Tíminn - 24.10.1962, Blaðsíða 2

Tíminn - 24.10.1962, Blaðsíða 2
Ætlaði að útrýma siðspillingunni — Grein um ábótann í San-Marco klaustrinu, ofstækis- og umbótamannínn Girolamo Savanorola Fá tímabil í sögu mann- kynsiiís hafa verið jafn um- brotasöm og endurreisnar- tímabilið. Og í fáum löndum var lífið jafn stórbrotið í sniðum og á Ítalíu, og þar var ekki miskunn hjá Magn- úsi. Fyrir hugskotssjónum flestra stendur endurreisnartímabilið sem óslitin röð gleðidaga og blóð heitra nótta. Þar var ekki verið að taka hlutina alvarlega. Þá var urmull af miklum listamönnum, húmanisturn, áhrifaríkurn ætt- um, daðurdrósum, sórstæðum páfum, iaunmorð'ingjum, þá klæddist fólk skarti, gulli og gim steinum. Brenndur á báli í þessu furðulegu umhverfi spratt upp trúfræðilegur ofstæk- ismaður, spámaður og umbóta- maður, ábótinn í San Marco- klaustrinu í Firenze, Girolamo Savanorola. Hann stakk mjög í stúf í samtíð sína með óbreyttu líferni og meinlætalifnaði, stirangleik sínum og guðlegri hörku. Og einmitt fyiir það að prédika harðleika holdsins tókst honum um skeið að verða einráður í Firenze og verða brenndur á báli. Ásffanginn Til þess að skilja betur hið furðulega líf og hinn óhugnan- lega dauða Savonrola verður að hafa í huga þann heim sem hann hrærðist í. Þá var endurreisn- in í mestum blóma á Ítalíu, Firenze ein helsta verzlunar- borgin og þar réði Medici-ætt- in lögum og lofum og stóð á hátindi frægðar sinnar. Æviferill Savanorola kemur mjög heim við það sem almenn- ingur ímyndar sér um endur- reisnartímabilið. Hann var fædd ur í Ferrara árið 1452. Faðir hans var læknir í miklum met- um og það var ætlunin að son- urinn fetaði í fótspor hans er að því kæmi. Hann valdi sér þó heimspekina og voru það einkum þeir kumpánar Aristo- teles og Tómas af Aquinas sem urðu honum leiðarljós. Þegar hann hafði lokið meistaraprófi í heimsrpeki tók hann til við lækn- isfræði til að þóknast föður sin- um. En þá varð hann ástfanginn. Stúlkan var af tignum ættum, Strozzi-fjölskyldunni. Hún vís- aði honum fyrirlitlega á bug. í sjálfu sér var það harla lítil- mótlegt atvik — nóg var af kven- fólkinu í Firenze á þessu tíma- bili. En Savanorola leit á málið alvarlegri augum, hann sneri baki við lystisemdum heimsins. Hann gekk í klaustur. Krafðist hreinlífis Þegar á unga aldri var saur- lifnaður heldra fólksins þyrnir í augum Savanorola. Náinn ætt- ingi borgarstjórans gortaði af því að eiga ekki færri en 800 ástmeyjar. En það sem einkanlega mæddi hinn unga mann var dýrkun fólksins á hinum heiðna arfi for tíðarinnar, menningu fornaldar. í klaustrinu las Savanorola hveija bókina á fætur annarri upp til agna. Hann dró enga dul á markmið sitt: hann ætlaði að ganga milli bols og höfuðs á sið spillingunni Og hún blómstraði allt um kring. Einnig í klaustrinu. Munk ar voru allra manna léttlyndast- ir, drukku eins og belgir og höfðu alltaf nóg kvenfólk á tak- teinum, lifðu í vellystingum praktuglega þótt þeir ættii að heita betlimunkar. Honum til mikilla sárinda uppgötvaði hann að það var Medici-ættin sem stóð straum af kostnaði við klaustrið, og sparaði hvergi peninga og veraldleg gæði. Savanorola átti einskis stuðn ings að vænta frá páfanum í Róm. Innosens VIII. var kunnur fyrir spillingu og barneignir. Savanorola krafðist þó hrein- lífis í æ tíkara mæli í raqðum sínum. Sparnaðurinn Það skarst í odda með honum og Medici-ættinni vegna þessa og um þriggja ára bil var honum meinuð klausturvist. Árið 1419 sneri hann þó aftur og þá sem ábóti. Sama ár hóf hann að predika í dómkirkjunni í Firenze og þar beitti hann hnútasvipu andans ó- spait og dró hvergi af sér. Savanorola hafði þá bjargföstu trú að hann væri kjörinn af Guð'i til þess að koma á trúbót- um. Hann trúði