Tíminn - 24.10.1962, Blaðsíða 3

Tíminn - 24.10.1962, Blaðsíða 3
KINAHER SÆKIR STOÐUGT LENGRA SUDUR í INDLAND NTB — Nýju-Delhi, 23. okt. Kínverjar halda énn á- fram að sækja fram á svæðinu milli Bhtóii og Tíbet, og sækfa jjscir nú í áttína til borgarinnar Ta- wang, en hún er helzta stjórnaraðsetur Indverja á þessu svæðl Kínverjar hafa ráðizt á stöðvar Ind verja í Bum-La skarðinu og hafa þeir haldið í aust- ur yfir fjailgarðinn Thag Með banninu Framhald af 1. síciu. sem Ameríkuríkjunum er af því búin. Káðherranefnd EBE hefur lýst sig fylgjandi aðgerðum Kennedys Bandaríkjaforseta í Kúbumálinu. Paiii Henri Spaak, utanríkisráð- herra Belgíu, sagði þegar hlé varð á viðræðunum, að ástandig hefði gjörhreytzt, þegar vitað var, að Kúba hefði yfir að ráða árásar- vopnum. Spaak sagðist skilja vel á.stæður Kennedys fyrir snöggum og á- kveðnum aðgerðum. Hann bætti við að þróunin hefði orðið sú í þessu máli, að hún hefði ekki ver- ið fyrirsjáanleg fyrir nokkrum vikum. Kvað hann Bandaríkja- stjórn hafa skýrt NATO ríkjun- um frá ákvörðun sinni um bannið á Kúbu. — Ag mínu áliti, sagði Spaak, hefur bandaríska stjómin farið rétt og viturlega að í þessu máli. Utanríkisráðherrarnir sex telja | allir ástandið mjög alvarlegt, og enginn þeirra deildi á aðgerðir Bandaríkjanna, heldur ríkti fullur skilningur á þeim meðal ráðherr- anna. í aðalstöðvum NATO í París var sagt, að Kennedy hefði gripið til nauðsynlegra ráðstafana, en jafn- framt var tekið fram, að Kúba væri utan aðgerðasvæðis NATO. Brezka utanríkisráðuneytið lýsti yfir áhyggjum sínum vegna yfir- lýsinga Sovétstjórnarinnar í dag. Macmillan forsætisráðherra hélt í dag fundi með utanríkisráðherran um, Home lávarði, og stjórnarand stöðuleiðtogunum, Hugh Gaitskell og Harold Wilson. Halvard Lange, utanríkisráð- herra Noregs, sagðist í dag vera áhyggjufullur yfir ástandinu. — Hann kvag það vera gott, að málið skyldi vera borið undir Öryggisráð SÞ, og sagðist vona, að tillaga Bandaríkjanna um fund Sovétleið toga og Bandaríkjaleiðtoga út af málinu yrði samþj'kkt þar. Lange sagði einnig: Aðgerðirnar, sem Bandaríkjastjórn hefur boðað, eru mjög víðtækar, ef talið er, að Bandaríkin og Kúba séu ekki í styrjöld við hvort annað. Forsætisráðherra og utanríkis- ráðherra Svíþjóðar voru erlendis í dag en stjórnmálamenn þar voru mjög áhyggjufullir. Sænska sendi ráðið í Bandríkjunum hefur eink- um áhyggjur af afleiðingum yfir- lýsingarinnar fyrir siglingar á heimshöfunum, en sænsk skip hafa talsvert siglt til Kúbu. — í kauphöllinni í Stokkhólmi varð verðbréfafallið sérstaklcga alvar- legt. La og komizt 12 km eftir Nam Yang-dalnum. Svo virðist þó sem Kínverjar ætli að reyna að fara fram hjá klaustur- og viðskiptabænum Ta- wang, sem liggur um það bil 80 km. fyrir sunnan landamærin. Af þessu má ráða að minnsta krafa Pekingstjórnarinnar vtrðist vera, að ná undir sig öllu Tawanghérað- inu og Nam Yangdalnum. í gegn- um hann rennur á, sem síðan renn ur í suðvestur gegnum Bhutan í áttina til Brahmaputrasléttunnar. í