Tíminn - 23.10.1962, Blaðsíða 3

Tíminn - 23.10.1962, Blaðsíða 3
 ” * / Puvjjit iWl jE,y Cft,#iu »ítmt> huriiet mdtrfínrttt hme+rt**# 30 fórust meö Sanct Svithun * *' *« < ^ •Chmo etKiVk’* jv'—X it* m ._Æ,.- ’ 4,000 tq mi 'íotfmlOmbo iOttgrf AHMKMitatl ftED CHINA 4**w fQ**ÖW 5.VRJ ■,■<■ «** . !,s ' * i ^c IVv- l&Át&L *L " £■ ö C éfðu ÍK- y i. Á ÞESSUM KORTUM má sjá tvö af þfiim þremur svæðum, þar sem Indverjar og Kínverjar eigast nú við. Kínverjar segjast eiga tilkall til ranans, sem gengur inn í Kína, Aksai Chin (t.v.) er svæðig kallað, og má greinilega sjá vcgina, scm Kínverjar hafa byggt. Einnig má sjá Pangong vatnið, þar sem Kínverjar hafa náð á sitt vald herstö'Jvum, sem Indverjar höfðu áður. Á kortinu til hægri má sjá McMahon- línuna, en Kínverjar telja sig eiga land suður fyrir þessi fjöll. Horfur á stórstyrjöid við lisfl ÖS J3I1T Ififl 'i^lVll NTB — Nýju-Delhi, 22. okt. Bardagarnir á landamær- um Indlands og Kína hafa nú staðið í þrjá sólarhringa og líkjasr meira og meira algjöru stríði. Barizt er á þremur stöðum, í Ladakh í Kasmir, og við austurlandamærin suð- austur af Tíbet og milli kon- ungsríkisins Bhutan og norð- urhluta Burma. Kínverjar hafa fullvissað menn um, að ekki verði ráðist á Bhut- an, en ráðamenn í Nýju-Delhi leggja ekki mikinn trúnað á þessi orð. Því er forsætisráðherra Bhut ans, Djigme Dorje, kominn til Nýju-Delhi þar sem hann ætlar að ræða ástandið við Nehru for- sætisráðherra. Nehru hélt útvarpsræðu í dag, og hvatti hann þjóð sína til þess að búa sig undir hið versta. Bað hann stjórnmálaflokka landsins að standa nú saman og verkamenn ina um að fresta verkföllum. Frelsi landsins yrði aldrei of dýru verði keypt, sagði hann, og ástand ið við landamærin væri mjög al- varlegt, og líkur fyrir því, að ind- versku hermennirnir yrðu enn að láta undan síga. Nehru sagðist harma ósigra Indverja, en hélt því um leið fram að endalokin myndu verða Ind- landi í hag. Það kemur stöðugt greinilegar í ljós, að hermenn Kínverja eru mun betur vopnum búnir en and- stæðingar þeirra, en barizt hefur verið stanzlaust frá því á laugar- dagsmorgun. Þeir hafa yfir að ráða nýtízku vopnum, sprengju- vörpum og skriðdrekum, og það sem ekki hefur minnst að segja, þeir hafa lagt vegi, svo að segja fram að fremstu víglínu. Hins veg- ar verða Indverjar að byggja allt sitt á því, að geta sent hermönn- um sínum vopn og matarbirgðir flugleiðis. Hvað snertir hermennsku, þá Gengu af fundi með lor- in í broddi fyikingar NTB—New York, 22. okt. Sendinefndir kommúnista- ríkjanna, með aðstoðarutan- ríkisráðherra Sovétríkjanna Valerian Zorin í broddi fyllc- ingar, gengu út úr fundarsal Allsherjarþingsins, í dag, þeg- ar fulltrúi kínverskra þjóð- ernissinna tók til máls, til þess að mótmæla því, að Kína fengi sæti þjóðernissinna hjá S.Þ. Valerian Zorin minntist ekkj í ræðu sinni, á landamærastyrjöld- ina milli Indverja og Kínverja. Hann staðfesti hins vegar, að Sovétsamveldíð myndi ekk; velta fyrir sér nokkurri breytingu á sáttmála SÞ í því augnamiði að út- víkka Öryggisráðið eða aðrar stofn anir Sameinuðu þjóðanna fyrr en Kína hefði fengið sæti sitt í SÞ, serh því bæn. Formosa er hluti af Kína, og fyrr eða síðar mun Kína fá aftur yfirráð yfir þessum landshluta sínum. Fulltrúi Bandaríkjanna Adlai Stevenson sagði í sinni ræðu, að árásir Kínverja á landamæri Ind- lands sýndu fyrirlitningu valdhaf- anna í Peking á sáttmála Samein- u.ðu þjóðanna — Er það virki- lega ætlunin, að við trúum Sovét- ríkjunum, þegar þau halda því fram, að Kína sé friðelskandi ríki? Fulltrúar Sovétrikjanna myndu þjóna friðioum og mannkyninu betur með því að biðja ráðamenn- ina í Peking, að láta af núverandi stefnu sinni, heldur en að halda því fram, að Kínverjar væru frið- elskandi þjóð Ekki einu sinni Rússar geta í alvöru ætlazt til læss, að kínverskir þjóðernissinn- ar víki úr Sameinuðu þjóðunum fyrir stjórnendunum í Peking — sagði Adlai Stevenson að lokum. virðast Kínverjar hafa sömu að- ferðir og í Kóreustriðinu. Þeir senda fram hverja árásarbylgjuna á fætur annarri, og engu