einar Bald- vin Guðmundsson f.h. Eimskipa- félagsins. eg í einu brotinu kastaðist hann þangað og ég náði í hendina á honum. Til allrar guðs lukku var Unnsteinn ekki slasaður og gat því hjálpað til við að komast upp klettinn, ella hefði ég aldrei hft að koma honum upp. Þá snerum við okkur að Unn- steini, sem sagði okkur, að hann hefði ekki tekið eftir, þegar félaga hans tók út og brugðið illilega í brún, þegar hann sá, eftir nokk ur brot, að hann var orðinn einn eftir. — Eg rauk út í annan borðstokk inn, til þess að reyna að ré'tta bátinn við og lenti þá í sjóinn. Þar sogaðist ég lengi til og frá. Eg var búinn ag súpa mikinn sjó, og var mjög af mér dregið, þegar Hlöðve tókst að ná í mig. Eg var búinn að gera Þag upp við mig, að þessu væri lokið, og skipaði Hlöðve að sleppa mér, enda óttaðist ég, að ég tæki hann meg mér í sjóinn. En Hlöðver lét sig ekki og ég áttaði mig, og því er ég hér. — Þegar við vorum komnir upp á bergið fórum vig strax að svipast um eftir Valgeir, kölluð- um á hann og leituðum nokkra stund, en án árangurs, enda myrk ur skollig á, og sá varla út úr augum. Við lögðum af stað til Þorlákshafnar um hálfáttaleytið, annars hugsuðum við ekki um tímann. Eg hafði misst af mér bæði stígvélin, og Hlöðver lánaði mér sokkana sína, því hann var í stígvélum. En ég gekk fljótlega niður úr þeim og er nú ærig sár- fættur, en sárir fætur og skrám ur á höfði geta ekki talist meiðsli eftir allt þetta volk. — Við komum til Þorlákshafnar laust fyrir miðnætti, sagði Hlöð- ver skipstjóri, og fengum þar dá- samlegar móttökur, og björgunar sveit lagði strax af stað. ENGINN FUNDUR BOÐAÐUR Enginn nýr sáttafundur hefur verið boðaður í síldveiðideilunni. Jón Sigurðsson tjá.ði blaðinu í gær, að málið stæðu með öllu ó- breytt og hefðu félögin engar ráð stafanir gert. í fangelsi Framhald af 1. síðu. fjörð og linnti ekki fyrr en undir Iiafnarfjalli. Þar nam hann stað- ar á mel og fór að' sofa í bílnum. Um morguninn ók hann niður undir Akranes og skildi bilinn þar eftir. Engin skrásetningarmerki voru á bílnum þegar hann fannst, og heldur maðurinn sig hafa tek- ið þau af á leiðinni að sunnan. Sjálfur hélt hann fótgangandi inn i þorpið og fékk bílferð með kunn ingja sínum til Reykjavíkur. Aðfaranótt 4. júlí í sumar var sami maður staddur á Aureyri, ölvaður sem fyrr. Þar leit hann girndarauga mjólkurbíl, sem stóð nálægt höfninni og kom honum f gang með því að setja nagla í kveikjulásinn. Ók hann svo um bæinn og dró ekki af sér fyrr en hann lenti í sjálfheldu við ullar- þvottastöð Gefjunar. Þar var mað- urinn handsamaður meðan hann var að reyna að losa bílinn. Auk þriggja mánaða varðhalds var maðurinn sviptur ökuleyfi ævilangt frá 4. júlí s.l., en þá var hann sviptur leyfinu til bráða- birgða af yfirvöldunum fyrir norð- an. Auk þess var manningum gert að greiða allan sakarkostnað, þar með talin málsvarnarlaun verj- anda síns. Tvær skaðabótakröfur komu frá eigenduim bílanna á Keflavíkurflugvelli, 'kr. 2500 og kr. 1800, og var maðurinn dáemd- ur til að greiða báðar þær upp- hæðir. Maður þessi hafði árið 1957 hlotið 45 daga skilorðsbundinn varðhaldsdóm og verið sviptur ökuleyfi 15 mánuði fyrir bflþjófn- að og ölvun við akstur. Hann stóðst þá skilorðið, en á nú engu skilorði að fagna. 