Tíminn - 24.10.1962, Qupperneq 1

Tíminn - 24.10.1962, Qupperneq 1
Auglýsing í Tímanum kemur daglega fyrir augu vandlátra blaða- lesenda um allt land. Tekið er á móti auglýsingum frá kl. 9—5 í Banka- stræti 7, sími 19523 m •€> mm, \mr, % - hvað sem það kostar, segja Ameríkuríkin NTB—23. október Mikil hætta hefur skapazt af eldflaugastöðvunum á Kúbu, þaðan sem hægt er að skjóta eldflaugum norður í Kanada og suður í Perú. Nú hefur þessi hætta enn aukizt, síðan vitað var um fjögur rússnesk skip, sem eru á leið til Kúbu, og grunað er, að hafi eldflaugar innanborðs. Ráð Ameríkuríkjanna varð sammála í kvöld á aukafundi að gefa Bandaríkjaher vald til þess að stöðva þessi skip með vopnavaldi, ef þörf krefði. Einnig samþykktu Ameríku ríkin, að veita hernaðaraðstoð eftir föngum í Kúbudeilunni, ef á þyrfti að halda. Enn hefur ekkert verið að- hafzt til að stöðva skipin og er beðið eftir því, hvort ekki sé unnt að leysa deiluna eftir diplómatiskum leiðum . ★ Kennedy hefur fyrirskipað að öll skip á leið til Kúbu verði rannsökuð, og þeim, sem hafi vopn í farminum, verði snúið við. k Bandarísk flotadeild er reiðu- búin að mæta Sovétskipum, 1 sem eru á 'leið til Kúbu, endffl telur Bandaríkjaher, að fjögur þeirra hafi eldflaugar innan- borðs. k Ráð Ameríkuríkjanna hefur gefið Bandiaríkjunum vald til að rannsaka rússnesku skipin með vopnavald'i, ef þörf kref- ur. ★ Rússar hafa ekkert gert til að snúa þessum skipum við. k Forstjóri Tass segir það jafn- gilda styrjöld, ef átök verðá um þessi rússnesku skiip. ★ Herinn á Kúbu er reiðubúinn undir átök. k Mik'lir herflutningar voru í dag á Floridaskaga. ★ Kennedy hefu.r skipfflð frarn- kvæmdanefnd æðstu manna stjórnár og hers til daglegra funda um Kúbumálið. ★ Tryggingar á skipum, sem sigla Framh á 15 síðu JOHN F. KENNEDY FIDEL CASTRO NIKITA KRUSTJOFF Ríkisstjórnir um allan heim á skyndífundum út af Kúbu-málinu -AMERÍKA ER SANNINU NTB-23. október. Vióbrögó stjórnarleiö- toga um heim allan við siglingabanni Bandaríkj- anna gegn Kúbu eru mjög margvísleg, allt frá ein- dregnum stuðning! til harSrar fordæmingar, Flestir bandamenn Banda- ríkjanna og öll Suður-Ame- ríkuríkin nema Bolivía hafa lýst yfir stuðningi sínum við ákvörðun Kennedys Banda- ríkjaforseta. Kommúnistarík- in hafa lýst yfir vanþóknun sinni á ákvörðuninni, en við- brögð hlutlausu ríkjanna hafa verið margvísleg. Yfirlýsing Kennedys í gær- kvöldi vakti mikla stjórnmálalega starfsemi um allan heim. Ríkis- stjórnir héldu skyndifundi til þess að ræða þróunina og sendiráð lágu stöðugt í símanum við heimalönd sín. Yfirlýsingin var'ð einnig til mikils verðfalls í kauphöllum um allan heim. í blöðum, útvarpi og meðal almennings gætti stríðsótta. Samband Ameríkurikjannna hélt skyndifund í kvöld ,og þar fékk áætlun Kennedys um siglingabann ið stuðning. Aðeins Bolivia greiddi ekki atkvæði með ályktun sam- bandsins, þar sem segir: Rág Sam- bands Ameríkuríkjanna ályktar að krefjast nú þegar niðurrifs og brottflutnings allra eldflauga og annarra árásarvopna frá Kúbu. — Iíáðið ályktar einnig að mæla með því við ríkisstjórnir bandalagsins að þær geri þær ráðstafanir sam- kvæmt Ameríkusáttmálanum, jafn vel með valdbeitingu, sem tald- ar verða nauðsynlegar til Þess að tryggja það, að Kúba fái ekki fram- ar vopnabúnað frá kommúnista- | ríkjunum, vegna ógnunarinnar, Framhald á 3. síðu. KortiS hér til hliðar sýnir afstöðu Kúbu til N-Ameríku og S-Ameríku. Fyrir liggja upplýsingar um það, að á Kúbu séu nú langdræg flugskevti, sem borið geti kjarnorkusprengjur allt suður til Lima í Perú og norður fyrir t*’.ontreal í Kanada. Allt svæðið innan þessara marka er að sjálfsögðu í skotmáli. Eins og kunnugt varð af ræðu ’íennedys forseta Bandaríkjanna í fyrrakvöld hefur Ba ndaríkjastjórn stöðvað flutning árásarvopna til Kúbu. Petta er gert til að koma i veg fyrir að áfram verði hald ið við að byggja árásarstöðvar þar, sem ætlaðar eru til að skjóta eldflaugum á meninland Ameríku. Uppdrátturinn hér til hliðar sýnir austurströnd Norður-Ameríku, Panamaeiðið og vesturströnd Suður-Ameríku. Marktir eru inn þýðingarpiiklir staðir, eins og Canaveralhöfði og Panamaskurðurinn. Kúba er miðsvæðis á kortinu, en örstutt er á milli Miami á Floridaskaga og Havana á Kúbu- Ræða Ker'nedv's Rar.H^ríkjaforseta er birt á bls- 7 í blaðinu í dag.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.