Tíminn - 18.10.1962, Blaðsíða 9

Tíminn - 18.10.1962, Blaðsíða 9
Roger Tory Peterson, Guy Mount fort, P. A. D. Hollom: FUGLAR ÍSLANDS OG EVRÓPU. Finn- ur Guðmundsson íslenzkaði og staðfærði. — Almenna bóka- félagið. — 1962. HVER hefur ekki fylgt eftir fugli með augunum, dáðst að lit- um hans og óþvinguðum hreyfing- um? Og hver hefur ekki hlustað á hin dillandi hljóð skógarþrastar- ins á vori eða angurværan klið snjótittlinganna að vetrarlagi? Hver hefur ekki leitt hugann að frelsi þeirra, högum og háttum? Hver hefur ekki leitað að hreiðr- um og átt sitt eftirlætishreiður, fylgzt með eggjum þess og ung- um? Margur hefur hafið náttúruskoð- un sína á Því að fylgjast meg fugl- um eða safna eggjum. Þýðandi þessarar ágætu bókar var ekki hár í lofti, er hann gerði sínar fyrstu fuglaathuganir og skráði þær í litla vasabók. Sama er að segja um Roger Tory Peterson, sem átti frumkvæðig ag útgáfu slíkra handbóka sem þeirrar, er Almenna bókafélagið gaf út í s. 1. júnímánuði. Forvitnin að kynnast fuglum nánar kom því til leiðar, að þeir Guy Mountfort og R. T. Peterson hittust á Hawk Mountain í Bandaríkjunum 1949. Hinn fjöl- kunni fuglafræðingur Mountfort hafði kynnzt hinum handhægu og nákvæmnu fuglabókum R. T. Petefsons um fugla í Bandaríkj- unum. Fyrsta bók hans, sem kom á markaðinn 1934 — A Field Guide to the Birds — olli straum- hvörfum. Mikið lesmál stórra fræðirita var stytt í símskeytastíl, en þó svo hnitmiðað, að einkenni hverrar tegundar komu glöggt í ljós til samanburðar vig sérkenni annarra. Nákvæmar teikningar í litum eða svart-hvítar gera sam- anburðarlýsingarnar enn Ijósari. Sérkennin eru dregin fram og á þau bent með örvum. Allar teg- undirnar eru sýndar í litum á fæti eða á sundi. En til þess að auð- velda enn frekari ákvörðun teg- undarinnar er fuglinn sýndur á svart-hvítri teikningu á fugli í hópi annarra skyldra tegunda og hann þá séður bæði ofan frá og eins að neðan. Sé munur á kynj- um, eru þau bæði sýnd og þá einn- ig ungfugl. Sé fjaðrahamur að vetri annar en að sumri,- er fugl- inn einnig sýndur í vetrarbúningi. R. T. Peterson er fæddur með þeirri náðargáfu að vera hvort tveggja: hinn ötuli fræðari og hinn nákvæmi kennari. Hann liðar viðfangsefnið sundur, leitar uppi aðalatriðin og bregður þeim upp í mismunandi búningi, svo að þau verða augljós og áberandi — og því minnisstæð. Aðallýsing hvers fugls hjá honum skiptist aðeins í þrennt: 1. Einkenni, þ. e. sérkenni fugls- ins úti á víðavangi. 2. Röddin, þ. e. háttur þess hljóðs, sem fuglinn gefur frá sér á flugi eða á jörðu. 3. Kjörlendi, þ. e. landsvæði þau, sem fuglinn kýs sér til varps eða ætileitar. 'Dreifing fuglsins um þann hluta jarðarinnar, sem bókin nær til, er sýnd á litlu landabréfi. Mynd viðkomandi fugls fylgir ekki aðallýsingu, heldur birtist hún á myndasíðu, þar sem skyldir fuglar eru saman eins og á fjöl- skyldumynd. Á blaðsíðunni gegnt myndasíðunni er svo birtur úr- dráttur aðallýsingar hvers fugls undir nafni hans, og sé fuglinn varpfugl á hinu umrædda land- svæði, er framan við nafnig svart- ur depill. Hringur framan við nafn gefur til kynna, að fuglinn er fargestur, vetrargestur eða flækingur á svæðinu. Þetta