þvi að Guð hefði útbúið hann með ofurmannleg- um spámannlegum gáfum. Og það voru einmitt þessar gáfur, sem leiddu hann upp á tindinn. Hann var óhræddur við að spá og allt gekk eftir. Úr stóli dómkirkjunnar spáði hann því að nýr Kyros mundi koma yf- ir Alpafjöllin og haldra suður Ítalíuskagann brennandi borgir og brjótandi kirkjur. Og það gekk eftir. Einræðisherrann Árið 1494 gerði franski kon- ungurinn Karl VIII. innrás í Ítalíu, lagði undir sig Milano og sneri sér því næst að Firenze. Ofsahræðsla greip um sig, furst inn, sem réði borginni, missti alla stjórn á sér. Hann hafð; einmitt lagt sig í líma við að viðhalda friði við Frakkland. Hann hafði m. a. gef- ið Karli konugi hóp af afbragðs veiðifálkum sem konungur hafði veitt móttöku af barnslegri gleði. Þegar Frakkar nálguðust borg ina flúðu ættmenn Medici hver sem betur gat en hallir þeirra voru lagðar í rúst. Nú tróð Savanorola fram á sjónarsviðið. Ilann gerði samn- inga við Karl Frakkakonung. Hann fékk því til leiðar komið að borginni var þyrmt og rán ekki framin. Frakkar stóðu skamma hríð við í Firenze, héldu síðan her- förinni áfram suður á bóginn. Varla höfðu þeir yfirgefið borg- ina þegar uppreisn brauzt út. Auðvaldinu, sem til þessa hafði ríkt í borginni, var hrundið frá völdum og nú komst á fót eins konar lýðræði. Stuttu síðar varð trúmálabrjál æðingurinn frá San Marco- klaustri einvaldur í borginni. Nú var tekið til óspilltra mál- anna við umbætur og endurreisn. Allt miðaði í þá átt að breyta hinni lífsglöðu borg í nokkurs konar Nazareth. Þaðan átti ljós guðdómsins að lýsa yfir alla ítal- íu. Eins og jafnan vill verða í einvaldsríki varð að halda múgn um í skefjum. Savanorola hafði sínar „terr- or“-sveitir engu síður en Hitler og Castró. En þær sveitir voru með nokkuð öðrum hætti en nú tíðkast. Það voru börn. Um þessar mundir var urmull af börnum i Firenze og er það ekki undarlegt þegar þess er gætt hvað lauslæti var gífurlegt. Þau rásuðu um götur borgarinn- ar eins og flækingskettir, um- hirðulaus og áttu hvergi höfði sínu að halla. Savanorola lét smala þeim saman og loka þau inni í klaustri þar sem þau fengu að boiða og þar var þeim innrættur brennandi kristindóm- ur. Síðan voru þau send aftur út á göturnar, í þetta sinn til að Ráðhúsið i Flórenz eins og það lít ur út f dag. berjast fyrir kristindóminn. Þau rændu vegfarendur sem þeim þóttu i'íkmannlega búnir, réðust inn í íbúðir auðugs fólks og lögðu allt í rúst. Þau hrifsuðu skrautlegar bækur og listmuni, þessu var síðan safnað saman á aðaltorgi borgarinnar og brennt. Meðan þessu fór fram neydd- Savanorola ist Karl Frakkakonungur til þess ; að hverfa burt frá ítalíu. Það 'i reyndist örlagaríkt fyrir Savan- • orola en hann studdist beinlín- j is við hinar frönsku hersveitir. j Og ekki bætti það úr skák að 'I Firenze undir stjórn Savanorola hafð; neitað því að taka þátt í | bandalagi annarra ítalskra borg- I ríkja gegn Karli VIII. Og nú reis upp voldugur mót- stöðumaður. Það var nýi páfinn, Si Alexander VI. Hann var einn | þeirra sem Savanorola hafði far- H ið um mestum hr'akyrðum. Páf- g inn var af hinni kunnu Borgia- kj ætt og honum var mest í mun að styrkja veraldlegt vald páfa- j* stóls. Þegar hann sótti messu, | fengu prestarnir orð í eyra, ef ffl þeir höfðu messað of lengi. Sjálf 0 ur rakaði hann að sér óhemju | auði og ástmeyjar hans voru all- g ar fegurstu konur í Rómaríki. Savanorola beindi hvössum | geiri gegn þessum dæmigerða m persónuleika endurreisnartíma- E bilsins og var svo orðhvatur að | páfi sá sér ekki annað fært en fe grípa í taumanna og koma í | veg fyrir frekari „siðbót". Sav- Q anorola var hættulegur andstæð- | ingur. Rannsóknardómurinn Páfi bannfærði Savanorola en j, allt kom fyrir