Tíminn - 23.10.1962, Blaðsíða 2

Tíminn - 23.10.1962, Blaðsíða 2
KKKT FÚLK FRÁ SJÚNAR- Mil LÆKNISFRÆDINHAR Það er ekki gaman aS hafa einkalíf sem er opinbert. Jafnvel þeir sem komnir eru í gröfina og hafa fengi'ð sinn legstein eru ekki friðlýstir. í mörgum tilfellum er þaS einmitt þá sem fyrir alvöru er farið að hnýsast í einka- legustu atvik úr lífi manns. Fólk fær strax nokkuð aðra hugmynd um þjóðhetjur þegar skólabókahöfundar eru hættir að fjalla um þær en aðrir teknir við. Þetta á ekki sízt við þegar miklir menn og konur eru skoðað- ar f smásjá læknisfræðinn- ar. Frammi fyrir lækninum eru keisarar og drottningar nakin og varnarlaus sem ungbörn. Leyndarskyldan sem verndar hinn almenna borgara, er ekki jafnörugg, þegar í hlut á ein- hver persóna, sem hátt er yfir aðra hafin. Því er það að dr. Ove Brinch hefur ekki látið fram hjá sór fara ýmisleg furðuleg smáatriði og einkennilega hluti hann setti bók saman um ýmsar helztu persónur sögunnar út frá sjónarmiði læknisfræðinnar. Þó er ekki hægt að ásaka höfundinn fyrir óþarfa hnýsni í óviðkom- andi mál, allt s-tuðlar þetta að því að varpa skýrara ljósi á um ræddar persónur og skýra margt í fari þeirra sem mönnum áður var hulið. Ýmislegt uggvænlegt kemur í Ijós Lesandinn furðar sig mest á því hvað sálrænar og kynferðis- legar veilur eru tíðar í fari þessa fólks. Með fullri virðingu fyrir hinu bláa blóði, kemur í ljós að það er ekki i svo mörgu frá- brugð'ið hinu rauða. Með öðrum orðum: ef almennt fólk væri grannskoðað af jafnmikilli ná- kvæmni út frá sjónarmiði lækn- isfræðinnar þá er hætt við að ýmislegt uggvænlegt kæmi í ljós. Það sem kallast normalt í fari manna virðist oft á tíðum ekki að sama skapi almennt og jafn- vel þegar náttúran hefur lagt sig fram kemur maðurinn oft til skjalanna og klúðrar ágætum verkefnum hennar. Jósefína í sálkönnun í einum kafla bókarinnar rann sakar Ove Brigch andlegt heil- brigði keisaradrottningar Napól- eons, en hún hét Jósefína eins og menn muna. Lýsing hans á drottningunni er jafn vægðar- laus og skýrsla á geðveikrahæli eða frásögn blaðamanns. Einhver af forfeðrum Jósef- inu var af Indíánaættum. Hún Kristín Svíadrottning. var löt og hafði skemmdar tenn ur og þegar hún brosti eins og Móna Lísa, þá var það eingöngu í því skyni gert að fela tann- skemmdirnar Foreldrar hennar höfðu að öllu leyti vanrækt upp eldi hennar. Hún var fákunnandi eins og krakki úr sveitaþorpi (hví skyldu börn úr sveitaþorp- um vera sérlega fákunnandi?). Hún leit aldrei í bók, var afskap- lega yfirborðskennd og slúður- kerling hin versta. Hún var f jarri því að vera greind, fremur var hún heimsk. Hún sóaði fjármun- unum út í veður og vind og blíðu sinni einnig. Hún stundaði hina ævafornu atvinnugrein konunn- ar áður en hún komst í kynni við Napóleon, Tveim dögum eft- ir brúðkaupið hélt hún fram hjá honum. Hún var lygin með af- brigðum og flöktandi. Napóleon hefði ekki getað fundið verri dræsu, en hann hefur það sér til málsbóta að hann var sífellt önn um kafinn, og hún hafði lag á því að' dylja heimsku sína og htystaði á tal lærðra manna eins og hún skildi það allt. Ove Brinch tekur það einnig fram að aðrir lærðir og miklir menn hafi kunn að þvi bezt að vera kvæntir hálfgerðum gæsum. Jafn sigurstranglegur Konuvalið reiknast því Napol- . eon ekki til neinnar ávirðingar. Höfundurinn afsannar rækilega það sem lengi og oft hefur verið borið á hinn nafntogaða her- keisara að hann hafi ekki verið kvennýtur. Það er varla til sú ávirðing sem ævisagnaritarar hafa ekki