er i höfuðatriðum það kerfi, sem R. T. Peterson samdi og felldi fuglalýsingar sínar í. Hann gerði úr þeim bækur, sem nutu strax vinsælda og höfundur hlaut verðlaun fyrir, t. d. Brewst- er verðlaun Sambands amerískra fuglafræðinga 1934; Borroughs- verðlaunin 1948 fyrir bókina „Birds Over America", og að síð- ustu do-ktorsnafnbót hjá Franklin og Marshall College 1952. Hinir miklu listrænu hæfileikar Peter- sons, samfara ötulli náttúruskoð- un og löngun til þess að kynna öðrum dásemdir náttúrunnar, hafa skapað og þróag hjá honum þá sérstöku aðferð að setja fram stutt FUGLAR ÍSLANDS OG EVRÓPU - Dr. Finnur Guðmundsson ar, ákvarðandi greiningar fugla — og raunar fleiri dýra og jafnvel jurta — í nákvæmum samanburð- armyndum og fáeinum lýsingum. Alþýða manna fagnaði þessari að- ferð, og vísindamenn viðurkenndu hana. Fyrstu viðurkenninguna og fögnuðinn mun aðferð Petersons hafa hlotig í drengjaskólanum í Boston, þar sem hann var kennari um skeið. Ég kynntist fyrst bók eftir Pet- erson 1946, og síðan hafa bækur hans verið mér kærir kunningjar. Eftir að bókin „A Field Guide to the Birds of Britain and Europe“ kom út 1954, hefur hún verið mér samferða á mörgum ferðum mín- um og oftast, er ég hef opnað hana, hef ég óskað þess, að hún væri skrifuð á íslenzku — og ekki hvað sízt, Þegar kennarar og aðr- ir hafa leitt talið ag fuglalífinu og tilfinnanlega hefur komið í ijós, hve mikill skortur var á handhægri ákvörðunarbók um ís- lenzka fugla. Að sönnu eigum við íslending- ar aðgang að bókum og ritgerðum um íslenzkt fuglalíf. Fremst þar í flokki er bók dr. Bjarna Sæ- mundssonar, „Fuglarnir" (Rvík 1936). „Fuglabók Ferðafélags ís- lands“ (leiðarvísir til að átta sig á íslenzkum fuglum), eftir Magn- ús Björnsson (Rvík 1939) missti marks sem handhæg ákvörðunar- bók, þar eð lýsingar urðu of lang- ar og myndir ósamstæðar. Hún varð aldrei sá leiðarvísir, sem henni varð ætlað að verða. Þá er að nefna „íslenzkir fuglar" greina flokk eftir dr. Finn Gumundsson í Náttúrufræðingnum 1952—1956. í þessum flokki ritaði dr. Finnur um 14 tegundir. í greinum þessum mun vera að finna hinar nákvæm- ustu upplýsingar um viðkomandi tegundir íslenzkra varpfugla, sem birzt hafa. Dagblaðið Tíminn birti 1957 all- margar smá.greinar um íslenzka og erlenda fugla, eftir dr. Finn Guð- mundsson i þættinum „Lífið í kringum okkur". í Ferðahandbók- inn| birtist yfirlitsgrein um íslen%ká |íigla ef|jr dr. Finn. Á árunum 1930—1940 gaf Vis- indafélag íslendinga út í 3 heft- um: „Die Vögel íslands" eftir Gunter Timmermann. Ritið var skráð á þýzka tungu, eins og heiti þess ber með sér. Þetta rit og öll önnur, sem rituð hafa verið á erlendum málum, eru enn fjær því en hin fyrrtöldu íslenzku að vera aðgengiieg ákvörðunarrit fyrir almenning. Þegar eftir útkomu bókarinnar „A Field Guide to the Birds of Britain and Europe" 1954, hóf dr. Finnur Guðmundsson að at- huga möguleikana á að fá bókina gefna út á íslenzku. Vegna sam- vinnu og kunningsskapar við höf- unda gat hann komið því til leiðar, að þegar útgáfufyrirtækið Collins lét prenta myndir bókarinnar vegna þýðinga á erlendar þjóðtung ur, voru þær einnig prentaðar fyr ir íslenzka útgáfu. Á