Tíminn - 19.10.1962, Blaðsíða 16

Tíminn - 19.10.1962, Blaðsíða 16
Föstudagur 18. október 1962 234. tbl. 46. árg. Lækkað verð á bræðslusíld KH-Reykjavík, 18. okt. Á fundi Verðlagsráðs Sjáv- arútvegsins s.l. nótt náðist samkomulag um síldarverð í öllum ve>"ðflokkum. Verðbreyt ingar eru í heild litlar, þó verð ur þriggja aura lækkun á kíló- gramm bræðslusíldar, en fimm aura hækkun á hvert kílógramm frystrar síldar. Verð á síld til söltunar, flökun- ar og útflutnings er sama og var síðasta tímabil, en braeðslusíldin lækkar um 3 aura pr. kg., og stafar það af verðlækkun á mjöli og lýsi. Frysta síldin hækkar aft- ur á móti um 5 aura pr. kg., en rú er einmitt mikill markaður fyrir frysta síld. Var nýlega sam- iC um fyriiframsölu á um 220 þús. tunnum frystrar síldar til Austur- Fvrópu og Vestur-Þýzkalands, og er það miklu meira en nokkru sinni áður. Verð'ið, sem Verðlagsráð ákveð í nótt, gildir á tímabilinu frá 1. október 1962 til 28. febrúar 1963. Verðið er miðað við síldina, komna Kartöflumálið á flutningstæki við hlið veiðiskips- ins. Sé um bræðslusíld að ræða, greiðir kaupandi 3 aura pr. kg. í flutningskostnað frá skipshlið í verksmiðjuþró. Verð á síld til heilfrystingar og söltunar miðast við nýtingu, en á síld til flökunar og ísvarinni til útflutnings í skip ei það mið'að við síldina upp til hópa. Verðið er sem hér segir: síld til heilfrystingar. a) stórsíld kr. 1,75 pr. kg., b) smásíld kr. 1,05 pr. kg., sild til flökunar, í súr, frystingu, salt eða aðrar verkunaraðferðir, | kr. 1,20 pr. kg., síld ísvarin til út-; fiutnings í skip kr. 1,57 pr. kg.,! síid til söltunar kr. 1,60 pr. kg., síld til bræðslu kr. 0,74 pr. kg. Verðlagsráð Sjávarútvegsins vann að undirbúningi ákvörðunar síldarverðsins í upp undir mánuð. Formaður ráðsins er Sigurður Pét-1 ursson, útgerðarmaður, en í ráð- inu eiga sæti 6 fulltrúar síldar- kaupcnda og 6 frá síldarseljend- um, þar af 3 sjómenn og 3 út- vegsmenn, og hefur hver um sig r.eitunarvald. Kræktust MB-Reykjavík, 18. okt. — I gær varg harður árekstur vestan við Ytri-Rangá, þar sem þrír vegir skerast, þjóðvegurinn austur, veg urinn suður í Þykkvabæ og vegur- inn yfir gömlu Rangárbrúna heim að Hellu. Ný Land-Rover bifreið, L-353, var á lei'ð frá Hellu og ók hægt gamla veginn. Ætlaði hún suður í Þykkvabæ og þurfti því ag fara yfir þjóðveginn. Urn sama leyti bar að bifreiðina Z-18, sem er stór Volvo-vörubifreið, eign Verzl unarfélags Vestur-Skaftfellinga. — Var hún að koma austan frá Kirkjubæjarklaustri, hlaðin slátur afurðum. Ökumaður vörubfreiðar- innar sá til ferða Land-Rover bif- reiðarinnar í t.íma, en taldi víst, að hún myndi stanza við gatna- mótin, en ökumaður hennar mun ekki hafa veitt ferðum vörubifreið arinnar athygli í tíma og því fór sem fór. Fyrst kræktist Land-Rover bif- reiðin í hægra framhjól Valvo-bif reiðarinnar ,dróst síðan mCð henni nokkurn spöl og snerist svo hálf- hring. Gngin slys urðu á mönn- um, en vörubifreiðin var all mikið skemmd og Land-Rover bifreiðin því, sem næst ónýt. Hermann Einarsson bar Þarna að skömmu eftir áreksturinn og tók þá með- fylgjandi mynd af Land-Rover bifreiðinni. EYJAMAÐUR GERIST SJÁ 2. SÍÐU ERLÍFÁMARZ? bráðlega til saksóknarans BÓ-Reykjavík, 18. okt. Blaðið talaði í dag við Valgarð Kristjánsson, fulltrúa borgardóm- ara, og spurðist fyrir um gang kartöflumálsins. Valgarð sagði, að nú væri unnið að því að búa mál- if í hendur saksóknara, og yrði það afhent honum pijög bráðlega eða einhvern næstu