Tíminn - 23.10.1962, Blaðsíða 4

Tíminn - 23.10.1962, Blaðsíða 4
SINGER-KYNNING NORDANLANDS Ákveðið er, að endurtaka norðanlands kynningu, sem nýlokið er í Reykjavík, á Singer saumavélum og prjónavélum. Á Akureyrí að Hafnarstræti 93, II. hæð dagana 24.—27. þ.m. kl. 2—7 e.h. alla dagana. Á Húsavík í fundarsai K. Þ. sunnudaginn 28. þ.m. kl. 2—7 e.h. Á sýningunum starfa 2 konur, sem sýna fjölhæfni vélanna og leiðbeina um notkun þeirra. Þar verður einnig staddur sérfræðingur í viðgerðum Singer-véla og er fólki bent á að hitta hann tii að fá eldri vélar yfirfarnar ef með þarf. Notið þetta einstæða tækifæri til að kynnast nýjustu gerðum þessara véla, sem leysa flókin verkefni í saumum og prjóni á auðveldan hátt og fljótvirkan. Kaupfélag Eyfirðinga, Kaupfélag Þingeyinga Véladeild SÍS F. U. F. í Árnessýslu AÐALFUNDUR F.U.F. í Árnessýslu verður að Brautarholti á Skeiðum fimmtudaginn 25. þ. m. kl. 9,30 e. h. Dagskrá sam- kvæmt félagslögum. Á fundinum verða kjömir fulltrúar félags- ins á 9. þing Sambands ungra Framsóknarmanna. F.U.F. í Skagafirði Stjórnin. AÐALFUNDUR Félags ungra Framsóknarmanna í Skagafirði verður í Bifröst, Sauðárkróki, kl. 8,30 á föstudaginn 26. þ. m. Dagskrá samkvæmt félagslögum. Á fundinum verða kjömir fulltrúar félagsins á 9. þing Sambands ungra Framsóknarmanna. Örlygur Hálfdánarson, forma'ður S.U.F., mætir á fundinum. Stjómin. F. U. F. í Borgarfirði AÐALFUNDUR félagsins verður föstudaginn 26. þ. m. kl. 9,30 e. h. að Brautartungu í Lundarreykjadal. Dagskrá samkvæmt félagslögum. Á fundinum verða kjömir fulltrúar félagsins á 9. þing Sambands ungra Framsóknarmanna. Á fundinum mæta þeir Már Pétursson, erindreki Framsóknar- flokksins og Kári Jónasson, fjármálaritari F.U.F. í Reykjavík. F. U. F. í Vopnafirði Stjómin. AÐALFUNDUR félagsins verður laugardaginn 27. þ. m. kl. 3 e. h. Dagskrá samkvæmt félagslögum. Á fundinum verða kjömir fulltrúar félagsins á 9. þing Sambands ungra Framsóknar- manna. Á fundinum mæta þeir Hörður Gunnarsson, ritari S.U.F., Ey- steinn R. Jóhannsson, ritari Fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna í Rvík og Daníel Halldórsson, ritstjóri Vettvangs æskunnar. Stjórnin. F. U.F. í Fljótsdalshéraði STOFNFUNDUR Félags ungra Framsóknarmanna í Fljótsdals- héraði verður laugardaginn 27. þ. m. kl. 8,30 í Egilsstaðakaup- túni. Á fundinum verða kjörnir fulltrúar félagsins á 9. þing Sambands ungra Framsóknarmanna. Á fundinum mæta Þeir Hörður Gunnarsson, ritari S.U.F.. Ey- steinn R. Jóhannsson, ritari Fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna í Rvík og Daníel Halldórsson, ritstjóri Vettvangs æskunnar. Bráðabirgðastjórn. F. U. F. í Hornafirði AÐALFUNDUR félagsins verður sunnudaginn 28. Þ. m. kl. 2 e. h. Dagskrá samkvæmt félagslögum. Á fundinum verða kjörn- ir fulltrúar félagsins á 9. þing S.U.F. Á fundinum mæta þeir Hörður Gunnarsson, ritari S.U.F., Ey- steinn R. Jóhannsson, ritari Fulltrúará'ðs Framsóknarfélaganna í Rvík og Daníel Halldórsson, ritstjóri Vettvangs æskunnar. Stjórnin. byrjað hefur verið að byggja til- greind ár: Frá Alþingi eftirfarandi um tölu íbúða, sem 1956—1958 1959—1961 Fækkun Sveitir .......... 406 246 160 — 39% Kauptún .......... 753 583 170 — 23% Kaupstaðir .... 1341 1040 301 — 22% Reykjvík ......... 