Tíminn - 24.10.1962, Blaðsíða 7

Tíminn - 24.10.1962, Blaðsíða 7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Arnason Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnarr Tómas Karlsson Auglýs- ingastjóri: Sigurjón Davíðsson Ritstjórnarskrifstofur í Eddu- liúsinu Afgreiðsla, auglýsingar og aðrar skrifstofur í Banka. stræti 7. Símar: 18300—18305, — Auglýsingasími: 19523 Af. greiðslusími 12323, — Áskriftargjald kr 65.00 á mánuði innan. lands. í lausasölu kr. 4.00 eint. — Prentsmiðjan Edda h.f. — Dagur S.Þ. í dag er afmælisdagur Sameinuðu þjóðanna og er þeirra nfinnzt um allan heim í tilefni af því, eins og venja hefur verið undanfarin ár. Sérstöií ástæða er til að minnast SÞ að þessu sinni. Um þessár mundir eru að gerast atþurðir, sem hafa aukið ófriðarblikuna stórlega, þótt enn sé það von manna, að ógnun styrjaldar verði bægt frá. Þessir atburðir sýna það eigi að síður ótvírætt, að nauðsyn fyrir friðarstarf SÞ er enn brýnni í dag en það var fyrir 17 árum, þegar stofnskrá þeirra var undirrituð. Ægilegar hafa fyrri styrj- aldir verið, en næsta styrjöld, ef til kæmi, myndi þó verða margfalt hryllilegri. Slík eru þau gereyðingarvopn, sem nú hafa verið fundin upp. Þess vegna er það von allra,, sem friði unna, að tak- ast megi að efla svo störf Sameinuðu þjóðanna, að þær verði fyrr en síðar þess umkomnar að tryggja friðinn. En SÞ hafa meira verk að vinna en það, þótt það sé mikilvægt. Eitt af verkefnum þeirra er að brúa hið mikla efnahagslega djúp, sem nú er milli háþróuðu iðnaðar- landanna og hinna lítt þróuðu landa Þetta djúp hefur aukizt á síðari árum og getur haldið áfram að aukast, einkum ef iðnaðarþjóðirnar girða sig af með tollmúrum. Um þetta atriði segir svo í ávarpi sem SÞ hafa sent frá sér í tilefni dagsins í dag: „Það var á forsendu þess, að nokkrar þjóðir búa við mikla velmegun en margar þjóðir við sára fátækt, sem Allsherjarþingið boðaði „þróunar-áratug Sam- einuðu þjóðanna" í desember 1961. Það hét á öll að- ildarríkin að færa sér í nyt efnahagslegt, tæknilegt og vísindalegt bolmagn og sameina krafta sína næsta ára- tuginn í máttugri árás á hin aldagömlu vandamál fá- tæktar, fáfræði og sjúkdóma. Þegar Allsherjarþingið boðaði „þróunar-áratuginn" viðurkenndi það, að mikið hefði verið gert á liðnum ár- um til að stuðla að efnahagslegri og féiagslegri fram- vindu, bæði með starfi Sameinuðu þjóðanna í heild og með hjálparstarfi einstakra ríkja. Allsherjarþingið sá hins vegar einnig, að vandamál mannlegra nauðþurfta var svo yfirþyrmandi og víðtækt, að það yrði ekki leyst nema með langvinnu óg samstilltu átaki allra ríkja- En átakið gæti brugðizt, ef hin háþróuðu ríki eru svo upptekin af eigin öryggi og byggingu tröllaukinna hergagnabúra, að þau láta hjá líða að nota hinar feikimiklu auðlindir sínar til að veita vatni á skræln- aða jörðina, meðan biðraðir hungraðra manna halda áfram að vaxa. Þjóðir heimsins geta ekki gert sig ánægðar með það eitt að haida í horfinu næsta ára- tug og bíða þess að hin hræðilega martröð taki enda. Átakið á ekki að verða eins konar afsökun á því sem aflaga fer annars staðar. Efnahagsleg, félagsleg og pólitísk starfsemi Sameinuðu þjóðanna er þáttur í þeirri sögulegu staðreynd, að allar þjóðir heims eru hver annarri háðar á öllum sviðum. Með Sameinuðu þjóðunum hefur heimurinn sett sér nokkurn veigamikil og nátengd markmið — varðveizlu alþjóðlegs friðar og öryggis, þróun vinsamlegra sam- skipta þjóða á meðal og eflingu alþjóðasamstarfs á vettvangi efnahags- og félagsmála. Verði þessum markmiðum náð hefur það í för með sér frið, öryggi og aukna velsæld til handa körlum og konum hvarvetna á jörðinni. Á degi Sameinuðu þjóð- anna 1962 og á næstu mánuðum verða hióðir heims- ins „að sameina krafta vora til að ná þessum mark- miðum", eins og segir í