Tíminn - 24.10.1962, Blaðsíða 14

Tíminn - 24.10.1962, Blaðsíða 14
BARNFOSTRAN Eftir DOROTHY QUINTIN Þegar við komum að stiganum, nam Oliver staðar og leit á mig með torráðinn svip á andlitinu, og ég hrökk enn við: — Það gerðist hér glæpur, Mandy, ef maður lítur á sjálfsmorð sem glæp. Eg held að Serena hafi svipt sig lífi. Eg held Deidre hafi bara komið með þessa skýringu, að hún hafi gengið í svefni til að hlífa mér við afleiðingunum. Frú Donovan grunaði það — það var einmitt það sem hún átti við þegar hún hreinlega ásakaði mig fyrir •morð — að ég hefði komið svo fram við konu mína, að hún greip til þessa úrræðis. Svo að þú skilur, að ég er Deidre skuldbundinn fyrir það líka. VI. KAFLI Eg var alltaf vön að vakna snemma, en það var ekki einu sinni orðið fullbjart fyrsta morg- uninn sem ég vaknaði á Mullions. Það var hrein nautn aðeins að liggja þarna og vita að ég þurfti ekki að fara á fætur enn þá. Eg hlustaði á fuglana, sem hófu nú morgunsöng sinn. Svo fannst mér allt í einu sem einhver horfði á mig. Eg sneri mér aðeins til hliðar og í morgun- skímunni sá ég Carolyn og Mark standa í gættinni og kíkja á mig. Eg brosti, því að þetta var ein- hvern veginn svo brosleg sjón. Það var greinilegt, að Carolyn hélt aftur af hundinum, en þau horfðu bæði fast á mig. Eg rétti hend- umar móti þeim og settist upp í rúminu: — Komdu og bjóddu góðan dag, litla vina. Eg lá bara og hlustaði á fugla'Sönginn . . . voru það fugl- arnir, sem vöktu þig líka? Carolyn hikaði eins og á báðum áttum, en Mark lagði af stað til mín og sleikti mig hrifinn, í and- litið. Svo fór Carolyn að hlæja og ýtti hundinum niður á gólfið. Það var undarlegt, að hún virtist geta farið með dýrið eins og henni þókn aðist, en ég sá að vald hennar yfir hundinum gaf henni aukið öryggi. — Góðan dag, Mandy, sagði hún alvarlega. Stóru bláu augun hennar horfðu athugandi á mig og ég þrýsti henni að mér. Mér til gleði tók hún utan um hálsinn á mér og hallaði sér að mér með feginsandvarpi. — Viltu koma upp í rúmið til mín dálitla stund? Það er of snemmt að fara á fætur enn, stakk ég upp á. — Eg skal segja þér ævintýri ef þú vilt. Og þannig fann Polly okkur þeg- ar hún kom með morgunteið mitt og mjólkurglas handa Carolyn. Við sátum með armana hvor um aðra í stóra rúminu og Mark lá á gólfinu og lét fara vel um sig. Eg er viss um að skólastýran á Greystone hefði fengið slag ef hún hefði séð okkur, en ég hirti ekki um það. Carolyn þarfnaðist sárlega ástar og umhyggju og ég var ákveðin í að gefa henni það sem ég gat. — Nú, nú, Polly hló sínum hlýja smitandi hlátri, setti frá sér bakkann og kyssti Carolyn smell- koss á kinnina. Hún hafði verið farin heim þega-r við komum dag- inn áður, svo að þetta var í fyrsta sinn sem hún sá Carolyn aftur. — Velkomin heim, ungfrú Caro- lyn! Þú manst víst ekki eftir mér, ég er hún Polly. — Góðan dag, P-Polly, svaraði Carolyn kurteislega og ég hélt niðri í mér andanum af hræðslu við að Polly skyldi sýna að hún tók eftir staminu. En Polly leit ekki einu sinni forvitnislega á barnið, sem orð’rómur gekk um að hefði orðið dálítið „skrýtin“ eftir hinn sviplega dauða móður hennar. Deidre hringdi til mín þennan dag til að gefa mér nýja viðvörun. Carolyn hafði lagt sig eftir há- degisverðinn þegar Hanna kom og sagði