Tíminn - 23.10.1962, Blaðsíða 16

Tíminn - 23.10.1962, Blaðsíða 16
HÆNUR í HRAKN- INGtlM SJ — Patreksfirði, 22. okt. Pálmi Magnússon vörubif- reiðarstjóri á Patreksfirði, var á leið frá Reykjavík til Patreksfjarðar á laugardag- inn með bíl sinn fullhlað- inn. Meðal annars flutti hann á annað hundrað hæn- ur. Hann komst við illan leik yfir Djúpadalsá, en þegar hann kom að Gufudalsá var orðið gersamlega ófært og varð hann að snúa þar við. Gisti hann að Brekku í Gufu dalssveit á aðfaranótt sunnu dagsins. Á suiinudaginn lagði hann upp með púturn ar á dráttarvél og komst yf- i ir Gufudalsá. Síðan fékk hann sér jeppa og hélt sel- I flutningnum áfram og $ komst hann með hænurn- ar hingað í nótt er leið. % L—■ MYNDINA a5 ofan tók Asmundur Guðjónsson í Vestmannaeyjum fyr- ir Tímann, af þýzka sfmaskipinu Neptun á höfninni í Eyjum, en það hefur lagt hingað sæsímastrenginn frá Kanada. Þessi ferð skipsins var jómfrúrferð þess. Það er 8910 brúttó lestir, en er talið bera um 12 þús- und tonn og er talið að þaö sé stærsta kapalskip veraldar. Verði ekki unnt að tengja sæsímann nú alveg á næstunni mun Neptun halda á brott, þar eð of dýrt er að halda svo stóru skipi úti árangurslaust tii lengdar, og verður þá smærra skip sent hingað til þess að tengja sím- ann. ÞEGAR við Reykvíkingar tölum til útlanda, fer þó ekki allt viðtalið fram eftir strengnum, því milli Vest mannaeyja og lands fara viðskiptin fram í loftinu. Myndin hér til hlið- ar er af loftnetinu í Eyjum, þar er endir sfmastrengsins og öldur Ijós- vakans taka vlð. — ( Ljósm.: HE). NÝTT DJÚP- ÞriSjudagur 23. október 1962 237. tbl. 46. árg. SKIP JK—Reykjavík, 22 .okt. 12. október s.l. var í Reykja vík undirritaður samningur um smíSi á nýjum Djúpbáti, en núverandi djúpbátur, Fagranesið, er orðinn mjög gamall og úr sér genginn, byggður úr furu í Noregi 1934. Teikningar og smíðalýsingu skipsins gerði Hjálmar R. Bárðar- son, skipaverkfr., og var smíði skipsins boðin út. Þegar tímafrest ur rann út höfðu borist 9 tilboð, Prainh. á 15. síðu Vilja hætta kjöri presta KH—Reykjavík, 22. okt. Aðalmálið á nýbyrjuðu kirkjuþingi fjallar um breyt- ingar á prestakallaveitingu, PRESTAR GEGN 79 JK — Reykjavík, 22. okt. Kvikmyndin „79 af stöð- inni“ var upphaflega bönn- uð börnum innan 12 ára, en í gær var tilkynnt að fram- vegis yrði hún bönnuð börnum innan 16 ára. Aðalbjörg Sigurðardóttir í kvikmyndaeftirlitinu sagði blaðinu f dag: — Eg tel þessa kvikmynd miklu betri en yfirborðið á þeim útlendu myndum, sem hér eru sýnd ar, og alls ekki til skaða fyr ir börn að sjá hana. Auk þess fjallar hún um íslenzkt efni, sem er ofarlega á baugi, og þótti okkur því í upphafi vafasamt að banna hana unglingum. Síðan hafa hins vegar mjög margir for- eldrar beðið okfcur um að víkka bannið, og hefur ver- ið tekið tillit til þeirra kvart ana, með fullu samþykki Edda Film. Blaðið hefur fregnað ann ars staðar frá, að nokkrir prestar hafi viljað taka mál- ið upp á