Tíminn - 18.10.1962, Blaðsíða 5

Tíminn - 18.10.1962, Blaðsíða 5
 IÞRDTTIR ritstjori hallur simonarson Mikið starf knatt- spyrnudeildar Vals — Ægir Ferdinandsson endurkiorinn formaður Stjórn knattspyrnudeildar T/als hélt aðalfund sinn sl. mánudag. í skýrslu stjórnar- innar kom fram, að starfsem- in á árinu hefur verið mjög öflug og átta mót unnizt. For- maður fyrir næsta ár var end- urkjörinn Ægir Ferdinands- son. Hér á eftir fara nokkur atriði úr skýrslu stjórnarinn- ar. Stjórn sú, sem nú skilar af sér störfum, var kosin á þriðja aðal- fundi deildarinnar 30. okt. 1961, og hefur því starfað í 50 vikur. Formaður var kosinn Ægir Ferdinandsson, en aðrir kosnir st j órnarmeðlimir skiptu þannig með sér verkum; varaform. Guð- mundur Ólafsson, gjaldkeri Frið- jón Friðjónsson, ritari Axel Þor- björnsson og spjaldskrárritari Guð mundur Ingimundarson. Vara- menn voru kosnir Sigurður Marels Sigruðu í 5. flokki 5. fl. a. — Fram — haust- meistarar 1962. Fremri röð, talið frá vinstri, Sveinn Ey- þórsson, Bjarni Ingólfsson, Jón G. Jónsson, Jón Péturs- son, Jón Sigurðsson, Einar Ragnarsson og Þór Konráðs- son. Aftari röð, Alfreð Þor- steinsson, þjálfari, Sigur- geir Sigurðsson, Birgir Sig- urbjörnsson, Rúnar Vil- hjálmsson, Friðrik Guð- brandsson, Axel Clausen, Kristinn Jónsson, Jón Norð- qvist og Helgi Númason, B þjálfari. son, Elías Hergeirsson og Ormar Skeggjason. Stjórnin hélt 19 bókaða fundi, sem flestir voru haldnir í félags- heimilinu að Hlíðarenda. Varamenn sátu alla stjórnar- fundi til hagsbóta fyrir framgang félagsmála, og má segja að fundir hafí verið mjög vel sóttir. í stjórn K.S.Í. átti sæti, formað- ur félagsins, Sveinn Zoega, en auk hans var Gunnar Vagnsson kosinn varamaður K.S.Í. á síðasta aðalfundi sambandsins. Eitt fyrsta verk hinnar nýskip- uðu stjórnar á s-1- ári var að ná samkomulagi um innanhússæf- ingatíma í hinu glæsilega íþrótta- húsi, og útvega þjálfara fyrir hina ýmsu flokka og þá sérstak- lega meistaraflokk, en það hefur verið mikið vandamál undanfarin ár. Stjórnin framlengdi samning við Murdo McD'ougall til 1. okt. þ. á. um þjálfun yngri flokkanna. Geir Guðmundsson og Murdo þjálfuðu 2. flokk fyrst í stað, en þegar kom fram á vor tók Geir einn að sérþjálfun 2. flokks, svo að Murdo gæti einbeitt sér betur að 3., 4. og 5. flokki. Þakkar stjórn in Geir fyrir hans mikla og fórn- fúsa starf í þágu félagsins og 2. flokks. Haukur Gíslason og Murdo þjálf uðu 3. flokk með góðum árangri. Vill stjórnin sérstaklega þakka Hauki Gíslasyni fyrir hans mikla áhuga og vonar að knattspyrnu- deildin fái að njóta starfskrafta hans áfram. Murdo þjálfaði 4. flokk, en Sig- urður Ólafsson var honum til að- stoðar yfir vetrartímann. Þórarinn Eyþórsson og Murdo þjálfuðu 5. flokk, en það er sá flokkur, sem fjölmennastur er. Reynsla undanfarinna ára hefur sýnt, að nauðsynlegt sé að skipta flokknum, því mjög mikill munur er á hæfileikum þessara litlu fé- laga. Var flokknum því skipt í A og B lið, sem æfðu sérsíaklega, og svo C og D. Þessi breyting hefur orðið til góðs, eins og árangur 5. flokks sýnir. Aðalverk stjórnarinnar var hið margra ára gamla vandamál með útvegun á góðum þjálfara fyrir meistara- og 1. flokk. Svo vel vildi til, að Óli B. Júnsson, sem þjálfað hefur KR í mörg ár, var á lausum kili, og átti formaður viðræður við hann um þjálfun meistara- og 1. flokks fyrir Val. Samkomulag r.áðist til eins árs, frá 1. janúar til 31. 12. 