að það væri síminn til mín. — En . . . vill hún ekki tala við hr. Trevallion . . . ? spurði ég undrandi. Hanna fnæsti fyrirlitlega. — Hún spurði eftir yður . . . þegar hún var búin að spyrja mig heilmargra spurninga um ungfrú Carolyn. Ungfrú Donovan hefur búið hér, hún hefur sjálfsagt ekki gleymt áð ofurstinn er alltaf í Trewilly með launagreiðslur á hverjum föstudegi. Þegar ég gekk í áttina til bóka- herbergisins, bætti Hanna vin- gjarnlega við: — Látið hana ekki hræða yður, ungfrú Mandy. Hún virðist vera í slæmu skapi vegna þess að ég sagði henni að Carolyn geðjaðist vel að yður. — Nei, ég skal reyna það, sagði SKBKSsmBBsnsn 31 ég hraustlega og hugsaði um allar þær mílur, sem skildu okkur Dei- drei nú að. En þegar ég heyrði djúpu, hreimfögru röddina spýta úr sér spurningum til mín var eins og mílurnar milli okkar hyrfu — og með þeim kjarkur minn. Hvernig hafði Carolyn staðið sig á ferðalaginu? Hafði hún fengið nokkurt taugakast? Hvernig hafði hún brugðizt við, þegar hún sá húsið? Hvernig hafði hún sofið? Hvað hafði hún fyrir stafni núna? Eg svaraði eins rólega og virðu- lega og ég gat, það síðasta sem ég óskaði, var, að Deidre skyldi koma til Mullions áður en mánuðurinn væri lið'inn. Eg sagði einnig frá breytingunni, sem gerð hafði verið á húsinu og elgnum; og fossinn hefði verið fjarlægður, svo að áin rynni nú ekki í farvegi sínum, heldur beint út í hafið Eg lagði áherzlu á það að hér væri nú ekk- ert, sem skyndilega gæti minnt Carolyn á sorgaratburðinn. — O, ég veit það; mágur minn sagði mér það, sagði hún óþolin- móð. Eg fann að hún var vonsvik- in yfir því, að ekkert sérstakt hafði gerzt. — En þér þekkið ekki Carolyn jafnvel og ég, systir Browning. Fyrr eða síðar man hún það sem gerðist á Mullions og þá er hætt við að erfiðleikar komi upp. — Eg vonast til að við verðum fær um að taka það vandamál til meðferðar þegar þar að kemur, ungfrú Donovan, svaraði ég róleg. Eg hef býsna mikla reynslu í því að meðhöndla böm, sem fengið hafa taugaáfall. Það varð lítil þögn í hinum end- anum, og þegar röddin kom aftur, var hún mjög hæðnisleg, og ég sá fyrir mér illgirnisbrosið, sem léki um varir Deidres. — Ó, já . . . Greystone-skólinn! Eg hef sett mig í samband við hann. Þér fenguð hin ákjósanleg- ustu meðmæli ungfrú Browning, en þér eruð mjög ungar og alltof ungar til að hafa slíka tröllatrú á hæfileikum yðar. — Þér . . . þér hafið verið í Greystone, tautaði ég skelfingu lO'Stin. Eg hafði átt í basli með því að telja skólann á að leyfa mér að taka við starfinu hjá Oliver. Þeir vildu að fóstrurnar fengju störf gegnum skólann, og frú Wicks, sem er forstöðukona ráðn- ingardeildarinnar hafði alls ekki geðjazt að því, að ég hefði sjálf útvegað mér þetta starf. En eftir bréf frá Oliver og meðmæli gegn- um símann frá sir Charles, hafði hún látið sannfærast um að þetta væri staða samboðin Greystone fóstru. — Auðvitað varð ég að athuga feril yðar, hélt Deidre áfram kuldalega. — Og ég sagði konunni á skrifstofunni frá því, að mér hefði alls ekki geðjazt að því, hversu frekar og uppáþrengjandi þér réðuð yður til starfa — heldur ekki, hvernig þér göbbuðuð mág minn til að fara með Carolyn heim aftur — gegn mínum ráðum. Eg stóð grafkyrr. Eg gat ímynd- að mér, að Deidre og frú Wicks hefðu aldeilis