Tíminn - 19.10.1962, Blaðsíða 8

Tíminn - 19.10.1962, Blaðsíða 8
Svar við leikdómi f Jane Vaughan: Áströlsk menn- ing, bókmenntír og leikhús — LEIKDÓMUR Gunnars Dals um Sautjándu brúðuna lýsir grátbros- legri vanþekkingu á ástralskri menningu bæði i fortíð og nútíð. Hvaðan hann hefur heimildir sínar er mér ókunnugt um, en þær eru rangar, og það, sem hann skrifar er villandi. Ég leyfi mér að fara þess á leit við Tímann, að mér verði leyft að leiðrétta verstu villurnar. Ástralíubúar hafa engan menningargrundvöll. — Ein alvarlegasta villa Gunnars Dals er sú kæruleysislega tilgáta, að Ástralíubúar hafi engan menn- ingargrundvöll eða menningarerfðir. Ég efa stórlega ag til sé nokk- urs staðar í heimi þjóð svo ferleg og ómennsk, að hún hafi ekkert af þessu til að bera, því skyldu Ástralíubúar þá endilega vera eina undantekningin. Sá menningargrundvöllur, sem við byggjum á í listum er ferns konar. í fyrsta lagi erum vig flestir Evrópubúar að ætt og erum sem slíkir aðilar að allri evrópskri menningu allt frá dögum Forn-Grikkja. Ensk tunga er móðurmál okkar, við lítum á enskar bókmenntir eins og eigin bókmenntir. Ástralíubúar draga ekki markalínu milli t. d. ástralskra, amerískra og enskra skáldsagna, þær eru allar ritaðar á enskri tungu og Þess vegna hluti enskra bókmennta. í öðru lagi er áströlsk erfðamenning ekki eins fyrirferöarlítil og Gunnar Dal heldur. Við eigum aragrúa af Þjóðsögum, streng- leikjakvæðum, ævintýrum og munnmælasögum, sem skýra ástralska afstöðu til þess sem gerzt hefur, einkum frá frumbýlisárunum og gullæðistímanum. Þetta allt skapar hin sérstöku blæbrigði í ástr- alskri menningu, sérstakan hugsunarhátt, sem ekki er til í öðrum löndum. Að þessi munur er raunverulegur sannar eftirfarandi. Allir íslenzkir leikdómar, sem ég hef lesið um Sautjándu brúðuna skipa leiknum sess meðal hins almenna, enginn jaðrar hina sérstæðu til- vísan til ástralskra lífsskilyrða og menningarverðmæta. Þetta er vitanlega mjög eðlilegt og skiljanlegt, en það er hvorki eðlilegt né skiljanlegt ag gagnrýnandinn Gunnar Dal skyldi taka á sig gervi strútsins og segja. „Ég veit ekkert um ástralska erfðamenningu, þess vegna er áströlsk erfðamenning ekki til“. Þriðju menningarerfðina okkar er að finna í fjölmörgum þjóð- kvæðum, dönsum og sögum hinna innfæddu, list Þeirra og dul- rænni lífsreynslu. Þetta eru mikilvægir menningarbrunnar, sem skapandi listamenn ausa óspart af. í fjórða lagi veitir landið okkar margt, villt og framandi eins og þag er, sjálfskrifuð harmsaga, sem lesa má út úr aldagamalli náttúru, sérstæð fegurð og leyndardómar, sem höfða til hugmynda- flugs jafnvel hinna hugmyndasnauðustu frá blautu barnsbeini. Og allt, sem Gunnari Dal getur dottið í hug í þessu sambandi er, að þag sé minni munur á árstíðum í Ástralíu og Evrópu. Gagnvart slíku hyldýpi vanþekkingar stend ég ráðþrota. Hvað er hægt að gera við slíku? Engar bókmcnntir eða! — Það ætti ag vera hverjum manni augljóst að listrænt verk eins og Sautjánda brúðan, sprettur ekki allt í einu upp úr engu. Hin algera vanþekking leikdómandans á áströlskum bókmenntum birtist Ijóslega í setningum eins og „Ástra- lía hefur fram til þessa ekki fóstrað nein stórskáld . . .“ „En þótt skáldskapur hafi aldrei risið hátt í Ástralíu ..." — Þessar stað- hæfingar get ég því miður ekki rætt við Gunnar Dal. Hins vegar vil ég leggja honum eins ríkt á hjarta og mér er unnt að kynna sér verk fremstu höfunda Ástralíu svo hann hætti ekki áliti sínu öðru sinni með Því að skrifa um bókmenntir, sem hann Þekkir ekki. Þar eð iðni við lestur ástralskra bókmennta virðist hvorki hafa truflað starfssvig né tómstundaiðju leikdómandans skal ég hafa listann stuttan. Ég leyfi mér að benda honum á skáldsagnahöfundana Henry Handel Richardson, Eleanor Dark, Xavier Herbert og Patrick White, harmleikaskáldið Douglas Stewart (útvarpsleikrit hans eru sérstak- lega athyglisverð) og ljóðskáldin Christopher Brennan, James McAuley, Judith Wright, R. D. Fitzgerald, Ronald McCuaig og-A. D. Hope. Hinn síðastnefndi hefur verið meðal enskra bókmennta- manna talinn meðal hinna tíu beztu, sem skrifa á enska tungu. Bóka- forlagið Hamish Hamilton í London gaf út verk hans 1960. Og, svei mér. Engin