230 þús. kr. sekt GS—Isafirði, 16. okt. Dómur var kveðinn upp í dag í máli skipstjórans á togaranum Dragon, FD—60, sem varðskipið Óðinn tók í landhelgi aðfaranótt sunnudagsins. Ekki var sá fram- burður skipstjórans, að hann hefði ekki verið að veiðum, heldur að- eins með ólöglegan útbúnað veið arfæra, tekinn gildur og var hann dæmdur í 230 þúsund króna sekt og afli og veiðarfæri gerð upp- tæk, en hann var búinn að fiska um 900 kits. Til vara var skip- stjórinn, Roy Betcher, dæmdur í 8 mánaða varðhald-. Heimir Hannesson form. Varðbergs Aðalfundur Varðbergs var hald- inn í Iðnó á mánudagskvöld. — Fundurinn var fjölsóttur og eftir venjuleg aðalfundarstörf fóru fram frjálsar umræður. f stjórn fyrir næsta starfsár voru kjörnir: Form.: Heimir Hannesson; 1. vara form. Björgvin Vilmundarson; 2. varaform. Bjarni Beinteinsson; ritari Björgvin Guðmundsson; -— gjaldkeri Ólafur Egflsson og með stjórnendur Birgir ísleifur Gunn- arsson; Jón Arnþórsson; Stefnir Helgason og Jóhannes Sölvason. frá Alþinei Framhald af 6. síðu langmestu leyti frá virkjunum og orkuveitum, sem komið hefur ver- ið upp af ríkinu eða með stuðningi þess. Hinir, sem njóta ekki enn þessara þæginda, eiga einnig rétt á því, að bætt verði úr þörfum þeirra í þessu efni, svo fljótt sem mögulegt er, og þeir eiga rétt á eð fá án óþarfrar tafar vitneskju um hvers þeir megi vænta. Með flutningj þessarar tillögu pi' lögð áherzla á, að þetta þýðing- armikla mál verði tekið til skjótr- ar ákvörðunar og úrlausnar. Tók út af björgunarbát Framhald af 1. síðu. fram að flóðinu um nótina. Þá tók hann að liðast í sundur á klettunum, og var í dag orðinn spónbrot'inn. Aðeins miðskipið stendur eftir, og við hliðina á því er vélin og mastrið. Hinir h’lutar bátsins eru e'ins og hrá- viði á tveggja—þriggja mílna svæði á ströndinni. Strandið varð vcstast á kletta ströndinni vestur af Þoriáks- höfn. Nokkru vestar hverfa klettarnir, en segja má, að björgun hefði verið vonlaus, ef báturinn hefði strandað um 100 metrum austar, því þar eru klettamir miklu hærri. Um nóttina fóru björgunar- sveitir frá Þorlákshöfn og úr Selvoginum að leita að Valgeir, en það bar engia,n rangur. í dag var aftur farið að leita, og var ieitað á ai'lri strönd'inni frá Se'Ivogsvita að Þorlákshöfn, en leitin bar enn ekki árangur. Nú stendur til að hefja Ieit á mý að líki Valge'irs. Mjög erfitt er að leita á þessum slóðum, ströndin er klettótt og full af hellum. Gromyko og Kennedy Framhald af 3. síðu. Sameinuðu þjóðunum. Hann ræddi við Kennedy um Berlín í Hvíta- húsinu 6. október í fyrra. Utanríkisráðherra V-Þýzkalands Gerhard Schroeder hefur rætt við bandaríska stjórnmálamenn f Was- hington undanfarna daga. I dag ræddi hann við Dean Rusk utan- ríkisráðherra og í dag átti hann að ræða við McNamarra land- varnarráðherra. í morgun er ætl- unin að hann ræði við Kennedy forseta. Næsta skrefið í viðræðum Vest- urveldanna um Berlínar-málin er heimsókn Adenauers kanzlara til Washington, en hann er væntan- legur þangað í nóvember og á að ræða við Kennedy í Hvítahúsinu 7. nóvember. Aöalfundur F.U.F. Framhald af 16. síðu kosningu. Formaður var kosinn Steingrímur Hermannsson. Aðrir í stjórn eru: Páll Heiðar Jónsson, varaformaður; Jón Aðalsteinn Jónasson, gjaldkeri; Hjördís Ein arsdóttir ritari; Kári Jónasson fjár málaritari; Ingibjörg Jóhannsdótt ir; Gunnar Árnason; Gunnar Bjarnason; Björn Gunnarsson og Ragnar Gunnarsson. A fundinum voru einnig kjöm ir fufltrúar á þing SUF og í Full trúaráð Framsóknarfélaganna. Félagar í F.U.F. eru nú nær 800 talsins. 18 Afríkuríki CFramhald af 3. síðu). etfir að dragast á langinn. Flest þessara landa voru áður nýlend- ur_ Frakka. í sumar var Afríkuríkjum, sem verið hafa undir stjórn Breta boðið að gerast aukaaðilar að Efnahagsbandalaginu á sama hátt og ríkjunum 18. Var þelta mikil tilhliðrun af EBE, en þá þegar hafnaði Ghana boðinu. Hefur það vakig mikla undrun landanna 18. að nokkur enskumælandi ríkjanna hafa hafnað boðinu um að fá aukaaðild að EBE. Þrátt fyrir það að löndin séu óánægg vegna þess hversu mikifl dráttur hefur verið á því, að samkomulag um skil- málana ag aðild Þeirra náist, eru þau öll sammála um það, að þau vilja gerast aðilar að bandalag- inu, og að þeim hefur verið boð- in mjög góg kjör. Auglýsið í Tímanum litiiiiiwtiiiwmmmmi T í M I N N, miðvikudagurinn 17. okt. 1962 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.