nýhöfnu kirkju- þingi, ef „79 af stöðinni" hefði ekki verið bönnuð innan 16 ára aldurs. en eins og kunnugt er, hafa prestskosningar mælzt illa fyrir af mörgum og oftlega vakið deilur. í dag verður lagt fram á þinginu frum- varp til laga um veitingu prestkalla. Kirkjuþingið var sett kl. 2 á laugardag í Neskirkju. Séra Þor- grímur Sigurðsson, prestur á Staðastað, flutti hugleiðingu, og biskupinn yfir íslandi, herra Sig- urbjörn Einarsson, setti þingið. Þetta er í briðja sinn, sem kirkju- þing er háð hér á landi, og er bú- Framh. á 15. síðu VILJA 11-15% KAUPHÆKKUN MB — Reykjavík, 22. okt. Viðræður hófust á laugar- daginn á Akureyri milli Verka mannafélags Akureyrarkaup- staðar og Verkakvennafélags- ins Einingar annars vegar, og Vinnuveitendafélags Akureyr ar og Vinnumálasambands samvinnufélaganna, hins veg- ar. Viðræður við Iðju, félag verksmiðjufólks, eru enn ekki hafnar, en hefjast sennilega á næstunni. Verkamannafélag Akureyrar- kaupstaðar og Verkakvennafélagið Eining standa sameiginlega að samningum, enda hafa bæði fé- lögin alla samninga lausa, en Iðja hefur aðeins sagt upp kaupgjalds ákvæðum samninga. Náist samn- ingar ekki getur komið til vinnu- stöðvunar hjá verkamönnum og Iðju 15. nóvember, en hjá verka- konum 20. nóvember. Verkamenn og konur munu gera kröfur um 11—14% kauphækkun, frá því sem nú er, og auk þess krefjast þau 100% álags á alla eftirvinnu, en nú er eftirvinna greidd með 60% álagi, en næt- urvinna með 100% álagi. Auk þess HEILDSALAR HYGGJA Á BYGGIHGU STÓRHÝSIS vilja félögin að 2% verði greidd sjúkrasjóð í stað 1% áður. Eins og áður segir, hefur Iðj: aðeins sagt upp kaupgjaldsákvæi um samninga. Munu Iðjumem sennilega krefjast um 15% kaup hækkunar, en eins og fyrr segii Framh. á 15. síðu JK — Reykjavík, 22. okt. Félag íslenzkra stórkaup- manna hefur sótt til borgar- ráðs um að fá lóðina milli Arn- arhólsins og Sænska frysti- hússins undir risastórt skrif- stofuhús, þar sem mikill f jöldi heildsala getur haft aðsetur á sama stað. Blaðið hafði í dag samband við Hafstein Sigurðsson, framkvæmda stjóra FÍS. Hann sagði lóðina vera um 3000 fermetra og reiknuðu stórkaupmenn með að byggja þar minnst 7—8 hæða hús, ef lóðin fengist. Hafsteinn sagði, að þessi bygg- ing hefði verið þrjú ár á döfinni, en vegna óvissu um skipulag hafi lóðin ékki verið fengin enn. Hann sagði húsið mundu verða geysi- stórt, og þar mundu rúmast að minnsta kosti 40—50 heildsölur með skrifstofur sínar. Þarna verða, ef til kemur, margs konar þægindi, Framh. á 15. síðu í GÆR tók Valtýr Guðjónsson f Keflavík sæti á Alþingi í fjarveru Jóns Skaftasonar, sem er á ferða- lagi erlendis. Valtýr Guðjónsson hefur áður átt sæti á Alþingi. Fjárlagaumræður í kvöld RÖÐ ræðumanna ver'ffur þessi: Gunnar Thoroddsen, fjármála- ráðherra; Lúðv.ík Jósefsson; Birgir Finnsson; Eysteinn Jónsson. Aðrir en fjármálaráðherra hafa hálfa klukkustund til umráða.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.