klínt á Nepóleon, m. a. að hann hafi ekki getað gagnazt konum. En jafnvel þótt hann lyki ævi sinni sem feitlaginn gam all maður og ætti-jerfitt að halda vatni, þá er það fnllvíst að hann var jafn sigurstrahglegur á víg- velli hjónarúmsins og annars staðar. Elísabet I. — karl eða kona? Aftur á móti eru sögusagnir um að drottningar þær sem set- ið hafa á stóli og ráðið ríkjum, hafi fremur verið karlar og þær sögusagnir styður dr. Ove Brinch með rannsóknum sínum. Þetta á til dæmis við um Elisa- betu I., hina síðustu, mestu og leyndardómsfyilstu af Tudor- ættinni á veldisstól í Englandi. Margir minnast hennar vegna þess haturs sem hún bar til Mar- íu Stuart. Þegar rannsökuð er sú vitneskja sem nú er til um Elisa betu drottningu með hliðsjón af nútímalæknisfræði, þá leikur enginn vafi á því að hormóna- starfsemi líkamans var öll rugl- uð. Ef beitt hefði verið þeirri tækni sem nú er hægt til að telja krómósómin í henni, þá er A FÖRNUM VEGI Jósefína — eiginkona Napoleons SAMKVÆMT fjárlagafrumvarpi því, sem nú liggur fyrir, eru ætiaðar 240 milljónlr til kennslumála, eða skólahalds í landinu. Þetta vlrðist allhá upphæð, en þegar betur er að gáð, verður minna úr henni. Heildarupphæð fjárlaga er rúm- lega 2000 milljónir kr„ og eru því æ'tluð til kennslumála rúmlega 12% af heildarupphæðinni. Þótt talan sé nokkuð hærri en næsta ár á undan kemur I Ijós, aj( um veru- lega lækkun tll kennslumála er að ræða. ( fyrra var ætlað til kennslu mála 14% af heildarupphæð fjár- laga og fyrir nokkrum árum var þessl tala 15—16%. Margar þjóðir telja eðlllegt, að ætla til kennslu- mála 18—20%, en auðvitað er þetta ekki með öllu sambærilegt, því að ýmlslegt fleira kemur til greina, svo sem mismunandi dýr- tíðargrelðslur hjá ýmsum þjóðum. Hér á landi eru þessar greiðslur yfir 400 milljónir, svo að ekki er við þvf að búast, að hundraðshluti fjárlaga til kennslumála sé hér eins hár og sums staðar annars staðar. — Fleira kemur og til. HINS VEGAR er augljóst mál, að 12% er ískyggilega lágt hlutfall og allt of lágt, og verst er, að þessi hlutfallstala skuli hafa lækk að svo mjög hin síðustu ár. Telja mætti sæmilegt ,miðað við aðstæð- ur, að til kennslu og skólamála væri ætluð a.m.k. 16% af heildar- upphæð fjárlaga, eins og þau eru það fullvíst að karlkynsfr'umur hefðu verið í meirihluta, þótt hún liti út sem kona að ytri ■ ásýnd. En kvenlegt yfirbragð i hennar var aðeins á ytra borði. Hún gat ekki þóknazt karlmönn- um þótt hún vildi, hún forðaðist hjúskap eins og heitan eldinn en samt hafði hún kvenlega kyn hvöt. Örlög hennar hljóta að vekja alla til meðaumkvunar, þrátt fyr ir ytra prjál og glæstan umbún- að. Hlaupið undir bagga Kristín Svíadrottning varð að hlíta svipuðum örlögum. Lúðvík XIII. átti við keimlík vandamál að stríða sem sviptu hann allri hugarró. Þótt hann væri kvænt- ur Önnu af Austuriíki í 23 ár, þá hafði hann engan áhuga á^ konum, heldur aðeins ungum' karlmönnum Þótt hann eignað- ist þrátt fyrir það hraustan, karl mannlegan og vífinn son, Lúðvík XIV. þá kom það til af því að Jósías Rantzau, kvennagullið mikla, hljóp undir bagga. Hann missti seinna handlegg, fót og auga en hélt alla tíð áhrifa- valdi sínu yfir konur. Örlagaríkar afleiðingar Já, það var fjör í tuskunum allar þær aldir sem um getur í bókinni. Jafnvel þótt menn böl- sótist' yfir siðleysi unglinganna nú á dögum, þá getur það ekki k verið verra en þá. Að minnsta kosti er engin hætta á því leng- ur að siðleysið hafi svo örlaga- ríkar afleiðingar nú eins og þá Kynsjúkdómur