skiptir, hversu mikið mannfallið verður. Formælandi indverska landvarn arráðuneytisins skýrði frá því í dag, að Kínverjar hefðu ráðist á indverska landamærastöð við Kibitoo, sem er nálægt landamær- um Burma. En á sama tíma hélt kínverska fréttastofan því fram, að Indverjar hefðu hafið kröftuga árás á svipuðum stað við landa- mærin. Sagði hún, að kínversku hermennirnir hefu náð aftur á I sitt vald fjölda virkja á þessum slóðum, m.a. við Chipu, Jichang, Changto og Hatung-skarðið. Á Ladakhsvæðinu réðust Kín- verjar á 11 af 16 stöðvum Ind- verja, og urðu Indverjar að láta af hendi 5 þessara stöðva, eftir harða bardaga. Mikið mannfall varð í liði Kínverja, en einmitt þarna hafa þeir notað skriðdreka, og þeim til aðstoðar eru hinar þungu sprengjuvörpur. Stöðvarnar fimm, sem Kínverj ar hafa nú á valdi sínu, eru allar í nánd við Pangong-vatnið, fyrir sunnan Chip Chap-ána, en þar hef ur áður verið ákaft barizt. Formæl andinn sagði, að enn væri ekki hægt að segja nákvæmlega til um, hversn mikið mannfall óvin- anna hefði verið. Óeinkennisklæddir varðmenn hafa verið settir við hús allra ind verskra stjórnarerindreka og sendi ráðsstarfsmanna í Peking. í upp- hafi höfðu varðmennirnir verið einkennisklæddir, en þar eð fjöldi forvitinna barna safnaðist í kringum þá, var ákveðið, að þeir skyldu vera óeinkennisklæddjr. NTB—Osló, 22. okt. TaliS er að um 30 manns hafi farizt, þegar norska skip- ið Sanct Svithun sökk seint á sunnudagskvölrl suðvestur af Nordöya undan Þrændalög- um. Ekki er enn vitað, hversu margt manna var með skip- inu, en á því var 50 manna áhöfn, óg farþegar munu hafa verið um 30. Sanct Svithun var í eigu Sta- vanger gufuskipafélagsins og hélt uppi ferðum frá Stavangri til ICirkeness í Norður-Noregi. Skip- ið fór frá Þrándheimi á hádegi á sunnudag og var búizt við því til Rörvik kl. 22:30. Mikið er af skerjum og hólmum á þeirri leið, er skipið átti að sigla, en fullvíst ! er, að það hefur villzt af leið og tekið stefnuna í norðvestur í stað norðaustur. Stuttu eftir að skipið strandaði slökknuðu öll ljós um borð, og lá skipið þá í niðamyrkri, en mikill leki hafði komið að þvi. Snemma í morgun mun skipið síð- an hafa sokkið, því að þá tók að reka alls konar vörur og hluti, sem vitað var, að hefðu verið í því. Eigendur skipsins segja, að áhöfn þess hafi verið 50 manns, en ekki er vitað um tölu farþega, þar eð margir þeirra kunna að hafa keypt farmiða um borð í skip inu, áður en það lagði úr höfn. Fjöldi skipa og báta hóf strax leit að þeim, sem með skipinu höfðu verið, og þegar síðast frétt- ist, var búið að bjarga 48 manns scm fluttir voru til Rörvik, þang- að hafa einnig verið flutt 12 lík, en a.m.k. 13 önnur hafa fundizt. Ótrúlegt er talið, að fleiri geti enn verið á lífi, af þeim, sem með skipinu voru. Lýsing Pedersen skip- •sfiéras Einn þeirra, sem komst lífs af, er Sanct Svithun sökk er Anker Pedersen skipstjóri frá Stavangri. Hann var með- al farþega, en er annars skip- stjóri á einu af skipum Sta- I vanger-gufuskipafélagsins. Pedersen skipstjóri segist hafa verið undir þiljum, þegar skipið j strandaði. Ilann fór strax upp á i þilfarið, en stuttu á eftir slokkn- aði á öllum ljósum skipsins. Ekki segist hann hafa séð asa á nokkr- um manni, hvorki áhöfn né far- þegum. Stuttu eftir þetta rann skipið niður af skerinu, sem það strand- aði á, en það flaut þó enn. Skipun «ar gefin um, að allir skyldu fara í bátana, og ekki einu sinni þá I virtist fólkið verða órólegt. Allir voru æðrulausir, og bátunum var ráið frá skipinu strax og áhöfn og farþegar voru komnir í þá. — Allt í einu sökk skipið undir mér, segir Pedersen. Það lá við að ég sogaðist niður með því, en að lokum tókst mér að komast upp á yfirborðið aftur og synda yfir a litlum björgunarfleka, sem á voru átta menn. Flekann rak fram og aftur í eina 5—6 tíma áður en vélbáturinn Vito fann okkur Gamall maður, sem var á flekan um, þoldi ekki volkið og dó hann áður en okkur var bjargað. T í M I N N, Þriðjudagurinn 23. október 1962 3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.