Tíminn - 23.10.1962, Blaðsíða 6

Tíminn - 23.10.1962, Blaðsíða 6
TÓMAS KARLSSON RITiSk o | þingfréttir ..... . ..... ÞINGFRÉTTIR Brýn nauðsyn að lána tvo þriðju hluta hyggingarkostnaðarins Kosin verði milliþinganefnd til að endurskoða íbúðalánaveitingar frá rótum Níu þingmenn Framsóknar- flokksins hafa lagt fram til- lögu til þingsályktunar í sam- einuðu þingi um endurskoðun \aga um lánveitingar til íbúða- bygginga. Sigurvin Einarsson er fyrsti flutningsmaður til- lögunnar en auk hans þeir Ingvar Gíslason, Karl Krist- jánsson, -Jón Skaftason, Þór- arinn Þórarinsson, Halldór Ásgrímsson, Halldór E. Sig- urðsson, Ólafur Jóhannesson og Björn Fr. Björnsson. Til- lagan er svohljóðandi: „Alþingi ályktar að kjósa fimm manna milliþinganefnd, hlutbundinni kosningu, til þess að endurskoða öll gild- andi lög um lánveitingar til íbúðabygginga í landinu. Nefndin skal gera tillögur aS nýrri löggjöf í þessum efn- um, er m.a. hafi þaS mark- miS: aS auka lánveitingar til bygg- ingar nýrra íbúSa, svo að unnt verði að lána til hverrar íbúðar af hóflegri stærð, hvar sem er á land- inu, % hluta af bygging- SIGURVIN INGVAR KARL ÞÓRARINN HALLDÓR ÁS. HALLDÓR ÓLAFUR BJORN FR. arkostnaði; að jafna aðstöðu manna til lánsfjár þannig, aS heild- arlán geti orðið svipuð til hvers manns, miðaS við sömu stærS íbúðar, hver sem hann er og hvar sem hann býr; aS greiða fyrir mönnum með lánveitingum til að endur- bæta íbúðir svo og að kaupa íbúðir til eigin nota. Nefndin leggi tillögur sín- ar fyrir næsta reglulegt Al- þingi. Kostnaður af störfum nefndarinnar greiðist úr rík- issjóði." í greinargerð með þessari til- lögu segir svo: „Allir þurfa á húsnæði að halda, engu síður en fæði og klæði. Sið- ferðileg skylda rikisvaldsins til að gera mönnum mögulegt að eignast þak yfir höfuðið er engu minni en að stuðla að nægilegri atvinnu og viðunandi lífskjörum að öðru leyti Það verður jafnan eitt af fyrstu við'fangsefnum þeirra, er stofna heimili, að reyna að eignast íbúð. Flestir eru ungir að árum, þegar þeir mynda eigið heimili, og fæst- ir þeirra eru miklum efnum búnir. Hins vegar kostar íbúð fyrir fjöl- skyldu mikið fé. eins og nú er komið Samkv. skýrslum Hagstofu ís- lands kostar nú 300 rúmmetra íbúð um 440—490 þús. kr. og hef ur hækkað' í vébði11^ Siðtfátu fjór- um árum um ■'l&ö£i-T45^J>ús.: kr. Skortir því mjög á, að íán úr bygg- ingarsjóði ríkisins eða stofnlána- Taka verður lán I Strákaveginn Skúli Guðmundsson mælti í neSri deild í gær fyrir frumvarpi, er hann flytur ásamt þeim Gunnari Jóhannssyni og Birni Páls- syni um lántöku vegna Sigluf jarðarvegar ytri, Strákavegar. Frumvarnið er flutt í samráði við Ólaf Jóhannesson 3. þm. Norð urlandskjördæmis vestra, en hann á sæti í efri deild. Kveður frumvarpið á um heimild til handa ríkis- stjórninni um allt að 15 milljón króna lántöku til þess að greiða kostnað við lagningu Strákavegar oo verði það miðað við að vegagerðinni verði lokið á árinu 