Stofnskránni." Það er vissulega von íslendinga, að þes'-í náist. ■•kmið SÞ N ÞOLA EKKI ÁRASARSTODVAR k KllBU „Eíkisstjórn mín hefur, eins og hún hefur lofaS, fylgzt ræki- lega með hernaðarundirbúningi Sovétríkjanna á Kúbu, Síðustu viku hafa skýlausar sannanir fengizt fyrir því að nú sé verið að koma upp eldflaugastöðvum til árása á þessari innikróuðu eyju. Tilgangurinn með þessum stöðvum getur ekki verið annar en sá, að skapa möguleika til kjarnorkuárása á ríki Vesturálfu. Þegar ég fékk fyrstu áreiðanlegu fregnirnar af þessu kl. 9 sl. þriðjudagsmorgun, fyrirskipaði ég að hert skyldi á eftirliti okkar. Og nú, þegar eftirgrennslan okkar er lokið, mat okkar liggur fyrir og við höfum tekið ákvörð un okkar, þykir ríkisstjórninni skylt að skýra frá þessu nýja hættuástandi i smáatriðum. Allt bendir til þess að hér sé um að ræða eldflaugstöðvar af tvenns konar gerð. Nokkrar þeirra eru fyrir eldflaugaskeyti sem borið geta kjarnorkuvopn meira en 1000 sjómílur. Hver þessara eld- flauga getur náð til Washington, Panamaskurðarins, Canaveral- höfða, Mexicoborgar eða hvaða annarrar borgar í suð-austur- hluta Bandaríkjanna, og hvaða staðar í Mið-Ameríku sem er, og á Karabíska hafinu. Auk þess er um aðrar stöðvar að ræða, sem enn eru ekki full- gerðar og virðast þær vera gerð- ar fyrir langdræg eldflauga- skeyti. Þessi skeyti gætu farið helmingi lengra en hin, og er þannig hægt að gera með þeim árásir á flestar aðalborgir Norð- ur- og Suður-Ameríku, allt norð- an frá Hudsonflóa í Kanada til Lima í Perú. Þá er auk þess verið að setja saman á Kúbu sprengju þotur, sem borið geta kjain- orkuvopn, og verið er að byggja fyrir þær flugvellj. Þessi skjóta umsköpun á Kúbu í þýðingar- mikla eldflaugastöð með lang- drægum eldflaugum, sem greini- Iega eru ætíaðar til skyndilegrar gereyðingar, er greinileg ógnun við frið og öryggi Ameríkuríkja og vísvitandi ögrum við Ríó- samninginn, við hefð lands okkar og þessarar heimsálfu, við sam- þykkt beggja deilda 87. Banda- ríkjaþings, við stofnskrá Samein- uðu þjóðanna og mínar eigin við- varanir til Rússa 4. og 13. sept- ember. Þessar aðgerðir stinga einnig í stúf við endurteknar fullyrðingar rússneskra tals- manna, bæði þær, sem hafa verið gefnar út opinberlega og eins- lega þess efnis að herstyrkur Kúbu mundi halda áfram að vera í varnarskyni og Sovétríkin hefðu hvorki þörf né löngun til að koma upp eldflaugastöðvum á svæði nokkurs annars lands Þessar framkvæmdir hafa verið nokkra mánuði í undirbúnjngi. En í síðasta mánuði þegar ég hafði lagt áherzlu á muninn á þessum langdrægu flugskeytum og eldflaugum til varnar gegn flugvélum, lýsti Sovétstjórnin þvi opinberlega yfir 11. septem ber, að „herbúnaður, sem sendur hefði verið til Kúbu, værj ein ungis til varnar, og „að Sovét ríkin hafi svo sterkar eldflaugar til að flytja þessi kjarnorkuvopn sín, að þeim væri engin nauðsyn að leita eldflaugastöðva út fyrir landamæri Sové ríkjanna" Þessi yfirlýsing var fölsuð S1 fimmtudag, þegar sannan- * - Utvarpsræða Kennedys Banda- ríkjaíorseta í fyrrakvöld JOHN KENNEDY ir 'fyrir hinni hröðu hervæðingu Kúbu voru þegar komnar í mínar hendur, sagði Gromyko, utan- ríkisráðherra Sovétríkjanna, við mig í skrifstofu minni, að honum hefði verið falið að lýsa því yfir, enn einu sinni, eins og hann sagði að stjórn sín hefði gert áður, að aðstoð við Kúbu „væri gerð í þeim tilgangi einum að bæta varnarmátt hennar“, að „þjálfun Kúbumanna undir handleiðslu rússneskra sérfræð- inga í meðferð varnarvopna væri á engan hátt í- árásarskyni", og að: „Ef því væri varið á annan hátt, myndi Sovétstjórnjn aldrei hafa veitt slíka aðstoð." Sú yf- irlýsing var einnig fölsuð. Hvorki Bandaríki Norður- Am- eríku, né þjóðir heims geta þol- að hreinar blekkingar og árás- arógnanir af hálfu neinnar þjóð- ar, stórrar eða