Ladakh í Kasmir hefur Ind- verjum tekizt að standa á móti árásum Kínverja þrátt fyrir ó- hemju mikinn snjó, sem þar er. Indverskur liðsforingi, sem flaug yfir þetta svæði, segist hafa séð fjölmennar hersveitir Kínverja á leið til indversku stöðvanna, og einnig hafi liðsauki verig á leið til kínversku stöðvanna innan landamæra Indlands. Forseti Indlands sagði í ræðu, sem hann hélt í dag, að indverska þjóðin hefði ekki um annað að velja en að auka varnir sínar. Verja land sitt og vinna aftur þau svæði, sem Kínverjar hefðu lagt undir sig. Forsetinn sagði, að kín- verska stjórnin hefði hafnað öllum tilboðum um samningaviðræður, hefði neitað að fara veg mála- miðlunar, en hafið stórfelldar ár- ásir. Blöðin { Peking segja undir stórum fyrirsögnum, að nú þurfi Kínverjar ekki lengur ag tak- marka aðgerðir sínar við Mav Mahonlínuna, en hana viðurkenna þeir ekki. Málgagn stjómarinnar segir, að Indland hafi hafið ár- ásir á Kina 20. október, og hafi þær auðsjáanlega verið undirbún- ar, sökum þess, hversu ákafar þær voru. Tilkynnt var opinberlega í Nýju- Delhi { dag, að Nehru forsætis- ráðherra hafi svarað bréfi frá Krustjoff forsætisráðherra Sovét- ríkjanna, þar sem hann mæli með því, að viðræður fari fram til þess að reyna að binda endi á landa- mærastríð Indlands og Kínverja. Þvi hefur einnig verig haldið fram, að bæði Arabíska sambands lýðveldið og Libería vinni nú að því, að viðræður geti fari fram. Macmillan forsætisráðherra Breta hefur sent Nehru skeyti, þar sem hann lýsir samúð Breta með Indverjum í þessu landamæra stríði og segir þá styðja Indverja. Deterköy með sinföníuhljóm- sveitinni BÓ—Reykjavík, 23. okt. Ungverski fiðluleikarinn Béla Defreköy leikur Sym- phonie Espagnole eftir Edou- ard Lalo með Sinfóníuhljóm- sveit íslands á tónleikunum næsta fimmtudag. Tónleikamir á fimmtudags- kvöldið eru r'ðrir í röðinni á þessu starfsári, en þeir verða 16 alls. Forráðamenn sinfóníuhljómsveit- arinnar ásamt Béla Deterköy ræddu við fréttamenn ,í dag. — Deterköv æfir með sinfóníuhljóm- sveitinni á morgun, leikur fyrir út Framh. á 15. síðu EINS og sagt var frá í blaðimi í gær, kviknaði í bátnum Sjöstjörnunni, er hann var að veiðum skammt frá Súlnaskeri í fyrramorgun. Lóðsinn og Sigurfari frá Vestmannaeyjum drógu hinn brennandi bát til hafnar í Eyjum og þar á ytri höfninni var eldurinn slökktur. Myndina tók Ásmundur Gu'ðjónsson fyrir Tímann, þegar bátarnir voru að koma inn á höfnina. OTTAST NU AÐ MSSSA VÖLDIi NTB-Briissei, 23. okt. Utanríkisráðherrar Efna- hagsbandalagsins, sem nú sitja á fundi í Brússel, eru sammála íim það, að ekki er hægt að neita Danmörku og Noregi um fulla aðild að EBE. Fulltrúi Hollendinga lagði mikla áherzlu á það, að ekki væri hægt að veita Bretlandi einu fulla aðild, heldur yrði einnig að veita hana Dan- mörku og Noregi, þar eð við- ræður við þessi lönd eru þeg- ar hafnar. Ekki var tekin nein ákvörðun í sambandi við þriðja landið, en ráðherrar hinna fimm aðildarríkja EBE voru ekki andstæðir