myndasíðun- um var enginn texti. Þegar þetta gerðist, hafði dr. Finni tekizt að fá Almenna bókafélagið til þess að gefa bókina út. Á hann sjálfan dæmdist að annast þýðingu, enda íslendinga færastur til þess. Mönnum mun eflaust finnast, að það muni hafa verið auðunnið verk fyrir dr. Finn að þýða rúm- lega 300 blaðsíðna alþýðlega hand- bók, Þar sem hann hefur fengizt við fuglafræði um rúmlega 30 ára skeið, utan lands og innan, í söfn- um og úti í náttúrunni, og er einn vitrasti fuglafræðingur nútímans. Þeim sem þannig álykta, skjátlast mjög verulega, því að þýðingin var síður en svo á.hlaupaverk, og skuiu hér nokkur atriði nefnd. í umsögnum og auglýsingum um bókina er bent á að dr. Finn- ur hafi orðið að gefa 420 íslenzk- um fuglategundum nöfn. Um leið og hann fékkst við þessa nafna- smíð, leyfði hann sér, sem rétt var og mikil nauðsyn, að endurskoða þau nöfn á Menzkum varpfugl- um og öðrum fuglum, sem fræði- menn seinni tíma hafa notað. Árig 1941 kemur út í Kaup- mannahöfn á forlagi Ejnars Munks gaard „Glossarium Europar Avi- um“ (Nafnaskrá evrópskra fugla), eftir H.I. Jörgensen og Cecil I. Blackburne. Dr. Bjarni Sæmunds- son tók saman íslenzkt fuglatal í rit þetta. Dr. Bjarni lætur birta þarna íslenzk nöfn 198 tegunda. Af þessum nöfnum hefur dr. Finn- ur hafnað 56 algjörlega, en lag- fært eða vikið við 11 (t.d. sefönd verður sefgoði; hnotkráka verður hnotbrjótur o. s. frv.). Þar eð í „Fuglabók AB“ eru nöfn 573 teg- unda — og samkvæmt þeirri stað- reynd, að af nöfnum fuglatals dr. Bjarna hefur dr. Finnur hafnað eða vikið til 67 nöfnum, nær nafna smíð hans til 442 tegunda. f „Fugl ar íslands og Evrópu“ er 452 teg- undum raðað i 62 ættir. í „Fugl- arnir“ eftir dr. Bjarna Sæmunds- son eru ættirnar 33. Dr. Finnur hefur notað á 23 ættir hin sömu nöfn og dr. Bjarni og vikið einu til (hrafnaætt verður höfrunga- ætt). Á.g þessu viðbættu nær nafnasmíð dr. Finns til 481 nafns. Hefur dr. Finnur sýnilega lagt mikið verk í nafnasmíðina og hef ur án efa — því þess sjást ljós merki — farið vandlega yfir eldri fuglatöl. Með nafnasmíð þessari færir hann til notkunar í málinu fugiaheiti, sem niður höfðu verið felld, en finnur að bezt hæfir að nota þau í samsettum orðum, t.d. þerna, goði. skotta, drúði, doðra, þvari, o. s. frv. Hann hyllist til að nota ættar- nafnig sem síðari hluta í nafni tegundar, t. d. Goðaætt (var í ,,Fuglarnir“ Sefandaætt) heita tegundirnar fimm: Toppgoði (var toppsefönd); Sefgoði (var stóra- sefönd, (,,Fugl.“); Flórgoði (var sefönd (,,Fugl.“); Stargoði og Dverggoði. Þá er Brúsaættin (var í „Fugl.“ Lómaætt). Þar heita tegundirnar fjórar: Himbrimi (heldur hefðbundnu nafni); Sval- brúsi; Glitbrúsi (var litli-him- brimi) og lómur (óbreytt). í fyrra dæminu sést gleggst sú viðleitni dr. Finns^ sem að var vikið hér á undan. í síðara dæm- T f M IN N , fimmtudaginn 18. október 1962 inu sést, ag hann lætur gömul hefðbundin nöfn halda velli, þótt þau riðli kerfinu. Rétt er að geta þess, ag glitbrúsa kallar Jónas Hallgrímsson í fuglatali sínu norð brúsa — og hefði verið freistandi að láta það nafn lifa, en dr. Finn- ur mun án efa hafa valig honum annað nafn vegna þess, að fuglinn er