Tíminn - 19.10.1962, Blaðsíða 6

Tíminn - 19.10.1962, Blaðsíða 6
Héraðsfundur Eyjafjarðarprófastsdæmis: Nauðsyn breytingar á prestskosningum Héraðsfundur Eyjafjarðarpró- fastsdæmis var þessu sinni hald- inn að Munkaþverá og Freyvangi í Grundarþingum fornu, sunnu- daginn 30. sept. og hófst kl. 2 e.h. með guðsÞjónustu í MunkaÞverár kirkju. . Sóknarpresturinn, síra Benjamín Kristjánsson, prédikaði, en Akureyrarprestar þjónuðu fyr ir altari. Síra Stefán V. Snævarr las bæn í kórdyrum. Söngflokkur kirkjunnar leiddi sönginn undir stjórn organleikarans, frú Hrund- ar Kristjánsdóttur. Kirkjan var þéttsetin. Þegar í messulok setti prófast- ur, síra Sigurður Stefánsson vígslu biskup, fundinn með ræðu, þar sem getið var helztu kirkjulegra viðburða í prófastsdæminu að undanförnu og mælt hvatningar- orð. Síra Pétur Sigurgeirsson flutti skörulegt erindi um æsku- lýðsstarfið, en að því stendur nú sérstakur félagsskapur í Hólastifti og vinnur að byggingu sumarbúða við Vestmannsvatn í Aðaldal. — Síra Ragnar Fjalar Lárusson rakti nokkra drætti úr prentunarsögu íslenzku Biblíunnar, fróðlegt yfir lit og snjallt. Var þá athöfninni í kirkjunni lokið með því að allir viðstaddir sungu „Son Guðs ertu með sanni.“ Því næst var ekig út að Frey- vangi, hinu vistlega félagsheimili sveitarinnar, þar sem fundinum var haldið áfram, og fundarmönn um búið veizluborð í boði kven- félagsins „Voraldar." Stóg fundurinn allt til kvölds og ræddi ýmis mál af miklu fjöri. Þessar samþykktir voru gerðar: 1. Um prestskosningar. „Héraðsfundur Eyjafjarðarpró- fastsdæmis, ihaldinn að Munka- þverá og Freyvangi 30. sept. 1962 er sammála ályktun síðasta al- menna kirkjufundar 1961, að nauð synlegt sé ag breyta núgildandi prestskosningalögum í það horf, að prestskosningar leggist niður, en prestaköllin verði veitt eftir tillögum biskups." Samþykkt með 10 atkvæðum gegn 2, en allmargir sátu hjá. 2. Um kirkjugarða. „Héraðsfundurinn skorar á næsta Alþingi að samþykkja frum varp það um kirkjugarða, sem kirkjumálaráðherra hefur lagt fyr ir þingið og kirkjuþing hefur af- greitt.“ 3. Um Skálholt og Hóla. „Héraðsfundurinn lýsir einróma fylgi sínu við stofnun lýðskóla í Skálholti. Jafnframt telur fundur inn að vinna beri markvisst að því, að endurreisa báða. biskups- stólana í einhverrl mynd, og legg ur áherzlu á, að þag mál verði rækilega undirbúið, og afgreitt svo sem unnt er, á næsta ári, er nýja dómkirkjan í Skálholti verð ur fullger, en minnzt verður tveggja alda afmælis dómkirkj- unnar á Hólum.“ 4. Um kirkjusönginn. „Héraðsfundurinn fagnar því, hve margar kirkjur prófastsdæm- isins hafa að undanförnu eignazt ný og vönduð hljóðfæri. Alveg sérstaklega þakkar fund urinn forvígismönnum kirkjusöngs ins og Söfnúðunum á Akúreyri og Siglufirði útvegun og öflún hinna miklu pípuoi'gela á þessum stöð- um, en með því framtaki eru þeg ar auðsæ tímamót í sögu kirkju- söngs og æðri tónlistar á tveim stærstu kaupstöðum norðanlands og nágrenni þeirra.“ 5. Um kirkjudaga. „Héraðsfundurinn ber fram þá ósk, að sem flestar kirkjur í pró- fastsdæminu komi á sérstökum kirkjudögum eða kirkjuvikum, þar sem möguleikar eru fyrir hendi.“ 6. Um helgihald. „Héraðsfundurinn vill minna opinberra aðila á friðhel"i sunnu dagsins og beinir þeim tiimælum til Þeirra, ag ekki séu ákveðnar óviðeigandi samkomur á messu- tíma.