daga. Vindlingur kveikir í BÓ-Reykjavík, 18. okt. Laust fyrir klukkan 12 í dag var slökkviliðig kvatt að Laufás- veg2ö. Þar var eldur í miðstöðv arherbergi í kjallara. Ekki hafði verið kveikt upp í miðstöðinni, en líkur bentu til eldsupptaka í kassa, sem stóg hjá miðstöðva- katlinum. í kassanum voru tré- spænir og papparusl, og talið sennilegt, að logandi vindlingi hafi verið fleygt þar í. Talsverður | eldur var í kringum miðstöðina, : þegar slökkviliðig kom að, og brann loftið í herberginu. Eldur- inn komst líka inn í baðherbergi við hliðina á miðst.herberginu en slökkviliðinu tókst fljótlega að | ráða niðurlögum eldsins. PRENTARI f GHANA JK—Reykjavik, 18. október. Ungur prentari úr Vest- Enn er frestað KH—Reykjavík, 18. okt. Eins og Tíminn skýrði frá s.l. laugardag, er lokið gagnasöfnun í deilumáli LÍV og ASÍ, og var þá ákveðið, að munnlegur málflutn- ingur skyldi fara fram í Félags- dómi í dag kl. 4. Nú hefur málinu enn einu sinni verið frestað, en verður væntanlega tekið fyrir á þriðjudag eða fimmtudag í næstu viku. Ástæðan mun vera sú, að ekki lágu fyrir í þríriti þau skjöl, sem þurfti. mannaeyjum er kominn á leiff til Ghana, þar sem hann ætlar að setjast að og stunda iðn sína. Hann er 23 ára að aldri, heitir fiylfi Gunnarsson og er sonur Gunnars Sigur- mundssonar prentara í Vestmannaeyjum. í fyrrasumar var Ghanabúinn Agyeman Boadi-anponim í Vest- mannaeyjum á vegum Ghana- stjórnar til þess að kynna sér mat- vælaframleiðslu. Þeir Gylfi kynnt ust þá mjög vel, og urðu kynni þeirra til þess, að Gylfi ákvað að flytja búferlum og sjá sig dálítið um í heiminum. Agyeman Boadi-anponim er bróð ursonur eins ráðherrans í Ghana- stjórn og útvegaði Gylfa gott starf í Akkra, höfuðborginni þarna suður frá. Blaðið átti í gær tal við Gunn- ar, föður Gylfa, Gunnar sagði son sinn löngum hafa haft hug á því að sjá fjarlæg lönd og einkum að koma til Afríku. Gunnar sagð- ist vera ánægður með þessa á- kvörðun sonarins. ungir menn hefðu bæði gaman og gott af að sjá sig um j heiminum. Síðast, er fréttist af Gylfa, var hann í London og beið eftir fari til Akkra. Hvalirnir rotna / SJ-Patreksfirði, 18. okt. Eins og menn rekur minni til, hljóp mikil smáhvalavaða á land skammt fyrir utan bæinn Siglu- nes, sem er yzti bær á Barða- strönd, laugardaginn 29. f.m. Voru það um 200 marsvín, sem á Iand lilupu. Ekki reyndist unnt að nýta neitt að ráði af hvölunum, nema hvað einstaka menn munu hafa fengið sér í soðið. Hér voru allir önn- um kafnir við önnur störf, þegar þetta verðist og ekki var talið áð það myndi svara kostnaði að hirða spikið, flytia bað til Patreks fjörunni fjarðar og frysta þar og geyma, unz hægt væri að koma því í bræðslu síðar meir. Hafa hvalirnir því legið í fjör- unni og rotnað þar, nema hvað brim hefur hrifið nokkra þeirra á brott, en þarna er brimasamt mjöfi. Opnar augun BÓ-Reykjavík, 18. okt. Jódís Björgvinsdóttir, sem hefur legiS meðvit- undarlaus á Landspítal- anum eftir slysið í Bankastræti 23. sept., er nú farin að opna aug- >in og renna þeim til. Blaðið talaði í gær við föður hennar, en hann sagði, að þrátt fyrir að Jó- dís væri nú farin að opna augun, væri ekki talið, að hún hefði komizt til með- vitundar. Hann var þó frek- ar þeirrar skoðunar, að Jó- dís væri að byrja að skynja eitthvað af því, sem fram fer kringum hana og hefði jafnvel þekkt aðstandendur sína. Læknar gefa vonir um, að Jódís muni lifa þetta

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.