Tíminn - 23.10.1962, Blaðsíða 1

Tíminn - 23.10.1962, Blaðsíða 1
Auglýsing í Tímanum kemur daglega fyrir augu vandlátra blaða- lesenda um allt land. Tekið er á móti auglýsingum frá kl. 9—5 í Banka- stræti 7, sími 19523 237. tbl. — Þriðjudagur 23. október 1962 — 46- árg- Þingsályktunartillaga Framsóknarmanna um skipun milliþinganefndar Lánvejtlngar til íbuða endurskoðist frá rótum ar í öku- skírteinin MB — Reykjavík, 22. okt. Tímanum er kunnugt um hað, að merkri uppástungu hefur verið komið á fram- íæri við dómsmálaráðuneyt- ið. Fjallar hún um það, að fpamvegis verði blóðflokkur ukumanns skráður í öku- skírteini hans. Það var Judith Gunnars- son, kona Ólafs Gunnarsson- ar sálfræðings, sem átti þessa uppástungu. Maður hennar sagði Baldri Möller ráðuneyMsstjóra frá henni og leizt Baldri þeigar vel á uppástUiUgunia. Hann ræddi í dag við löigreglustjórann í Reykjavík um máiið og leizt löigreglustjóranum einnig vel á uppástungu Judith. — Það er senn'ilegt, að lagabreytingu þurfi til þess arna, sagði Baldur Möiler í viðtali við blaðið. Við mun- um ræða þetta mál við ráð- herra og Blóðbiankann. Verði þetta gert, verða a. m. k. tvær fluigur slegnar í einu höggi. Hægt er að sjá samstundis «g ökumaður hefur orðið fyrir slysi, í hvaða Móðflokki hann er, og hægt að igcf a honum blóð samsíundis. Einnig myndi Blóðbaiik.um með þessu geta stóraukið sipjialdskrá sína og yrði því miklu auðveldara en mí, að ná í fólk til þess að gefa blóð. — Eru fleiri nýjungar á döfinni? — Við fylgjumst nú með athugunum, sem Danir eru að gera á því, hvort gera eigi bflstjórum skylt að læra hjálp í viðlögum. Danh nuuni. vafialítið taka þetta upp í einhverri mynd, og sennflegt að það verði sam IStE TK-Reykjavík, 22. okt. Níu þingmenn Framsókn- arflokksins hafa nú lagt fram á Alþingi tillögu til þings- ályktunar um endurskoðun laga um lánveitingar til íbúða bygginga- Kveður tillagan á um, að kosin verði fimm manna milliþinganefnd til þess að endurskoða öll gild- andi lög um lánveitingar til íbúðabygginga í landinu og skal nefndin leggja tillögur sínar fyrir næsta reglulegt al- þingi. M.a. skulu tillögur nefndarinnar hafa þetta mark mið: itjtai auka lánveitingar til bygg- inga nýrra íbúða, svo að unnt verði að lána til hverr- ar íbúðar af hóflegri stærð, hvar sem er á landinu, tvo þriðju hluta af byggingar- kostnaði. id( að jafna aðstöðu manna til til Iánsf jár, þanniig, að heild- ¦ar'lán geti orðið svipuð til hvers manns, miðað við sömu stærð íbúðar, hver sem hann er og hviar sem ha.nn býr, ¦jrfc að greiða fyrir mönnum með lánveitingum til að endur- bæta íbúðir svo og kaupa íbúðir til eigin nota. í greinargerð, sem tillögunni fylgir, koma m.a. fram þær upp- lvsingar, að á árunum 1956 til 1958 var byrjað á samtals 4847 íbúð- um í landinu, en á árunum 1959 til 1961 var aðeins byrjað á 3399, á þessu síðara tímabili eða 29.9% I Nánar er skýrt frá tillögu þessari búðum, þ. e. 1448 íbúðum færri I minna þrátt fyrir aukna þörf. I á þingsíðu blaðsins, bls. 6. KUBA I HERKVI Voice of America - 22. okt. f RÆÐU þeirri, sem Kenn- edy Bandaríkjaforseti hélt í út- varp og sjónvarp í Bandaríkjun- um í gærkvöldi, skýrði hann frá því, að Bandaríkjamenn hefðu nú í höndum óhrekjandi sannanir fyrir því, ag á Kúbu væru nú staðsettar árásareld- flaugar, scm gætu bori'ð .kjarn orkusprengjur til margra stærstu borga Bandaríkjanna. Af þeirri ástæðu hefði hann nú ákveðið að grípa til gagnráð- stafana og myndi verða sett herkví á Kúbu, þannig að öll- um skipum, sem flyttu árásar- vopn til Kúbu yrði snúið við. Þá myndi Bandaríkjastjórn krefjast þess að Öryggisráðið kæmi saman, jftg ,011. árásarvopn yrðu flutt burt frá Kúbu un4ir eftirliti Sameinuðu þjóðanna. Kennedy sagði, að ef eldflaug- um yrði skotið frá Kúbu á eitt- hvert annað ríki myndi það verða sko'ðað sem árás á Banda ríkin. Vitað væri að nú væri unnið að því á Kúbu fyrir atbeina Sovétríkjanna a'ð koma upp eldflaugastöðvum fyrir enn Framhald á 4. síðu f ROGU BATINN ANDI í HÖFN SK — Vestmannaeyjum, 22. okt. Þegar skipverjar á Sjö- stjörnunni, VE - 92, voru að draga línuna um 4 mílur norð vestur af Súlnaskeri um hálf- ellefu leytið í morgun urðu þeir varið við mjög magnaðan eld út frá rafmagnstöflu skipsins. Fengu þeir ekki við eldinn ráðið og hálfri klukku- stundu síðar urðu þeir að yf- irgefa bátinn, enda var ótt- ast að sprenging myndi verða, þar eð eldurinn var við olíu- tankinn. Áður en skipverjar yfirgáfu bát jinn, höfðu þeir gengið frá slef- i tógi og festu þeir belg við það, !svo hægara yrSi fyrir skip, sem 'koma kynni á vettvang, að draga YEGIRNIR SPILLTUST VESTRA OG NYRÐRA MB-Reykjavík, 22. okt. Geysilegt úrfelli gekk yfir mikinn hluta landsins frá föstudagskvöldi síðast- liðnu til laugardagskvölds og olli það víða miklum skemmdum á vegum. Rign- ingin jókst eftir því, sem ¦estar dró, og mest úrkoma Tiældist í Kvígindisdal, en þar mældist hún 94 mm frá því klukkan 18 á föstu- dagskvöldi til jafnlengdar á laugardegi. Þótt dregið hafi úr úrkomu á laugardagskvöldinu rigndi samt enn víða drjúgt á sunnudags- nóttina, t. d. í Kvígindisdal, en þar mældist úrkoman 27 mm. á sunnudagsnóttina. Samkvæmt upplýsingum Páls Bergþórssonar veðurfr. voru orsakir þessarar miklu úrkomu mjög hlýtt og rakt loft, sem hingað barst langt sunnan úr höfum, og kaldara loft, sem var að ryðja sér til rúms úr vestri. Sem dæmi um hlýindin má nefna það, að á föstudag mæld ist hvorki meira né minna en 19 stiga hiti á Dalatanga og 18 stiga hiti var á Akureyri á laug ardaginn. Sagði Páll, að svo niikil hlýindi væru mjög ó- venjuleg á þessum tíma árs. Tíminn spurði Jón Víðis, 8 Vegamálaskrifstofunni um vega skemmdir. Þær hafa orðið mik.' ar .einkum á Vestfjarðakjálk- anum.'Á Hjallahálsi og Klett- hálsi komu skörð í veginn. 1 Djúpafirði rofnaði vegurinn á mörgum stöðum. Galtará og Eyrará í Kollafirði, sem eru óbrúaðar, hafa grafið sig nið- ur og Fjarðarhornsá hefur rif- ið veginn sundur á 10 metra kafla, rétt við brúna, Ræsihefur bilað hjá Illugastöðum ogSkálm ardalsá hefur hlaupið úr far- vegi sínum og rofið stórt skarð í veginn. Þar hefur einnig ræsi bilað. Ekki mun unnt að gera (Framhald á 4 siðu) bátinn til hafnar. Þegar skipverj- ar höfðu verið um hálfa klukku- stund í gúmbát komu Drangajök- ull og m.b. Sigurfari frá Vest- mannaeyjum á vettvang, og voru skipverjarnir, 4 að tölu, teknir um borð í Sigurfara. Um klukkan 11.30 komu svo Lóðsinn frá Vestmannaeyjum (hafnsögubáturinn) og m.b. Jón Stefánsson frá Vestm.eyjum á vettvang og drógu Lóðsinn og Sig- urfari hinn brennandi bát til hafn ar. Þeir komu hingað á ytri höfn- ina um klukkan 13.00 og tókst þá fljótlega a-ð slökkva eldinn, en aS þvf unnu menn frá báðum bátun- um. Miklar skemmdir urðu í vélar- rúmi bátsins og aftur í, m.a. eyði lögðust mörg dýr tæki. Sjöstjarnan er 55 tonna eikar- bátur, byggður í Danmörku árið 1916. Skipstjóri var Sveinn Valdi- marsson. Engin slys urðu á mönn um í bruna þessum. Loksins skatt- stjóri í Eyjar SK — Vestmannaeyjum, 22. okt. Nú hefur verið skipaður skatt- stjóri hér í Vestmannaeyjum, en skipun skattstjóra hér hefur eitt- hvað staðið i viðkomandi yfirvöld- um. Fyrir valinu varð Frjðþjófur G. Johnsen, héraðsdómslögmaður,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.