eins og sárasótt hefur hrjáð marga mikla og mik- (Framhald a 13 siðu' nú. Þörf fyrir eflingu skólanna og nemendafjölgun hér á landi er svo mlkil. Þetta eru mál, sem Alþingi verSur a3 gefa góðan gaum. Sú þróun, sem nú á sér staS, er hættu leg og hefnir sín síSar geipiiega. Á ÞESSA LEIÐ mælti skólastjóri viS þann, sem þetta ritar á dög- unum, Hann hafði á reiSum hönd um margar samanburSartölur um þessi efni, bæði samanburð milli ára á síðustu áratugum hér á landi og samanburð við önnur lönd. Það þýðir ekki að nefna hærri tölur en áður, sagðl hann, þegar saman burður sýnir, ajj um stórfellda lækkun er að ræða. — Hárbarður. Tolleringar Bjarna í nokkur m'isseri hefur það verið síbyljusönigur Morgun- blaðsins oig annarra stjórnar- btaða, að Framsókmarflokkur- inn og kommúnistar liefðu gert með sér „þjóðfylkingu", og á mi'lli þeirra gengi ekki hnífur- inn. Tíminn og Framsóknar- flokkurinn hafa verið hrakyrt- ir sí og æ fyrir það að „,efla kommúnista“, ganga undir þeim, hygia þeim á allar lund- ir. Þetta hefur verið megin- árásarefni oig ekkert minna á hendur Framsóknarflokknum nú um hríð. Mörg forystugrein in Iicfur verið um þetta skrifuð í Moigga, og Bjarni Benedikts- son hefur þráfaldlega á þessu stagazt í Keykjavíkurbréfi sínu. Það var því ekki að undra, þótt menn yrðu svolítið hissia, þegar þeir lásu eftirfarandi pistil i Reykjavíkurbréfi sl. sunnudag: „Framsóknarmen,n og komm únista greinir á um margt, svo margt, að engar líkur eru t'il þess, að samstjórn þeirra í la.ndinu gæt'i haldizt nemia skamma hríð“...... Og litlu síðar: „Samvinna Fmmsóknarmanna og kommúnista að uppbyggi- legu starfi endist skammt. Jafn vel þótt enn reyni einungis á í andstöðunni eru kommúnistiar nú þegar famir að uaga siig í handarbökin yfir að hafa liamp að Framsókn um of sem vinstri flokki. Þeir vissu raunar frá upphafi, að Framsókn er ekki fremur vinstri flokkur en hægri. Forystulið hennar er einungis vialdastreituklíka, sem allt vill vinna til þess að fá að vera í stjórn. Eðl'i málsins samkvæmt er hún jafnóheil I samvinnu við kommúnista sem alla aðna. Hún hagnýtir sér til fulls, að kommúnistar hrósa henni sem sem vinstri hetjum, en bregður fyrir þá fæti, hve- nær sem hún má“. Hvernig Iízt möunum á? Framsókn, sem hingað til hef- úr alið og nært kommúnista og blátt áfram haldið þeim v'ið að dómi Bjarna og Mugga, er nú allt í einu farin „að bregða fyrir þá fæti, hvenær sem hún má“. Ætli þetta bregði ekki sæmi legu ijósi yfir það, hvers eðl- is sá áróður íhaldsins hefur verið, að setja „kommúnista- stimipil á Framsóknarflokk- inn? Staðlausir stafir oig ómerk orð. Og Bjarni gerir sér hægt um vik og snýr við blaðinu, þeg.ar honum þykir hæfa. Það gæti og orðið hæfileiga auðráð- in gáta fyrir menn að ráða, hvort þessi skrif séu gerð af meiri vinsemd við kommúnista eða Framsókn. Bjarni byrjar þennan sunnu- dagspistii sinn með því að mæia eindregið með tollering- um og því ti'l áherzlu birtir hann mynd af tolleringum með spjalli sínu. Á það einkar vel við. Þessi skrif sem hér hafa verið rakin, eru andlegar toll- eringar — ýmist upp eða nið- ur, í ökla eðia eyra, það sem upp snýr í dag veit niður á mongun. Leyndardómurinn upplýstur fslenzk kornframleiðsla má ekki njóta jafnréttis við er- lenda á markaði hér innan- Iands, því að það getur hvatt bændur til að rækta korn. fs- lenzkir bændur eiga alls ekkl að vera að fást Við kornrækt, Framhald á bls. 13. 2 T I M I N N, þriðjudagurinn 23. október 1962

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.