ekki. Hann lýsti | heilögu stríði á mótj páfa og n kvaðst mundi setja honum stól- H inn fyrir dyrnar með öllum ráð- | um. Æsing og ofsi greip um sig | í Firenze. Þegar Savanorola pré- § dikaði hinzta sinni í dómkirkj- unni voru kirkjugestir svo fjöl- mennir að þeir urðu að standa þétt á nærliggjandi götum og torgum. f Páfaríki var hin leynilega lögregla páfastóls skipulögð til baráttu. Rannsóknardómarinn bjó sig undir að binda endi á lýðræðið í Firenze. Þessir skuggalegu heiðurs- menn komu sér í kynni við fólk í Firenze sem var óánægt með stjórn Savanorolas og nú voru lögð á ráðin. Meirihlutj borgara- stéttarinnar, einkum þeir sem höfðu lifafj vjð auð og allsnægtir, H þráði aftur fyrri daga og það reyndist rannsóknardómnum ié auðvelt að hvetja til uppþots gegn Savanorola. Þeim orðrómi var komið á kreik að Savanorola væri galdra- maður en það var dauð'asök í þá daga. Framhald á 13. síðu. VIÐAVANGUR „Þjóðarhneyksli" Morgunblaðið lýkur forystu- grein í gær með þessum orð- um: „Það er Þjóðarhneyksli, ef vetrar&íldveiðarnar tefjast leng ur. Sfldarmarkáðir okkar eru þegar í mikilli hættu. Ekki hef ur reynzt mögulegt að standa við gerða samninga við einstak- ar þjóðir. Afleiðingar þess eru ófyrirsjáanlegar". Þctta cr hárrétt svo langt sem það nær. En Mbl. ætti að skil- greina „Þjóðarhneykslið“ svo- lítið nánar. Það var líka „þjóð- arhneyksli“ þegar ríkisstjórnin tafði sfldveiðarnar og sfldar- verksmiðjurnar í vor. Það er „þjóðarhneyksli" að ríkisstjóm in skuli ekki hafa gert ráðstaf- anir til þess að koma sfldar- flotanum út nú í haust. Hún ein hefur í hendi sinni að gera ráðstafanir tii þess, a. m. k. til bráðabirgða. Hún getur varið svolitlum hluta þess fjár, sem ' hún tekur í útflutningsgjöld af sjávarafla eða tók af útgerð- inni við gengisbreytinguna í fyrra, til þess að greiða tækja- uppbót til bátanna, meðan samningar fara fram, alveg eins og hún borgar vátryggingar bátanna. Með því greiddu út- gerðarmenn og sjómenn þetta sjálfir, en ríkisstjómin gæfi aðeins eftir til þess svolítinn hluta af því fé, sem hún tekur af sjávarútgerðinni. Slíkt væri ekki of mikil fórn til að koma bátunum út. Það sem er „Þjóð arhneyksli“ í þessu máli er ein mitt það, að ríkisstjómin skuli ekki fara þessa sjálfsögðu leið, þegar svona mikið er í húfi. Það er Þessi rilásstjórn og aUt hennar æði, sem er „þjóðar- hneyksli“. vesfan m norftan Það er afar sjaldgæft að Mbl fái nokkurn almennilegan bónda til bess að skrifa og lof- syngja aðfarir þessarar ríkis- stjórnar geen bændastéttinni, og finna Mbl.-ritstjórar áug- sýnilega til þess, hve lítinn stuðning stjórnin fær úr bænda hópi. Til þess að bæta svolítið úr þessu, grípa ritstjórarnir til þess að búa til bréf og ummæli, sem þeir eigna nafnlausum bændum. Um daginn var það „bóndi að norðan“, sem svar- aði Halldóri á Kirkjubóli með heiðarlegu orðalagi Mbl. og í gær er það „ungur bóndi af Vestfjörðum", sem hefur „hitt hlaðið“. En staksteinahöfund- urinn kemur unn um sig. Hann slevmdi að setia gæsalappir á eftir hinum tilbúnu orðum „unga bóndans", áður cn hann bætti við sínum eigin hugleið- ingum um orð hans. Tolieringin Þeir halda áfram as tollera í Mogga. Á sunnudaginn sagði Bjarni í Reykjavíkurbréfi. að Framsókn brygði „fæti fyrir kommúnista, hvenær, sem hún má“. og fleira í þeim dúr, sem kom ekki sein bezt heim við öll skrifin um -Þjóðfylkingu kommúnista og Framsóknar" og „bandalag Framsóknar við heimskommúnismann“. í gær er gamla hljóðifj komið aftur í strokkinn og segir: „Nú hef- ur Framsóknarflokkurinn gert bandalag við kommúnista“. Það er sem sagt tollerað í ákafa upp og niður — niður og upp. a 2 T f M I N N, miðvikudagurinn 24. okt. 1962

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.