“ Ályktanir 2—6 voru samÞykktar í einu hljóði. Þá var rætt um nauðsyn þess, að samræma kirkjulöggjöfina og gefa út í handhægu og aðgengi- legu formi. f Prestsekknasjóð söfnuðust á fundinum kr. 910,00. Safnaðarfulltrúi Stærra-Árskógs sóknar, Marinó Þorsteinsson, odd- j viti í Engihlíð, baug fram, að næsti héraðsfundur yrði haldinn i Árskógi og var því boði tekið feginsamlega. í fundarlok ávarpaði prófastur viðstadda og þakkaði ánægjulegan dag, ekki sízt heimamönnum hlýj ar og ástúðlegar viðtökur. Lauk svo fundinum með helgistund, er prófastur leiddi, kveðjum og árn- aðaróskum. Fundinn sóttu sex prestar, auk Einars Einarssonar, djákna í Grímsey, sem var lengst ag kom- inn ,og 12 safnaðarfulltrúa. Gestir fundarins voru síra Björn O. Björnsson, sem á liðnu héraðs- fundarári þjónaði um skeið Möðru vallaklaustri, og Ágúst Sigurðsson stud. theol., er hafði þar prédik- unarstarf á hendi sumarlangt. — Enn fremur konur nokkurra fund armanna. Fréttir M landsbyggðinni Frystihús í byggingu á Hvolsvelli PE-Hvolsvelli, 15. okt. Hér hófst á laugardaginn bygg- ing stórs frystihúss, sem Kaupfé- lag Rangæinga og Sláturfélag Suð urlands standa að. Kaupfélagið á einn þriðja í húsinu, en Sláturfé- lagið tvo þriðju. Verkið var boð- ið út og var tekið tilboði Helga Valdimarssonar frá Hólmi. Standa vonir til að húsið verði tilbúið næsta ár og skuldbindur Helgi sig i tilboðinu til að skila húsinu fok- heldu 15. maí n.k. Húsið verður 830 fermetrar og 3555 rúmmetrar. Húsið er teikn- að á teiknistofu SÍS. Dilkar rýrari en í fyrra ÞB-Kópaskeri, 17. okt. Hér hefur verið góð tíð að und- anförnu. Slátrun lauk í gær og var slátrað hér 26.690 fjár eða álíka og í fyrra. Dilkar voru mun rýrari en í fyrra, mun vera um hálfs' kílógramms munur á kroppþunga ' dilka ag meðaltali. Héðan hafa verið flutt út rúm- lega níutíu tonn af kjöti til Eng- lands og Svíþjóðar á meðan gjátr- un stóð yfir og um 15 tonn af innyflum. Verð það, sem erlendis fæst er gott, einkum á innyflun- um. Utan um þau eru vandaðri og dýrari umbúðir, en þau sem stld eru á innanlandsmarkaði, en verðið er samt talsvert betra. Garðrækt er fremur lítil hér um slóðir, en uppskeran í ár hefur verið léleg. Dæftir stirðar í Höfn AA-Höfn, 17. okt. Veður hefur verið hér heldur leiðinlegt upp á síðkastið, tals- vert hvasst, en engin afspyrnuveð- ur. Uppskera garðávaxta er hér yfirleitt slæm þó eitthvað mis- jöfn, en sums staðar afleit. Gæftir hafa verið hér mjög stirðar, bátar hafa rétt getað skot- izi út stund og stund. Korn virðist jkki hafa skemmzt a? ráði í rokinu í haust, og upp- skera ekk: vera slæm, en nákvæm ar tölur liggja enn ekkj fyrir um það. 50 þúsund slátrað á Egilsstööum ES-Egils'Stöðum. 17. okt. Hér hefur undanfarið verið ljóm andi tíð, suðvestan blíða, regiulega skemmtileg haustveðrátta. Gert er ráð fyrir aC slátrun ljúki iicr tim næstu helgi, í þremur slátur- húsum kaupfclagsins, á Fossvöll- rm, Reyðarfirði og Egilsstöðum og sláturhúsi verzlunarfélagsins hér. Hjá kaupfélaginu mun slátrað um 50 þúsund fjár. Að lokinni sauðfjárslátrun hefst svo slátrun rautgripa. Kornræktm misheppnaðist al- gerlega hér í sumar og kartöflu- rppskera hrást yfirleitt hér og heyskapu arð í tæpu meðallagi. Styttisf um 65 kílómetra ÞS-Djúp . og 17. okt. Hér hefur verið gott veðuir urdanfarið. S1 run er hér langt komið og er fcúið að slátra um 9 '"''"ind iskera garðávaxta h.efur veri,ð mjög léleg hér um srnð'ir. í sumar hsfur verið unnið nok1 uð í veginum yfir Öxi, sem er á miili Berufjarðar og Skriðdals f-að er ekki ríkisvegur, en nýtur styrks úr Fjallvegasjóði. Þar er ■ i fært tv.ggja d ’um. Veg urinn styttir ’eiðina héðan upp á hgilsstaði tim S5 'dlómetra. Vegur iui rýtur stvrks úr sýsh; sióði Suður-Miúlasýslu og hrepp- amir frá Djúpavogi suður til Kornafjarðar leggja eínnig fé í vsginn. Þá efndi ungmennafélagið