Tíminn - 24.10.1962, Blaðsíða 9

Tíminn - 24.10.1962, Blaðsíða 9
 EIli- og hpkrunarheimiM Árið 1913 skipaði stjórn Um dæmisstúku Góðtemplararegl- unnar í Reykjavík nefnd manna til þess að gangast fyrir fjár- söfnun í þeim tilgangi að koma á hjálpars-tarfsemi meðal fá- tækra. í nefndinni voru Sigur- bjöm Á. Gíslason, cand. theol, Flosi Sigurðsson trésmiðameist ari og Páll Jónsson, verzlunar- maður frá Hjarðarholti. Nefnd- in kallaði þetta starf „Samverj- ann“, og starfaði hún að því að gefa fátækum börnum og Um þessar mundir eru 40 ár liðin frá stofnun EUi- og hjúkr- unarheimilisins Grund. Afmæl isins verður minnzt á mánudag inn, en hér á síðunnj er yfir- Iitsgrein um aðdraganda að stofnun heimilisins, og stiklað á stóru um starfsemi þess und anfarin fjörutíu ár. gamalmennum miðdegisverð um tveggja eða þriggja mán- aði skeið á veturna. Þessari starfsemi var haldið áfram sex ár, og varð mörgum til hjálpar á þeim árum fátæktar og um- komuleysis. Sigurbjörn Á. Gísla son vann ötullega að þessu starfi og enn fremur kona hans frú Guðrún Lárusdóttir, auk hinna nefndarmannanna. í þessu starfi kynntust nefndar- menn mjög náið umkomuleysi og vandræðum gamals fólks í borginni og þeim varð ljósara en áður, hve brýn nauðsyn var á því, að komið væri því til hjálpar. Sigurbjörn hafði áður kynnzt elliheimilum, fyrst árið 1909 í Danmörku, og síðar elli- heimilinu að Gimli, sem Vestur íslendingar höfðu stofnsett. Þegar hann hafði kynnt sér starfsemina að Gimli, hugsaði hann með sjálfum sér: „Ég vildi að Guð gæfi að ég gæti hjálpað til að stofna svona elli heimili á íslandi." — Sigur- björn reit grein í da.gblaðið Vísi um þessi mál 21.6 1922, en bjóst ekki við miklum undir- tektum. Honum varð þvi bylt við daginn eftir, þegar Jón Jóns son beykir símaði til hans og sagði: „Ef stjórn Samverjans íofar að stofna elliheimili í haust, skal ég gefa 1500 krón- ur í stofnsjóðinn og safna fé hér í bænum ,en þér verðið að senda mér söfnunarlista og skrifa um málið í blöðin." Þannig var upphafið að stofn un elliheimilisins. Fjársöfnun- in tókst ótrúlega vel, og eftir rúman mánuð frá því að hún hófst var keypt steinhús „handa gamla fólkinu“ rétt fyrir vest- an Sauðagerðistúnið. Það hafði verið kallað Grund, og hélt Því nafni áfram. Margs konar um- bætur þurfti að gera á húsinu, en forgöngumenn hröðuðu þeim, sem mest þeir máttu, og í lok októbermánaðar fluttu fyrstu vistmennirnir í húsið, en 29. var Það vígt og tekið opin- berlega til afnota. í húsinu voru 6 svefnstofur fyrir 23 vistmenn, 6 vistmenn voru komnir á vígsludegi. í stjórn Elliheimilisins voru Sigurbjörn Á. Gíslason, formað ur; Haraldur Sigurðsson verzl- unarmaður; Júlíus Árnason, kaupmaður; Páll Jónsson verzl- unarmaður og Flosi Sigurðsson trésmíðameistari, allir frá Sam verjanum. Þremur árum eftir stofnun heimilisins var það gert að sjálfseignarstofnun. Stjórnar nefndin starfar kauplaust. Það er óþarfi að fjölyrða um þörfina fyrir elliheimili. Gam- alt fólk var þá allslaust á hrakn ingi. Þá voru engar, eða sama og engar tryggingar, og fólk, sem ekki átti sæmilega stæða aðstandendur var á gaddinum. Þörfin var brýn og hún mæddi á stjórnendum hins nýja heim- ilis. Árið 1928 veitti bæjarstjórn elilheimilinu mikla lóð við Hringbraut, eða alls 6192 fer- metrar. Var um leið hafizt handa um teikningu og síðan útboð á byggingu nýs heimilis. Hin nýja bygging var vígð haustið 1930, og var þá þegar hægt að veita fleiri vistmönn- um viðtöku, enda var nýja bygg ingin tæplega 9000 rúmmetrar að stærð. Síðan má segja að elliheimilið hafi farið vaxandi ár frá ári og byggingarfram- kvæmdir verið miklar. Starfsmannahúsið var tekið til afnota árið 1946 og við það fengust 50 ný vistpláss fyrir gamalt fólk. Fyrsta viðbygging in að norðanverðu 1948 var 1070 rúmmetrar, og hafði 15 ný vistpláss. 