1962. Óli B. Jónsson er talinn einn sjallasti þjálfari landsins, og hafa leikmenn Vals kunnað að meta hin ar ágætu æfingar hans, skipulag allt og þann áhuga sem hann hefur sýnt flokkum þeim, sem hann hef- ur þjálfað. Það eru mörg ár síðan leikmenn meistaraflokks hafa ver- ið í jafn góðri æfingu, eins og síðastliðið keppnistímabil. Árang- urinn kom líka í Ijós. Meistara- flokkur lék aukaleik til úrslita um íslandsmeistaratignina, og þó sig urinn hafi ekki orðið okkar megin, verðum við að þakka þann árang- ur, sem náðist, og vona, að ver?; Óli B. Jónsson hjá Val áfram, sé þessi árangur í sumar aðeins for- leikur að sigurgöngu næstu ára. Mikil rækt var lögð við 1. flokk, enda sigraði sá flokkur í Reykja- víkur- miðsumarsmótinu. Stjórnin þakkar Óla fyrir hans ágæta starf og vonar, að áfram- hald geti orðið á starfi hans fyrir félagið. Sérstök nefnd starfaði til að á- kveða kapplið meistara- og 1. flokks. Nefndina skipuðu Óli B. Jónsson, Ægir Ferdinandsson og Guðmundur Ólafsson. Fyrir áramót höfðu allir flokkar einn tíma í viku í íþróttahúsinu, nema 5. flokkur, sem hafði 2 tíma. Eftir áramót fékk meistara- og 4. flokkur einn tíma til við- bótar. Á sunnudögum æfðu meist- ara- og 1. flokkur úti fyrir hádegi, en 2. flokkur eftir hádegi. Um miðjan apríl byrjuðu allir flokkar að æfa úti, og hafði þá hver flokk- ur 3 æfingatíma í viku. Æfinga- sókn var góð í öllum flokkum, enda úrvalsþjálfarar með hvem flokk. ■ Danska knattspyrnuliSIS AGF lék nýlega gegn ítalska 1. deiidar MSinu Torina í heimavelli þess, og varS jafntefli 2—2. Henning Enoksen, hinn kunr,: danskl landsliSsmaSur skoraSi bæSi mörk AGF og urSu forráSa- menn Tormó svo hrifnir af lelkni hans, aS þeir buSu honum 700 þúsund danskar krónur ef hann vildi gerast atvinnumaSur hjá liSinu í þrjú ár. ÞaS er nær helmingi hærri upphæS- en dönskum knattspyrnumanni hefur veriS boSIS áSur, fyrir aS gerast atvinnumaSur á Ítalíu. Enoksen, sem er kennari í Árósum, vildi þó ekki ákveSa sig strax og ba* um aS fá aS hugsa máliS — en honum finnst þaS helzt' athugavert hvs tímlnn er langur. — Á myndinni sést Enoksen til hægri, ásamt þjálfara sínum, Toldi, viS heimkomuna frá ítaliu. Þórir Lárusson formað- ur skíðadeildar I.R. Skíðafólk í ÍR hefur unn- ið gott starf á þessu ári, og allar horfur eru á því að skiða starfið verði öflugt hjá félag- inu í vetur. Stærsti atburður- inn á s.l. starfsári er sá, að tekinn var í notkun nýr og glæsilegur skíðaskáli félags- ins í Hamragili. Blaðinu hefur borizt skýrsla skíðadeildar ÍR fyrir s.l. starfsár, en aðalfundur deildarinnar var haldinn 10. þ.m. ÍR-ingar hafa verið sigursælir í skíðakeppni síð- astliðinn vetur og ber þar hæst nöfn þeirra Valdemars Örnólfs- scnar, Jakobínu Jakobsdóttur, Sleinþórs Jakobssonar og Guðna Sigfússonar Skíðaskálinn Lokið var við byggingu Skíða- skála ÍR á árinu, og var hann vigður 10. marz s.l. Skálinn er hinn myndarlegastj í hvívetna og sérlega smekkleg bygging. Er l;ann líklegur til að verða lyfti- stöng fyrir skíðaíþróttina og ÍR. Alla vinnu við skálann unnu íélagsmenn sjálfir í sjálfboða- vinnu, og allt það starf ber að 'ofa ekki siður en beztu íþrótta- afrek. Þarna hafa ÍR-ingar með elju og óeigingirm unnið starf sem á eftir að verða mörgum kyn- slóðum til gagns og skemmtunar. Mikill fjöldi Reykvíkinga, þar af fjöldj skólabarna, notfærði sér skálami í vetur og gera má ráð fyrir að margir leggi leið sína þangað þegar snjóa tekur á ný. í haust hafa ÍR-ingar unnið að vegalagningu að skálanum og að því að endurbæta skíðalandið. — Vinnutímar við bygginguna voru 24. sept. s.l. orðnir sem svarar 700 þús. kr. samtkls, en heildar- verð skálans mun vera um 1,4 milljónir Formaður skíðadeildar s.l. ár var Þórir Lárusson, og var hann endurkjörinn á aðalf. 10. þ.m. en auk hans Jakob Albertsson, Sig- urður Einarsson, Hörður Þórarins son, Ragnar Þorsteinsson og til vara Logi Magnússon og Reynir Ragnarsson. Unglingaleiðtogar eru Haraldur Pálsson og Ágúst Björns son. Santos varð meistari Sigurvegararnir í Evrópubikar- keppninni í knattspyrnu, Benfica, töpuðu nýlega 2—5 í leik gegn Suður-amerísku meisturunum Santos. Leikurinn fór fram á heimavelli Benfica í Lissabon, en áður hafði Santos unnið Benfica á heimavelli 3—2. Pele, hinn snjalli landsliðsmaður Brazilíu, átti stærsta þáltinn í þessum sigri Santos, og skoraði sjálfur þrjú mörk. TÍMINN, fimmtudaginn 18. október 1962 S

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.