2347 1530 817 — 35% Samtals 4847 Framangreindar upplýsingar eru fengnar úr skýrslu Efnahags- stofnunar rikisins. Víða hefur húsnæðisleysi kom- ið í veg fyrir stofnun heimila, — einnig staðið í vegi fyrir, að menn gætu notið heppilegra atvinnuskil yrða. Sums staðar mun vera eitthvað meira um það, að ráðizt hafj verið í íbúðabyggingar á ár- inu 1962 en hvert hinna þriggja ára næst á undan. Þetta mun stafa cf því, að þrýstingurinn frá óþol- andi ástandi ' húsnæðismálunum er orðinn svo mikill, að menn reyna að hefja byggingu upp á \on og óvon. • 3399 1448 29,9% •Hér er um þjóðfélagsvandamál að ræða, sem þolir ekki bið, en þarf ag ráða bót á hið fyrsta, og í þeim tilgangi er tillaga þessi flutt.“ Vegir spilltust Framhald af 1. síðu. við þær skemmdir nú, heldur verður ruddur bráðabirgðaveg- ur. í Vattarfirði hafa mörg skörð komið í veginn,’ m. a. um þrjá- tíu metra skarð rétt hjá Þverá. Vig það verður ekki unnt að gera nú í haust heldur verður rutt upp að klettunum; þar verður fær leið en vond. Á Barðaströndinni hefur bilað ræsi hjá Litluhlíð, skarð hef- ur komið í veginn hjá Hvammi og skriða hefur hlaupið yfir veginn hjá Arnórsstöðum. Búið mun að gera vig þær skemmd- ir. Skemmdir á veginum yfir Þingmannaheiði munu hafa orð ið litlar og er hún fær. Hinn nýi Vestfjarðavegur.hefur stað izt þessa úrkomu vel, Þó hafa einhverjar smávegis skemmdir orðið í Peningsdal. Suðurfjarðarvegur, milli Pat- reksfjarðar og Arnarfjarðar, mun bilaður á mörgum stöðum, en skemmdir eru ekki miklar á hverjum stað. Ketildalsveg- ur í Dýrafirði mun eitthvað bil aður hjá. Bakka og Fífustöð- um. Eins og áður segir úrðu mestu skemmdirnar á Vest- fjarðakjálkanum. Víðar urðu þó nokkrar skemmdir. Á Skóg- arstrandarvegi hljóp Kársstaðaá úr farvegi sínum og olli skemmdum. Norðurá í Borgar- firði flæddi yfir veginn milli Hraunsstaða og Brekku og var um tíma meters djúpt vatn á veginum. Vatnið þar hefur nú sjatnað og bráðabirgðabrú ver ig sett á ræsi, sem bilaði og leiðin nú fær. Grjótá í Svína- dal flæddi upp að veginum á stórum kafla og leit út fyrir, að þar gætu orðið miklar skemmdir. Fyrir norðan urðu ekki mikl ar skemmdir. Öxnadalsá rauf að vísu skarð í veginn við nýju brúna, en hægt er að notast við gömlu brúna, svo umferð tefst ekki. Skriða hljóp yfir veginn við Bakkasel, en hún mun fljótlega hafa orðið fær. Kúba í herkví Framhald aí L síðu. stærri eldflaugar sem gætu borið kjarnorkusprengjur allt norður til Hudson-flóa og suð- ur til Perú. Þá væri verið að setja saman orrustuÞotur á Kúbu er gætu borið kjarnorku- sprengjur og unnið að byggingu flugvalla fyrir þær. Kennedy beindi þeirri áskor- un til Krústjoffs, að hann stöðvaði þetta hættuspil með friðinn í heiminum og leitaði eftir bættri sambúð við Banda- ríkin. Forsetinn sagði, að Þess- ar ráðstafanir Bandaríkjanna fælu nokkra hættu í sér, en ekkert væri hættulegra en að- gerðarleysið og Bandaríkja- menn myndu aldrei fallast á leið uppgjafar. SKIPAUTGCRP RÍKISIN a Ms. Baldur fer til Gilsfjarðar- og Hvamms fjarðarhafna 24. þ.m. — Vöru- móttaka í dag til Rifshafnar, Skarðsstöðvar, Króksfjarðar- ness, Hjallaness og Búðardals. Atvinna ísbúð. DAIRY QUEEN mjólkurís, sími 16350. 4 T í M I N N, Þriðjudagurinn 23. október 1962

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.