1949 var byggt þvottahús og á sama ári bætt- ust við 25 vistpláss. Önnur við- byggingin með hátíðasalnum var fullgerð 1952 og hafði 25 ný vistpláss. Þriðja viðbygging in var tekin til afnóta 1955 með 50 vistplássum, um leið var rúm fyrir heilsugæzludeild, sem stofnuð hafði verið 1948, svo og sundlaug. Árin 1959 voru miklar byggingarframkvæmdir og var þá aukið húsnæði fyrir áhaldageymslur, skrifstofu, vist pláss og annað starfinu áhrær- andi. Þetta hafa verið hraðar fram farir, en þörfin hefur alltaf ver ið meiri en aukningin og aldrei verið hægt að fullnægja eftir- spurn eftir vistplássi. Allar þess ar byggingar hafa að sjálfsögðu kostað mikið fé. Hefur Reykja- víkurborg lagt talsvert fé til þeirra, sem og tekið ábyrgð á lánum, er tekin hafa verið. — Tryggingastofnun ríkisins, sem og lánastofnanir hafa og veitt mikilsverðan stuðning. Þá hefur bæjarsjóður lagt árlega fram nokkurt fé til styrktar reksturs heimilisins, flest árin 8 þúsund krónur, en hin síðari ár 50 þús- und krónur á ári. Úr ríkissjóði hefur heimilið oftast notið nokk urs styrks, hin fyrstu árin 4 þús und krónur árlega, en hin síð- ustu ár 60 þúsund krónur. — Fyrstu árin bárust heimilinu gjafir víðs vegar að, enda á.tti það í sjóði yfir 100 þúsund kr., þegar byrjað var á stórhýsinu >.ið Hringbraut. Síðan hafa gjaf irnar verið minni. Eins og áður segir var heilsu gæzludeildin stofnsett 1948, og hefur starf hennar vaxið ár frá ári, og er í mörgum greinum. Þvottahús hefur ávallt starfað við elliheimilið. Guðsþjónustur eru alla helga daga, einnig á föstunni. Morgunbænir eru alla virka daga. Bókasafn á heimil- ið allgott. Efnt hefur verið til ýmissa starfa fyrir vistfólkið, og er þar unnið að netahnýt- ingu og ýmsu fleiru. Þá fer fram ýmiss konar handavinnu og kennsla í föndri á vetrum. Til þess að gefa nokkra hug- mynd um þróun heimilisins skulu tilfærðar nokkrar tölur um vistmánnáfjölda: Árið 1934 voru vistmenn 124 — 1945 — — 169 — 1949 — — 254 — 1961 — — 317 Haraldur Sigurðsson var for- stöðumaður heimilisins til dán ardægurs 1934, en þá tók Gísli Sigurbjörnsson við og hefur gegnt því síðan. Séra Sigur- björn Á. Gíslason hefur verið formaður stjórnarinnar frá upp hafi, en nú eiga sæti í stjórn- inni með honum: Jón Gunn- laugsson fyrrv._ stjórnarráðsfull trúi, Ólafur Ólafsson kristni- boði, Páll Árnason fulltrúi og Þórir Baldvinsson arkitekt. — Yfirlæknir heimilisins er Karl Sig. Jónasson og heilsugæzlunn ar Alfreð Gíslason. Yfirhjúkrun arkona er frk. Steinunn Einars- ÁRA dóttir; matráðskona frk. Guðný Rósants, og ráðskona í þvotta- húsi frú Sigríður Hallgrimsdótt ir. Skrifstofustjóri er Garðar Sigfússon. Árið 1942 var Sigurbjörn Á. Gíslason vígður prestur til heim ilisins. í stjóminni hafa átt sæti auk þeirra sem áður getur, en eru látnir: Frímann Ólafsson, forstjóri og Hróbjartur Árna- son forstjóri. Fyrsta ráðskona heimilisins var María Péturs- dóttir og fyrsta yfirhjúkrunar- kona Ólafía Jónsdóttir. Frk. Jakobína Magnúsdóttir var lengst yfirhjúkrunarkona, en lézt fyrir nokkrum árum. Árið 1952 hófst rekstur Elli- og dvalarheimilisins Áss í Hveragerði í samvjnnu við Ár- nessýslu. Á sýslan þar 4 hús- eignir, en Grund 8. Vistmenn eru Þar 28. Á þessum tímamótum færir stofnunin öllum velunnendum sínum beztu þakkir fyrir aðstoð á liðnum árum. Elli- og hiúkrunarheimiliS GRUND (Ljósm.: Tíminn, RE) I T í M I N N, miðvikudagurinn 24. okt. 1962 ð

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.