1964. Lánið skal end- urgreiðast af árlenum fjár- veitingum á fjárlögum til vegarins eftir að vegagerð- inni er lokið. Skúli Guðmundsson gat þess, að frumvarp þetta væri flutt að tilmælum bæjarstjórnar Siglufjarðar og las hann upp tillögu, sem samþykkt var í fbæjarstjóminni 22. marz s. 1. með ö 11 u m : greiddum at- kvæðum Hin- ar erfiðu sam- göngur standa hinum mikla síldariðnaðar- bæ, Siglufirði, fyrir þrifum. — Árið 1950 voru íbúar í Siglu- firði 3060 en 1960 hafði þeim fækkað í 2680 eða um 12—13% en á þessum sama tíma hafði heildarmannfjölgun í landinu orðið 23% og segði það sína sögu um þróunina, en Siglu fjörður er ekki í sambandi við þjóðvegakerfi landsins. nema Þann skamma hluta úr á.ri. er hið snjóÞunga Siglufiarðar skarð er opið. Lagning Stráka- vegar mvndi bæta hér úr — Kostnaðarmesta framkvæmdin við vegagerðina er að gera jarð göng um 900 metra löng. Til þess þarf stórvirk tæki og þarf að halda verkinu viðstöðulaust áfram eftir að það er hafið, en talið er, að unnt sé að ljúka því á einu ári. Lánsfjáröflun er nauðsynleg, þar sem ekki er mögulegt að fá fjárveitingu til verksins í einu lagi. Vegagerð in er mesta hagsmunamál Sigl- firðinga og fleiri landsmanna. en jafnframt hagsmunamál Skagfirðinga og fleiri land=- manna. Samhlióða frumvarp þessu var flutt á síðasta þingi en ná.ði þá ekki afgreiðsln enda liðið á þingtímann. er það var borið fram. Þá sendu 785 kjósendur í Sightfirði eða meiri hluti kjósenda þar. á- skorunarskjal til Alþingis og ríkisstjórnar um að tryggja nægile.gt fjármagn svo unnt vrði að ljúka verkinu á sem cVarnmstum tíma. Einar Tngimundarson kvaddi mr hljóðs ng sagði, að ástæðan fvrir því að þingmenn Sjálf stmðisflokksins f NorðnrÞnrL '-'jördæmi væru ekki meðfh't” ingsmenn að þess” fr””-'”'rnt væri sú að Þeir hefðv Akk' A huga á bessu mikla nauðsyris rnáli. Ástæðan er sú. =agð' Finar Ingimundarson. að við treystum ríkisstjórninni til að finna lausn á málinu. deild Búnaðarbankans hafi dug- að til að greiða verðhækkun íbúð- arinnar. Jafnvel þótt lán þessi hækki nú úr 100 þús. kr. á íbúð í 150 þús. kr, eru þau samt ekki nema rúmlega fyrir verðhækkun- inni. Þótt lán úr lífeyrissjóðum séu nokkru hærri njóta þeirra ekki aðrir en þeir, sem greiða til lífeyrissjóðanna. Af þessu leiðir, að eigið framlag hvers manns, sem byggir sér íbúð' af fyrrnefndri stærð, þarf að vera 290—340 þús. kr., og er þá miðað við 150 þús. kr. lán. Nærri má geta, hversu suðvelt þetta reynist ungu og efna litlu fólki. Óhjákvæmilegt er því að hækka lán til hverrar íbúðar frá því, sem nú er. ;Þá er hagkvaémt að veita mönnr' um nokþurt lánsfé til endurbóta á gömlum húsum eða til að kaupa slík hús. Með því má hagnýta bet- ui húsnæði, sem fyrir er, spara lánsfé, sem annars þyrfti í nýjar íbúðir, og koma i veg fyrir, að m’enn búi í óviðunandi íbúðum. Þróun þessara mála hefur væg- ast sagt farið alvarlega úrskeiðis síðustu árin. Sem dæmi um sam- drátt í íbúðarbyggingum