orðið sammála um að auðvitað hefði einhver eldri og reyndari fóstra átt að taka að sér að annast um Carolyn. Og Deidre hélt áfram og rödd hennar var svo illgirnisleg að ég fór að titra: — Eg varaði yður við að taka við þessari stöðu, systir Browning, og ég vara yður aftur við; ef Carolyn hrakar, skal ég gera yður ábyrga fyrir því, og ég skal sjá til þess að Greystone-skólinn frétti það líka. Hún lagði á án þess að kveðja, og ég sat kyrr, hrædd og skjálf- 185 og Bandaríkjamönnum fært að komast til Berlínar, meðan hans eigin her væri enn heftur við Oder. Hann sendi Eisenhower þegar svarskeyti, þar sem hann samþykkti þá fyrirætlun hans, að hirða ekki um Berlín, sem hann fullyrti að „hefði nú ekki lengur sína fyrri hernaðarlegu þýðingu". Á þeim tíma sem Eisenhower hóf milligöngu sína á hinum alþjóð- lega vettvangi, var sambandið milli Moskvu og London hættu- lega nálægt því að rofna vegna svika Rússa um pólskar kosningar og þess, hvernig þeir neyddu þjóð- ir Austur-Evrópu undir sína stjórn, meðan trú Washington- stjórarinnar á frjálslyndi Rússa hafði jafnvel veikzt vegna þeirra svika, er pólskir föðurlandsvinir höfðu verið beittir. Um allt þetta var Eisenhower bersýnilega ókunnugt, og hann var bersýnilega sannfærður um ein- laégni og falsleysi rússnesku vald- hafanna. Það var þetta vandamál, sem blasti við brezku hermálaleiðtog- unum, þegar Brooke lagði af stað síðdegis á föstudaginn langa, til Hampshire, til þess að njóta „langrar helgar heima fjarri öllum áhyggjum“. En þegar hann kom aftur þaðan, biðu hans þau skila- boð, að forsætisráðherrann vildi halda herráðsforingjafund í Che- quers næsta morgun, páskadag, klukkan 11,30 f.h. „1. apríl. Fór að heiman klukk- an 10,15 f.h. til fundar við forsætis ráðherrann. Vorum á ráðstefnu með honum frá klukkan 11,30 til 1,30 e.h. til þess að ræða um skeyti, sem hann hafði samið til forsetans. Við ræddum líka um skeyti hans til Ike, svar Ikes til hans og hið opinbera svar Ikes til sameinuðu herráðsforingjanna. Nú, þegar Ike hefur útskýrt áætl- un sína, er augljóst, að ekki er um neina stórfellda breytingu að ræða, nema hvað hann beinir aðal- sókn sinni til Leipzig, í staðinn fyrir Berlín. Því næst snæddum vi'ð hádegis- verð í Chequers, ásamt forsætis- ráðherranum, Winant, Cherwell, Sandys og frú, Brendon Bracken og þremur herráðsforingjum," í svari sínu til forsætisráðherr- ans, hafði Eisenhower tekið það fram, að með því að beina megin sókn sinni til Leipzig, hefði hann alls ekki í hyggju að láta það sitja á hakanum að hertaka Kiel og hafnarborgir Norður-Þýzkalands. Hann kvaðst taka níunda herinn ameríska undan stjórn Montgo- merys, til þess að vernda norður hlið Bradleys, meðan hann sækti fram í áttina til Erfurt og Leipzig, en sá síðarnefndi myndi engu að síður hafa fullt frelsi til að halda áfram sókninni tíl Elben, meðan Canadamenn hreinsuðu til í Hol- landi og á hollenzku strandlínunni. Við þetta höfðu forsætisráðherr- ann og brezku herráðsforingjarnir orðið að sætta sig, því að Marshall og starfsbræður hans neituðu al- gerlega að beita sér gegn ákvörð- unum Eisenhowers og forsetinn var nú orðinn alltof farinn að heilsu, til þess að taka til greina hinar síendurteknu viðvaranir hins gamla vinar síns, um þá heimsku að leyfa Rússum að