suðrænni tegund en íslenzki brúsinn, himbriminn. Mér þyki vænt um, að dr. Finn ur notar hið hefðbundna nafn Vestmanneyinga sæsvölur í stað sjósvölur, sem dr. Bjarni Sæ- mundsson notar í „Fuglarnir". (f myndskrá mun án efa vera prent- villa, þar sem stendur: „2 sjósvöl- ur“ o. s. frv.). Það er svo í sam- ræmi við kerfisbindingu dr. Finns, að hann kallar „stóru sæsvölu“ storm-svölu, þar sem hann notar sæsvöluheitið á ættina. Ég tel, að dr. Finnur hefði átt að nota tækifærið og freista þess að afnema notkun orðsins „fýl- ingaætt", en taka t .d. í notkun „fúlmársætt“. Fýlingar er afbök- un orðsins fýlungar, eins og fýll- in er enn víða nefndur, en fúlmár er fornt heiti á fýl (sbr. háðkvæði Hallfreðs vandræðaskálds: „---- fúlmár á tröð báru — —“. Áður en ég skil við nafnasmíð- arnar vildi ég mega láta í ljós andúð mína á tveim nöfnum. Gargönd (Anas strepara, L.) er eitt nýyrði dr. Finns. Hér er um önd að ræða, sem er náskyld stokkönd. Þessi önd kallar dr. Bjarni Sæmundsson litlu-gráönd, en Magnús Björnsson gráönd. — Þessi önd hefur hjá alþýðunni haft mörg nöfn eins og flestar endur, t. d. litla-gráönd, grasönd, mýrönd, kilönd, blákollsönd, litla- stokkönd og Jónas Hallgrímsson kallar hana kvakönd. Rétt mun vera, að hún hefur einna hæst allra anda, en þar sem fuglinn á sér gömul íslenzk nöfn, hefði ver- ið rétt að velja eitthvert þeirra í •stag þess að smíða nýtt. Stokkönd er fallegt nafn, og hefði ekki verið samstætt ag nefna frænku hennar t.d. kílönd ef gráandarnafninu hefði vprið kastað? Þá er þag nýyrðið buslendur (gráendur, („Fuglarnir", Bj. S.), og grasendur, („Fuglabók F.í.“, M. Bj.). Hér er um safnheiti þess fiokks anda að ræða sem eigi kafa að fullu undir yfirborðið i ætileit, heldur dýfa sér til hálfs í e,a standa upp á endann í vatnsskorp- unni — með hausinn niður — til þess að róta í leðjunni eða reyta sér graskólfa. Busl er heiti á ó- fullkomnu sundi og fylgja því skvettur. Ég álít, að þessar endur hafi skvamp og skvettur sízt meira i frammi en kafendur, sem einmitt busla töluvert, þegar þær eins og hlaupa eftir vatnsfletinum við flugtak, en „buslendurnar“ aftur á móti hefja sig beint upp án alls buslugangs. Minnsta kosti þrjái tegundir þessara anda ganga með- al íslenzkrar alþýðu undir nafninu grasendur. Þær eru grasætur, og kjörlendi þeirra er lækir, flóð, kílar, seftjarnir o. s. frv., og þvi mælir allt með þvi, að heildar- heiti þessarar ættkvíslar væri á- fram grasendur. Hefði ekki verið tilvalið að velja ísl. tegundum ættkvislarinnar þessi heiti? Stokk önd,' kílönd, urtönd? morblesi Ueggja niður rauðhöfða heitið), grafönd og skeiðönd. Þá hefði ég kunnað oetur við heitið: Kol- þerna en sótþerna, þar sem ör- nefnið Kolþernumýri er til i Vest- ur-Hópi. Hljóð þau, sem fuglarnir gefa frá sér, eru allmisjöfn. Hver fuglategund á sér sérstaka rödd, sem er eins gott ákvörðunarein- kenni og litarsérkennin í fjaður- hamnum. Vegna þess eru fugla- raddir teknar upp á plötur eða festar á segulbönd. Erlendis er farið að gefa út fuglabækur með grammófónplötum, er geyma radd ir þeirra fugla. sem í bókinni er Framhald á 13. slðu. 9

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.