skoðun- um Hollendinga. Ráðherrarnir voru einnig sam- mála um það, að verði aðildarríkj- unum fjölgað, geti Það valdið örð- ugleikum í starfi ráðherranefnd- arinnar, þar eð ráðið geti orðið of fjölmennt. Nefnd EBE á nú að vinna að því að rannsaka, hvaða crfiðleika fjölgunin getur haft í för með sér, hvað snertir at- kvæðagreiðslur og annað starf, og á hún einnig að gera tillögur að reglum um atkvæðagreiðslu í hin- um ýmsu stofnunum EBE. I fyrradag ákvað ráðherranefnd Efnahagsbandalagsins að bjóða ír- landi, ag viðræður fari fram um aðild landsins að bandalaginu. ír- land var fyrsta landið. sem sótti um að slíkar viðræður færu fram. En um leið og frlandi hefur verið boðið að hefja þessar viðræður, deila sérfræðingar Evrópuland- anna um það, hvort mörg eða fá lönd eigi að fá aðild að EBE. Ráherranefndin kom saman til fundar í Briissel í fyrradag, en fundurinn á að standa { þrjá daga, og er verkefni hans mjög um- fan.gsmikið. Meðal annars verður tekin einhver ákvörðun varðandi írland, en ekki hefur enn verið ákveðið hvenær viðræður muni hefjast vig fulltrúa þess. Lögð hef ur verið áherzla á það, að þótt viðræðurnar muni fara fram í anda þess hluta Rómarsamnings- ins, sem fjallar um fulla aðild, sé hvorugur aðili bundinn af honum, pg geti því úrslitin orðið þau, að írland verði aðeins aukaaðili að EBE. írland er þríðja landið, sem rætt er við um fulla aðild að bandalaginu, en innan EBE er því haldið fram, að vegna efnahagsá- stands írlands sé því eflaust fyrir beztu að láta sér nægja aukaað- ild. Sérfræðingar Evrópulandanna deila nú um það, hversu stórt bandalagig eigi að vera. Hafa kom ið fram tvö aðalsjónarmið Ann- að sem vill fá skjóta lausn mál- unum fyrir þau lönd, sem sótt hafa um aðild eða aukaaðild. en hins vegar er Frakkinn Jean Al- bert-Sorela, sem heldur Því fram, ag hættan á því ag blokkir mynd ist innan EBE aukist. ef írland og Danmörk og Noregur fái fulla að- ild. Því eigi þau aðeins að fá auka- [ ! aðild nú, en fulla aðild eftir 3 ár. I 1 Albert-Sorel setur upp reiknis-1 dæmi um atkvæðagreiðslu ráð- herranefndarinnar, ef aðildarríkj- unum verður fjölgað úr 6 í 10. — Stóra Bretland, Danmörk, Noreg- ur og írland geta þá myndað 10 atkvæða blokk sem með einu stóru eða einu litlu landi, sem nú er aðili að EBE, getur þá ráðið því hvernig atkvæðagreiðslan fer. þar eð í mörgum málum mun meirihlutinn ráða úrslitum. Um miðjan nóvember verður haldinn fundur með Danmörku, og verður Per Hækkerup utanrík isráðherra fulltrúi lands síns á þeim fundi. Stórbruní á Grænlandi Aðils — Kaupmannahöfn, 23 okc — Síðastliðna mánu dagsnðtf varð stórbruni í fiskvinnslustöðinm Tov- qussaq nálægt Atangmik á Grænlandi. Ekkert tjón varð á rrönnum, en útlit er fyrir, að geysimikil verð mæti hafi eyðilagzt. Vitað er, að. vélarhús, frystihús söltunarstöð og íbúðarhús eyðilögðust í eldinum, en nákvæmar fréttir af brun anum iiggja enn ekkj fyrir T f M I N N, miðvikudagurinn 24. okt. 1962 3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.