fara yfir meira af Evrópu en nauðsynlegt væri. Allan síðari hluta apríl, meðan 21. her Montgomerys var að hreinsa til í Norður-Þýzkalandi og Hollandi og hélt siðustu daga mán- aðarins yfir Elben, til þess að her- taka Hamborg og Liibeck og bjarga bjarga Danmörku á réttum tíma frá því að verða innlimuð í hið kommúniska alríki, og meðan skriðdrekar Pattons voru stöðvaðir eftir fyrirmælum Eisenhowers, við tékknesku landamærin, voru í Brooke og herráðsforingjar hans Sigur vesturvelda, eítír Arthur Bryant. Heimildir: önnum kafnir við að gera áætl- anir um hernám og stjórn Þýzka- lands. Þann 20. apríl skrifaði Brooke: „Þess er nú ekki langt að bíða að við Sameinumst Rússum á Berl- ín-Dresden vígstöðvunum. Eg er viss um, að enn eru nokkrar vikur til stríðsloka. Enn er eftir að sigra allsterka mótspyrnu í Austurríki, Tékkóslóvakíu, Danmörku, Hol- landi og Noregi. Hins vegar er trú- legt að sjálfsmorð Hitlers flýti mjög fyrir stríðslokum.“ „Annars“, bætti hann við „hefi ég fengið nokkurra daga leyfi frá morgundeginum að telja og vona innilega, að það verði ekki aftur- kallað.“ Næstu tíu daga hvíldist Brooke frá hinum þreytandi störfum, og er svo að sjá sem honum hafi orðið að ósk sinni um „langan, iangan tíma hjá góðri veiðiá. þar sem ég var laus við allar orðsend- ingar, símakvaðningar og allt hugs anlegt samband við forsætisráð- herrann . . . “ „30. apríl. Tók aftur til starfa eftir langa og góða hvíld. Langur herráðsforingjafundur og ráðherra fundur á eftir. Síðdegis langar við- ræður við forsætisráðherrann. Fall Þýzkalands nálgast nú óð- um. Sennilegt að herdeildir óvin- anna á ftalíu gefist upp fyrir Alex á morgun. Bernadotte er samtímis að reyna að semja við Himmler. Endalokin hljóta að vera rétt ó- komin. 2. maí. í miðnæturfréttunum í nótt var birt tilkynning um dauða Hitlers. Eftir að hafa þráð þessa frétt í 'SÍðastliðin sex ár og velt því fyrir mér, hvort mér myndi nokkurn tíma auðnast að heyra hana, þá var ég gersamlega ósnort- inn þegar hún barst mór loksins til eyrna. Hvers vegna? Eg veit þáð ekki. 4. maí. Eftirminnilegur dagur, að því leyti að hann virðist ætla að verða einn síðasti i styrjöldi.nni við Þýzkaland Monty átti fund með Keitel í morgun, sem lýsti yfir algerri og skilyrðislausri upp- gjöf í Ilollandi og öliu Norður- Þýzkalandi, Slésvík-Holstein, Dan- mörku, Frísnesku eyjunum og Helgolandi. Því næst hélt Keitel áfram til aðalstöðva Ikes, til að ræða um uppgjöf Noregs. Eg var rétt nýkominn heim í íbúðina mína, þegar ég var boðaður á her- ráðsforingjafund með forsætisráð- herranum í Downing Street 10. Þegar við komum þangað, var hann að tala í síma við konunginn og skýra honum frá viðræðum sín- um við Ike og Monty. Því næst skýrði hann okkur líka frá þeim og hann var bersýnilega djúpt hrærður vegna þeirrar staðreynd- ar, að styrjöldinni var nú raun- verulega lokið, að því er Þýzka- land snerti. Hann þakkaði okkur öllum hlýlega og með tárin í aug- unum fyrir allt, sem við hefðum gert í stríðinu og allt það starf, sem við hefðum leyst af höndum, „allt frá E1 Alamein og til þessarar stundar". Því næst kvaddi hann okkur alla með handabandi. Það eina, sem ég er ekki alveg T f M I N N, miðvikudagurinn 24. okt. 19fi2 14

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.