smárrar. Við lif- um ekki lengur í heimi, þar sem hleypa verður af skoti, til þess að talið verði, að um svo mikla ógnun við öryggi einnar þjóðar sé að ræða, að það teljist skapa hámarkshættuástand. Kjarnorku- vopn hafa slíkan eyðingarmátt og eldflaugar eru svo fljótar í förum, að aukinn möguleiki á notkun þeirra verður að teljast bein ógnun við friðinn. Árum saman hafa Sovétríkin og Bandaríkin gert sér grein fyr- ir þessari staðreynd, og umgeng izt kjarnorkuvopn af mikilli var- úð, og aldrei hreyft við því jafn vægisástandi, sem tryggði, að þau yrðu ekki notuð, nema því aðeins, að um mikla hættu væri að ræða Okkar eigin eldflaug ar hafa aldrei verið fluttar til neins annars lands með slíkri leynd og blekkingum: saga okk- ar — sem er ólík sögu Sovétríkj- anna eftir heimsstyrjöldina síðari — sýnir, að við höfum enga löng un til að sigra aðrar þjóðir eða þröngva þeim til að taka upp ■stjórnarfarskerfi okkar Sam* sem áður hafa bandarískir borg arar vanizt því að búa í miðju skotmarkj rússneskra eldflauga sem geymdar eru á sovézkri grund eða í kafbátum. Þannig auká eldflaugar á Kúbu á þá hættu sem þegar er augljós — þótt taka verð'i fram, að fram til þessa hafa þjóðir S-Ameríku ekki orðið fyrir slíkri hættu af kjarnorkuvopnum. Þessi hraða, leynilega og sér- stæða eldflaugahervæðing komm únista á svæði, sem þekkt er fyrir sérstakt sögulegt samband við Bandaríkin og þjóðir Amer- íku — algerlega í bága við full- yrðingar Rússa og landa álfunn- ar — þessi skyndilega, dulbúna ákvörðun um að koma fyrir árásarvopnum í fyrsta skipti Utan Sovétríkjanna verður að teljast ögrandj og í bága við það 'jafnvægisástand, sem ríkt hefur. ITún verður ekki þol- uð af okkur, ef nokkur, vinur eða óvinur á að treysta yfir- lýsingum okkar og því, að við stöndum við þá ábyrgð, sem við höfum tekizt á hendur. Árin eftir 1930 voru okkur lærdómsrík: hernaðarundirbún- ingur, sem ber keim árásar, leið ir til styrjaldar Þjóð okkar er á móti styrjöld. Við stöndum einnig við loforð okkar óhagg- anlegur tilgangur okkar hlýtur þvj að verða að koma í veg fyrir að þessar eldflaugar verði notaðar gegn okkar landi eða nokkru öðru landi. Við verðum einnig að tryggja, að þær verði fjarlægðar úr þessum hluta heirns. Við höfum fylgt stefnu þolin- mæði og varúðar, eins og frið- samlegri og voldugri þjóð hæfir, sem stendur í broddi samtaka þjóða heims. Við höfum hald- ið fast við stefnu okkar, og lát- um ekki ofstopamenn eða öfga- menn hrekja okkur frá henni. Nú er hins vegar þörf fyrir frek ari aðgerðir — og til þeirra hefur verið gripið — samt kunna þær aðeins að vera upphafið. Við munum ekki hætta á alheims- kjarnorkustyrjöld fyrr en í fulla hnefana, því að ávöxtur sigurs- ins yrði ekki annað en aska í munni okkar — hins vegar mun- um við ekki hræðast að taka á okkur þá hættu hvenær, sem það yrði oumflýjanlegt Því, til þess að verja öryggi okkar og þjóða Ameríku, og með því valdi, sem mér er falið með stjórnarskránni og staðfest hefur verið af þingi, þá hef ég ákveðið, að eftirfarandi ráðstafanir skuli gerðar strax: 1. Til að stöðva uppbyggingu þessara árásarstöðva verður sett strangt aðflutningsbann á öll her gögn til Kúbu. Öllum skipum, hverrar þjóðar, sem þau eru og frá hvaða höfn sem þau koma, verður snúið aftur ef í ljós ke-m- ur, að í farmi þeirra eru árásar- vopn. Þetta aðflutningsbann verð ur, ef nauðsyn krefur, látið ná til annars varnings og annarra flutningatækja. Við erttm hins vegar ekki að svo stöddu ag loka fyrir aðflutning á lífsnauðsynj- um, eins og Sovétríkin reyndu að gera er þau settu aðflutnings bann á Berlín 1948 2. Eg hef fyrirskipað áfram haldandi og aukið náið eftirlit með Kúbu og hervæðingunm (F'ra:nh.)!0 a 13 :ðu T í M I N N, miðvikudagurinn 24. okt. 1962

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.