Djörfung i Beruneshreppi til happ drættis og rennur ágóðinn til veg i arins. Verkstjóri hefur verið j Framhald á 13 síðu. ' Ný bók ef tir unnar Dal Nýlega er komin út sjötta bókin í bókaflokknum „Úr sögu heimspekinnar", eftir Gunnar Dal. Nefnist bókin „Sex indversk heimspeki- kerfi." Þessi sex kerfi eru kennd við hindóu, þótt margt í þeim sé sam eiginlegt allri indverskri heim- speki. Þessir heimspekiskólar mót ast á árunum 600 f.Kr. til 200 e.Kr. í bókinni er kafli um hvert kerfi. Þau eru Nyaya (eftir Gota- mal), Vaisesika (eftir Khan anda), Samkhya (eftir Kapila), Yoga (eftir Patanjali), Purva Mimamsa (eftir Jaimini) og Utt- ara Mimamsa eða Vendanta íeft- ir Badarayana). í flokknum „Úr sögu heimspek innar“ hafa áður birzt þessi rit: Leitin að Aditi, Tveir heimar, Líf og dauði. Hinn hvíti Lótus, Yoga Sútra Patanjalis. GUNNAR DAL Uppsetningu umferð armerkja verði flýtt Aðalfundur Félags íslenzkra bifreiðaeftirlitsmanna var haldinn í Reykjavík, dagana 12. og 13. október sl. Aðal- mál fundarins voru launa- og kjaramál bifreiðaeftirlits- manna og tæknilegar nýjung- ar á öryggis- og stjórntækjum bifreiða. Þá voru einnig rædd umferðar- og öryggismál. Meðal ályktana var skorað á vegamálastjórnina að flýta upp- setningu umferðarmerkja, bæði viðvörunar- ■ og leiðbeiningar merkja, á þjóðvegum, t. d. við beygjur og þar sem bannað er að aka fram úr. Þá skorar fundurinn á alla stjórnendur ökutækja, að þar sem skammdegi og myrkur fari í hönd, eigi ökumaður að miða ökuhrað- ann við gerð og ástand ökutækis, Öldruð kona BÓ-Reykjavík, 17. okt. Um hádegi á þriðjudaginn varð sjötug kona, Sigurlaug Stefáns- dóttir, Skipholti 46, fyrir bifreið á Snorrabraut við Miklatorg. Hún var á gangDiautinni á leið yfir götuna er oifreiðin snart hana. Ökumaður sagði aðra bifreið hafa truflað sig, en taldi að sín bifreið hefði verið nær ferðlaus, þegar hún kom á gömlu konuna. Höggið virðist þó hafa verið nokkuð mik- ið því gler brotnaði af framlukt b:freiðarinnar og krómhringur á hjóli dærdaffist — guðmundar Bergpórugötu 3. Símar 19032, 20070. Hetui ívfcui trl sölu allar tee umHi oilreifta l'ökum oilreiðu ■ umboðssölu ^rriggaSta oronuslan GUÐMUNDAR Bergþórugötu 3. Slmar 19032, 20070 staðhætti, færð, veður og umferð og hagá akstrinum þannig að hana valdi ekki öðrum vegfarendum hættu eða óþægindúHb. og geri sitt ýtrasta til þess að umferðarslys- um og árekstrum fækki. Stjórn félagsins vár endurkjör- ín: Formaður Gestur Ólafsson, rit ari, Svavar Jóhannsson, gjaldkeri, Sverrir Samúelsson. Meðstjórnendur: Bergur Arin- björnsson og Magnús Wíum Vil- h.iálmsson. í stjórn Sambands norrænna bif teiðaeftirlitsmanna voru kjörnir til næstu 2ja ára: Gestur Ólafsson, Reykjavik og Bergur Arnbjörns- son, Akranesi. Varamenn: Geir G. Bachmann, Borgarnesi, og Svavar Jóhannsson, Akureyri. f Tónskálda- stjórar á fundi Dagana 1. og 2. október s.l. var haldinn í Reykjavík, að tilhlutun menntamálaráð herra, dr. Gylfa Þ. Gíslason ar, fundur með skólastjór- um tónlistarskólanna í land inu. Fundinn sátu 10 skóla- stjórar, frá tónlistarskól- unum Reykjavík, Akur- eyri, ísafir®i, HaEuarfirði, Akranesi Eyrarbakka, Sel- fossi, Neskaupstað og Kefla vík og frá Tónskóla Siglu- fjarðar, og auk þeirra full- trúar tveggja annarra skóla Tónlistarskóla Siglufjarðar og Tónlistarskóla Húsavík- ur. Fundurinn gerði marg- víslegar ályktanir um end- urbætur á tónlistarkennslu, og samþykkti m. a. að fram lög ríkis og bæja til tónlist- arskólanna væru ónóg. 6 T í M I N N , föstudagsnn 19. október 1962

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.