þrjú síð- ustu árin, í samanburði við þrjú næstu ár þar á undan, má nefna 1 mhald á 4. síðu. Þingstörf í gær í NEÐRI DEILD var frum- varpi um lánsfé til húsnæðis- mála vísað til nefndar og 2. umr. Skúli Guðmundsson mælti fyrir frumvarpi um Strákaveg og auk hans talaði Einar Ingi- mundarson. Ragnar Guðleifs- son mælti fyrir frumvarpi um landshöfn í Keflavík og tóku einnig til má!s vi'ð það mál þeir Gísli Jónsson og Halldór E. Sigurðsson. I efri deild mæíti Gunnar Thoroddsen fyrir frumvarpi um samþykkt á ríkisreikningum fyrir 1961 og Bjarni Benedikts son fyrir frumvarpi um þing- lýsingar og 10 öðrum fylgi- frumvörpum. Á’ ★ RAGNAR GUÐLEIFSSON, sem nú sifcur á þingi sem varamaður Emils Jónssonar, sjávarútvegs- og hafnarmálaráðherra, mælti í neðri deild í gær fyrir frumvarpi sínu um að taka allt að 70 millj. króna lán til landshafnarinnar í Keflavíkurkaupstað og Njarðvíkurhreppi. Var þetta jómfrúrræða Ragnars. Gísli Jónsson spurði Ragnar, hvort verið gæti, að þetta frumvarp væri flutt í samráði vi'ð sjávarútvegsmálaráðherra og kvaðst hann myndu flytja breytingartillögur við frumvarpi'ð svo hið sama gilti einn- ig fyrir landshöfnina i Rifi á Snæfellsnesi, ér ætti síður en svo minni rétt. ★ ★ HALLDÓR E. SIGURÐSSON þingmaður Vestlendinga kvaðst fagna því að þetta frumvarp væri fram komið. Enginn vafi gæti leikið á um það, að frumvarpið væri fram komið með vitúnd og vilja sjávarútvegsmálaráherra, þar sem það væri flutt af þing- manni er tekig hefur sæti Emils Jónssonar í fjarveru hans. Stjórn landshafnarinnar í Rifi hefur lenci vonað, að ekki myndi standa á ríkisstjórninni að útvega fjármagn tii framkvæmda, þegar undirbúningi væri að fullu lokið og bæri þetta frum- varp varamanns sjávarútvegsmálaráðherra vott um jákvæða afstöðu ríkisstjórnarinnar til málsins og fjármagnið því vafa- líti'ð á næstu grösum. Bæri að fagna því. ★ ★ YFIRLÝSING EINARS INGIMUNDARSONAR í neðri deild Alþingis í gær um að þingmenn Sjálfstæðisflokksins í Norð- urlandskjördæmi vestra — þ. e. a. s. séra Gunnar i Glaumbæ auk Einars — vildu ekki vera meðflutningsmenn að frumvarpi um lántöku til að fullgera Strákaveg til Siglufjarðar, þótt þeir hefðu verið meðflutningsmenn að sams konar frumvarpi í fyrra er atliyglisverð. Einar sagði, ag þetta væri ekki vegna þess að þeir út af fyrir sig hefffn ekki áhuga á málinu heldur vegna Þess að Þeir hefðu þá TRÚ, að rikisstjórnin myndi leysa málið. Fannst sumum þetta vera eins konar nýtt praktískt form trúarjátningar. Þeir vildu ekki flytja mál vegna þess að þeir tryðu á almættisforsjón ríkisstjórnarinnar, er héldi öllum ör- lögum í hendi sér og því þýðingarlaust ag vera að heimta og biðja — heldur yrðu inenn umfram allt að trúa til sáluhjálpar og samvizkufri'ðunar. Ekki virðist samt máttur bænarinnar vera reiknaður á háu gengi i þessari nýju trúarkenningu. 6 T í M I N N, Þriðjudagurinn 23. október 1962

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.