leikhús heldur! — Gunnar Dal hefur enn fremur misskilið núverandi stöðu ástralskra leikhúsa. Þag er að vísu rétt að National Theatre Trust, sem stofnaði Elisa-betarleikhúsig í Sidney er ekki nema sjö ára. En það er aðeins eitt leikhús af mörgum. Leik- dómandinn gefur í skyn ag engin önnur leikhús séu starfandi. Þetta er alrangt. Með því að Gunnar Dal á villandi hátt minntist aðeins á Sydney en sleppir höfuðborgum hinna áströlsku ríkjanna fimm, skal ég líka halda mér við Sydney eina. Ég hef búið þar alla mína ævi unz ég kom til íslands fyrir rúmu ári og tel mig þess vegna bæra um að ræða þetta mál af nokkurri þekkingu. (Framh. á 13. síðu). L,a ÞAÐ var bjart veður í Reykjavík að morgni þriðju- dagsins annars októbers, þegar flugvélin Gljáfaxi hóf sig til flugs af flugvellinum og tók stefnu í austurátt. Ég hlakk- aði til að njóta útsýnisins yfir sveitir og fjöll Suðurlandsins og beið albúinn með myndavél- ina, staðráðinn í því að láta engan faUegan stað sleppa. En Adam var ekki lengi í Paradís. Ekki vorum við fyrr komnir austur fyrir fjall, en þokan, þessi erkióvinur ferða- langa og allra forvitinna manna — byrgði okkur sýn — aðeins stöku sinnum grisjaði gegnum hana, svo hægt var að átta sig á því, hvag ferðinni leið. Hvítá og Þjórsá sáust í svip, Hekla var skýjum hulin svo og Mýr- dalsjökull. Það rétt grillti í Langasjó, þar sem hann teygði letilega úr sér miUi Tungu- fjalla og Fögrufjalla, Leiðólfs- fell kúrði sig í suðri. Svo lækk aði flugvélin flugið. Flugmenn irnir ætluðu sér auðsjáanlega niður fyrir skýin. Við flugum nokkra stund í þoku, svo sást skyndilega niðlur; s/andar og vötn, sandar og vötn og brim- ótt strönd. Vig vorum óumdeil anlege komnir niður í Skafta- fellssýsm. ins hlýtur að hafa borig þess merki um aldirnar, — og ger- ir raunar enn. ÓÞarft er að taka fram, að eini atvinnuveg ur Öræfinga er landbúnaður og einangrunin gerir það að verkum, ag þeir eiga miklu erfiðara með að losna vig af- urir sínar en þeir, er við þjóð- braut búa. Vafalítið horfirnútil landauðnar í Öræfum, ef engin væru önnur sámgöngutæki til en þau, sem á landi aka eða sæ fljóta. En einmitt um það leyti, sem þær sveitir á íslandi, er verst voru settar með samgöng ur, tóku að leggjast í eyði, hófst nýr þáttur í samgöngu- sögu íslendinga, — flugið. — Næstum allar samgöngur við Öræfin í dag fara fram loft- leiðis. Faxar Flugfélags íslands lenda þar tvisvar í viku yfir sumarmánuðina og vikulega á vetrum, og flugvélar flytja Það varð stöðugt lágskýjaðra. Flugvélin flaug lægra og lægra. Jökulelfur beljuðu til sjávar með stuttu millibili á Skeiðar- ársandi, selirnir vöknuðu við vondan draum og flýttu sér allt hvað af tók út í brimgarðinn. Ingólfshöfði kom sígandi út úr þokunni, landig reis á rönd, og eftir örskamma stund stað- næmdist flugvélin á jörðu niðri, í sveit, sem til skamms tíma var einhver einangraðasta á íslandi, Öræfunum. —o— Öræfin eru um margt sér- stæð sveit. Byggðin stendur á mjórri gróðurræmu undir hæsta jökli á íslandi. Ör- skammt er milli jökuls og sjáv ar, þar sem skriðjöklamir teygja sig lengst, og beggja vegna sveitarinnar eru illfær- ar jökulár og eyðisandar. Frá nátttúrunnar hendi eru Öræfin Því_ einhver einangraðasta sveit á íslandi og lífsbarátta fólks- næstum allar afurðir þeirra Ör- æfinga til Reykjavíkur. Ein- mitt þessa daga fór Dakotavél austur þangað tvisvar á dag hlaðin áburði og öðrum vörum og flutti nýtt kjöt og aðrár sláturafurðir til baka. Og það var ein slík flugvél, sem ég fékk að fara með. Flugið hefur sannarlega rof- ið einangrun Öræfinga. Þag er ef til vill einkennandi við hin nýju viðhorf, sem einn þeirra sagði við mig: Það er nú orðið svo, að ef við Þurfum að skreppa út úr sveitinni, þá er stytzt til Reykjavíkur! En einangrunin hefur að sumu leyti verið Öræfingum til góðs. Sveitin hefur losnag við margar plágur, sem hrjá önnur byggðarlög, bæði í andlegum og veraldlegum skilningi. Þar eru t. d. engar mýs ,og Þjóðsögur herma, að hvorki þær né kett- ir geti þrifizt í Öræfum. Sú þjóðsaga hefur nú víst verið afsönnuð, því kettir munu nú BLESAKLETTUR gnæfir yfir flugvöllinn á Fagurhólsmýri. TÍMINN, föstudaginn 19. október 1962

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.